Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2009, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2009, Blaðsíða 16
Frétt DV um fyrirhugaðar afskriftir á um 50 milljarða króna skuldum út- gerðarmannsins Magnúsar Kristins- sonar og eignarhaldsfélaga hans við gamla Landsbankann vakti mikla at- hygli í vikunni. Skuldastaða Magnús- ar við bankann segir meira en mörg orð um lánastefnu Landsbanka Ís- lands á síðustu árum því Magn- ús virðist hafa fengið stóran hluta þessara lána í bankanum án þess að leggja fram haldgóð veð fyrir lánun- um. Ekki nema lítill hluti lánanna var tryggður með veðum í traustustu eignum Magnúsar: Þeim kvóta sem fylgir þremur skipum sem eru í eigu útgerðarfélags hans í Vestmannaeyj- um, Bergs-Hugins. Landsbankinn á svo veð í nokkrum félögum Magn- úsar sem enn halda velli: Til dæmis Toyota-umboðunum á Íslandi og í Danmörku. Skilanefndin mun ganga að þessum veðum sem og öðrum sem það getur. Samkvæmt heimild- um DV mun skilanefndin hins veg- ar ekki setja Toyota í þrot þar sem það gæti rýrt verðmæti Toyota því samningunum við söluaðila Toyota erlendis myndi verða rift fyrir vikið. Útgerðarmaðurinn er svo einungis í persónulegum ábyrgðum fyrir litlum hluta lánanna. Önnur veð fyrir lánum Magnús- ar í bankanum eru í eignarhaldsfé- lögum sem annaðhvort eru gjald- þrota eða standa afar illa. Skilanefnd Landsbankans er í þeirri stöðu að geta ekki endurheimt það fé sem Magnús skuldar bankanum. Þess vegna munu skuldir Magnúsar við bankann verða afskrifaðar að stórum hluta því ekki er nokkur leið fyr- ir skilanefnd- ina að ná öllu fénu til baka af Magnúsi. Tæknilega gjaldþrota Þrautalending skilanefndarinnar er því að láta Magnús greiða það sem hann er í persónulegum ábyrgðum fyrir á næstu árum frekar en að láta keyra hann í þrot og eiga á hættu að fá lítið sem ekkert upp í kröfur sín- ar gegn honum. Magnús verður því að öllum líkindum í gíslingu lánar- drottna sinna, gamla Landsbankans og Íslandsbanka, á næstu árum því bankarnir eru í raun eigendur Bergs- Hugins, sökum þeirra lána sem hvíla á félaginu og vegna annarra úti- standandi skulda hans. Sagan af þessu uppgjöri skila- nefndar Landsbankans við Magnús er lýsandi fyrir stöðu margra þeirra útrásarvíkinga sem flugu sem hæst á Íslandi á dögum góðærisins á Íslandi á síðustu árum. Útgerðarmaðurinn var stór hluthafi í mörgum þeirra fé- laga og fyrirtækja sem fóru fyrir út- rásinni sem tók ævintýralega skjót- an endi með bankahruninu í haust, meðal annars FL-Group, Kaupþings, Straums-Burðaráss sem og Lands- banka Íslands. Hann er enn einn út- rásarvíkingurinn sem annaðhvort er gjaldþrota eða tæknilega gjaldþrota vegna þeirra áhættufjárfestinga sem hann hefur átt í á síðustu árum. Aðr- ir útrásarvíkingar sem eru í svipaðri stöðu eru meðal annarra Björgólf- ur Guðmundsson og Magnús Þor- steinsson. Fastlega má búast við því að aðrir útrásarvíkingar fylgi í kjöl- farið á næstu mánuðum: Að þeir verði úrskurðaðir gjaldþrota eða fái að lifa áfram í gíslingu kröfuhafa. Framtíðin hefur hins vegar ekki alltaf verið svo dökk hjá Magnúsi Kristinssyni. Útgerðin í blóði Magnúsar Magnús hefur verið stórtækur í ís- lensku viðskiptalífi á síðustu árum. Mikla athygli og undrun vakti til dæmis árið 2005 þegar Magnús keypti Toyota-umboðið af Páli Sam- úelssyni á um 7 milljarða króna. Þá hafði umboðið verið í eigu fjölskyldu Páls í 35 ár. Verðið fyrir Toyota þótti