Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2009, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2009, Page 4
2 þriðjudagur 25. ágúst 2009 fréttir GenGisfall í ÁGÚsT Allar pizzur á matseðli 1.500 kr miðað við sóttar pizzur 568-6868 Launin hækka lítið og hægt Laun hækkuðu um 0,4 prósent í júlí frá fyrri mánuði samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar sem birt var í morgun. Á sama tíma fyrir ári hækkuðu laun um 0,7 prósent milli mánaða á sama tíma. Undanfarna tólf mánuði hafa laun hækkað um 2,6 pró- sent en í júlí árið 2008 höfðu laun hækkað um 9,1 prósent á jafnlöngu tímabili. Þetta kemur fram á vef Grein- ingar Íslandsbanka. Launa- hækkanir síðustu mánaða hafa verið litlar miðað við það sem áður var enda hefur vinnumark- aðurinn einkennst af auknu at- vinnuleysi, hópuppsögnum og jafnvel beinum nafnlaunalækk- unum. Landabrugg stöðvað á Sel- fossi Lögreglan á Selfossi fór í húsleitir á tveimur stöðum samkvæmt úrskurði dómara. Á báðum stöðum fannst til- búinn landi í flöskum en tæki til framleiðslu hans fannst á öðrum staðnum. Að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á Sel- fossi lagði lögregla hald á þrjátíu lítra af tilbúnum landa og grunar lögreglu að hann hafi verið ætlaður til sölu. Mótmælt í Helguvík Álversframkvæmdir Norðuráls í Helguvík töfðust í gær þegar tólf einstaklingar hlekkjuðu sig við vinnuvélar og byggingarkrana. Þær hófust þó aftur eftir að lög- reglan á Suðurnesjum handtók sex þeirra. Að sögn lögreglu var fólkið fært til skýrslutöku og sleppt að þeim loknum. Mótmælin hófust klukkan sjö í gærmorgun en í hópnum voru tólf manns. Sex manns hlekkjuðu sig við tæki og tókst lögreglu að losa fólkið en hinum sex var vísað af svæðinu. Lítið er eftir af söfnunarfé Borghildar Guðmundsdóttur: Jákvæð en dauðhrædd „Söfnunin gekk vel fyrst en svo hefur hún þurft að borga lögfræðingnum úti svo mikið þannig að það er lítið eftir af peningnum,“ segir Elínborg Björnsdóttir. Hún er systir Borghild- ar Guðmundsdóttur sem stendur í forræðisdeilu við barnsföður sinn, Richard Colby Busching. Borghildur og Colby eiga tvo syni, fjögurra og níu ára. Þau bjuggu sam- an í Bandaríkjunum og voru skilin að borði og sæng þegar hún í janúar 2008 fór með drengina til Íslands án leyfis Colbys. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að hún skyldi fara aftur til Bandaríkjanna með dreng- ina. Í síðustu viku mætti Borghildur fyrir rétt í Kentucky-ríki í Bandaríkj- unum þar sem kröfu Colbys um for- ræði til bráðabirgða yfir drengjunum var hafnað. Borghildur hefur for- sjá drengjanna þar til réttað verður í hinu eiginlega forsjármáli 15. októ- ber. Elínborg segir systur sína jákvæð- ari núna þar sem hún sé afar ánægð með lögfræðing sinn úti. Hún sé samt sem áður dauðhrædd um hvernig málið muni fara þegar það verður tekið fyrir. Borghildur skrifar á Facebook- síðu sér til stuðnings að eldri strák- urinn, Brian, vilji helst koma aftur til Íslands. Elínborg tekur í sama streng og segir hann ekki vilja vera hjá föður sínum. Borghildur skrifar einnig að heimþráin sé gríðarleg og þakkar öll- um veittan stuðning. Borghildur er með tvo söfnunar- reikninga, annan á Íslandi og hinn í Danmörku þar sem systir hennar býr. Á Íslandi er hægt að styðja Borg- hildi með því að leggja inn á reikn- inginn 0323-26-004436, kt. 290976- 4219. Í Danmörku er reikningurinn í Danske Bank með reg. nr. 3627 og kontonr. 