Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2009, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2009, Page 8
8 þriðjudagur 8. september 2009 fréttir Fyrirtækið Gjafaver sem var í eigu Grétu Sigurðardóttur, móður Hreið- ars Más Sigurðssonar forstjóra Kaup- þings, var á samningi hjá Kaupþingi um að selja bankanum ýmsar gjafir sem bankinn gaf síðan starfsmönn- um sínum og helstu viðskiptavin- um. Meðal annars var um að ræða fína gjafavöru frá Rosenthal, Eva Solo og eins Tivoli-útvörpin þekktu sem einnig voru gefin starfsmönn- um í öðrum bönkum. Einnig var um að ræða gjafakörfur með ýmiss kon- ar matvöru en starfsmenn Kaup- þings hafa fengið slíkar körfur að gjöf frá bankanum á liðnum árum samkvæmt heimildum DV. Gjafaver seldi Kaupþingi einn- ig ýmiss konar auglýsingavöru eins og penna, vasabækur og dagatöl sem merkt voru bankanum. Við- skipti íslensku viðskiptabankanna þriggja með slíka vöru gátu numið tugum og jafnvel hundruðum millj- óna króna á ári og skipti það þá miklu máli hversu mikil uppsveifla var í viðskiptalífinu á Íslandi á þess- um tíma. Þörfin eftir slíkum auglýs- ingavarningi jókst eftir því sem vel- gengni bankanna varð meiri. Selt til útlanda og Símans Samkvæmt heimildum DV seldi Gjafaver einnig jólagjafir og auglýs- ingavörur til útibúa Kaupþings í öðr- um löndum. Starfsemi Gjafavers var því alþjóðleg á meðan Gréta átti fé- lagið og átti það tryggð viðskipti við öll útibú Kaupþingssamstæðunnar. Gjafaver átti einnig í miklum viðskiptum við Símann en stærstu hluthafar Kaupþings, Lýður og Ág- úst Guðmundssynir, eiga Símann í gegnum Exista. Bræðurnir voru jafn- framt einir stærstu lántakendurnir í Kaupþingi. Kaupþing og Exista voru því stærstu einstöku viðskiptavinir Gjafavers samkvæmt heimildum DV. Kaupþing rosalega stór kúnni Gjafaver var stofnað árið 2003, en fyrsti ársreikningur félagsins er frá því ári. Gréta er skráður stofnandi og framkvæmdastjóri félagsins. Á því ári sameinaðist Kaupþing einnig Bún- aðarbankanum. Með því var fyrsta skrefið tekið í áttina að því að koma á laggirnar stærsta banka og fyrirtæki á Íslandi. Kaupþing varð síðar langstærsti viðskiptavinur Gjafavers, samkvæmt heimildarmanni DV sem þekkir vel til fyrirtækisins. „Þetta var rosalega stór hluti af heildarveltunni hjá fé- laginu,“ segir heimildarmaðurinn en með því á hann við hlutdeild Kaup- þings í veltu Gjafavers sem mun hafa verið töluvert meira en helmingur allra viðskipta félagsins. Heimildarmaður DV segir að það sé tilhneiging í þessum bransa, aug- lýsinga- og gjafavörubransanum, að stjórnendur fyrirtækja leiti til þeirra sem þeir þekki og eigi í viðskiptum við þá. „Þessi bransi er rosalega erf- iður þannig að tilhneigingin er sú að menn versli þar sem eru tengsl. Það er ekkert endilega verið að leita eftir verðsamanburði eða tilboðum,“ segir heimildarmaðurinn og bætir því við að samkeppnisaðilar Gjafavers hafi einfaldlega ekki átt séns í að komast í viðskipti við Kaupþing og því hafi fé- lagið verið nánast eitt um hituna frá þessu stærsta fyrirtæki landsins. Viðskipti Kaupþings við Gjafaver munu hafa verið á vitorði margra starfsmanna Kaupþings og undruð- ust þeir margir hverjir hversu