Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2009, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2009, Blaðsíða 13
fréttir 21. ágúst 2009 föstudagur 13 „Erlendar skuldir komu lítt við sögu í norsku bankakreppunni, meðal annars vegna olíutekn- anna,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Ís- lands. Bankakreppan í Noregi varð í kjölfar þess að dregið var úr láns- fjárhömlum sem voru í gildi fram til 1984. Í kjölfarið jukust útlán til heimila og fyrirtækja, húsnæðis- verð í borgum og bæjum hækkaði upp úr öllu valdi. „Upp úr 1988 fór að bera á vanda hjá smærri lánastofnunum vegna þess að kúnnar þeirra gátu ekki greitt af lánum sínum. Vand- inn náði síðan til stærri stofnana um 1990-91. Þá voru aðstæður þannig að samdráttur var í norsku efnahagslífi samtímis því sem vext- ir í Evrópu voru mjög háir meðal annars vegna sameiningar þýsku ríkjanna. Háir vextir og lækkandi tekjur heimila og fyrirtækja jók útlánatöpin og stóru bankarnir drógust inn í atburðarásina,“ segir Þórólfur. Því hafi norska bankakreppan gengið öðruvísi fyrir sig en sú ís- lenska. Þórólfur segir að það hafi verið útlánatöp sem komu norsku bönkunum í vanda, ekki vandamál við að fjármagna útlánahliðina eins og gerðist hér á landi. Skiptu ekki upp bönkum Það sem hið opinbera gerði í Nor- egi var að sögn Þórólfs að það af- skrifaði hlutafé hluthafanna, end- urfjármagnaði bankana og setti strax inn nýja stjórnendur, dró úr rekstrarkostnaði og tók upp nýja lánastefnu. „Hið opinbera seldi síðan hluti í bönkunum á löngum tíma og tókst þannig að fá til baka allt það fé sem það lagði þeim til á tímabilinu frá 1988 og vel það. Norðmenn skiptu bönkunum ekki upp í „góðan banka“ og „vondan banka“, heldur létu þeir eignir og skuldir haldast í hinni yfirteknu stofnun,“ segir Þórólfur. Það er að hans sögn óvíst að hægt sé að draga beinan lærdóm af norsku bankakreppunni fyrir Íslendinga. Sem dæmi hafi kostn- aður ríkisins verið -0,9 prósent þar sem ríkið fékk meira til baka þegar bankahlutabréf voru seld en sem nam eiginfjárframlagi ríkisins í upphafi. „Menn hafa þó lært þann lærdóm af reynslu Norðmanna að leyfa gengi krónunnar að fljóta býsna langt niður á við. Menn eru sammála um að fastgengis- stefna sú sem Norðmenn fylgdu á tíma bankakreppunnar hafi aukið vandann. as@dv.is „Sænska bankakreppan átti sér sam- bærilegar orsakir og sú íslenska. Þar myndaðist eignabóla líkt og hér. Sérstaklega á fasteignamarkaði en þó líka á hlutabréfamarkaði,“ segir Jón Þór Sturluson, hagfræðingur og dósent við viðskiptadeild Háskól- ans í Reykjavík, fyrrverandi aðstoð- armaður Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra. Bankakreppan í Svíþjóð er að miklu leyti rakin til aukins frelsis og opnunar á fjármálamörkuðum í lok níunda áratugar síðustu aldar. „Árið 1985 fengu sænskir bankar að keppa frjálst og myndaðist mikil samkeppni milli þeirra í útlánum. Skipti þar litlu máli hvort bankarnir væru í opin- berri eigu eða ekki. Sænsku bank- arnir fjármögnuðu mikla útlána- aukningu líkt og þeir íslensku gerðu síðar, að miklu leyti með erlendum skammtímalánum,“ segir Jón Þór. 30 prósenta gengislækkun Skuldir einkageirans og heimila í Svíþjóð uxu úr 85 prósenum af vergri landsframleiðslu (VLF) árið 1985 í 135 prósent af VLF árið 1990. Til samanburðar voru skuldir einka- geira og heimila á Íslandi orðnar 500 prósent af VLF í september árið 2008. „Það má því segja að þróunin hér hafi í eðli sínu verið svipuð og í Svíþjóð en umfangið var hlutfalls- lega miklu stærra,“ segir hann. Svíar glímdu við töluverðan halla á ríkissjóði á fimm ára tímabili í kjölfar fjármálaáfallsins á árun- um 1992 til 1996. Að sögn Jóns Þórs náði hann mest um 12 prósentum árið 1993. „Það sem