Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2009, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2009, Blaðsíða 53
SMÁAUGLÝSINGAR 21. ágúst 2009 föStUdAGUR 53 HAMLAR eNdURvextI HÁRA „Ég mæli með Post-Depilatory Body Lotion fyrir leggi en kremið stjórnar og hægir á endurvexti hára,“ segir Bryn- hildur Stefanía Jakobsdóttir, snyrtimeistari og eigandi Helenu fögru. „Kremið, eins og allar vörur Acad’épil-línunnar, inniheldur blöndu virkra innihaldsefna sem hamla sérstaklega endurvexti hára en eftir háreyðingu hafa hársekkirnir tapað hárunum. Virku innihaldsefnin fara beint í hársekkina, ná til spírunar- frumna hársrótarinnar, breyta frumupróteinum og hamla efnaskiptum end- urvaxtar hára svo háreyðing þarf ekki að fara eins oft fram.“ UmSJón: inDíAnA ÁSA HreinSDóttir Fimm ráð til að Finna tíma Fyrir þjálFun 1. Fjárfestu í æfingartæki Þannig geturðu æft heima og eyðir engum tíma í akstur. Þú getur einfaldlega vaknað á morgnana og tekið eina æfingu áður en þú skellir þér í sturtu. 2. Lestu bók á meðan þú æfir Þegar þú þarft að læra mikið heima eða lesa þér til vegna vinnunnar skaltu velja þau tæki sem þjálfa fætur svo þú getir notað hendurnar til að halda á bókinni. 3. Hjólaðu í vinnuna nema vinnan þín sé í sömu götu og húsið þitt er þetta fín leið til að koma sér í form á hagkvæman hátt. 4. Takmarkaðu sjónvarspsgláp ef þú átt í erfiðleikum með að finna hálftíma undir líkamsrækt skaltu einfaldlega minnka sjónvarpsgláp- ið um hálftíma. 5. Æfðu fyrir framan sjónvarp- ið Fjárfestu í lóðum eða hlaupa- bretti og haltu áfram að horfa á uppáhaldsþættina þína. Leggðu svo handklæði á gólfið og teygðu vel á. Mæðgur á Akranesi standa fyrir heimasíðunni mommur.is en þar kenna þær lesendum hvernig hægt sé að skapa skemmtilegar og öðruvísi afmælisveislur. TOYOTA YARIS TERRA. 06/2004 ekinn 91 þ.km, 1,0L, 5 gírar. Verð 940.000. Rnr.280372 TOYOTA YARIS SOL. 06/2006 ekinn aðeins 36 þ.km, 1,3L 5 gírar. Ásett 1.770þkr. TILBOÐ 1.390.000 stgr. Rnr.280343 TOYOTA COROLLA 1,4 VVTI. Árgerð 2006 ekinn 61 þ.km, 1,4L, 5 gírar. Verð 1.590.000. Rnr.280356 RENAULT MEGANE BERLINE. 12/ 2004 ekinn aðeins 34 þ.km, 1,6L, Sjálfskiptur. Verð 1.580.000. Tilboð 1.280.000 stgr. Rnr.192023 RENAULT MEGANE SPORT TOURER. 11/2004 ekinn aðeins 19 þ.km, 1,6L, 5 gírar. Verð 1.670.000. Rnr.280337 HYUNDAI TUCSON 4X4. 06/2006 ekinn 57 þ.km, 2,7L bensín, sjálfskiptur. Verð 2.590.000. Rnr.191998 BMW M5 E60. 08/2005 ekinn 25 þ.km, SMG-skipting, 507 hö. Verð 8.990.000. Rnr.280196 M.BENZ CL 500. Árgerð 2003 ekinn 92 þ.km, , 306 hö. Tilboð óskast, skoða ýmis skipti Rnr.280003 CHRYSLER TOWN - COUNTRY TOURING. 2008 ekinn 25 þ.km, 3,8L, sjálfskiptur. STOW’n GO leðursæti Verð 4.590.000. Rnr.280082 BílalinD.is Funahöfða1, 110 reykjavík S: 580-8900 / 771-8900 PORSCHE PANAMERA TURBO. fyrsti 4ra dyra sportbíllinn frá Porsche, 500 hö og allur búnaður sem á að vera í svona bíl! Verð 39.989.000. Rnr.192020 Hafðu samband í síma 515-5555 eða sendu tölvupóst á askrift@dv.is - inn í hlýjuna Fáðu DV heim í áskrift DV0908205527 „Þetta byrjaði allt saman árið 2004 þeg- ar ég hélt fyrsta afmæli stráksins míns,“ segir Hjördís Dögg Grímarsdóttir en hún, ásamt móður sinni og systur, sér um heimasíðuna www.mommur.is. Á heimasíðunni er fjöldi sniðugra hug- mynda varðandi afmæli og hin ýmsu tilefni. „Eftir fyrstu afmælisveisluna jókst áhuginn á afmælisþemum til muna og fórum við að huga betur að því að taka mynd- ir af ferli hverrar hugmyndar. Hugmyndin að mommur.is kviknaði síðan út frá löngun okkar til að leyfa öðrum að njóta þess sem við vorum að gera. Þannig gátu fleiri próf- að sig áfram með okkar leið- beiningum,“ segir Hjördís en hún og móðir hennar, Pet- rún Berglind, sjá um að baka og skreyta kökurnar en systir hennar, Tinna Ósk sem er grafískur hönnuður, sér um uppsetningu síðunnar og fram- leiðslu og hönnun á ýmiss konar tæki- færiskortum. Aðspurð segir Hjördís þær mæðgur ekki hafa orðið ríkar af uppátækinu, enda vinni þær að þessu í frítíma sínum. „Draumurinn er að geta haft eitthvað upp úr þessu því það fer mjög mikill tími og peningar í hverja köku. Fyrst er að hugsa allt þemað, baka, skreyta og taka myndir af kökun- um um leið og þær eru gerðar,“ segir hún. Eins og er baki þær einungis fyrir fjölskyldu og vini. „Við fáum samt nóg af fyrirspurnum,“ bætir hún brosandi við. „Upphaflega hugmyndin var að fólk gæti farið inn á síðuna og lært að gera svona kökur; fyrst við getum þetta geta það allir, en það væri líka gam- an að gera eitthvað meira úr þessu.“ Hjördís viðurkennir að barnaafmæli fjölskyldunnar séu vinsæl, enda toppi þær mæðgur sig í hverri veislu. „Það er alveg yndislegt að sjá andlitin á krökk- unum og sér í lagi svipinn á afmælis- barninu þegar kakan birtist. Þetta eru fallegar kökur og þær eru líka alveg jafngóðar og þær líta út fyrir að vera.“ Indíana Ása Hreinsdóttir SkemmtilegaSt að Sjá Svipinn á aFmæliSBarninu mommur.is Hjördís Dögg, Petrún Berglind og tinna ósk Grímarsdóttir. Skemmtilegar kökur Allar upplýsingar er að finna á mommur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.