Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2009, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2009, Page 23
helgarblað 21. ágúst 2009 föstudagur 23 „Það er af sem áður var þegar fólk kepptist um að vinna hér,“ seg- ir Björn Ólafsson, eigandi lífsstíls- búðarinnar Brim, eða Bubbi eins og hann er kallaður. Bubbi hefur undanfarnar vikur leitað að starfs- fólki en ekkert gengið. „Ég vil meina að við séum bara komin í danska kerfið. Nú þykir mörgum sjálfsagt að vera á atvinnuleysisbótum. Því miður,“ segir hann. Brim sérhæfir sig í sölu á bretta- og strætisfatnaði auk snjóbretta og hjólabretta. Verslunin hefur leit- að eftir fólki í gegn um vefsíðuna Monitor sem er vel sótt af mark- hópi Brim, auk þess sem verslun- in er með auglýsingu á Atvinnu- leit.is. „Ég hef aldrei lent í öðru eins. Hér hefur alltaf verið fullt af fólki að sækja um jafnvel þó við höfum ekkert auglýst. Nú á hins vegar að vera þetta mikla atvinnuleysi og ég finn ekki fyrir neinum áhuga,“ seg- ir Bubbi. Honum finnst sorglegt ef upp er að vaxa kynslóð sem kýs frekar að vera á bótum en að taka vinnu sem býðst. Verslanir Brim eru á tveim- ur stöðum, á Laugavegi og í Kringlunni. Í sumar hefur starf- að þar nokkuð af skólafólki sem heldur nú aftur í skólann og kvíð- ir Bubbi vetrinum ef ekki fæst inn nýtt starfsfólk. „Ég veit ekki alveg hvernig ég á þá að halda þessum búðum opnum,“ segir hann. Atvinnuleysi hefur verið gríðar- legt á árinu og eru yfir 16 þúsund manns skráðir atvinnulausir á land- inu. Meðalatvinnuleysi í júlímánuði var átta prósent en þegar aðeins er litið til höfuðborgarsvæðisins var það sýnu meira, eða 9,3 prósent. Þrátt fyrir þetta næst ekki að manna auglýstar stöður og hef- ur meðal annars verið greint frá því að enn vantar starfsfólk á frí- stundaheimili í Reykjavík. erla@dv.is ATVINNULAUSIR VILJA EKKI VINNA Bubbi í Brim hefur áhyggjur af vetrinum: Bri fær ekki starfsfólk Áhyggjufullur Bubba í Brim finnst sorglegt ef hér er að vaxa upp kynslóð sem sér ekkert athugavert við að vera á bótum frekar en að taka vinnu sem býðst. Bensínafgreiðsla Samkvæmt launatöflu Eflingar eru lægstu laun bensínafgreiðslumanna sambærileg atvinnuleysisbótum. Velkomin í Hólaskóg Skemmtilegar skoðunarferðir á götuskráðum fjórhjólum um náttúruperlur Þjórsárdals og nágrennis, jafnt sumar sem vetur. Sími: 661-2503 eða 661-2504 www.icesafari.is Sérverslun með FÁKAFENI 9 - (við hliðina á ísbúðinni) Sími: 553 7060 - Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-14 Skór & töskur www.gabor.is Smáauglýsingasíminn er 515 5550 smaar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.