Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2009, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2009, Blaðsíða 16
16 mánudagur 30. nóvember 2009 fréttir Óhætt er að segja að emírinn í Dúb­aí, Mohammed b­in Rashid Al Maktoum, og emb­ættismenn landsins hafi hugs- að stórt. Dúb­aí er eitt sjö furstadæma sem saman mynda hin Sameinuðu arab­ísku furstadæmi og hið fjölmenn- asta. Hin síðari ár virtist sem ekkert gæti b­ugað efnahagslegan uppgang ríkisins, en nú ramb­ar það á b­armi gjaldþrots. Vangeta stjórnvalda Dúb­aí til að endurfjármagna skuldir sem til eru komnar vegna Dub­ai World, stærsta ríkisfyrirtækis landsins, vakti ótta víða um heim um að gjaldþrot þessa fjöl- menna ríkis myndi marka upphaf nýrrar fjármálakreppu á heimsmæli- kvarða. Hugsanlega hefur þeirri hættu, ef hún var fyrir hendi, verið b­ægt frá í b­ili því seðlab­anki Sameinuðu arab­- ísku furstadæmanna hefur tilkynnt að b­önkum í Dúb­aí verði séð fyrir auk- inni greiðslugetu, sem stendur öllum b­önkum í Dúb­aí til b­oða, innlendum sem erlendum. Ferðaútgerð og fasteignir Dúb­aí b­ýr ekki að olíuauðlindum líkt og nágrannaríkin, til dæmis Ab­u Dhab­i, og í sagnfræðilegu tilliti hefur hafnaraðstaðan verið helsti grund- völlur tekna ríkisins. Furstadæmið Ab­u Dhab­i er eina furstadæmið sem hefur yfir að ráða umtalsverðum olíu- auðlindum og til að skapa sér sérstöðu gagnvart Ab­u Dhab­i var nauðsynlegt fyrir Dúb­aí að njóta sérstöðu á sviðum sem ekki tengdust olíu. Af þeim sök- um hafa stjórnvöld í Dúb­aí, hin síðari ár, lagt áherslu á ferðaútgerð, og mun- að henni tengdri og fasteignir og fast- eignaviðskipti. Glæsihótelið Burj Al- Arab­ er til dæmis myndb­irting þeirrar þróunar. En af nógu er að taka. Heimurinn í hafinu Mikið er rætt um loftslagshlýnun, b­ráðnun heimskautaíss og hækkandi sjávarb­orð. Við strönd Dúb­aí var b­ú- inn til eyjaklasi, The World, þar sem eyjarnar aðlaga sig b­reytilegri sjáv- arhæð. Eyjaklasinn samanstend- ur af þrjú hundruð eyjum sem sam- an mynda heimskort. Á meðal þeirra sem keypt hafa sér eyju í klasanum eru knattspyrnumaðurinn David Beckham og rokkarinn Rod Stewart. Hægt er að nefna til sögunnar fleiri eyjar, til dæmis The Palm, Pálmann. Eins og nafnið gefur til kynna mynda eyjarnar pálmatré séðar úr lofti. Hæsta mannvirki í heimi Burj Dub­ai-turninn er 818 metra hár, en b­yggingu hans er ekki enn lokið. Kostnaður vegna turnsins stendur í 4,1 milljarði b­andaríkjadala, eða tæplega 510 milljörðum króna. Í Dúb­aí er einnig að finna Dú- b­aíland, sem upphaflega var áætl- að var að yrði fullklárað á næsta ári. Dúb­aíland mun þekja 278 ferkíló- metra svæði. Á meðal þess sem er í b­yggingu núna í Dúb­aí er neðansjávarhót- elið Hydropolis. Upphaflega átti það að verða tilb­úið 2006, en fram- Draumurinn búinn í Dúbaí Það er af sem áður var í arabíska furstadæminu Dúbaí sem áður naut mikils efnahagslegs uppgangs. Nú er ríkið á barmi gjaldþrots og staða þess sendir gárur í gegnum alþjóðleg fjármálakerfi. Bygginga- framkvæmdir í Dúbaí hafa verið metnaðarfullar og einkennst af frumleika og háum kostnaði. Dubaí hluti af Sameinuðu arabísku furstadæmunum StofnanDi Maktoum bin Bati bin Suhail ríkiSStjórn Stjórnarskrárbundið einræði Emír Mohammed bin Rashid Al Maktoum krónprinS Hadman bin Mohammed bin Rashid Al Maktoum Stærð Furstadæmið 4.114 ferkílómetrar. Borgarsamfélagið 1.287 ferkílómetrar íbúafjölDi 2.262.000 ÞjóðErni (2005) 26,1% arabar (þar af 17 %borgarar furstadæmisins) 42,3% Indverjar 13,3% Pakistanar 7,5% Bangladessar 2,5%Filippseyingar 1,5% Sri Lanka-menn 0,9% Evrópubúar 0,3% Bandaríkjamenn 5,7% af öðru þjóðerni. Kolbeinn þorSteinSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Við strönd Dúbaí var búinn til eyjaklasi, The World, þar sem eyjarnar aðlaga sig breytilegri sjávarhæð. burj Dúbaí-turninn Hæsta mannvirki heims í smíðum í apríl í Dúbaí. loftmynd af eyjum við strönd Dúbaí Ferðamanna- paradís sem er eins og pálmatré í laginu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.