Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2009, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2009, Blaðsíða 25
sport 30. nóvember 2009 mánudagur 25 thomas vemaelen arsenal n Belginn hefur verið iðinn við kolann í vetur og skorað mikið úr miðverðinum. Hann setti þó knöttinn í rangt net gegn Chelsea og á versta tíma. Sjálfsmark hans kom Chelsea í 2-0 á lokamínútu fyrri hálfleiks. markvörður n Pepe Reina - Liverpool Það er ekki hægt að koma boltanum í netið hjá Reina þegar hann spilar eins og hann gerði gegn Everton. varnarmenn n Grétar Rafn Steinsson - Bolton Þetta grín með Samuel Ricketts er vonandi búið. Grétar átti frábæran leik gegn Fulham. n John Terry - Chelsea Chelsea núna haldið hreinu í átta af síðustu níu leikjum. n Emerson Boyce - Wigan Frábær í liði Wigan sem vann Sunderland eftir skituna gegn Tottenham um síðustu helgi. n Ashley Cole - Chelsea Stöðug ógn upp vænginn og traustur varnarlega. miðjumenn n Chris Eagles - Burnley Eini maðurinn með lífsmarki hjá sínu liði. Lagði upp tvö og skoraði eitt. n Niko Kranjcar - Tottenham Átti skínandi leik fyrir Spurs á Villa Park. n Scott Paker - West Ham Sannkölluðu fyrirliða-frammistaða gegn Burnley. Frábær á alla kanta og lagði upp tvö mörk. n Ryan Giggs - Manchester United Lagði upp eitt, fiskaði víti og skoraði beint úr aukaspyrnu og var alltaf að. Eilífur. sóknarmenn n Wayne Rooney - Manchester United Gerði ekkert gríðarlega mikið í leiknum. Skoraði samt þrennu og af mörkum eru framherjar dæmdir. n Didier Drogba - Chelsea Bestur í heimi um þessar mundir. Skorar alltaf í stórleikjum. LIÐ HELGARINNAR MARKIÐ ENDURKOMAN pepe reina liverpool n Átti frábæran leik gegn erkifjendunum í Everton og tók eina magnaða tvöfalda markvörslu. HETJAN SKÚRK URINN FRAMMISTAÐAN lee Bowyer Birmingham n Gamli vandræðapésinn hefur verið góður hjá Birmingham í ár. Hann vippaði laglega yfir mark- vörð Úlfanna og tryggði Birmingham sigurinn. grétar rafn steinsson Bolton n Gary Megson sýndi loks auðmýkt og lét Grétar Rafn byrja inn á gegn Fulham. Grétar var einkunnahæstur Bolton-manna ásamt Gary Cahill hjá Sky. Hann bjargaði líka á marklínu og átti heilt yfir frábæran leik. Samuel Ricketts fær nú væntanlega langt frí á tréverkinu og okkar maður kemur inn í hægri bak- vörðinn. Þar sem hann á að vera. tim howard everton n Sýndi ótrúleg viðbrögð og varði skalla af stuttu færi. MARK- VARSLAN wigan-liðið n Það þurfti alvöru karlmenn til þess að snúa bökum saman eftir 9-1 tapið gegn Tottenham. „Þessi fagnaðarlæti voru frábær. Það hefði ekki verið hægt að fagna marki með þessum hætti nema á þessum velli og fyrir framan stuðn- ingsmenn Hull.“ n Phil Brown, stjóri Hull, var ánægður með fagn Bullards sem gerði grín að honum sjálfum. UMMÆLIN Pepe Reina Ryan Giggs Wayne Rooney Didier Drogba John Terry Ashley Cole Emerson Boyce Grétar Rafn Scott Parker Nico Krancjar Chris Eagles

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.