Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2009, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2009, Blaðsíða 15
Hver er maðurinn? „Miðaldra almannatengslaráðgjafi og áhuga- maður um bókmenntir.“ Hver er fyrsta minning þín úr æsku? „Þegar verið var að leiða fyllibyttu inn í lögreglubíl fyrir utan bensínstöð sem staðsett var við heimili mitt. Ég hef verið svona tveggja ára.“ Hvað drífur þig áfram? „Ég er bara að eðlisfari frekar brattur náungi.“ Fórstu til útlanda í sumarfríinu kreppuárið 2009? „Nei, ég ferðaðist bara innanlands og sé ekki eftir því.“ Varstu hlynntur eða andvígur Icesave-frumvarpinu? „Ég er frekar á því að við höfum orðið að lenda því einhvern veginn svona.“ Hver er eftirminnilegasta bók sem þú hefur lesið? „Ilíonskviða. Ég las hana mörgum sinnum og hún er á svo góðu máli að ég held að hún hafi hreinlega haft jákvæð áhrif á mitt eigið mál og málvitund. Svo er þetta auðvitað rosalega góð bók.“ Hvernig hefur Bókmenntahátíðin farið af stað? „Mjög vel. Bæði eru þetta skemmtilegir höfundar og það var pakkfullt á fyrsta upplestrinum í Iðnó í gærkvöldi [fyrrakvöld] sem veit á gott því aðsóknin eykst alltaf eftir því sem líður á hátíðina.“ Hefur aldrei komið til tals að halda hátíðina á hverju ári (er nú haldin annað hvert ár)? „Nei. Þetta er talsvert átak að gera þetta og það er engin stofnun í rauninni á bak við þetta. Upphaflega eru þetta áhugamenn sem mynda stjórn og skrapa síðan saman peninga. Til þess að gera þetta árlega þyrfti að koma talsvert meira fé til.“ Ef þú mættir velja hvaða höfund sem er til að fá á hátíðina, lífs eða liðinn, hver væri það? „Ætli ég myndi ekki bara skella mér á Jaroslav Hasek. Hann hefði líka verið góður í partíunum eftir upplestur hugsa ég.“ Hvaða stjórnmálamaður Hefur staðið sig best að undanförnu? „Steingrímur J. Sigfússon. Hann er búinn að standa sig vel í þessum erfiðu málum. Icesave hefur reynt sérstaklega á.“ Örn Magnússon 55 ára vÉlfrÆðINgUr „Jóhanna Sigurðardóttir hefur staðið sig best að mínu mati.“ BErgljót BragadóttIr 52 ára fÉlagSlIðI „Enginn. En ef ég ætti að velja einhvern þá líst mér vel á Tryggva Herbertsson. Hann er eini maðurinn sem hefur einhverjar lausnir fram að færa.“ óskar Þór HIlMarsson 32 ára faSTEIgNaSalI „Enginn.“ BjÖrgVIn gunnarsson 45 ára BílSTJórI Dómstóll götunnar Bókmenntahátíð í reykjavík hófst í níunda sinn síðastliðinn sunnudag. sIgurður g. ValgEIrsson, formaður stjórnar hátíðarinnar, segir Ilíonskviðu vera eftirminnilegustu bók sem hann hafi lesið. fyrsta æskuminningin tengist hins vegar fyllibyttu og bensínstöð. Myndi vilja fá jaroslav Hasek „ásmundur Daði Einarsson. Hann stendur uppi í hárinu á þessum vitleysingum á alþingi.“ gíslI krIstján jónsson 45 ára öryrkI maður Dagsins Enn ein fréttin um hægagang nú- verandi ríkisstjórnar birtist á Press- unni í gær undir fyrirsögninni: „Lífeyrissjóðir bíða með milljarða: Ríkisstjórnin fer seint af stað með verkefni fyrir þá“. Þar kemur fram að: „Lífeyrissjóðirnir á Íslandi bíða enn með milljarða tilbúna eftir verkefnum í samvinnu við stjórn- völd en hugmyndir um verkefni af hálfu ríkisstjórnar áttu að vera til- búnar 1. september. Ríkisstjórn- in fór seint af stað segja forsvars- menn sjóðanna.