Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2009, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2009, Blaðsíða 20
20 föstudagur 21. ágúst 2009 helgarblað Með því að nota innlendan orkugjafa til að knýja bifreiðar landsins héldist sá peningur sem áður var eytt erlend- is innan hagkerfisins. „Það er sameiginlegt verkefni allra jarðarbúa að draga úr þessum út- blæstri og losun. Eitt af því sem við verðum að gera er að draga úr notk- un jarðefnaeldsneytis, þá ekki bara í samgöngum heldur líka í fiskvinnslu, iðnaði, landbúnaði og víðar. Ég held að það sé alveg klárt mál að við mun- um sjá breytingu á allra næstu árum,“ segir Svandís Svavarsdóttir umhverf- isráðherra. Hún hefur sett saman verk- efnastjórn sem vinnur nú að fram- kvæmdaáætlun um hvernig er hægt að ná þeim markmiðum að Ísland dragi verulega úr losun gróðurhúsa- áhrifa fram til ársins 2020. Stjórnin á að skila tillögum að aðgerðaáætlun til umhverfisráðherra eigi síðar en 1. apríl á næsta ári. Eitt af úrræðunum til að minnka losun þessara áhrifa er að auka notkun á rafbílum. Breyttar ferðavenjur „Stóra verkefnið okkar inn í 21. öldina er að draga úr þessum lofttegundum sem auka gróðurhúsaáhrifin. Núna hef ég sett í gang hóp sem vinnur að framkvæmdaáætlun um hvernig er hægt að ná þeim markmiðum að Ís- land dragi verulega úr losun fram til ársins 2020. Eitt af stóru sóknarfærun- um þar er samdráttur í samgöngum og þá eru auðvitað breyttar ferðavenj- ur efst á blaði. Það að fólk dragi veru- lega úr notkun einkabílsins og auki hjólreiðar og göngur er kannski ódýr- asta leiðin til að draga úr losun gróð- urhúsalofttegunda í samgöngum. Það eru líka sóknarfæri að því er varðar að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og þá hvort sem er með því að taka inn notkun á raf- eða metanbílum eða öðrum slíkum valkostum. Ég tala nú ekki um að auka notkun almenn- ingssamgangna,“ segir Svandís. Krónan styrkist Steingrímur Ólafsson iðnrekstrar- fræðingur skrifaði skýrsluna Rafbíl- ar á Íslandi - fýsilegur kostur sem birt var á vef iðnaðarráðuneytisins í fyrra. Í skýrslunni mælir Steingrím- ur með innleiðingu rafbíla hér á landi þar sem þeir draga ekki aðeins úr út- blæstri mengandi lofttegunda heldur gæti minnkandi innflutningur bens- íns til landsins styrkt krónuna og gert hana að stöðugri gjaldmiðli. Með því að nota innlendan orkugjafa til að knýja bifreiðar landsins héldist sá peningur sem áður var eytt erlendis innan hagkerfisins. Þessu til stuðnings bendir Stein- grímur á verðmæti inn- og útfluttra vara á Íslandi árið 2006. Það ár fluttu Íslendingar inn vörur að verðmæti rúmlega fjögur hundruð milljörð- um króna en útflutningur nam tæp- lega 250 hundruð milljörðum króna á sama tíma. Vöruskiptajöfnuður var því óhagstæður Íslendingum um rúmlega 150 milljarða króna. Af þeim óhagstæða vöruskiptajöfnuði var bensín og olía til nota á einkabifreið- um 2,1 prósent. Vöruskiptajöfnuður hefur áhrif á hversu stöðugur gjaldmiðill er og ef Íslendingar myndu taka fleiri raf- bíla í notkun og minnka innflutn- ing á bensíni myndi krónan styrkjast sem gjaldmiðill og yrði stöðugri. Það hefði svo meðal annars jákvæð áhrif á lánskjör og lánamöguleika erlendis eins og kemur fram í skýrslunni. Framhaldslíf rafhlaðnanna Í skýrslunni greinir Steingrímur frá því að orkan sem rafgeymarnir í raf- magnsbílum geta geymt hafa drægni sem nemur 150 kílómetra akstri án þess að þeir séu hlaðnir. Því þyrfti fjarlægð á milli hleðslustöðva að vera um hundrað kílómetrar og vera fimm talsins til að anna RafbílaR... ... minnka losun góðurhúsaloftteg- unda og vernda umhverfið. ... gera Íslendingum kleift að nota innlendan orkugjafa til að knýja bifreiðar. Með því gerum við vöru- skiptajöfnuð hagstæðari, styrkjum krónuna og gerum hana að stöðugri gjaldmiðli. ... verða jafndýrir og venjulegir fólksbílar í nánustu framtíð. ... eru ódýrari í rekstri en bílar knúnir af jarðefnaeldsneyti. ... eru líka umhverfisvænir í framhaldslífinu. Rafhlöðurnar úr þeim er hægt að nota, til dæmis við heimilishald, þegar þær geta ekki knúið bílinn áfram lengur. ... ganga fyrir rafhlöðum sem geta enst í allt að tuttugu ár, lengur en meðal fólksbíll. Bensínverð er í sögulegu hámarki og má búast við að það fari enn hækkandi í nánustu framtíð. Raunhæft er að taka rafbíla í notkun á Íslandi í stórum stíl. Það gæti styrkt krónuna. Svandís Svavarsdóttir umhverf- isráðherra segir stóra verkefnið sitt inn í 21. öldina að draga úr losun gróðurhúsaáhrifa á Íslandi. Teitur Þorkelsson hjá Framtíðarorku vill sjá ríkið ganga miklu lengra í að liðka fyrir innleiðingu rafbíla. RafbílaR TIl bJaRGaR EfNaHaGNUM Með því að nota inn- lendan orkugjafa til að knýja bifreiðar landsins héldist sá peningur sem áður var eytt erlendis innan hagkerfisins. Stóra verkefnið Svandís ætlar að beita sér fyrir að draga úr losun gróðurhúsaáhrifa og eitt sóknarfærið sem kemur til greina er að innleiða rafbíla. lEIkUR EINN Á vefsíðunni rafbill.hi.is er hægt að fylgjast með verkefni á vegum Háskóla Íslands þar sem smábílnum Toyota Yaris var breytt í rafbíl. Á síðunni er tengill inn á ástralska síðu þar sem ítarlega er farið í gegnum breytingarferlið sem er leikur einn fyrir þá sem vita muninn á húddi og skotti. Á vefsíðunni Wilderness Electric Vehicles er hægt að kaupa sér sett til að breyta nánast hvaða bíl sem er í rafbíl. Hægt er að velja á milli nokkurra setta og er það ódýr- asta á tæplega þrjú hundruð þúsund íslenskar krónur og það dýrasta á rúmlega sjö hundruð þúsund. MaRGfalT ódýRaRI Áætlaður kostnaður við 15.000 km akstur á Mitsubishi iMiev-rafmagns- bíl: 25.000 kr. á ári. Áætlaður kostnaður við 15.000 km akstur á fólksbíl sem eyðir 10 lítrum á hundrað km: 285.000 kr. á ári Samtals sparnaður við rafmagnsbíl: 260.000 á ári. LiLja KaTrín GunnarSdóTTir oG vaLGeir örn raGnarSSon blaðamenn skrifa: liljakatrin@dv.is og valgeir@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.