Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2009, Síða 22
Kvikmyndaleikstjórinn frægi Mi-
los Forman verður með master-
klass á Alþjóðlegu kvikmynda-
hátíðinni í Reykjavík, RIFF, sem
hefst í næstu viku. Eins og áður
hefur komið fram verður For-
man sæmdur heiðursverðlaun-
um hátíðarinnar í ár og er því
væntanlegur til Íslands í fyrsta
sinn. Baltasar Kormákur verð-
ur Forman til halds og trausts í
masterklassinum sem fer fram
í hátíðarsal Háskóla Íslands 22.
september og er öllum opinn
meðan húsrúm leyfir. Þá hef-
ur verið gert opinbert að þær
myndir Formans sem sýndar
verða á RIFF eru Amadeus, One
Flew Over the Cuckoo’s Nest og
Fireman’s Ball. Leikstjórinn situr
fyrir svörum eftir eina sýningu á
hverri þeirra.
FÓR Í HJARTA-
ÞRÆÐINGU
Rokksafn Rúnars Júlíussonar var
opnað á Ljósanæturhátíðinni í
Reykjanesbæ á föstudaginn. Það
er í viðbyggingu við heimili söngv-
arans að Skólavegi sem fjölskylda
Rúnars hefur breytt í safn þar sem
hans er minnst í myndum, mun-
um og tónlist. Af mörgu er að taka
frá löngum og farsælum ferli eins
helsta listamanns bæjarins.
Við opnunina flutti Júlíus, son-
ur Rúnars, frumsamið lag við
texta föður síns sem hann samdi
skömmu fyrir andlát sitt. Gestum
var jafnframt boðið að skoða hið
svokallaða upptökuheimili Geim-
steins, elstu hljómplötuútgáfu
landsins, sem Rúnar hafði jafn-
an opið fyrir gesti og gangandi á
Ljósanótt.
Rokksafn RúnaRs JúlíussonaR vaR opnað á Ljósanótt:
Beggi í ólgusjó:
Ragnar Kjartansson, listmálari
og rokkari, hefur slegið í gegn
með verkum sínum og slær stór-
blaðið New York Times í mikla
umfjöllun um hann og eru birtar
átta myndir af Ragnari að vinna.
Ragnar er þar að mála vin sinn
Pál Hauk Björnsson umkringd-
an bjórflöskum í Palazzo Michiel
dal Brusa í Feneyjum. Ragnar
segir í viðtalinu að hann sé bú-
inn að hafa hugmyndina í koll-
inum lengi og þetta sé óður til
íslenskrar alþýðu. „Ég hugsa um
hann sem eins konar mann án
hlutskiptis, sem er í raun eins og
við Íslendingar erum að ganga í
gegnum – nokkurn veginn,“ segir
Ragnar í samtali við stórblaðið.
RAGNAR Í
NY TIMES
22 ÞRIÐJUdAGUR 8. september 2009 FÓlkIÐ
SöNG lAG vIÐ
TExTA pAbbA
synirnir Júlíus og Baldur, synir Rún-
ars, við opnun safnsins á föstudaginn.
Ekkjan og bæjarstjórinn Árni Sigfússon,
bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og María
Baldursdóttir, ekkja Rúnars Júl.
Barnabörnin Brynja og Rúnar
Júlíusbörn, barnabörn Rúnars
Júl. Takið eftir myndinni af afa
gamla á bol Brynju.
bAlTASAR
AÐSToÐAR
MIloS
„Heilsan er bara allt í lagi. Ég næ mér
alveg, það tekur bara smá tíma,“ segir
Guðbergur Garðarsson, betur þekkt-
ur sem Beggi, sem þurfti að fara í
hjartaþræðingu.
Hjartaþræðing er rannsókn sem
gerð er til að athuga ástand krans-
æða. Röntgenmyndir eru teknar til
að kanna hvort þrengsli eða stífl-
ur séu í kransæðum. Niðurstöður
rannsóknarinnar eru notaðar til að
ákveða hvort og hvaða meðferð er
nauðsynleg.
„Ég má mig hvergi hræra. Ligg inni
á spítalanum í góðu yfirlæti,“ seg-
ir sjónvarpsstjarnan með ástmann
sinn Pacas sér við hlið. Pacas hefur
verið Begga sínum stoð og stytta og
staðið sig eins og hetja. Þeir félag-
ar hafa verið stórstjörnur í íslensku
samfélagi frá því þeir slógu í gegn í
Hæðinni sem sýndur var við miklar
vinsældir á Stöð 2. Hæðin var þáttur
þar sem nokkur pör kepptu um að
hanna íbúð á sem smekklegast-
an hátt. Þar hrósuðu þeir sigri
eftir harða keppni.
Guðbergur er fæddur á Ísafirði en
fluttist suður á unglingsaldri. Hann
og Pacas eru trúlofaðir og mynda
glæsilegt par. Beggi hefur einnig
slegið í gegn sem kokkur
en hann þykir einn af
betri kokkum lands-
ins, enda ástríðu-
fullur í öllu sem
hann tek-
ur sér fyrir
hendur. Þá
hefur hann
ferðast
um land-
ið og kennt
fólki elda-
mennsku
og jákvætt
hugarfar.
benni@
birtingur.is
Guðbergur Garðarsson, betur þekktur sem
Beggi, lagðist inn á sjúkrahús og lét kíkja
á hjartað í sér. Hann hefur það fínt, enda í
góðu yfirlæti með pacas sér við hlið.
úPs Elliði Vignis-
son bæjarstjóri
í Vestmanna-
eyjum var óvart
settur í hjarta-
þræðingu þegar
blóðsýnum
hans og annars
sjúklings var
ruglað saman.
FloTTIR FolaR
Beggi og Pacas
á góðri stundu.
Saman vekja þeir
athygli hvar sem
þeir koma. Enda
glæsilegir.
FoRsETaMEÐFERÐ Forseti
Íslands Ólafur Ragnar Grímsson fór
í hjartaþræðingu og lét víkka í sér
kransæðarnar.
lÉT laGa í sÉR PíPuRnaR Hemmi
Gunn fór einnig í hjartaþræðingu og
hefur aldrei verið flottari.
Garðar Cortes
Garðar eldri hefur
aldrei verið í betra
formi en eftir
hjartaþræðingu.
sunDGaRPuRInn Örn
Arnarsson sundkappi og
íþróttamaður Íslands þurfti
að fara í hjartaþræðingu
þrátt fyrir íþróttaiðkun.