Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2009, Blaðsíða 6
6 mánudagur 30. nóvember 2009 fréttir
Þórhallur Heimisson, prestur og hjónabandsráðgjafi, segist koma lúinn heim á daginn.
Meiri örvænting sé í fólki en áður og það sé hálfpartinn að gefast upp á kreppunni. Hann
segir mikilvægt að fólk reyni að nýta sér ókeypis afþreyingu og vera meira saman.
ÍSLENDINGAR ERU
AÐ GEFAST UPP
„Það eru svo margir sem eiga erfitt
núna. Því miður eru mjög fá prakt-
ísk ráð sem hægt er að benda á.
Núna ætti fólk að leyfa sér að njóta
aðventunnar og gera eitthvað sem
kostar ekki neitt. Það er allt mögu-
legt eins og tónleikar og fundir,“
segir Þórhallur Heimisson, prestur
og hjónabandsráðgjafi.
Í helgarblaði DV var viðtal við
hjónin Sverri Jónsson og Björk Er-
lingsdóttur. Þau hafa misst allt í
kreppunni og stefna í gjaldþrot.
Þessir fjárhagslegu erfiðleikar
hafa haft gríðarlega neikvæð and-
leg áhrif á hjónin og hefur Sverrir
meira að segja íhugað sjálfsvíg.
Gæti grátið
Þórhallur segist hafa hrokkið við
er hann sá viðtalið við Sverri og
Björk. Hann segir fjölmarga aðra í
sömu stöðu.
„Þetta er mjög erfitt. Mér finnst
alltaf vera meiri og meiri örvænt-
ing í fólki, því miður. Fólk, eins og
þessi maður, er hálfpartinn að gef-
ast upp af því að það er ekkert að
gerast. Útlitið fer versnandi, menn
eru að reyna að standa sig en það
þyngist allt hjá fólki. Ég finn það
hjá fólkinu sem kemur hingað að
tala við mig. Það sér ekki almenni-
lega framtíðina með þessu. Ég er
farinn að verða dálítið lúinn. Þetta
er bara grátlegt. Ég get farið að
gráta að hugsa um þetta og tala,“
segir Þórhallur. Hann segir skiln-
uðum ekki hafa fjölgað á papp-
írum því margir geti ekki skilið
vegna aðstæðna.
„Fólk skilur ekki meira því það
getur ekkert skilið. Það hefur ekk-
ert breyst. Það er alltaf verið að
segja frá tölum sem sýna að skiln-
uðum hefur ekki fjölgað og það er
rétt. Það er einfaldlega af því að
mjög margir geta það ekki.“
Ýta áhyggjum frá sér
Þórhallur hefur fá ráð fyrir fólk til að
sjá ljósið við enda ganganna. Hann
bendir fólki á að reyna að nýta sér
ókeypis afþreyingu á þessum síðustu
og verstu tímum.
„Fólk á að reyna að vera saman
vegna þess að þetta er svo erfiður tími
fyrir marga núna. Það er kannski það
eina sem fólk getur gert. Ég bara veit
ekki hvað ég get bent fólki á nema, ef
það er í fjárhagserfiðleikum til dæm-
is, þessar hjálparstofnanir sem eru að
reyna að hjálpa fólki. Fólk getur reynt
að nýta tímann sem er núna að byrja,
ýta áhyggjum aðeins frá sér og slaka
á. Njóta þess sem er í boði og kostar
ekki neitt og vera aðeins í ljósinu.“
Engin kaupskaparjól
„Ég held að núna sé virkilega tími
til að reyna að einblína á annað en
þessi kaupskaparjól sem hafa verið.
