Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2009, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2009, Blaðsíða 23
helgarblað 21. ágúst 2009 föstudagur 23 „Það er af sem áður var þegar fólk kepptist um að vinna hér,“ seg- ir Björn Ólafsson, eigandi lífsstíls- búðarinnar Brim, eða Bubbi eins og hann er kallaður. Bubbi hefur undanfarnar vikur leitað að starfs- fólki en ekkert gengið. „Ég vil meina að við séum bara komin í danska kerfið. Nú þykir mörgum sjálfsagt að vera á atvinnuleysisbótum. Því miður,“ segir hann. Brim sérhæfir sig í sölu á bretta- og strætisfatnaði auk snjóbretta og hjólabretta. Verslunin hefur leit- að eftir fólki í gegn um vefsíðuna Monitor sem er vel sótt af mark- hópi Brim, auk þess sem verslun- in er með auglýsingu á Atvinnu- leit.is. „Ég hef aldrei lent í öðru eins. Hér hefur alltaf verið fullt af fólki að sækja um jafnvel þó við höfum ekkert auglýst. Nú á hins vegar að vera þetta mikla atvinnuleysi og ég finn ekki fyrir neinum áhuga,“ seg- ir Bubbi. Honum finnst sorglegt ef upp er að vaxa kynslóð sem kýs frekar að vera á bótum en að taka vinnu sem býðst. Verslanir Brim eru á tveim- ur stöðum, á Laugavegi og í Kringlunni. Í sumar hefur starf- að þar nokkuð af skólafólki sem heldur nú aftur í skólann og kvíð- ir Bubbi vetrinum ef ekki fæst inn nýtt starfsfólk. „Ég veit ekki alveg hvernig ég á þá að halda þessum búðum opnum,“ segir hann. Atvinnuleysi hefur verið gríðar- legt á árinu og eru yfir 16 þúsund manns skráðir atvinnulausir á land- inu. Meðalatvinnuleysi í júlímánuði var átta prósent en þegar aðeins er litið til höfuðborgarsvæðisins var það sýnu meira, eða 9,3 prósent. Þrátt fyrir þetta næst ekki að manna auglýstar stöður og hef- ur meðal annars verið greint frá því að enn vantar starfsfólk á frí- stundaheimili í Reykjavík. erla@dv.is ATVINNULAUSIR VILJA EKKI VINNA Bubbi í Brim hefur áhyggjur af vetrinum: Bri fær ekki starfsfólk Áhyggjufullur Bubba í Brim finnst sorglegt ef hér er að vaxa upp kynslóð sem sér ekkert athugavert við að vera á bótum frekar en að taka vinnu sem býðst. Bensínafgreiðsla Samkvæmt launatöflu Eflingar eru lægstu laun bensínafgreiðslumanna sambærileg atvinnuleysisbótum. Velkomin í Hólaskóg Skemmtilegar skoðunarferðir á götuskráðum fjórhjólum um náttúruperlur Þjórsárdals og nágrennis, jafnt sumar sem vetur. Sími: 661-2503 eða 661-2504 www.icesafari.is Sérverslun með FÁKAFENI 9 - (við hliðina á ísbúðinni) Sími: 553 7060 - Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-14 Skór & töskur www.gabor.is Smáauglýsingasíminn er 515 5550 smaar@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.