kom þeim út úr efnahagslægðinni var að á end- anum féll krónan. Svíar höfðu búið við fastgengisstefnu um langt skeið. Árið 1992 skall á alþjóðleg gjaldeyr- iskreppa. Þeir voru frekar tregir til að láta af fastgengisstefnu og héldu genginu stöðugu þar til í septemb- er 1992. Blessun þeirra var líklegast sú að útflutningsgreinar þeirra urðu skyndilega samkeppnishæfar þegar sænska krónan var sett á flot og féll um 30 prósent,“ segir hann. Pólitísk samstaða Að sögn Jón Þórs er lykilmunurinn á sænsku bankakreppunni og þeirri íslensku að Svíar höfðu töluverðan aðdraganda til að bregðast við að- stæðum ólíkt Íslendingum. „Þeir koma inn í ferlið nokkuð snemma. Eignaverð tók að lækka á árinu 1991 í kjölfar vaxtahækkana erlendis og illa tímasettra skattkerf- isbreytinga innanlands. Hægt og bítandi gróf eignarýrnunin undan greiðslugetu viðskiptavina bank- anna. Þegar ljóst var að eigið fé að minnsta kosti tveggja stórra banka var komið niður fyrir lögbundin lág- mörk var gripið til róttækra aðgerða. Gefin var út yfirlýsing um haustið 1992 að allar skuldbindingar bank- anna væru ríkistryggðar. Bæði inni- stæður og lán til banka. Þetta stóðu þeir við og lánveitendur bankanna töpuðu aldrei neinu. Þetta hefði Ís- land aldrei getað gert, bæði vegna umfangs skuldbindinga íslensku bankanna og því hversu skyndilega ástandið versnaði,“ segir Jón Þór. Mikilvægur þáttur í góðum árangri Svía var að breið pólitísk sátt náðist um björgunaraðgerðirnar. „Við höf- um því miður glatað því tækifæri að takast á við þetta með breiðri pólit- ískri samstöðu,“ segir hann. Fyrirmynd kreppu- hagfræðinnar Í Svíþjóð voru búin til sérstök eignaumsýslufélög utan um slæm- ar eignir þeirra banka sem fóru í þrot. Jón Þór nefnir að þetta sé eitt af því sem hafi tafist hérlend- is vegna pólitískra átaka. Sömu- leiðis var umsýslu með eignarhald á bönkum komið fyrir í sérstakri stofnun sem var aðskilin frá eft- irlitsaðilunum, Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu. Stjórnar- andstaðan fékk sérstaka aðkomu að rekstri stofnunarinnar sem dró verulega úr tortryggni almennings um aðferðarfræðina. Nordbanken lenti í vandræðum í lok árs 1991 en hann var þriðji stærsti banki lands- ins og í meirihlutaeigu sænska rík- isins. Nánast öll bein fjárhagsað- stoð sænska ríkisins fór í að bjarga ríkisbankanum Nordbanken, yfir- taka Gota Banken og sameina síð- an þá tvo. „Þegar upp er staðið er talið að allur fjárhagslegur stuðn- ingur sænska ríkisins til bankanna hafi skilað sér til baka. Saga Sví- þjóðar við að komast úr úr banka- kreppu er talinn sú farsælasta hjá þeim sem fást við kreppuhagfræði,“ segir Jón Þór. Afskrifa strax Svíar hafa líkt og Íslendingar glímt við samdrátt í efnahagslífinu und- anfarið ár. Þeir búi hins vegar vel að því að hafa tekist á við banka- kreppuna í byrjun tíunda áratug- arins. „Menn óttast það helst í dag að lenda í hagvaxtarkreppu líkt og Japanir gerðu. Mikilvægur þáttur í sænsku leiðinni er að töp séu strax færð til bókar í stað þess að bíða og vona að rætist úr vafasömum eign- um.. Það er mikilvægt að slík nið- urfærsla sé trúverðug og gerð í eitt skipti fyrir öll,“ segir Jón Þór. Þetta sé það sem þurfi að fara fram hér- lendis en hafi gengið of hægt. as@dv.is græddu á kreppu sVÍAr Náðu pólitÍskri sátt Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að eftir á hafi bankakreppan ekki kostað Norðmenn krónu. Kostnaðurinn nam -0,9% af vergri landsframleiðslu. LjóSMyndAri: KArL PeterSon. jón Þór Sturluson Hagfræðingur og dósent við Háskólann í Reykjavík segir að Íslendingar hafi glatað tækifæri að ná breiðri pólitískri samtöðu um endurreisn bankakerfisins líkt og Svíar gerðu. LjóSMyndAri: róbert reyniSSon. Fjármagn sem fyrst Það sem skiptir einnig miklu máli fyrir Ísland er að endurvekja eðlileg bankaviðskipti við útlönd sem fyrst til að minnka atvinnuleysi og auka á hagvöxt. