Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2009, Blaðsíða 31
Fjölmiðlamaðurinn Gunnlaugur
Helgason, betur þekktur sem Gulli
Helga, er genginn til liðs við útvarps-
stöð Einars Bárðarsonar, Kanann.
Gulli er enginn nýgræðingur í út-
varpi en hann á 25 ára starfsafmæli
í vetur. Hann segist spenntur fyrir
Kananum enda sé alltaf gaman að
byggja eitthvað upp frá grunni. Það
hafi til dæmis verið mikið ævintýri
þegar hann, ásamt Þorgeiri Ástvalds,
Ólafi Laufdal og Jóni Axel Ólafssyni,
stofnuðu útvarpsstöðina Stjörnuna
árið 1987. Gulli segir rekstur Stjörn-
unnar hafa gengið ágætlega, en eftir
misheppnaða tilraun til að sameina
Stjörnuna og Bylgjuna var samn-
ingnum rift, Stjarnan fór í gjaldþrot
og þeir félagar ákveðið að fylgja Ól-
afi Laufdal á Aðalstöðina. „Jón Ól-
afs eigandi Bylgjunnar var alveg viss
um að við myndum snúa baki við
okkar manni en við fórum með Óla
og stofnuðum Aðalstöðina og fór-
um með því skipi á kaf,“ segir Gulli
hlæjandi þegar hann rifjar upp þessa
tíma.
Sjónvarpið ekki
að fara neitt
Eins og fram kom í vikunni vildu 365
miðlar ekki sleppa takinu á Gulla en
hann hefur starfað hjá fyrirtækinu af
og til meðal annars sem umsjóna-
maður Íslands í bítið, liðsmaður Ís-
lands í dag og kynnir í raunveru-
leikaþættinum Hæðinni sem Stöð
2 sýndi. Gulli segir áhugann hafa
komið sér á óvart þar sem 365 menn
hefðu nýlega gert honum grein fyrir
að það væri ekki pláss fyrir hann hjá
fyrirtækinu eins og staðan væri. „Ég
er búinn að sitja á varamannabekk á
Bylgjunni síðustu misserin og bara
dottið inn sem afleysingamaður af og
til. Ég hafði komið með nokkrar hug-
myndir að þáttum sem höfðu vakið
lítil viðbrögð, ekki fyrr en annar mið-
ill sýndi mér áhuga. Þá voru voru
þessar hugmyndir allt í einu dregnar
upp á borðið og eitt tilboðið, smíða-
þáttur, freistaði mín mjög mikið.
Því miður verð ég líklega að afskrifa
þann þátt því mér hefur verið gerð
grein fyrir að það líði langur tími þar
til ég fái vinnu hjá Stöð 2 aftur. Auð-
vitað er eftirsjá að þessum þætti en
eins og oft, þegar maður fylgir hjart-
anu, brennir maður einhverjar brýr
að baki sér,“ segir Gulli og bætir við
að hann sé sjálfstætt starfandi fjöl-
miðlamaður og gæti vel hugsað sér
að starfa á báðum stöðum. „Ég sé
lítinn mun á mér og Jóni Gnarr sem
verður hér með okkur á Kananum
auk þess að leika aðalhlutverk í vin-
sælasta þætti Stöðvar tvö. Af hverju
get ég ekki líka verið á báðum stöð-
um? Þetta er greinilega orðið eitthvað
persónulegt,“ segir hann og bætir við
að Kaninn þurfi meira á honum að
halda en 365. „Einar sagði mér að
velja það sem hentaði mér best á
meðan hinir vildu fá mig eða ekki og
í rauninni fékk ég á tilfinninguna að
þeir hafi bara viljað kaupa mig frá því
að fara til hans,“ segir Gulli en bæt-
ir við: „Ég vil samt taka skýrt fram að
ég á enga óvini hjá 365. Allavega ekki
svo ég viti. Ég er búinn að starfa með
fólkinu þar í gegnum tíðina og mörg-
um í tuttugu ár og þetta er allt í mesta
bróðerni. Ég hef farið frá Bylgjunni
áður og tel að sem fjölmiðlamað-
ur verðirðu að skipta reglulega um
fjölmiðil til að þroskast. Mér bauðst
tækifæri til að vera með í uppbygg-
ingu á nýrri stöð og ég veit að mín
25 ára reynsla á eftir að koma þar að
góðum notum. Sjónvarpið heillar en
það verður þarna áfram. Sjónvarpið
er ekki að fara neitt.“
vonbrigði að
Hæðin Hafi Hætt
Raunveruleikaþátturinn Hæðin var
sem sniðin að Gulla sem er lærð-
ur smiður en hann hafði áður ver-
ið með innskot í Ísland í bítið sem
Gulli byggir. Þegar dagskrárstjóri
Stöðvar 2 nálgaðist Gulla með hug-
mynd að Hæðinni var hann á fullri
ferð með sitt eigið fyrirtæki, með
fjölda manns í vinnu og fjölmörg
verkefni á dagskrá en ákvað, þrátt
fyrir annríki, að taka þáttarstjórn-
ina að sér. Hæðin sló í gegn og sér í
lagi sigurvegararnir, þeir litskrúðugu
og hressu Beggi og Pacas. „Hver sem
er gat sigrað þessa keppni og ég var
ekki viss um að Íslendingar myndu
taka upp tólið og kjósa hommana
því þegar upp er staðið var þetta
ekki bara vinsældakosning. Verk-
efnin hjá Begga og Pacas voru alltaf
rosalega flott, sérstaklega á miðviku-
dögum ef skiladagur var á föstudegi.
