Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2009, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2009, Blaðsíða 21
helgarblað 21. ágúst 2009 föstudagur 21 Bensínverð fer stöðugt hækkandi Almennt verð á lítra af bensíni er 190,40 krónur og hefur aldrei verið hærra í Íslandssögunni. Ljósmyndari: Heiða HeLgadóttir hleðsluþörf svæðisins sem afmark- ast af höfuðborgarsvæðinu, Selfossi, Borgarnesi og Reykjanesbæ. Þá kynnir Steingrímur þá hug- mynd að rafhlöðurnar er hægt að nota í híbýlum fólks til að safna inn á sig vind- og/eða sólarorku þegar þær geta ekki knúið rafbílinn áfram leng- ur. Hægt væri að nota rafhlöðurnar til heimilishaldsins og þannig opn- að fyrir þann möguleika að heimilin gætu aukið sjálfbærni sína með því að virkja og safna sólar- og vindorku inn á rafhlöðurnar. Steingrímur gerir ráð fyrir að tut- tugu milljónir bandaríkjadala þyrfti til að standa straum af fjárfestingunni sem fylgir rafbílum, eða 2,5 milljarða íslenskra króna. Fær hann þennan kostnað út með því að bera Ísland saman við Ísrael þar sem innleiðing- arferli rafbílavæðingarinnar er vel á veg komið. Til að fjárfestingin standi undir sér þyrfti markaðshlutdeild- in að vera tæp 26 prósent eða um 31 þúsund rafbílar. Jafngildir það rúm- lega tuttugu prósentum allra bíla á höfuðborgarsvæðinu. skýrsla liggur inni í ráðuneyti Teitur Þorkelsson hjá Framtíðarorku ehf. bendir á að mikilvægt sé að hafa í huga að rafbílar verða ekki komn- ir í almenna notkun fyrr en eftir um fimm ár, rafgeymirinn í þeim sé enn- þá dýr í framleiðslu. Hann vill sjá hið opinbera leggja meira fram til að flýta fyrir innvæðingu rafmagnsbíla og nefnir í því samhengi helst þrjú atriði. „Í fyrsta lagi þarf að koma í gegn laga- frumvarpi sem byggt er á niðurstöð- um starfshóps á vegum fjármálaráðu- neytisins, sem skilaði skýrslu í maí á síðasta ári. Hún gekk út á að lækka vörugjöld á bílum sem eru eyðslu- grænir og hækka í staðinn vörugjöld á bíla sem eyða miklu. Í öðru lagi þarf að koma því metangasi sem fram- leitt er í dag í notukn. Hið opinbera gæti þar gengið á undan með góðu fordæmi. Metanbílar eru ódýrari og það ætti ekki að vera erfið ákvörðun að taka. Við það sparast einnig gjald- eyrir. Í þriðja lagi að fella niður virðis- aukaskatt af rafmagnsbílum. Þetta eru mjög íhaldssamar tillögur því lönd í kringum okkur, og ég get nefnt bara Noreg og Danmörku, þau eru þegar búin að fella niður alla skatta af raf- magnsbílum. Lönd eins og Bretland, Kína og Japan eru að styrkja bílakaup- endur fyrir að skipta út eyðslumikla bílnum fyrir sparneytna bílinn. En hér sitjum við með allt okkar hreina rafmagn og gerum lítið,“ segir Teitur. afnema virðisaukaskatt Teitur telur yfirvöld hafa gert margt gott til að stuðla að innleiðingu um- hverfisvænna bíla. „Það sem ég heyri frá Orkuveitunni og fleirum er að raf- magnskerfið hér á landi sé ágætlega undirbúið fyrir rafbílavæðingu. Það sem ég heyri frá bílaframleiðendun- um sjálum, svo sem Mitsubishi, er að mest af hleðslunni fari fram á nóttinni eða á vinnustað. En þetta er sá tími sem bílarnir eru mestmegnis stand- andi kyrrir. Þeir eru að horfa á sama módel með hleðsluna og á farsím- um,“ segir hann. Hann bendir á að fæstir bílakaup- endur kjósi að kaupa dýrari bíl núna til þess að geta sparað seinna, en rekstrarkostnaður við rafmagnsbíl er um 15 til 20 prósent af kostnaði við að reka bensín- eða díselbíl. „Það þarf að koma eitthvað til að lækka verðið á rafbílum, en flest fólk er ekki að fara að borga út til að spara seinna. Það ætti að koma á tímabundin niður- felling á vörugjöldum eða virðisauka- skatti.