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Ís- lands, segir að ef ekki hefði komið til bankakreppu í Noregi hefði ver- ið framleitt nálægt sjö prósentum meira í Noregi, tæpum fjórum pró- sentum meira í Svíþjóð og heilum tíu prósentum meira í Finnlandi. „Þetta framleiðslutap dreifist á allmörg ár. Ástæðan fyrir þessum samdrætti er að atvinnulífið hafði ekki jafngóð- an aðgang að fjármagni fyrst eftir kreppuna og í eðlilegu árferði,“ segir Þórólfur. norðmenn græddu Þegar kostnaður landanna er síð- an skoðaður eftir á kemur í ljós að kostnaður ríkjanna var oft á tíðum ansi lítill. Það á þó sérstaklega við um Noreg en Þórólfur Matthíasson segir að kostnaður þeirra hafi numið -0,9 prósentum af VLF. Norska rík- ið fékk sem sagt meira til baka þeg- ar bankahlutabréf höfðu verið seld en sem nam eiginfjárframlagi ríkis- ins í upphafi. Kostnaður Finna nam hins vegar 5,2 prósentum af VLF og Svía 1,9 prósentum. Afar ólíklegt má telja að þetta verði raunin á Íslandi. Framlag íslenska ríkisins til bank- anna er líka af þeirri stærðargráðu að annað eins hefur ekki þekkst í vestrænu landi á undanförnum ára- tugum. Þeir viðmælendur sem DV ræddi við töldu að ef til vill væri betra að bera Ísland saman við önnur lönd en þau norrænu. Jón Þór Sturluson taldi sem dæmi að hrun íslensku krónunnar ætti meira sammerkt með því sem gerðist í Taílandi árið 1997. Þar stunduðu spákaupmenn vaxtamunaviðskipti sem eiga margt sammerkt með því sem var gert hér- lendis með svökölluðum jöklabréf- um. Afskrifa strax Marínó G. Njálsson, sérfræðing- ur í stjórnun upplýsingaöryggis og rekstrarsamfellu og stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna, er einn þeirra sem hafa reiknað út að það sé fyrirsjáanlega ómögulegt fyrir landsmenn að standa und- ir skuldunum miðað við núverandi horfur. „Hamarinn lítur út fyrir að vera ókleifur og því fyrr sem við við- urkennum það því fyrr verður hægt að fara að huga að lausnum,“ skrifaði hann á bloggi sínu. Jón Þór Sturluson segir sem dæmi að Svíar hafi afkrifað slæm lán strax þegar kreppan reið þar yfir. Það hafi Japanir hins vegar ekki gert. Þess vegna hafa þeir glímt við verðhjöðn- un sem getur reynst hættuleg. Það sé mikilvægt að slík niðurfærsla sé trú- verðug og gerð í eitt skipti fyrir öll. Þetta sé það sem þurfi að fara fram hérlendis en hafi gengið of hægt. Lærðum ekki af reynslunni Þegar Kaarlo Jännäri var spurður að því hvað Íslendingar gætu lært af Finnum hló hann. „Þið hefðuð getað lært af okkur að láta bankana ekki fara í svona brjálaða útrás,“ sagði hann. Það eru líklega orð að sönnu. Það má telja nokkuð undarlegt að umræður á Alþingi í lok síðasta áratugar hafi ekki orðið meiri um reynslu Norðu- landanna þriggja. Þessar þjóðir voru enn að takast á við hremmingar sín- ar þegar einkavæðing Landsbankans og Búnaðarbankans kom til. „ Þó æv- inlega sé munur milli einstakra lána- stofnana hvað varðar ofangreinda þætti er ekkert sem bendir til þess að gæði eigna muni rýrna við það eitt að ríkissjóður dragi úr eignarhaldi sínu og áhrifavaldi í bankaráði,“ seg- ir í skýrslu sem Seðlabankinn gerði um síðustu aldamót til að meta áhrif þess að einkavæða Landsbankann og Búnaðarbankann. „Lausafjárvandi lánastofnun- ar er einn skýrasti fyrirboði hættu á greiðsluþroti. Fullyrða má að eign- arhald ríkissjóðs hafi engin áhrif á lausafjárstjórnun þessara banka. Af starfsemi þeirra á markaðnum má álykta að eignarhald ríkissjóðs hafi engin áhrif á markaðsáhættu banka,“ sagði enn fremur í umsögn Seðla- bankans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.