Síðan fóru þeir pínulítið yfir strikið
að mínu mati,“ segir Gulli hlæjandi
og bætir við að þessi tími hafi verið
strembinn en skemmtilegur og að í
rauninni væri hægt að gera aðra ser-
íu úr efni sem ekki hafi verið notað
því ekki hafi vantað hugmyndirnar
í hópinn. Gulli segist ekki einungis
hafa verið þáttastjórnandi Hæðinnar
heldur að hann hafi einnig stýrt iðn-
aðarmönnum, skrifað texta og verið
með puttana í framleiðslunni. „Ég
neita því ekki að ég varð fyrir miklum
vonbrigðum þegar í ljós kom að ekki
yrði farið af stað með seríu tvö því ég
var búinn að leggja mikla vinnu í að
undirbúa hana. Ákvörðunin hafði
verið tekin en ég fékk þær fréttir síð-
astur manna. Á þessum tíma taldi
ég að verkefnum mínum innan 365
væri lokið í bili og fannst þar af leið-
andi rétt að skipta um starfsvett-
vang. Áhorfið á Hæðina var gott og
ég hafði fundið frábærar íbúðir til að
taka þáttinn upp í en menn höfðu
haft áhyggjur af fjármögnuninni og
svo þegar bankarnir hrundu var allt
flautað af,“ segir hann og bætir við
að hann hafi einnig verið spældur
yfir því að Hæðin hafi ekki verið til-
nefnd til Edduverðlauna. „Ég fékk þá
útskýringu að þátturinn þætti heldur
of mikil auglýsing en svona þáttur er
einfaldlega ekki framleiddur nema
með styrkjum fyrirtækja. Snobbelít-
an, sem situr með nefið upp í loft, er
bara ekki í tengingu við það sem fólk-
ið í landinu kann að meta. Ef Hæðin
er ekki listform veit ég ekki hvað list
er. Sumir eru bara ekki nógu fínir.“
Hefði ofmetnaSt
á yngri árum
Gulli segir hinn skyndilega áhuga
á honum sem fjölmiðlamanni hafi
komið honum skemmtilega á óvart.
Hann hafi setið á hliðarlínunni upp á
síðkastið og því hafi verið tími kom-
inn á hann. „Ég kemst í tísku á 20 ára
fresti,“ segir hann hlæjandi og bætir
við að þegar hann hafi kynnt Fegurð-
arkeppni Íslands árið 2007 hafi ver-
ið 20 ár síðan hann gerði það síðast.
„Það hefur ríkt mikil æskudýrkun í
samfélaginu um árabil en nú er það
kannski að breytast. Ég hef alls ekkert
á móti ungu fólki en fóstur eiga ekki
að lesa fréttir,“ segir hann brosandi.
„Ég hefði kannski ofmetnast af þessu
öllu saman fyrir einhverjum árum en
nú hef ég fyrst og fremst bara gaman
af þessu. Lífið er svo skemmtilegt og
maður á að hafa gaman af því,“ segir
hann og bætir við að hann ætli ekki
að láta vinsældir sínar slá sig út af
laginu. „Pressan á mig sem fjölmiðla-
mann er jafnmikil í dag og áður enda
er ég ofboðslega mikil meyja og er
sjálfur minn harðasti gagnrýnandi,
sem getur verið erfitt. Sérstaklega
þegar maður er að smíða. Núna er ég
bara að velja og hafna hugmyndum
en ég fylgdist vel með þegar ég bjó í
Ameríku og sogaði að mér það sem
þar var í gangi. Það er óþarfi að vera
finna upp hjólið, það er frekar spurn-
ing um hvaða litum þú ætlar að lita
það,“ segir Gulli og bætir við að hon-
um þyki útvarpsbransinn ofsalega
skemmtilegur. „Þessi bransi gengur
út á mannleg samskipti sem ég hef
mjög gaman af og ég er heppinn að
geta unnið við það sem ég hef mest-
an áhuga á en það er ekki sjálfgefið.“
Sleginn utan
undir í beinni
Gulli sló fyrst í gegn í þættinum
Tveir með öllu sem hann stjórnaði
ásamt Jóni Axel Ólafssyni á Fm 957
og svo á Bylgjunni þar sem þátturinn
fór á flug. Hann segir stórt spurn-
ingamerki yfir „kombakki“ þeirra fé-
laga en með honum í nýja þættinum
á Kananum verður söngkonan Lísa
Einarsdóttir sem var í Idol stjörnu-
leit. „Það yrði þá aldrei Tveir með
öllu. Bara Jón og Gulli – gamlir karl-
