Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2009, Síða 4
4 þriðjudagur 8. september 2009 fréttir
„Þetta er „chickenshit“. Þetta er ekki
neitt neitt. Þetta er algjörlega á ábyrgð
Leikfélags Akureyrar. Það er verið að
setja okkur í mjög erfiða aðstöðu og
svo bara fáum við allan skítinn fyrir,“
segir Bjarni Haukur Þórsson, leikhús-
stjóri Loftkastalans. Hann vísar alfar-
ið frá sér ábyrgð á því að fjöldi leik-
húsgesta kom að lokuðum dyrum hjá
Loftkastalanum á laugardagskvöldið
þar sem sýningin Fúlar á móti átti að
fara fram.
Fúlir leikhúsgestir
Leikhúsunnandi sem hafði keypt
miða á sýninguna hafði samband við
DV.is um helgina og sagði farir sínar
ekki sléttar. „Þetta er mjög svekkjandi.
Við vinkonurnar fórum út að borða í
kvöld fyrir sýninguna, en komum síð-
an að luktum dyrum. Engin tilkynn-
ing var á hurðinni um að sýningin félli
niður eða neitt gert til að láta leikhús-
gesti vita,“ sagði Kristín Stefánsdóttir
athafnakona í samtali við DV.is en hún
ætlaði á sýninguna ásamt sex vinkon-
um.
Bjarni Haukur segir að Leikfélag
Akureyrar leigi sal undir sýninguna
Fúlar á móti af Loftkastalanum. Um
sólarhring fyrir umrædda sýningu
hafi komið boð frá Leikfélaginu um
að sýningin félli niður og óskað eftir
því að miðaeigendur yrðu látnir vita.
„Það náðist í alla nema einn aðila sem
átti þrjá eða fimm miða,“ segir Bjarni
Haukur. Hann segir málið vissulega
leiðinlegt fyrir hlutaðeigandi leik-
húsgesti en vísar ábyrgðinni alfarið á
Leikfélag Akureyrar.
Hættir að auglýsa
Bjarni Haukur ítrekaði að honum
fyndist ekki fréttnæmt að leikhús-
gestir hefðu komið að lokuðum dyr-
um hjá Loftkastalanum og því engin
ástæða til að fjalla um málið. „Þetta
er bara lágkúrublaðamennska finnst
mér,“ segir hann. „Ef þið ætlið að fara
að keyra þetta þá erum við bara ekk-
ert að „sörvisa“ Dagblaðið eða þessa
samsteypu sem gefur þetta blað út og
erum bara ekkert að auglýsa þar og
sleppum því bara algjörlega, alfarið.
Ef þið ætlið að gera þetta þá bara aug-
lýsi ég ekkert hjá ykkur. Það er bara
þannig, skilurðu? Bara mjög einfalt.
Og þá bara verðið þið af þeim tekjum.
Það kemur bara niður á ykkur,“ segir
Bjarni Haukur.
Fengu boðsmiða í bætur
María Sigurðardóttir, leikhússtjóri
Leikfélags Akureyrar og leikstjóri sýn-
ingarinnar, hafði samband við DV í gær
eftir að blaðamaður ræddi við Bjarna
Hauk og sagði að tekist hefði að ná í allt
það fólk sem kom að lokuðum dyrum á
laugardagskvöldið. Beðist hafi verið af-
sökunar og boðnir boðsmiðar í staðinn
á aðrar sýningar á Fúlum á móti. „Eng-
in reiði eða kergja er í þessu fólki lengur
gagnvart okkur,“ segir hún.
„Það voru hræðileg mistök að
enginn var í Loftkastalanum á laug-
ardagskvöldið til að hitta það fólk
sem ekki hafði náðst í og upplýsa
það um staðreyndir. Þetta er að sjálf-
sögðu ákaflega slæmt og eftir við-
ræður milli LA og Loftkastalans hef-
ur málið verið leyst þannig að þetta
mun að sjálfsögðu aldrei gerast aftur.
Þetta eru mannleg mistök, sem því
miður bitnuðu á saklausum gestum,“
segir María.
María sagðist í samtali við DV.is um
helgina harma atvikið mjög og stefndi
þá að því að biðja hlutaðeigandi af-
sökunar, eins og hún hefur nú gert.
Bjarni Haukur Þórsson gerir lítið úr því að leikhúsgestir hafi komið að luktum dyrum
hjá Loftkastalanum um helgina. Þar átti að vera sýning á Fúlum á móti en hún féll
óvænt niður og ekki náðist í alla gesti. María Sigurðardóttir leikstjóri harmar atvikið
mjög og hefur beðið viðkomandi leikhúsgesti afsökunar. Bjarni Haukur hótar því hins
vegar að hætta að auglýsa hjá útgáfufélagi DV ef fjallað er um málið.
leikhúsgestir
gripu í tómt
Erla HlynSdóttir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
„Þetta er
að sjálf-
sögðu
ákaflega
slæmt.“
lok, lok og læs Prúðbúnir leikhúsgestir komu að luktum dyrum hjá Loftkastal-
anum á laugardagskvöldið. Myndin er tekin af vonsviknum gesti um það leyti sem
sýningin átti að hefjast.
Ber enga ábyrgð Bjarni Hauk-
ur Þórsson vísar allri ábyrgð
frá sér og Loftkastalanum.
Hann segir Leikfélag Akureyrar
ábyrgt fyrir mistökunum.
