Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2009, Blaðsíða 19
Hver er konan? „Berglind Sigur-
geirsdóttir hjá Styrktarfélagi lamaðra
og fatlaðra.“
Hvað drífur þig áfram? „Jákvæðni,
drifkraftur og samfélagið allt.“
Hvar ertu uppalin? „Í Reykjavík,
nánar til tekið Grafarvoginum.“
Hvert ferðaðistu síðast? „Utan-
lands fór ég til Þýskalands síðast,
til Hannover. En innanlands fór ég í
réttir síðast fyrir norðan.“
Hver er uppáhaldsmaturinn
þinn? „Íslenskt hangikjöt held ég.“
Ertu búin að kaupa jólagjafirn-
ar? „Já, margar hverjar.“
Hvað er kærleikskúlan? „Það
er glerkúla sem er munnblásin í
litlum bæ í Þýskalandi. Það er gerð
ný kúla á hverju ári þannig að hver
kúla er í raun listaverk. Við höfum
fengið til liðs við okkur marga af
frægustu listamönnum Íslands til að
gera kúluna á hverju ári og í þetta
skiptið, það sjöunda, er það Hreinn
Friðbjörnsson sem hannaði hana.
Margar fjölskyldur eru farnir að safna
þessum kúlum.“
Hvert er markmiðið með
kúlunni? „Þetta er verkefni sem
við stöndum að til þess að auðga líf
fatlaðra og lamaðra barna. Við viljum
gera fleiri börnum kleift að dvelja
í sumarbúðum í Reykjadal og eins
koma fleirum þangað í helgardvalir.
Allur ágóði kúlnanna fer í það.“
Fær einhver sérstakur fyrstu
kúluna? „Já, það er afhending á
miðvikudaginn. Á hverju ári er það
einhver fyrirmynd úr hópi fatlaðra
sem fær fyrstu kúluna.“
Hvað kostar kúlan og hvar fæst
hún? „Hún verður til sölu frá 5.-19.
desember í helstu gjafavöruversl-
unum um allt land. Hver kúla kostar
4.500 krónur.“
Hefurðu fengið svínaflensuna?
„Nei, ég er ekkert hræddur við hana.“
GEir Garðarsson
16 ÁRA NEMi
„Engin svínaflensa hér. Ég er líka löngu
búinn að láta sprauta mig.“
ÞórlEiFur V. Friðriksson
60 ÁRA pRENtSMiðJUStJóRi
„Nei. Ég er ekki hrædd við hana.
Allavega ekki eins og er.“
kolbrún lilja arnarsdóttir
21 ÁRS NEMi
„Nei, og ég óttast hana alls ekki. Ég er
svo rólegur.“
sölmundur Ísak stEinarsson
16 ÁRA NEMi
Dómstóll götunnar
bErGlind siGurGEirsdóttir
er markaðs- og kynningarstjóri
Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.
Hjá því er að fara í sölu eins og á ári
hverju kærleikskúlan sem stuðlar að
því að auðga líf fatlaðra og lamaðra
barna.
Hver kúla er
listaverk
„Nei, ég var að láta sprauta mig. Ég er
að deyja í handleggnum og búin að
vera með mikinn höfuðverk.“
anna björG björnsdóttir
16 ÁRA NEMi
maður Dagsins
Bóluefnið sem fólk hér á landi er
sprautað með gegn svínaflensu
inniheldur meðal annars squal-
ene-lýsi, eða hákarlalýsi, sem fjöldi
lækna telur geta verið skaðlegt
heilsu fólks. Eftir að hafa kynnt mér
málið og séð svart á hvítu að erlend-
ir sérfræðingar hafa margir hverjir
miklar áhyggjur af squalene-lýsinu
í bóluefnum eins og því sem íslensk
heilbrigðisyfirvöld hafa kosið að
bjóða Íslendingum upp á fann ég
mig knúinn til þess að kæra Land-
læknisembættið.
Ástæðan er einfaldlega sú að ég
get ekki sætt mig við þann óheið-
arleika sem embættið sýnir með
því að gera, hvorki í einu né neinu,
grein fyrir sgualene-lýsinu í bólu-
efninu og hugsanlegum áhrifum
þess á líkamann.
Í stuttri frétt um kæru mína í DV
21. nóvember fékk ég ekki tækifæri
til þess að koma helstu sjónarmið-
um mínum á framfæri né heldur að
vísa í öll þau gögn sem ég hef viðað
að mér um málið. Haraldur Briem
sóttvarnalæknir fékk hins vegar að
tjá sig í öllu lengra máli og þar tel
ég hann hafa talað gegn betri vitund
þegar hann segir að þetta efni finn-
ist í líkamanum og engar vísbend-
ingar hafi komið fram um að það sé
skaðlegt.
Haraldur hlýtur að vera full-
komlega meðvitaður um að það er
munur á því hvort efni sem þessu
sé sprautað í líkamann eða ekki.
Þar sem þetta squalene-lýsi á ekki
heima í blóðrásinni. Það ætti Har-
aldi að vera fullkunnugt um og hann
að sama skapi meðvitaður um þau
óþægindi sem mótefnið veldur lík-
amanum.