ar 20 árum seinna,“ segir hann hlæj-
andi. Spurður um skemmtilegar sög-
ur úr bransanum minnist hann á það
þegar Bússi dagskrárstjóri á Fm 957
manaði hann til þess að fara í fallhlíf-
arstökk í beinni útsendingu. „Ég tók
inn of mikið af súrefni í frjálsa fallinu
og man ekkert eftir lendingunni svo
við fórum á magann og drógumst
einhverja 20 metra eftir drullunni og
allt í beinni. Við Jón Axel fórum líka í
teygjustökk og við sendum einnig út
heilan þátt á útvarspstöð ameríska
hersins á Keflavíkuflugvelli, ég held
við séum einu útlendingarnir sem
hafa fengið þann heiður að senda út
í þrjá klukkutíma á útvarpsstöð hers-
ins.“ Annað eftirminnilegt atvik sem
eflaust margir muna eftir átti sér stað
í Íslandi í dag þegar óperusöngvar-
inn Kristján Jóhannsson kom sem
gestur. Mikill styr stóð um Kristján
á þeim tíma en hann hafði orðið fyr-
ir gagnrýni vegna launa sem hann
hafði þegið fyrir tónleika til styrkt-
ar veikum börnum. Svo varð úr að
Kristján sló Gulla fast utan undir í
beinni útsendingu. „Það var reyndar
alveg æðislegt. Karlkvölin, hann var
svo mikill klaufi,“ segir Gulli og hlær.
Skítur undir
fullt af Steinum
Gulli segir ábyrgð fjölmiðla mikla í
allri neikvæðinni sem ríki í samfélag-
inu vegna fjármálakreppunnar. Sjálf-
ur ætli hann að einbeita sér að því
jákvæða í þættinum sínum á Kan-
anum. „Það verður samt örugglega
erfitt á meðan spilaborgin er enn að
hringja. Ég spái því að komandi vetur
verði mjög erfiður en að hann verði
einnig upphafið að nýju Íslandi. Mér
finnst algjör skandall hvað hefur lítið
verið velt við grjóti því það er skítur
undir fullt af steinum og það þarf að
taka til. Þar koma fjölmiðlarnir sterk-
ir inn frjálsir og óháðir.“ Aðspurður
segist hann aldrei, á þeim miðlum
sem hann hafi starfað á, hafa tekið
eftir að eigendur væru að skipta sér
af fréttaumfjöllun. „Hins vegar held
ég að hver og einn blaðamaður hugsi
sitt áður en hann segir sína skoðun á
eiganda fjölmiðilsins. Sérstaklega ef
eigandinn er umdeildur einstakling-
ur í þjóðfélaginu.“
oruStan er rétt að byrja
Gulli flutti til Bandaríkjanna árið
1991 þar sem hann lærði leiklist. Eft-
ir að hafa gengið í gegnum skilnað
flutti hann aftur til Íslands og kynnt-
ist sama ár núverandi eiginkonu
sinni, Ágústu Valsdóttur. Þau Ágústa
eiga þrjú börn en fyrir á Gulli einn
son með sinni fyrirverandi. Hann er
því fjölskyldumaður og viðurkennir
að hann sé ef til vill að taka áhættu
í starfsvali sínu með því að yfirgefa
gamla vinnustaðinn og takast á við
ný ævintýri. Sér í lagi núna þegar allt
sé svo ótraust. „Kannski er þetta nett
kæruleysi, maður er náttúrlega með
fullt hús af börnum. Lögfræðing-
ur sagði mér hins vegar einu sinni
að orðið „öryggi“ væri skuggalega
ofmetið. Það mikilvægasta væri að
gera það sem þig langar til að gera og
mig langar til að taka þátt í uppbygg-
ingu á þessari útvarspsstöð. Að mínu
mati hefur lítil samkeppni ríkt í út-
varpi að undanförnu, miðillinn hef-
ur verið settlegur og sofandi og mig
langar til að breyta þvi og gera eitt-
hvað nýtt og spennandi. Orustan er
rétt að byrja.“
Indíana Ása Hreinsdóttir
helgarblað 21. ágúst 2009 föstudagur 31
„Kannski er þetta nett kæruleysi, maður er nátt-
úrlega með fullt hús af börnum. Lögfræðingur
sagði mér hins vegar einu sinni að orðið „öryggi“
væri skuggalega ofmetið.“
á 20 ára fresti
bæ, bæ, bylgjan. Halló, kaninn Gulli er einn af nýju útvarpsmönnunum á útvarpsstöð Einars Bárðar.