Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2009, Blaðsíða 22
22 mánudagur 30. nóvember 2009 viðtal Fyrir ellefu árum, þá aðeins þrjátíu og fjögurra ára gam-all, tók Halldór Halldórs-son, sveitastrákur úr Ögri, við bæjarstjórastöðu stolts Vest- fjarða, Ísafjarðarbæjar. Hann tel- ur nú niður, eins og andstæðingar hans, í endalokin en hann mun ekki gefa kost á sér í sveitarstjórnarkosn- ingum í vor. Hann horfir stoltur um öxl þrátt fyrir erfiða tíma þar sem fólksflótti hefur verið mikill af Vest- fjörðum. Pólitískum ferli hans er þó ekkert endilega lokið. Önnur sveit- arfélög hafa haft samband við hann um að taka að sér leiðandi sæti þar og þá horfir Halldór einnig til hins háa Alþingis ef svo ber undir. Halldór er fæddur og uppalinn á Vestfjörðum en bjó í sextán ár fyr- ir sunnan. Draumur hans er að vera áfram í Ísafjarðarbæ þar sem konan hans gæti jafnvel tekið við bæjar- stjórastólnum. Enginn vEgur á Ísafjörð Halldór er fæddur árið 1964 í Kálfa- vík í Skötufirði og alinn upp í Ögri við Ísafjarðardjúp. Þar bjuggu á þeim tímum aðeins Halldór, for- eldrar hans og systkini. „Í dag býr í rauninni bara mamma þar eftir að við fylgdum föður mínum til graf- ar í Ögri um daginn,“ byrjar Hall- dór að útskýra og lýsir staðháttum í æsku sinni betur. „Þegar ég var að alast upp endaði vegurinn hjá Ögri. Það var enginn vegur á Ísafjörð þannig að allar samgöngur voru á sjó. Ég man að þegar ég fékk mitt fyrsta hjól sex ára gamall fórum við pabbi á opinni trillu til Ísafjarðar. Ég man hvað ég var hræddur um að það yrði sjóblautt hjólið og myndi ryðga hjá mér,“ segir hann og við- urkennir að einangrunin hafi getað verið mikil. „Það var einangrun á veturna nema að djúpbáturinn Fagranes kom tvisvar í viku. Þannig að ef við krakkarnir þurftum að fara til læknis þurftum við að gista nokkr- ar nætur á Ísafirði. Manni finnst svo langt síðan þetta var en í raun eru þetta bara um fjörutíu ár. Þetta voru auðvitað frekar óvenjulegar aðstæður. Þetta þótti manni samt bara eðlilegt. Ég man aldrei eftir neinu öðru en að þetta hafi verið skemmtilegt.“ Pabbi hafði mikil áhrif Eins og komið hefur fram lést fað- ir Halldórs fyrir skömmu, 76 ára að aldri. „Við hefðum nú gjarnan viljað hafa hann lengur. Hann var samt orðinn veikur og mun veikari en við héldum. Við systkinin vor- um í sumar farin að sjá að það væri af honum dregið. Síðustu vikuna náðum við rosalega litlu sambandi við hann. Það var svona ljóst að minnsta kosti síðustu vikuna í hvað stefndi. Við vorum öll hjá honum þegar hann dó,“ segir Halldór en þegar faðir hans lést átti hann sjö börn og tuttugu barnabörn. Halldór segir föður sinn hafa haft mikil áhrif á sig. „Alveg gríðar- leg. Hann hafði áhrif á mann með því að gera hlutina en hann talaði lítið um þá. Hann var fyrirmynd. Hann sagði ekki margt. Hann sagði bara: Annaðhvort gerirðu hlutinn vel eða gerir hann ekki. Mitt mottó hefur verið svona gerðu þitt besta sem hefur væntanlega mótast af honum,“ segir hann. Ekki alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn Aðspurður hvort hann hafi alltaf verið mjög pólitískt þenkjandi svar- ar Halldór að bragði: „Nei, alls ekki,“ en heldur áfram: „Það er samt rosa- lega mikið af pólitísku fólki í minni fjölskyldu. Pabbi var alveg frá því ég man eftir mér í hreppsnefnd og var líka hreppstjóri. Það tengdist samt aldrei flokkspólitík. Þetta var bara alvöru persónukjör. En það var oft og mikið rætt um pólitík og það var nú ekki hliðhollt þeim flokki sem ég hef fylgt alla tíð. Pabbi var mik- ill vinstrimaður en hann sætti sig mjög vel við það að fólk fyndi sinn eigin farveg í lífinu,“ segir hann en faðir hans og Jón Baldvin Hanni- balsson voru systkinabörn. Þó að Halldór hafi alltaf verið mikill sjálfstæðismaður hefur hann þó ekki alltaf sett X við D. „Ætli maður verði ekki að viðurkenna að áður en ég byrjaði sjálfur í sveitar- stjórnarmálunum hafði ég nú kos- ið fleiri en eitt framboð. Ég held að það sé þannig í sveitarstjórnarmál- um að þú ert ekki mikið að velja einhvern flokk. Sveitarstjórnarmál- in eru svo praktísk og ekki mikill munur á stefnu flokka,“ segir Hall- dór en bætir við að hann hafi allt- af kosið Sjálfstæðisflokkinn í lands- málum. ÚtgErðarkóngur ýtti honum Út Í PólitÍk Árið 1980 fluttist Halldór suður. „Þarna var hallærisplanið upp á sitt besta í bænum. Það stundaði mað- ur grimmt eins og hina staðina hér í bænum, Hollywood og Klúbbinn,“ segir Halldór. En var hann mikill djammari? „Ja... svona eins og aðr- ir bara á þessum tíma.