“ Það sem um er að ræða er að lífeyrissjóðir bíða með milljarða til að fara í verkefni eins og byggingu háskólasjúkrahúss og vegaframkvæmdir. Ríkisstjórnin vinnur hins vegar ekki heimavinnuna þannig að mál- in eru stopp. Þetta er á þeim tíma sem at- vinnuleysi er mikið og mun auk- ast í haust ef ekkert er að gert. Ráð- stöfunartekjur almennings lækka og greiðsluvandi er mikill og mun aukast gríðarlega í haust að öllu óbreyttu. Fréttir berast af því að atvinnuleysissjóður er að verða gjaldþrota innan skamms tíma og vegna minnkandi tekna þarf ríkis- sjóður að skera niður í velferðar- kerfinu. Við þessar aðstæður leyfir ríkisstjórnin sér að vinna ekki vinn- una sína. Það að láta lífeyrissjóðina bíða með milljarðana sína þýðir; aukið atvinnuleysi, aukin gjaldþrot heimila og fyrirtækja og aukinn niðurskurð í velferðarkerfinu. Hvar er verkstjórnin? Núverandi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna tók við völdum í febrúar á þessu ári. Helsta upplegg ríkisstjórnarinnar var að fara í bráð- aðgerðir fyrir fyrirtæki og heimilin í landinu. Allir voru sammála um að það væri nauðsynlegt og var fyrri ríkisstjórn í það minnsta ráðherrar Sjálfstæðisflokksins að vinna að því hörðum höndum þegar að fréttir bárust af því að þáverandi ríkisstjórn væri ekki lengur til. Það er liðin tíð og ekki ætlunin að ræða það frekar hér. Við þurfum að sameinast um að vinna okkur út úr vandanum. Ríkisstjórnir samanstanda af mörgum ráðherrum af ástæðu. Það kemur til vegna þess að verk- efnin eru mörg. Brýnustu verkefn- in eru efnahagsmálin. Ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu í febrúar að fara að vinna í þeim málum strax. Stjórnarandstað- an lýsti sig reiðubúna að koma að þeim verkefnum þá þegar. Þjóðin bíður enn. Hvenær fer ríkisstjórnin í bráðaaðgerðirnar? kjallari mynDin 1 kúlulánsprins reisir 450 fermetra glæsivillu Ingvar vilhjálmsson, einn af aðalmönnum gamla kaupþings, leggur lokahönd á tæplega 450 fermetra glæsivillu við Skildinganes 44. 2 greip dreng sem féll tuttugu metra Sex ára sænskur drengur er heppinn að vera á lífi eftir að hann féll út um glugga á íbúð foreldra sinna í gautaborg á dögunum. 3 guðjón reiður: augljóst að boltinn var inni guðjón Þórðarson knattspyrnustjóri enska liðsins Crewe er ósáttur eftir að mark var ekki gefið í leik Crewe gegn Macclesfield um helgina. 4 stór morgunverður stuðlar að þyngdartapi að borða stóran og tiltölulega hitaeiningaríkan morgunverð getur stuðlað að verulegu þyngdartapi hjá fólki sem þjáist af offitu. 5 ástfangin kynbomba - Myndir leikkonan Megan fox var í Toronto um helgina með kærasta sínum, leikaranum Brian austin green, og virtist ástin blómstra. 6 risarottur og froskar með vígtennur á ósnortnu landsvæði vísindamenn í eyríkinu Papúa Nýju-gíneu í kyrrahafi hafa fundið fjölmargar óþekktar dýrategundir á nánast algjörlega ósnortnu landsvæði. 7 Barn lést eftir leik með byssu Sex ára drengur lést á heimili sínu í Pennsylvaníu-ríki í Bandaríkjunum eftir voðaskot úr skammbyssu. mest lesið á Dv.is umræða 8. september 2009 Þriðjudagur 15 guðlaugur Þór Þórðarson „Ríkisstjórnin vinnur hins vegar ekki heimavinnuna þannig að málin eru stopp.“ alþingismaður Reykvíkinga skrifar ákafur í Öskju Nóbelsverðlaunahafinn og hagfræðiprófessorinn Joseph Stiglitz hélt fyrirlestur í öskju í gær um ísland og al- þjóðagjaldeyrissjóðinn. Stiglitz hefur mikið gagnrýnt störf agS en telur sjóðinn þó veita íslendingum meira svigrúm en mörgum öðrum. Stiglitz fundaði með íslenskum ráðamönnum eftir fyrirlesturinn. Mynd rakEl ósk sIgurðardóttIr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.