Við verðum að taka höndum saman
og hafa þau á öðrum nótum. Ef jólin
eiga að vera eins og alltaf verða þau
mjög erfið fyrir marga. Strax var met-
aðsókn eftir aðstoð í Fjölskylduhjálp
í síðustu viku og ekki kominn desem-
ber. Það er mikilvægt að fólk einblíni
á eitthvað annað þessi jól en hefur
verið, líka fjölmiðlar. Það sorglega er
að það ýtir undir þyngsli fólks þegar
ekki er bent á það sem er í gangi sem
er jákvætt og kostar ekki neitt. Það er
fólk alls staðar að gefa og láta gott af
sér leiða saman.“
lilja Katrín Gunnarsdóttir
blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is
ókeypis afþreying:
n Útivistarsvæði með leiktækjum er víða
að finna. Til dæmis á Klambratúni í
Reykjavík og Hellisgerði í Hafnarfirði.
n Það kostar ekkert að fara í fjöruferð og
safna skeljum.
n Klæðið ykkur vel, leggist úti í náttúr-
unni og horfið á stjörnurnar með kakó á
brúsa.
n Fuglaskoðun er vanmetin og þú gætir
komist að ýmsu um fugla ef þú gefur
þér tíma til að skoða þá.
n Þeir sem lifa fyrir spennu og adrena-
línkikk geta rölt um „draugahverfi“
borgarinnar. Þar eru mannlaus hús í
stórum stíl og lýsingin lítil.
n Það er frítt að gefa öndunum gamla brauðafganga.
n Ferðafélag Íslands býður upp á ókeypis hádegisgöngur frá og með
1. desember.
n Það kostar ekkert að leika sér með fjölskyldunni. Einnig er gaman að semja
sögur með börnunum eða yrkja ljóð.
n Ókeypis aðgangur er fyrir einstaklinga á miðvikudögum að Þjóðminjasafninu.
n Frítt er inn á öll Listasöfn í Reykjavík.
n Það kostar ekkert að mæta í messu í kirkju.
n Gaman er að fara í heimsókn til vina og vandamanna og það er líka ókeypis
– nema þú þurfir að keyra óralangan veg.
115% aukning hjá Fjölskylduhjálp
Fjögur hundruð og þrjátíu fjölskyldur
fengu úthlutað mat og fatnaði hjá
Fjölskylduhjálp Íslands á miðvikudaginn,
vikulegum úthlutunardegi. Er þetta 115
prósentum fleiri en á sama tíma í fyrra.
Fyrir ári var mat og fatnaði úthlutað
til um það bil tvö hundruð fjölskyldna
vikulega en nú slaga þær upp í fimm
hundruð. Fjölskylduhjálp biðlar til
einstaklinga og fyrirtækja sem geta látið
eitthvað af hendi rakna því aðventan sé
erfiður tími fyrir marga. ljósmyndari: róbErt rEynisson
747 fyrirtæki gjaldþrota
Fyrstu tíu mánuði ársins 2009 er fjöldi
gjaldþrota 747 en á sama tímabili
í fyrra voru sex hundruð fyrirtæki
tekin til gjaldþrotaskipta samkvæmt
tölum Hagstofu Íslands. Er þetta 24,5
prósenta hækkun milli ára. Í október
einum og sér voru 106 fyrirtæki tekin
til gjaldþrotaskipta samanborið við 78
fyrirtæki í október 2008 sem er tæplega
36 prósenta fjölgun á milli ára. Sem fyrr
voru flest gjaldþrot, eða 24, í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og átján
gjaldþrot í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum.
ljósmyndari: Kristinn maGnússon
inn í ljósið Þórhallur segir að fólk eigi
að reyna að njóta tímans saman, ýta
áhyggjum frá sér og slaka á.