“ Hann var mikið í Grindavík og bjó þar lengi. Hann starfaði hjá útgerðarrisanum Þorbirni HF en kóngurinn á hinum bænum í Grindavík, útgerðarrisan- um Fiskanesi, var hinn goðsagna- kenndi Dagbjartur Einarsson sem eiginlega plataði Halldór út í pól- itík. „Það var búið að ýta aðeins við mér í Grindavík og meira að segja höfðu aðrir flokkar talað við mig. Síðan ýtti Dagbjartur mér í fram- boð en fram að því hafði ég að ég held ekki komið inn á kosninga- skrifstofu. Það var í raun viss þrösk- uldur að yfirstíga að einfaldlega fara inn um dyrnar. Dagbjartur sagði við mig að ég ætti bara að sækj- ast eftir öðru sætinu. Hann sagði að ég myndi enda miklu neðar og fara í nefndarstörf og svona. En síð- an náði ég öðru sætinu. Þegar ég spurði hann síðan út í þetta sagð- ist hann bara hafa verið að ljúga og hafa alltaf vitað að ég næði þessu sæti,“ segir Halldór og hlær við. konan gaf Ísa- firði tækifæri Halldór langaði alltaf vestur aft- ur segir hann. Tækifærið kom svo þegar hann sótti um starf fram- kvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga og fékk starfið. „Konan var til í að prófa að flytja vestur. Hún sagðist vera tilbúin að gefa þessu ákveðinn tíma. En svo liðu aðeins örfáar vikur og þá vorum við algjör- lega smollin inn í bæjarfélagið. Það er bara svo gott að flytja á Ísafjörð. Manni er tekið svo vel þar.“ Aðeins tveimur árum síðar, árið 1998, var Halldór svo ráðinn bæjar- stjóri Ísafjarðarbæjar og 2002 varð Síðustu ellefu árin hefur halldór hall- dórsson verið bæjarstjóri í Ísafjarð- arbæ á miklum umbrotstímum. Hann mun ekki gefa kost á sér í sveitar- stjórnarkosningum í vor og því tekur nýr kafli við í lífi hans. Hann útilokar ekkert, hvorki bæjarstjórastöðu í öðru bæjarfélagi né jafnvel sæti á Alþingi. Halldór ræddi við tómas Þór um Vest- firði, uppeldið í Ögri, bæjarstjórastól- inn og föður sinn sem hann lagði til hinstu hvílu í þessum mánuði. HALLDÓR HALLDÓRSSON bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ n Fæddur í Kálfavík í Skötulfirði 25. júlí 1964 n Foreldrar: Halldór Hafliðason bóndi (f. 1933, lést 4. nóv 2009) og María Sigríður Guðröðardóttir, bóndi 1942 n Maki: Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, sagnfræðingur og MA í Hagnýtri menningar- miðlun (f. 1966) n Börn: Halldór Vilberg 26, Hreiðar Ingi 19, María Sigríður 17 og Hákon Ari 13. n Störf: Sveitastörf, sjómennska, vinna í fiskvinnslu og á vinnuvélum á bilinu 1978- 1984. Verkstjóri í fiskvinnslu 1984-1987 og í afleysingum til 1991, rekstur eigin fyrirtækis í bókhaldi, fasteignasölu ráðgjöf o.fl. 1991-1996. Framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga 1996-1998. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar 1998- n Nefndir og sambönd: Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, formaður stjórnar Háskólaseturs Vestfjarða. Hefur setið í ótal nefndum og ráðum á vettvangi sveitarstjórnarstigsins eins og launanefnd og heilbrigðisnefnd Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum, sat í ráðgjafnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og í stjórn Varasjóðs húsnæðismála. Starfaði í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík, sat í stjórn þar og í varastjórn Slysavarnafélags Íslands, fyrsti formaður Björgunar- bátasjóðs Vestfjarða. Var einnig í stjórn Rauða kross deildarinnar í Grindavík. „Ég hef ekkert að flýja“ halldór halldórsson Hefur verið bæjarstjóri í Ísafjarðar- bæ síðastliðin ellefu ár. mynd róbErt rEynisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.