Mynd Gunnar GunnarSSon
Vilja minnisvarða
um helga
Um sjö þúsund manns vilja reisa
minnisvarða um Helga Hóseas-
son, sem lést í fyrradag, 89 ára að
aldri. Stofnaður hefur verið hóp-
ur á Facebook sem vill láta reisa
minnisvarða um Helga á horni
Langholtsvegar og Holtavegar
þar sem hann stóð langtímum
saman með mótmælaskilti sín.
„Helgi mætti þarna á hornið dag
eftir dag og spjallaði við hvern
þann sem vildi við hann ræða.
Helgi Hóseasson varð að ómiss-
andi parti af þessu horni og því
ætti að reisa þar einhvers konar
minnisvarða til heiðurs honum,“
segir á Facebook-síðu hópsins.
sér fyrir endann
á kreppunni
Már Guðmundsson seðlabanka-
stjóri segir að hagvöxtur muni
væntanlega hefjast á Íslandi að
nýju á fyrri hluta næsta árs. Þetta
hefur fréttastofa Reuters eftir
Má. Býst hann við að verðbólga
muni fara minnkandi sem gæti
veitt Seðlabankanum svigrúm til
að lækka stýrivexti. Reuters náði
tali af Má í svissnesku borginni
Basel. Sagði Már að endurskoð-
un Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
vegna Íslands yrði tekin fyrir í
seinni hluta mánaðarins eða í
byrjun október.
Ákært fyrir
lögguárás
Ríkissaksóknari hefur gefið út
ákæru á hendur átta mönnum
fyrir fólskulega árás á tvo lög-
regluþjóna. Árásin átti sér stað
í og fyrir utan stigahús fjöleign-
arhúss í Hraunbænum aðfara-
nótt sunnudagsins 19. október á
síðasta ári. Lögreglan hafði verið
kölluð á vettvang vegna hávaða
úr íbúðinni en mennirnir tóku
tilmælum lögregluþjónanna illa
og réðust á þá með höggum og
spörkum.
Yfirvofandi sektir
Eigendur rúmlega sex þúsund
ökutækja og ferðavagna eiga von
á vanrækslugjaldi fari þeir ekki
með tækin til skoðunar fyrir 1.
október næstkomandi. Í tilkynn-
ingu frá Umferðarstofu kemur
fram að frá 4. september séu
5.095 ferðavagnar, 1.331 bifhjól
og 253 húsbílar enn óskoðaðir af
þeim ökutækjum sem færa þarf
til skoðunar á þessu ári. Þessi
mikli fjöldi óskoðaðra bifhjóla
vekur athygli en þetta eru um
það bil 13 prósent allra skráðra
bifhjóla í landinu.
Hjálmar Árnason hefur unun af starfi sínu hjá Keili og segir starfsemina örugga:
Fjármálastjóri Keilis hættir
„Hún gengur en við þurfum að vanda
okkur eins og aðrir. Við finnum auð-
vitað fyrir því eins og aðrir að það er
kreppa í samfélaginu en við erum
ekki í neinni hættu,“ segir Hjálmar
Árnason, framkvæmdastjóri Keilis,
spurður um fjárhagsstöðu skólans.
Gengið var frá ráðningu Hjálmars nú
um mánaðamótin en hann hafði áður
starfað sem framkvæmdastjóri ákveð-
inna deilda skólans. Hann segist mjög
ánægður hjá Keili. „Þetta er starf sem
ég er búinn að vera í í tvö ár og hef
yndi af. Þetta er skemmtilegasta starf
sem ég hef komið í,“ segir hann.
DV spurði Hjálmar sömuleiðis um
fregnir þess efnis að Stefanía Katrín
Karlsdóttir, fjármálastjóri Keilis, væri
að hætta. „Hún er hér enn en hún er
á förum, það er rétt. Hún er að fara í
verkefni sem hefur verið í undirbún-
ingi í langan tíma. Það er allt í góðu og
ekkert óeðlilegt þar,“ segir Hjálmar.
Áður en þetta fékkst staðfest hafði
blaðamaður hins vegar samband
við Stefaníu sjálfa sem brást illa við
spurningu um hvort hún hefði sagt
starfi sínu lausu.
„Veistu það, hvort sem það pass-
ar eða passar ekki, ég bara tel enga
ástæðu til að tjá mig neitt um það við
þig og mér finnst það bara ekki koma
nokkrum manni við hvort að svo sé
eða svo sé ekki. Ég ætla bara ekkert að
svara þessu neitt öðruvísi. Mér finnst
bara dónaskapur að hringja í mig og
spyrja mig um svona hluti. Þú spyrð-
ir mig ekki hvenær ég vaknaði í morg-
un,“ sagði Stefanía. Þegar blaðamaður
útskýrði að hann hefði fengið ábend-
ingu um starfslok Stefaníu og hefði
því hringt til að fá úr því skorið, ítrek-
aði hún: „Þér kemur það ekki við. Ég
ætla ekki að svara þessu öðruvísi.“
Stefanía hefur meðal annars starf-
að sem rektor Tækniháskóla Íslands
og var um tíma bæjarstjóri Árborgar.
erla@dv.is
„Þér kemur það
ekki við“ Stefanía
Katrín Karlsdóttir
segir það engum
koma við hvort
hún er að hætta
eða ekki, og
líkir því við að vera
spurð hvenær
hún vaknaði
í morgun.