Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2009, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2009, Blaðsíða 13
fréttir 25. ágúst 2009 þriðjudagur 13 Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Sérverslun með FÁKAFENI 9 - (við hliðina á ísbúðinni) Sími: 553 7060 Skór & töskur www.gabor.is ALLT Í STÍL snyrtibuddur töskur lykla veski seðlaveski 2 dálkar = 9,9 *10          Fyrir bústaðinn og heimilið Bandarísk kona hefur höfðað mál gegn dýragarði í grennd við Chicago: Málsókn vegna skvettu höfrunga Allecyn nokkur Edwards hefur far- ið í mál við Brookfield-dýragarðinn í grennd við Chicago í Bandaríkj- unum. Ástæða málshöfðunarinnar er hrösun Allecyn á síðasta ári þar sem hún var á rölti nálægt höfr- ungasýningu. Allecyn fullyrðir að stjórnendur sýningarinnar hafi hvatt höfrung- ana til að skvetta vatni á áhorfendur en látið undir höfuð leggjast að vara við bleytu á svæðinu. Í ákærunni, sem var lögð fram í síðustu viku, segir Allecyn að hún hafi slasast þar sem hún var á göngu nærri sýningu í dýragarðinum þar sem höfrungar sýndu listir sínar. Starfsmenn „fengu og hvöttu, viljandi og á ábyrgðarlausan hátt, höfrungana til að skvetta vatni á áhorfendur, og með því gera gólfin blaut og hál, en höfðu ekki fyrir því að setja upp viðvaranir eða leggja mottur á gólfin“ segir í ákærunni. Allecyn Edwards krefst yfir 50.000 Bandaríkjadala, um 6,4 milljóna ís- lenskra króna, í bætur vegna tap- aðra tekna, lækniskostnaðar og, að sjálfsögðu, hins ómissandi andlega áfalls, af Chicago Zoological Society og skógverndar Cook-sýslu sem sjá um rekstur dýragarðsins, en málið verður rekið fyrir umdæmisdóm- stóli Illinois í Cook-sýslu. Ísraelsmenn ævareiðir vegna greinar í Aftonbladet: Ísraelar sakaðir um líffærastuld Slegið hefur í brýnu á milli ísraelskra og sænskra stjórnvalda vegna grein- ar í Aftonbladet þar sem því er hald- ið fram að líffæri hafi verið numin úr Palestínumönnum sem létust í varð- haldi og þau nýtt til líffæraflutnings. Benjamín Netanjahú, forsæt- isráðherra Ísraels, krafðist þess að sænsk stjórnvöld fordæmdu dag- blaðið vegna greinarinnar og sagði hana draga dám af „blóðrógi“ mið- alda þegar því var haldið fram að gyðingar notuðu blóð úr kristnum börnum við gyðinglegar hátíðir. „Fullyrðingar sænsku pressunn- ar voru hneykslanlegar,“ var haft eftir Netanjahú. „Við væntum ekki afsök- unarbeiðnar frá sænsku ríkisstjórn- inni, við væntum fordæmingar,“ sagði ísraelski forsætisráðherrann. Sænska ríkisstjórnin segist ekki geta blandað sér í málið og hefur vísað í frelsi fjölmiðla og hefur sú af- staða ekki verið til þess fallin að róa ríkisstjórn Ísraels. Nú er svo kom- ið að málið getur breyst í allsherjar diplómatíska deilu. Innanríkisráðuneyti Ísraels hefur nú þegar stigið fyrsta skrefið með því að frysta nýjar vegabréfsáritanir fyrir sænska blaðamenn, þó að þeir sem nú þegar séu staddir í landinu geti haldið áfram störfum sínum. Svíþjóð er nú með forsæti í Evr- ópusambandinu og gert er ráð fyr- ir að Carl Bildt utanríkisráðherra heimsæki Ísrael í næsta mánuði. Bildt sagði vegna málsins að þrátt fyrir að landið legðist gegn gyðinga- hatri myndu stjórnvöld ekki mýla fjölmiðla. Benjamín Netanjahú Forsætisráherra Ísrael er harðorður í garð Svía. MyNd AFP Skotar í vanda Ríkisstjórn Skotlands mun hugsan- lega þurfa að berjast fyrir lífi sínu vegna ákvörðunar hennar um að sleppa úr haldi Abdul Baset Ali al- Megrahi, Lockerbie-sprengjuvarg- inum. Stjórnarandstöðuflokkar í Skotlandi íhuguðu í gær að efna til kosninga með það fyrir augum að lýsa yfir vantrausti á ríkisstjórnina. Stjórnvöld á Bretlandi hafa fengið vægðarlausa gagnrýni frá Banda- ríkjastjórn vegna ákvörðunar um að sleppa Lýbíumanninum úr haldi á samúðarforsendum, en honum var fagnað sem hetju við heimkomuna. Víðförull kortaþjófur Fjörutíu og þriggja ára dönskum manni tókst að taka leigubíl 2.173 sinnum, ferðast 70.000 kílómetra og greiða fyrir það 1.142.341,56 danskar krónur, sem svarar til rúmlega 28 milljóna íslenskra króna. Þetta væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að maðurinn notaði stolin krít- arkort. Maðurinn komst upp með afbrotin í fjórtán mánuði, en hann var handtekinn 16. febrúar. Það tók 20 mínútur að lesa upp ákæruna yfir manninum. Ásakanir um kosn- ingasvindl Helsti keppinautur Hamids Karz- ai, forseta Afganistan, hefur sakað hann um svindl í nýafstöðnum forsetakosningum. Hafin er rann- sókn á hundruðum kvartana sem gætu valdið pólitískri ólgu í landinu næstu vikur. Keppinauturinn, Abdullah Ab- dullah, segist aðeins munu taka á málinu eftir löglegum leiðum, en ekki hvetja stuðningsmenn sína til opinberra mótmæla. Hann sagðist myndu meðtaka tap ef rannsókn leiddi það í ljós.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.