3617161532. liljakatrin@dv.is Borghildur og börnin Borghildur á tvo syni með bandarískum manni og hefur forsjá þeirra til 15. október. Afskriftir á lánum Landsbankans til Magnúsar Kristinssonar og nafna hans Þor- steinssonar segja meira en mörg orð um eignasafn Landsbankans. Nota á eignir Landsbankans til að greiða breskum og hollenskum innistæðueigendum þá pen- inga sem þeir töpuðu á Icesave-reikningunum. Áætla má að væntanlegar afskriftir lána nafnanna rýri eignasafn Landsbankans um um það bil 60 milljarða króna sem annars hefði verið hægt að nota til að endurgreiða Icesave. ICESAVE-EIGNIR GUFA UPP HJÁ AUÐMÖNNUM Áætla má að eignir gamla Lands- bankans, sem nota á til að greiða niður Icesave-skuldirnar, rýrni um að minnsta kosti um 60 milljarða króna í ljósi nýlegra frétta um af- skriftir á lánum sem skilanefnd Landsbankans þarf að framkvæma hjá tveimur viðskiptamönnum bankans. Í síðustu viku greindi DV frá samkomulagi sem langt var kom- ið á milli skilanefndar Landsbank- ans og Magnúsar Kristinssonar, út- gerðarmanns í Vestmannaeyjum, sem kveður á um að skilanefndin þurfi að afskrifa á fimmta tug millj- arða króna af skuldum Magnúsar og eignarhaldsfélaga hans við bank- ann. Í dag greinir DV svo frá því að skuldir Magnúsar Þorsteinssonar við gamla Landsbankann nemi um 24 milljörðum króna og að afar lík- legt sé að Magnús eigi litlar eign- ir upp í kröfurnar - Magnús var úr- skurðaður gjaldþrota fyrr í sumar. Gera má ráð fyrir að Magnúsarnir tveir muni ekki geta greitt meira en á bilinu 10 til 20 prósent af kröfun- um við Landsbankann, hugsanlega minna. Afskriftir Magnúsanna slæmur fyrirboði Fréttirnar af væntanlegum og óhjá- kvæmilegum afskriftum skulda Magnúsanna tveggja segja meira en mörg orð um eignasafn Landsbank- ans sem nota á til að greiða bresk- um og hollenskum Icesave-inni- stæðueigendum þær fjárhæðir sem þeir töpuðu með hruni bankans í haust. Eins segja þessi tíðindi mik- ið um lánastefnu gamla Landsbank- ans þar sem oft var lánað gegn léleg- um veðum. Báðir hafa Magnúsarnir átt í viðræðum við skilanefnd Lands- bankans út af stöðu sinni og hafa þær skilað ólíkum árangri. Magnús Kristinsson er langt komin í átt að samkomulagi um að greiða niður þær skuldir við Landsbankann sem hann er í persónulegum ábyrgð- um fyrir á næstu árum - sem er ekki mjög há upphæð samkvæmt heim- ildum DV - á meðan eftirstöðvarnar verða afskrifaðar. Skilanefndin hef- ur svo hafnað viðræðum við Magn- ús Þorsteinsson á þeim for- sendum að hann sé ekki borgunarmaður skulda sinna við bankann og mun nefndin ætla að láta skipta- stjóra þrota- bús Magn- úsar sjá um að há- InGI F. VIlhjálMsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is Icesave-eignirnar rýrna Fréttir af væntanlegum afskriftum á lánum til tveggja stórra viðskiptamanna gamla Landsbankans, þeirra Magnúsar Kristinssonar og nafna hans Þorsteinssonar, sýna fram á hversu lélegt eignasafn Landsbankans er. Magnúsarnir fengu lánin hjá bankanum í stjórnartíð Björgólfs Guðmundssonar og Sigurjóns Árnasonar, sem einnig er höfundur Icesave.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.