ljósmyndari: Karl PEtErsson
TILBOÐ GILDIR TIL 29.NÓVEMBER 2009 Í SAL OG SÓTT
GRENSÁSVEGI 10 HRAUNBÆ 121 www.rizzo.is
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
Sverrir jónSSon og björk erlingSdóttirmiSStu allt
bankinn tók HÚSiÐen ÞaÐ var ekki nóg „viÐ erum baravenjulegt Fólk“ Fundu HvergiSkjaldborgStjórnarinnar ÁFöll, kvÍÐiog andlegt Þrot „Ég er ekkiÚtrÁSarvÍkingur“
vildi deYja vegnabankanS
FjölSkYlda knÉSett aF bankanum: Ævintýri ramos lýtalÆknis:skEmmtisÉr
mEÐ
PElÉ
nbýr nÚ ÍHegningar-HÚSinu
sPEssi ljósmyndari:rÉÐst innÁ rÁÐ-
HErra
Áfall HjÁ ÍrnÁtjÁn Ára lÉSt Á æFingu
27. nóvember 2009Jólasveinar í ríkisstjórn
n Árni Páll er Gluggagægir
Pallíettu- kjólar ogrokkað útlit
Matgæðingar háMa í sig Flórentínur
n Freistandi uppskriftir
Tínir
könGla í
krePPu-
kransa
„Þegar hreindýrin eru að drepa
mann“
endur-
JÓLABLAÐ FYLGIR MEÐ
konungdæmi kÁra Í decode nFlýgur bara Á Saga claSSnmeÐ 140 milljónir Í ÁrSlaunnmargir óttaSt kÁra SteFÁnSSon
27. – 29. nóvember 2009dagblaðið vísir 157. tbl. – 99. árg. – verð kr. 595 BEst Í sjónvarPi
Erfiður tími Margir eiga um sárt að binda um jólin og
sérstaklega núna. ljósmyndari: siGtryGGur ari jóHannson
andlega gjaldþrota Sverrir og Björk segjast í
helgarviðtali DV vera á leiðinni í gjaldþrot. Verst sé
að þau geti ekki veitt börnunum sínum tveimur
neitt öryggi.
Rændi verslun
vopnaður hnífi
Vopnaður ræningi rændi versl-
un 10-11 við Engihjalla, Kópa-
vogi, á laugardagskvöld. Hann
ógnaði starfsmönnum versl-
unarinnar með hnífi án þess
að meiða nokkurn. Ránið átti
sér stað klukkan ríflega átta um
kvöldið og fékk lögreglan til-
kynningu skömmu síðar. Tveir
einstaklingar voru handteknir í
kjölfarið grunaðir um aðild að
ráninu. Þeir voru á stolnu öku-
tæki skammt frá vettvangi.
Tveir bólusettir
lagðir inn
Tveir hafa þurft að leggjast inn
á sjúkrahús vegna aukaverk-
ana sem hugsanlega geta verið
af völdum bóluefnisins Pand-
emrix, sem notað er gegn svína-
inflúensu. Alls hafa 16 tilkynn-
ingar um aukaverkanir borist
Lyfjastofnun. Níu þeirra hafa
borist frá heilbrigðisstarfsmönn-
um og sjö frá almenningi. Ellefu
konur, þar af ein stúlka, og fimm
karlar, þar af einn drengur, hafa
líklega fengið aukaverkun sem
tengja má bólusetningunni.
Aukverkanir sem hafa verið til-
kynntar eru beinverkir, bólga á
stungustað, bólgin tunga, hiti,
höfuðverkur, liðverkir, ofnæm-
isviðbrögð, ógleði, taugaverkir,
verkur í holhönd og vöðvaverkir.
Rann yfir um-
ferðareyju
Litlu mátti muna að illa færi er
ökumaður á leið um Ártúns-
brekku missti stjórn á bifreið
sinni í hálkunni. Bíllinn fór á
talsverðum hraða yfir umferðar-
eyju og endaði á akrein í gagn-
stæða átt. Bíll hringsnerist á
akbrautinni og hefði ekki verið
fyrir snarræði ökumanna sem
komu úr gagnstæðri átt hefði
farið illa. Bifreiðin stöðvaðist fá-
eina metra fyrir framan fremstu
bifreiðarnar sem komu á móti
henni.
Kjaftfor Árni Þór
„Hér fer Árni Þór mjög mikinn
og reynir að vera kjaftfor og rosa
brattur karl,“ sagði Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir, varafor-
maður Sjálfstæðisflokksins, í
spjallþætti Sigurjóns M. Egils-
sonar, Sprengisandi, á sunnu-
dag. Í þættinum gagnrýndi Árni
Þor Sigurðsson, þingmaður
vinstri grænna, harðlega fram-
göngu stjórnarandstöðunnar í
umræðum um Icesave á Alþingi
fyrir helgi. Sagði hann andstöð-
una gera lítið annað en væla yfir
því að fá ekkert að borða.