Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2009, Blaðsíða 13
Bógur ódýrasti
veislumaturinn
Stund og Staður
húSfunda
Sigurður helgi guðjónSSon, formaður húseigendafélagsins svarar fyrirspurnum lesenda.
Sendið fyrirspurnir á neytendur@dv.is
neytendur 30. nóvember 2009 mánudagur 13
Aðalfundi húsfélaga skal halda ár
hvert fyrir lok aprílmánaðar og þá
ber að boða með minnst 8 daga fyr-
irvara. Almennir fundir eru haldn-
ir eftir þörfum og skal boða þá með
minnst 4 daga fyrirvara. Í báðum til-
vikum er 20 daga hámarks boðun-
arfrestur. Rökin fyrir hámarkinu eru
að hætt sé við að fólk gleymi fundum
sem langt er í og það kunni slægir
fundarboðendur að færa sér í nyt. Er
hámarkið sett til að fyrirbyggja rétt-
arspjöll vegna fundagleymsku. Ann-
ars eru ekki í fjöleignarhúsalögun-
um bein fyrirmæli um fundartíma
og fundarstað en grunnsjónarmið-
um og meginreglum þeirra verður
hins vegar beitt þar um.
Tími og staður sem
hentar flestum
Lög geyma fyrst og fremst megin-
reglur en aldrei er unnt að sjá fyrir
öll þau tilvik, afbrigði og furður sem
uppátæki og mannlegt brölt getur
alið af sér. Fundarboðendum ber,
innan skynsamlegra marka, að taka
sanngjarnt og eðlilegt tillit til að-
stæðna og óska einstakra eigenda
um stund og stað funda þótt seint
sé unnt að mæta öllum óskum allra.
Fundarboðendur verða að lesa í spil-
in og horfa til þess hvað hentar flest-
um eigendum og stuðla með því að
góðri fundarsókn en ekki fámenn-
um laumufundum.
Ríkar kröfur til funda
Megintilgangur húsfélags er að við-
halda verðmæti og notagildi húss-
ins. Í því skyni getur húsfundur yfir-
leitt, án tillits til þess hversu margir
sækja fund, tekið bindandi ákvarð-
anir með einföldum meirihluta
fundarmanna. Þegar ákvarðanir lúta
að umtalsverðum endurbótum og
breytingum er krafist aukins meiri-
hluta og til verulegra breytinga er
krafist samþykkis allra. Vegna þessa
og grundvallarþýðingar samráðs við
töku sameiginlegra ákvarðana gera
lög ríkar kröfur til húsfunda sem eru
hinn lögboðni samráðsvettvangur.
Fundarseturéttur
Ein mikilvægustu réttindi eiganda
er aðild að húsfélagi og réttur til að
eiga hlut að sameiginlegri ákvarð-
anatöku. Allir eigendur eiga óskor-
aðan rétt á að eiga og taka þátt í öll-
um ákvörðunum um sameiginleg
málefni. Sameiginlegar ákvarðan-
ir skulu teknar á húsfundi. Hafi eig-
andi ekki verið hafður með í ráð-
um og ekki boðaður á húsfund með
þeim hætti sem lög mæla fyrir um er
hann ekki bundinn af ákvörðunum
fundarins. Til að þessi grundvallar-
réttur sé virtur verður fundur að vera
haldinn á eðlilegum tíma og stað og
við boðlegar aðstæður. Ber vitaskuld
að velja stað og tíma þegar ætla má
að allir eða flestir geti með góðu móti
mætt. Ekki má beita hrekkjum og
skollabrögðum í því efni.
Fúll á móti
Þegar afbrigðilegur staður og stund
eru valin bersýnilega í því skyni að
útiloka eða torvelda fundarsókn
eigenda, eru allar líkur á því að
fundur verði metinn ólögmætur á
grundvelli meginreglna fjöleignar-
húsalaga og óskráðra réttarreglna
og sjónarmiða sem nefnast eðli
máls og eru óskráðar meginregl-
ur sem beitt er til fyllingar þegar
skráðum lagareglum sleppir. Þetta
eru yfirsvífandi og altumvefjandi
„svoleiðis gera menn ekki“ regl-
ur og sjónarmið. Að stuðla með
brögðum að lélegri mætingu vekur
upp grunsemdir um óhreint mjöl í
pokahorni fundarboðenda, jafnvel
þótt tilgangurinn sé ekki annar en
að útiloka leiðindaskarfa og funda-
hrelli. Fúll á móti á líka sinn rétt.
Fundartími og helgidagar
Húsfundur sem boðaður er að næt-
urlagi og/eða á helgustu dögum
myndi ekki vera lögmætur. Fundi
ber að halda á þeim tíma þegar
flest venjulegt fólk á gott með að
mæta. Á það bæði við um fundar-
dag og tíma sólarhringsins. Algeng-
ast er að húsfundir séu haldnir kl. 8
eða 9 að kveldi virkra daga eða síð-
degis eftir vinnu. Atvik og aðstæð-
ur geta þó kallað á annað. Fundir
eru yfirleitt ekki haldnir snemma
morguns eða seint á kvöldin eða að
næturþeli. Lög segja hvergi beint
að ekki megi halda húsfundi á 17.
júní, aðfangadagskvöld, jóladag,
nýársdag, föstudaginn langa eða
páskadag. En samt myndu fund-
ir boðaðir á slíkum tímum örugg-
lega teljast ólögmætir á grundvelli
meginreglna fjöleignarhúsalaga og
eðli máls.