hátt og veltu ýmsir því fyrir sér af hverju kvótakóngur úr Vestmanna- eyjum væri að kaupa bílaumboð. Í viðtali við DV árið 2007 tjáði Magn- ús sig um kaupin á Toyota: „Ég stofn- aði mitt eigið fjárfestingafélag árið 1994. Þá fór ég að gera tilraunir með að kaupa eitt og eitt hlutabréf. Þetta hefur orðið til þess að ég hef tekið þátt í margvíslegri annarri atvinnu- starfsemi en útgerð,“ og bætti hann því við að kaupin væru hluti af þeirri þörf sinni til að vera atorkusamur og finna kröftum sínum stöðugt nýja útrás. Afar líklegt er að hluti þeirra skulda sem Magnús á útistandandi við Landsbankann sé tilkominn vegna kaupa hans á Toyota. Áður en Magnús keypti Toyota hafði hann hins vegar fyrst og fremst verið stórtækur í útgerðarrekstri í Eyjum. Faðir Magnúsar, Kristinn Pálsson, var einnig útgerðarmað- ur og unnu þeir feðgarnir saman í útgerðinni. Í viðtalinu við DV sagði Magnús: „Ég hef unnið sem útgerð- armaður alla mína hunds- og kattar- tíð og hef marga fjöruna sopið í þeim efnum,“ en í viðtalinu rakti hann þá erfiðleika sem útgerð þeirra hafði átt í kringum 1990 þegar hann var að því komin að hætta útgerðinni. Magn- ús hélt hins vegar áfram og náði að koma fótum undir útgerðina og lét árið 2000 smíða fyrir sig skip í Pól- landi sem hann nefndi Smáey. Tvö önnur skip, Vestmannaey og Bergey, bættust svo í flotann árið 2007. Þrátt fyrir þau fjárhagsvandræði sem Magnús glímir við um þessar mundir er það hins vegar mál manna að Magnús sé góður útgerðarmaður. „Í viðskiptasögunni hefur honum farnast mjög vel í útgerðinni... Hann hefur unnið mjög vel úr því sem hann fékk frá pabba sínum. Hann hefur byggt ofan á það. Hann hefur ekki bara sest niður og lagt hendur í skaut,“ segir Eyjamaður sem þekk- ir Magnús og ekki vill láta nafn síns getið. Magnús byggði hægt og bít- andi við útgerðina með því að kaupa báta og kvóta af öðrum útgerðar- mönnum. Í heildina keypti Magnús um tíu útgerðarfélög en náði yfirleitt að selja allar eignirnar út úr félögun- um en hélt þá eftir kvótanum. Berg- ur-Huginn ræður í dag yfir um sjö þúsund þorskígildistonnum, sem veðsett eru í topp eins og áður segir. Áætla má að virði kvótans sé um 14 milljarðar króna árlega miðað við að verðið á kílóinu sé áætlað um 2000 krónur í dag. Umdeildur í Eyjum Magnús er, líkt og eðlilegt er um svo stórtækan og litríkan mann, afar 16 föstudagur 21. ágúst 2009 fréttir IngI F. VIlhjálMsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is Fregnir af fyrirhuguðum tugmilljarða afskriftum á skuldum útgerðar- og Eyjamannsins Magnúsar Kristins- sonar komu mörgum í opna skjöldu í vikunni. Magnús fjármagnaði veldi sitt með illa tryggðum lánum. Hann er umdeildur í Vestmannaeyjum fyrir þyrlukaupin og þykir mikill gassi sem fer sínar eigin leiðir. Sagan af risi og falli Magnúsar er dæmi um það æði sem ríkti í íslensku viðskiptalífi á liðnum árum. Hann þykir lítið vit hafa á hlutabréfaviðskiptum og er sagður hafa gert mistök með því að stunda þau af of miklu kappi. ÚTGERÐARMAÐURINN SEM MISSTI JARÐSAMbANdIÐ „Ég hef unnið sem útgerðarmaður alla mína hunds- og kattartíð og hef marga fjöruna sopið í þeim efnum.“ Frá Vestmannaeyjum á þyrlu Eitt helsta einkenni Magnúsar hefur löngum verið þyrlan sem hann festi kaup til að fara til og frá Eyjum. Kaupin á þyrlunni eru lýsandi fyrir þann stórhug sem líklega varð Magnúsi að falli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.