Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2009, Blaðsíða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2009, Blaðsíða 61
sviðsljós 21. ágúst 2009 föstudagur 61 Hamingjusamur pabbi „Ég er svo hamingjusamur,“ segir poppstjarnan Ricky Martin um hvernig honum finnst að vera faðir en hann eignaðist fyrir um ári tvíbura með staðgöngumóð- ur. „Allt sem þeir gera. Frá því að brosa yfir í að gráta. Þetta er allt ein stór blessun.“ Martin ákvað að draga sig út úr tónlistinni til þess að sinna föðurhlutverkinu og hann sér alls ekki eftir því. „Þetta hafa verið einhverjir tilfinninga- ríkustu tímar lífs míns.“ Eftir að hafa óvænt hætt saman fyrir stuttu hafa glamúrmódelið Kim Kard- ashian og Reggie Bush tekið saman á nýjan leik. Þau ákvaðu að gefa ástinni annan séns en vinur parsins segir þau ætla flýta sér hægt og ætla að byggja sterkan grunn saman fyrir sambandið. „Þau taka þessu dag fyrir dag. Þau eru ekki viss hvað framtíðin ber í skauti sér en þau elska hvort annað nógu mikið til þess að gefa þessu annan séns,“ sagði vinurinn. Slúðurmiðlar höfðu greint frá því að Kim vildi hjónaband og börn en Reggie vildi taka hlutunum af meiri ró. Það hafi upprunalega verið orsök sambandsslit- anna. Hverju sem því líður vill Kim enn- þá börn því hún hefur margoft tjáð sig um sterkt móðureðli í viðtölum. Kim Kardashian og Reggie Bush: saman á ný Saman á ný Kim Kardashian og Reggie Bush. afturendinn eða andlitið Kaffi, vodka, sígarettur og kampavín á matseðlinum: Ef fyrirsætan Kate Moss var ekki að fíflast þegar hún sagði vinkonu sinni Lily Allen að matseðill fyrir- sætna samanstæði af kaffi, vodka, sígarettum og kampavíni er mesta furða að fyrirsætur komist á efri ár. Eflaust má til sanns vegar færa að fyrirsætur nærist á ofannefndu, jafnvel flestar þeirra, í einhvern tíma. Fyrirsætur eru grannar, um það verður ekki deilt, sumar eru grannar að upplagi en aðrar þurfa verulega að hafa fyrir því að halda þessu „eftirsótta“ útliti. En matur er forsenda lífs og ef þú borðar ekkert deyrðu, og ef mann- eskja borðar ekkert í einhvern tíma mun henni jafnvel verða um megn að rölta eina ferð fram og til baka eftir sýningarpalli. Leiða má líkur að því að ef fólk tileinkar sér mat- aræði Kate Moss muni þess fljótt sjást merki á húð viðkomandi. Það er fráleitt að ætla að eilífðarrokkar- inn Keith Richards hafi öðlast sitt rúnum rista andlit með heilbrigðu mataræði, og kannski ekki fjarri lagi að mataræði hans hafi verið svipað og Kate Moss. Jerry Hall, fyrrverandi eiginkona annars eilífðarrokkara, Micks Jagg- er, sagði eitt sinn að á einhverjum tímamótum yrði kvenfólk að velja á milli andlits síns og afturenda. Til að setja þetta á mannamál stendur valið á milli þess að borða lítið og skorpið andlit og beinaberan botn og borða vel og öðlast fyllingu í hvort tveggja. Þetta er kannski erfitt val fyrir fjölda fólks, en manni er til efs að nokkur hafi legið banaleguna og hugsað: „Ansans, en sú sóun á lífi. Ég hefði átt að passa í minnstu fatastærð.“ Ofurfyrirsætan Kate Moss Staðgóð næring virðist ekki vera á matseðli fyrirsætna. AllAr AlmennAr viðgerðir á húsbílum og ferðAvögnum Háaleitisbraut 68 • Sími 568 4240 • Fimleikabolir • Tátiljur • Skautakjólar • Dansskór • o.m.fl. Flottar jazz- og ballettvörur í miklu úrvali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.