Árstími
Fundi beri að halda á þeim árs-
tímum sem almennt eru til funda
fallnir. Þannig er hásumarið yfirleitt
ekki góður fundatími vegna sum-
arleyfa og fjarveru margra og sama
má segja um páska og desember,
alla vega seinni hluta hans. Hins
vegar geta alltaf komið upp bráða-
mál sem enga bið þola og funda
verður um strax. Slík neyðarsjón-
armið geta leitt til þess að fundur
teljist lögmætur þótt haldinn sé á
afbrigðilegum tíma og stað.
Fullnægjandi staður
Ekki segir heldur að fundi beri að
halda í viðkomandi húsi, hverfi eða
sveitarfélagi. Það fer mjög eftir efn-
um og aðstæðum og stærð húsfé-
laga hvar fundi er fundinn staður.
Ekki er samt hægt að ætlast til þess
að eigendur uni því að fundarstað-
urinn sé langt í burtu eða torvelt að
komast þangað.
Það er mjög mikilvægt að hús-
næði sé hæft til fundar þannig að
hann geti þjónað tilgangi sínum.
Vont húsnæði og illa til fallið getur
eyðilagt fund. Best er að halda hús-
fundi annars staðar en í viðkom-
andi húsi nema þar sé þeim mun
betri fundaraðstaða. Það hefur sýnt
sig að fundir á hlutlausu svæði þar
sem fullnægjandi fundaraðstaða er
takast miklu betur en hinir.
Furðulegir fundarstaðir
Hvergi er í lögum beinlínis bann-
að að halda húsfundi fjarri við-
komandi húsi, undir beru lofti,
á öræfum, eyjum, annesjum, úti
á sjó eða í útlöndum. Lög banna
heldur ekki berum orðum að hús-
fundir séu haldnir á börum, nekt-
arbúllum eða úti í kulda og trekki.
Skrítnir fundarstaðir myndu yf-
irleitt fara í bága við meginreglur
laga um fjöleignarhús og eðli máls.
Húsfundir eru almennt innifundir
og mjög sjaldan haldnir undir beru
lofti þar sem hold skelfur, pappírar
fjúka og blotna og vindurinn tek-
ur orðið af mönnum. Útihúsfundir
gætu þó verið lögmætir í einhverj-
um tilvikum.
Óboðleg aðstaða
Það er ekki boðlegt að halda stóra
fundi í sameign húsa, í stigagangi,
þvottahúsi, bílageymslum eða
geymslum, við bága fundarað-
stöðu. Það eyðileggur fundarform-
ið og virðingu fundarins. Sama
má segja um fundi inni í einstök-
um íbúðum. Þeir fá ávallt á sig
óformlegan blæ kaffisamsætis og
eru yfirleitt langir, ómarkvissir og
ómálefnalegir. Fólk betlandi kaffi,
talandi og hjalandi, þvers og kruss,
hvert ofan í annað með tilheyrandi
þrætum, þrasi og þófi. Og þegar
upp er staðið veit enginn, ekki einu
sinni fuglinn fljúgandi, hvað var
sagt og ósagt og hvað var samþykkt
og hvað ekki.
Afbrigði, grátt gaman
Að lokum þetta: Samkvæmt eðli
máls og meginreglum fjöleignar-
húsalaga er eigendum ekki skylt
að sækja húsfundi á afbrigðilegum
tímum og stöðum og slíkir fundir
yrðu yfirleitt taldir ólöglegir. Fund-
arboðendum ber að boða fundi á
stundu og stað þegar sem flestir
eigendur eiga að geta mætt. Þess
vegna ber að forðast, nema eitthvað
mikið liggi við, að boða húsfundi
um hásumar og nálægt jólum og
páskum. Afbrigðilegur fundartími
og fundarstaður er yfirleitt valinn
til að útiloka eða torvelda fundar-
sókn eða þá sem grikkur eða lið-
ur í innanhússtríði. Slíkt fer í bága
við orð og anda fjöleignarhúsa-
laga og kemur viðkomandi í koll.
Á ólögmætum fundi verða engar
lögmætar ákvarðanir teknar. Þá er
verr af stað farið en heima setið.
Klækjarefir og gráglettnir fundar-
boðendur geta skotið sig illa í fót-
inn og víðar með því að velja fundi
afbrigðilegan stað og tíma.
Skrýtnir fundarstaðir „Hvergi er í lögum beinlínis bannað
að halda húsfundi fjarri viðkomandi húsi, undir beru lofti, á
öræfum, eyjum, annesjum, úti á sjó eða í útlöndum.“
Við opnum nýja Ísbúð og veitum 30% kynningarafslátt
af öllum ísréttum, samlokum, salötum og gosi
17-26 okt.
Nýbýlavegi 32 Nýbýlavegi 32
Opið til 22:00 alla daga
Smakkaðu 200 kr ís í brauði, miðstærð
Njótum aðventunnar saman