“ 25.000 á ári Hekla hefur nú þegar hafið innflutn- ing í tilraunaskyni á Mitsubishi iMiev- rafmagnsbílum. Bílarnir eru væntan- legir til landsins fyrir áramót og fyrst um sinn verða þrír bílar notaðir. Ef allt gengur að óskum er stefnt að því að hefja innflutning á þeim fyrir almenn- an markað um áramótin 2010. Sam- kvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu verður iMiev-rafmagnsbíllinn mjög sparneytinn og miðað við fimmtán þúsund kílómetra akstur á ári verði rafmagnskostnaður um 25 þúsund krónur. Verðið á bílnum er enn mjög hátt en mun lækka á næstu fjórum árum þegar rafgeymaframleiðslan verður ódýrari og innan fimm ára má reikna með því að hann verði kominn í almenna notkun. Verkefninu 2012 Nýtt upphaf var hleypt af stokkunum á síðasta ári. Því er ætlað að koma að rafmagns- bílavæðingu hér á landi og stendur til loka ársins 2012. Forsvarsmenn verkefnisins hafa gengið frá pöntun á fimmtán hundruð rafmagnsbílum sem verða fluttir til landsins á næstu misserum. Bílarnir verða í svipuðum stærðarflokki og Volkswagen Polo og Toyota Yaris og á sambærilegu verði. Kílómetri Kostar morðfjár Bensínverð hefur aldrei verið hærra en einmitt núna og er almennt verð á lítranum 190,40 krónur. Hver kílómetri er farinn að kosta morðfjár og getur almenningur sparað sér tugi, ef ekki hundruð þúsunda á ári með því að hjóla eða ganga í staðinn fyrir að nota bílinn. Gefum okkur fimm manna fjölskyldu sem er á tveimur bílum. Ef hvor bíll keyrir fimmtíu kílómetra á dag til og frá vinnu með ýmsum öðrum útrétt- ingum kostar það heimilið um nítján hundruð krónur á dag ef hvor bíll eyðir tíu lítrum á hverjum hundrað kílómetrum. Þetta jafngildir tæplega sjö hundruð þúsund krónum á ári, eða rúmlega 57 þúsund krónum á mánuði í bensínkostnað. Ef hvorum bíl um sig er lagt einn dag í mánuði sparar heimilið tæplega 23 þúsund krónur á ári. Ef fjölskyldan ákveður að ganga og hjóla allra sinna ferða yfir sumartímann þegar veður er hagstæðara getur heimilið sparað hátt í tvö hundruð þúsund krónur í bensínkostnað á ári. Vill þétta byggð Eitt af sóknarfærum umhverfisráðuneytisins til að draga úr losun gróðurhúsaáhrifa er að íbúar landsins leggi einkabílnum og hjóli meira eða gangi. Til að sú áætlun gangi upp segir Svandís það mikilvægt að þétta byggð. „Við getum nálgast þetta markmið bæði í gegnum skipulag byggðar og skipulag umferðarmannvirkja. Umferðarmannvirki hafa fyrst og fremst verið skipulögð út frá þörfum einkabílsins. Þetta er sem betur fer að einhverju leyti að breytast. Það er auðveldara að vera hjólandi til dæmis á höfuðborgarsvæðinu núna en það var til að mynda fyrir tíu til fimmtán árum. Og það er auðveldara að komast ferða sinna gangandi. En til þess þarf byggðin líka að vera þéttari. Reykjavík og höfuðborgarsvæðið hefur til að mynda þróast með hefðbundnu úthverfa- skipulagi þar sem gífurlega mikið flæmi fer undir byggð og sem dæmi komast menn nánast ekki í útréttingar nema á bíl, hvort sem er í strætó eða á eigin bifreið. Með því að þétta byggðina aukum við möguleika á að breyta ferðavenjum. Þannig eru skipulagsmál umhverfismál.“ dV-mynd róBert reynisson 2 dálkar = 9,9 *10          Fyrir bústaðinn og heimilið Smáauglýsingasíminn er 515 5550 smaar@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.