mikil viðskiptin voru, samkvæmt heimild- um DV, og létu þá undrun sína jafn- framt í ljós við aðila utan bankans. Gjafaver selt á 80 til 100 milljónir Gréta seldi Gjafaver í ársbyrjun 2007 til fyrirtækisins Bros fyrir 80 til 100 milljónir króna, samkvæmt heimild- um DV. Félagið heitir í Bros-Gjafa- ver í dag. Framkvæmdastjóri Bross- Gjafavers, Jóhannes Larsen, vill ekki segja blaðamanni hvað Bros greiddi fyrir Gjafaver. „Við kaupum bara fé- lagið. Hitt eiginlega bara kemur þér ekki við. Það er bara á milli mín og seljandans,“ segir Jóhannes og bætir því við aðspurður að Kaupþing hafi ekkert komið að viðskiptunum með Gjafaver og sé hvorki né hafi verið viðskiptabanki félagsins. Gréta starfaði hjá hinu samein- aða félagi þar til í árslok 2008 og var gerður samningur um það þegar hún seldi félagið til Bross. Viðskipti Kaup- þings og Bross-Gjafavers jukust svo á árinu 2007 þegar uppgangurinn var sem mestur í íslensku viðskiptalífi. Mamma Hreiðars græddi vel DV hefur ekki náð að verða sér úti um upplýsingar um hvort Nýja Kaupþing kaupi ennþá auglýsingavöru og gjaf- ir af Brosi-Gjafaveri en samkvæmt heimildum DV fengu einhverjir starfsmanna Kaupþings gjafakörfur frá bankanum um síðustu jól. Hvort gjafakörfurnar komu frá Brosi-Gjafa- veri er ekki vitað en fyrirtækið er með gríðarlega sterka stöðu á þessum markaði og því er það ekki ólíklegt. Móðir Hreiðars virðist hins vegar hafa auðgast nokkuð vel á viðskiptun- um með Gjafaver, frá því hún stofnaði það og seldi félagið í ársbyrjun 2007. Þar virðast viðskiptin við Kaupþing hafa spilað stórt hlutverk enda stór hluti veltu Gjafavers kominn frá þess- um viðskiptum. Gréta rekur í dag gisti- heimili í Stykkishólmi sem hún kall- ar Bænir og brauð en hún mun hafa orðið mjög trúuð eftir að hafa ver- ið dæmd fyrir fjárdrátt frá Sjóklæða- gerðinni Max þar sem hún starfaði sem gjaldkeri á sínum tíma. MAMMA HREIÐARS SELDI GJAFIR TIL KAUPÞINGS Kaupþing banki var langstærsti viðskiptavinur Gjafavers, fyrirtækis sem var í eigu móður Hreiðars Más Sigurðs- sonar, forstjóra samstæðunnar. Gréta Sigurðardótt- ir, móðir Hreiðars, seldi fyrirtæki sitt fyrir 80 til 100 milljónir í ársbyrjun 2007 en starfaði hjá því áfram. Gjafaver seldi Kaupþingi jólagjafir til starfsmanna bankans og ýmiss konar auglýsingavöru, eins og til dæmis penna merkta Kaupþingi. Gjafaver sá erlend- um útibúum Kaupþings einnig fyrir slíkri vöru. „Þetta var rosalega stór hluti af heildarveltunni hjá félaginu.“ InGI F. VIlHjálMSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is Mamma Hreiðars græddi á Kaupþingi Mamma Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþingssam- stæðunnar, græddi vel á viðskiptum sem fyrirtæki henn- ar átti við Kaupþing á þeim tíma sem Hreiðar stjórnaði bankanum. Félag móður Hreiðars, Grétu Sigurðardóttur, var síðan selt fyrir 80 til 100 milljónir í ársbyrjun 2007. nánast allt keypt frá móður Hreiðars Nánast öll sú auglýsingavara sem Kaupþing keypti fyrir bankann á árunum fyrir efnahagshrunið var fengin í gegnum fyrirtæki Grétu Sigurðardóttur, móður Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra bankans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.