Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2009, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2009, Blaðsíða 10
10 föstudagur 21. ágúst 2009 fréttir Konungur poppsins, Michael Jackson, hlýtur loks sína hinstu hvílu á afmælisdegi sínum, 29. ágúst. Dómari hefur úrskurðað að leyfilegt sé að framleiða söluvarning sem skírskotar til stjörnunnar látnu og telja sumir sig vera í kapphlaupi við tímann. Í bígerð er meðal annars kvikmynd þar sem notuð verða myndskeið frá æfingum fyrir O2-tónleikaröðina sem aldrei varð. Konungur poppsins, Michael Jack- son sem lést 25. júní, verður bor- inn til grafar 29. ágúst, á afmælis- degi sínum, en hann hefði orðið 51 árs þann dag. Miklar vangaveltur hafa verið um hvar hann yrði lagður til hinstu hvílu og nú hefur hulunni verið svipt af þeim leyndardómi. Fyrir valinu varð Forest Lawn Memorial Park í Glendale og verður athöfnin eingöngu opin nánum vin- um og ættingjum. 7. júlí var haldin einkaminning- arathöfn í Forest Lawn-kirkjugarð- inum í Los Angeles og var fjöldi að- dáenda hissa á af hverju henni var ekki fylgt eftir með jarðarför. Víðförult lík Líkamsleifar Michaels Jackson hafa verið á faraldsfæti síðan hann fór yfir móðuna miklu. Á minningar- tónleikunum sem haldnir voru hon- um til heiðurs í kjölfar minningarat- hafnarinnar 7. júní var líkkista hans á sviðinu á meðan ættingjar og fleira frægt fólk vottaði honum virðingu sína. Lík hans hefur verið flutt nokkr- um sinnum, frá líkhúsi Forest Lawn til einkagrafhvelfingar Berry Gordy, stofnanda Motown-hljómplötuút- gáfunnar, og síðan, samkvæmt orðr- ómi, í frysti annarrar útfararstofu. Í Forest Lawn Memorial Park verður Michael Jackson ekki í slæm- um félagsskap því á meðal þeirra sem þar hvíla má nefna kvikmynda- stjörnurnar Humphrey Bogart, Clark Gable og Errol Flynn. Læknirinn góði En það er fleira sem vafist hefur fyr- ir fólki en hinsti hvílustaður popp- goðsins. Fjöldi kenninga hefur verið viðraður hvað varðar raunverulega dánarorsök Jacksons, en það eina sem virðist hafið yfir allan vafa er bágt líkamlegt ástand hans. Sjónir lögreglu og aðdáenda og annars almennings hafa einna mest beinst að lyfjanotkun Jacksons og þætti Conrads Murray læknis í henni. Samkvæmt nýjustu fréttum hefur nú verið ákveðið að leggja fram kær- ur á hendur Murrays vegna mann- dráps. Murray, sem hefur forðast að gefa út opinberar yfirlýsingar síð- an dauða Jacksons bar að höndum, sendi frá sér yfirlýsingu á YouTube þar sem hann sór af sér allar sakir. Lyfjabirgðir læknisins Talið er hæpið að læknirinn verði ákærður fyrir meira en annarr- ar gráðu morð, nema sterkar nýjar sannanir komi í ljós. Rannsóknarað- ilar munu nú þegar hafa rannsakað skrifstofu og geymslurými Murra- ys læknis í Houston, sem og heimili hans og skrifstofu í Las Vegas. Einnig hefur verið til rannsókn- ar lyfjaverslun í Las Vegas sem Con- rad Murray skipti mikið við. Reiknað er með að rannsóknaraðilar fran- kvæmi eina lokaleit áður en Conrad Murray verður handtekinn. Læknirinn er grunaður um að hafa gefið Michael Jackson svæfing- arlyfið Propofol í æð, en talið er að Jackson hafi notað lyfið um tveggja ára skeið. Lyfið, sem í sjálfu sér er ekki ávanabindandi, hægir á öndun og hjartslætti og lækkar blóðþrýst- ing og áhætta talin fólgin í því að gefa það nema um sé að ræða þjálf- að hjúkrunarfólk á þar til gerðum stofnunum. Fráfall hamlar ekki hagsæld Nú sjö vikum eftir fráfall Mi- chaels Jackson verður þess skammt að bíða að popp- goðið tengist með einhverj- um hætti ýms- um fatnaði, minningar- mynt, mynda- kortum og syngjandi leik- fangadýrum. Samkvæmt úrskurði dómara er nú