Munurinn á því hvort áhrif há-
karlalýsis séu góð eða slæm veltur
á því hvort það sé borðað eða því
sprautað í líkamann. Sé því dælt í
líkamann gerir ónæmiskerfið árás á
allt sem flokkast sem squalene, ekki
aðeins það sem var sprautað inn
heldur allt annað squalene í líkam-
anum, eftir því sem dr. Joseph Merc-
ola og fleiri sérfræðingar segja.
samband milli
squalene og gigtar
Þær vísindalegu kannanir sem hafa
verið gerðar með squalene á rott-
um framkölluðu gigt hjá tilrauna-
dýrunum, sjá American Journal of
Pathology (2000). Tilraun sem þau
Barbro C. Holm, Hong Wei Xu, Lena
Jacobsson, Anders Larsson, Holger
Luthman og Johnny C. Lorentzen
gerðu árið 2001 leiddi í ljós að squ-
alene var aðal orsakavaldur gigtar
hjá tilraunarottum.
Þetta hákarlalýsi var reyndar tek-
ið út af lyfjaskrá og bannað í Banda-
ríkjunum vegna mála sem komu
upp varðandi bóluefnið gegn milt-
isbrandi sem innihélt þessa tegund
hákarlalýsis. Yfirvöld í Bandaríkjun-
um hafa nú viðurkennt að umrætt
efni hafi verið notað í bóluefnið.
Bandarískir hermenn í Persafóla-
stríðinu sem voru sprautaðir með
bóluefni gegn miltisbrandi fundu
einmitt fyrir ýmsum einkennum á
borð við gigt, höfuðverk, minnis-
leysi, svima, þunglyndi, útbrot og
svefntruflanir svo eitthvað sé nefnt.
Það er því ekkert athugavert við það
að menn eins og ég og áhugamenn
og læknar víða um heim kæri eða
mótmæli notkun á þessu bóluefni
gegn svínaflensu sem inniheldur
hákarlalýsi.
læknar kæra og mótmæla
Þekktur þýskur læknir að nafni
dr. Friedel Rohr hefur kært þýska
heilbrigðisráðaneytið og segir
mikinn blekkingarvef hafa verið
spunninn til þess að halda upp-
lýsingum um áhættuna sem fylg-
ir squalene frá almenningi. Hann
fullyrðir að vandamál komi upp
hjá 30 prósentum þeirra sem hafa
verið bólusettir með þessu tiltekna
efni.
Læknirinn Rima Laibow er ein
mjög harðra andstæðinga svína-
flensubóluefnisins með hákarla-
lýsinu. Hún fullyrðir að fjórðungur
allra bólusettra hermanna í Persa-
flóastríðinu sem fengu hákarlalýsi
með miltisbrandsbóluefninu hafi
fengið hið svokallaða Gulf War
Syndrome. Hún hefur jafnframt
bent á að svínaflensubóluefnið sé
mun verra en miltisbrandsbólu-
efnið þar sem styrkur hákarlalýs-
isins í svínaflensusprautunni sé
margfaldur miðað við það sem var
í miltisbrandsbóluefninu.
Ekki þarf að sprauta nema örfá-
um mólekúlum af hákarlalýsi í fólk
til þess að líkaminn snúist gegn
sjálfum sér. Læknirinn líkir þessu
uppþoti í ónæmiskerfinu við það að
her snúist gegn sinni eigin þjóð. Í
ljósi alls þessa vara ég alla við bólu-
efninu sem Íslendingum stendur til
boða og hvet fólk til þess að hugsa
sig tvisvar um áður en það fer í
svínaflensusprautuna því það verð-
ur að segjast eins og er að það hefði
verið heppilegra að velja eitthvert
annað bóluefni sem inniheldur ekki
squalen-lýsi.
Varasamt bóluefni
kjallari
mynDin
1 „Ég er andlega gjaldþrota“
Hjónin Sverrir Jónsson og Björk
Erlingsdóttir eru búin að missa allt sem
þau hafa stritað fyrir í rúmlega tuttugu
ára sambandi.
2 meint ástkona tiger Woods
stígur fram - neitar ásökunum
um framhjáhald
Konan sem er sökuð af National Enquire
að hafa átt í ástarsambandi við
kylfinginn tiger Woods hefur stigið fram
og neitað.
3 Vinir tókust á í silfri Egils
Jón Baldvin Hannibalsson og Styrmir
Gunnarsson fóru mikinn í Silfri Egils á
sunnudaginn.
4 Zombieland í 3d
Áhugi er fyrir framhaldi af kvikmyndinni
Zombieland sem sló í gegn fyrir
skemmstu. Hún yrði í þrívídd.
5 tölvuleikir aðstoða við
morðrannsóknir
tölvuleikir eru ekki bara afþreying.
tölvuleikjaframleiðendur geta líka
aðstoðað við að leysa morðmál.
6 mikil hálka á vegum
Hvít jörð blasti við íbúum höfuðborgar-
svæðisins á sunnudaginn eftir töluverða
snjókomu um nóttina. Einhver óhöpp
urðu í umferðinni.
7 bandarískur umhverfissinni í
þriggja ára fangelsi í kína
Róttæklingurinn Justin Solondz er
gefinn fyrir að kveikja í til að berjast fyrir
málstað umhverfisins.
mest lesið á DV.is
umræða 30. nóvember 2009 mánudagur 19
ÞorstEinn scH.
tHorstEinsson
margmiðlunarfræðingur
skrifar
„Munurinn á þvi hvort áhrif
hákarlalýsis séu góð eða
slæm veltur á því hvort
það sé borðað eða því
sprautað í líkamann.“
aðventa Það mátti hæglega greina eftirvæntingu í andlitum viðstaddra þegar kveikt var á ljósum óslóartrésins svonefnda við
Austurvöll í gær, á fyrsta sunnudegi aðventunnar. Það var hin norsk-íslenska mær, Hrafnhildur Sif ingólfsdóttir, sem fékk heiðurinn
af því að tendra ljósin í þetta skiptið. mynd siGtryGGur