heimilt að framleiða op- inberan varning sem teng- ist nafni stjörnunnar. Eins og konungur rokksins, Elvis Presley, hefur rækilega fært sönnur fyrir þarf fráfall engan veginn að koma í veg fyrir hag- sælan fer- il. Á síðasta ári rak- aði Presley inn um 52 milljón- um dala og ekki þarf að leita langt yfir skammt til að finna skýringuna á því. Á opin- berri heima- síðu Elvis gat að líta til- kynningar á mánudaginn um það sem væntan- legt er í nafni hans. Þar má nefna nýjan leikfangabangsa sem byggð- ur er á andagift rokkkóngsins, El- vis-sýningu Cirque du Soleil og nýj- an Elvis Presley Gladiator mynddisk sem gefinn verður út í þessum mán- uði. Varningur, heimsóknir á Grace- land-setur Elvis og jafnvel eig- in útvarpsþáttur hins löngu látna rokkkóngs, auk sölu á tónlist og kvikmyndum, hafa tryggt Elvis hærri tekjur en nokkurri annarri lát- inni stjörnu og lifandi stjörnum ef út í það er farið. Eftir miklu að slægjast Ekki er fráleitt að ætla að iðnaður tengdur Michael Jackson geti vaxið í svipuðum mæli og Elvis Presley. Fyrir utan varninginn er í bígerð kvikmynd þar sem notuð verða myndskeið frá æfingum fyrir O2- tónleikaröðina, sem ætlað var að marka endurkomu Jacksons. Sjálfs- ævisaga Jacksons verður endur- útgefin sem og sófaborðsbók sem mun kosta um 23 þúsund krónur. Að sögn Johns Branca, fyrrver- andi lögfræðings Jacksons, er líklegt að Jackson þéni um 200 milljón- ir dala, um 26 milljarða króna, fyr- ir árslok. Branca segir að horft verði til annarra dánarbúa, Marilyn Mon- roe, Franks Sinatra og, að sjálfsögðu Elvis, og það besta úr aðferðafræði þeirra tekið og sköpuð ný. „Það eru stórkostleg tækifæri fyrir okkur til að afla dánarbúinu mikils fjár,“ sagði Branca í viðtali við Los Angeles Ti- mes. Naumur tími AEG Live, sem stóð að baki fyrirhug- aðri O2-tónleikaröð, er mikið í mun að ná til baka einhverju af þeim fjár- munum sem eytt var í undirbúning tóneikanna. Á meðal þess sem AEG Live hefur lýst áhuga á er að fara með sýningu á minjum tengdum Michael Jackson í heimsreisu. Slík sýning yrði samfara kvik- myndinni og stærðargráða henn- ar sú sama og Tútankamon-sýning AEG Live sem hefur laðað að sér sex milljónir gesta um allan heim. Þær samningaumræður steyttu þó á skeri vegna mótmæla af hálfu Kath- erine, móður Michaels Jackson, sem traldi að málið snerist ekki um „skjótfenginn gróða“. Haft var eftir Kathy Jorrie, lög- fræðingi AEG Live, fyrir skömmu: „Því lengur sem við bíðum, því lengri tími sem líður, dvínar, í allri hreinskilni, áhugi almennings á að sjá slíka sýningu.“ Án efa eru margir sem hyggjast hagnast á nafni Michaels Jackson og víst er að þeir eru jafn misvandir að virðingu og þeir eru margir. Tíu TekjuhæsTu láTnu einsTakling- arnir úr hópi fræga fólksins Sæti NaFN tEkJur í baNdaríkJadöLuM 1 Elvis Presley 52 milljónir 2 Charles M. Schulz 33 milljónir 3 Heath Ledger 20 milljónir 4 Albert Einstein 18 milljónir 5 Aaron Spelling 15 milljónir 6 Theodor Geisel (Dr. Seuss) 12 milljónir 7 John Lennon 9 milljónir 8 Andy Warhol 9 milljónir 9 Marilyn Monroe 6,5 milljónir 10 Steve McQueen 6 milljónir Heimild: Forbes Magazine Eins og konungur rokksins, Elvis Presley, hefur rækilega fært sönnur fyrir þarf fráfall engan veg- inn að koma í veg fyrir hagsælan feril. láTið goð er gulls ígildi koLbEiNN þorStEiNSSoN blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Conrad Murray læknir Hefur verið undir smásjá lögreglu vegna dauða Michaels Jackson. Poppkóngurinn Borinn til hinstu hvílu á afmælisdegi sínum. Safngripur Milljón dala seðill í minningu Michaels Jackson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.