Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2009, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2009, Side 4
4 miðvikudagur 2. desember 2009 fréttir Davíð Smári Helenarson sakaður um tvær líkamsárásir: Fórnarlamb vill hálfa milljón Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, er ákærður fyrir þrjú hegningarlaga- brot en mál gegn honum var þing- fest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Er hann sakaður um tvær líkamsárásir, eina á síðasta ári og eina í febrúar á þessu ári. Auk þess er honum gefið að sök að hafa valdið eignaspjöllum með því að brjóta rúðu í eldhúsglugga í mars á þessu ári. Fyrri líkamsárásin átti sér stað að morgni sunnudagsins 5. október í fyrra fyrir utan veitingastaðinn Hress- ingarskálann í Austurstræti. Á hann að hafa kýlt einstakling í höfuðið með þeim afleiðingum að hann hlaut togn- un og ofreynslu á hálshrygg. Fer fórn- arlambið fram á skaða- og miskabæt- ur upp á tæplega hálfa milljón. Seinni líkamsárásin átti sér stað að morgni laugardagsins 7. febrúar í ár á kampavínsklúbbnum Straw- berries í Lækjargötu. Þá á hann að hafa kýlt Viðar Má Friðfinnsson, eiganda klúbbsins, í vinstra gagna- uga með þeim afleiðingum að and- litsbein brotnaði. Í viðtali við DV í lok febrúar sagðist Davíð Smári vera saklaus af árásinni á Viðar. „Ég sló þennan mann aldrei.“ Davíð Smári mætti ekki þegar málið var þingfest í gær. Davíð Smári hefur áður verið dæmdur fyrir líkamsárásir. Hann fékk sjö mánaða óskilorðsbundinn dóm fyrir tvær líkamsárásir í fyrra. Önnur átti sér stað í ágúst 2007 þegar Davíð veittist að Val Stein- grímssyni knattspyrnudómara eft- ir leik í utandeildinni með þeim afleiðingum að í honum brotnuðu þrjú rifbein og hann hlaut mar á hægri upphandlegg. Hin árásin átti sér stað aðfaranótt laugardags- ins 22. desember sama ár. Þá réðst Davíð Smári á knattspyrnumann- inn Hannes Þ. Sigurðsson á Hverf- isbarnum með þeim afleiðingum að hann hlaut meðal annars heila- hristing, brot í kinnbeinsboga og sprungu í ennisbein hægra megin. liljakatrin@dv.is Tvær líkamsárásir í viðbót Davíð Smári var dæmdur í sjö mánaða óskilorðsbundið fangelsi í fyrra fyrir tvær líkamsárásir. Rangur Hannes Í umfjöllun DV um meint flugrit Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, birtist röng mynd. Í stað myndar af Hannesi sjálfum birtist mynd af röng- um Hannesi, sem tengd- ist fréttinni ekki að nokkru leyti. Beðist er velvirðingar á rangri myndbirtingu. Í frétt- inni sakar Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus, Hannes Hólmstein um að dreifa flug- ritum um son sinn á göngum Háskólans. Hannes vísar því alfarið á bug. „Það eru á að giska 25 norðlensk skref úr þingsal í matsal Alþingis. Þar er alltaf matur. Alltaf mikill. Alltaf góður. Sjálfur hef ég þyngst um kíló á mánuði frá því ég hóf þingstörfin,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylk- ingarinnar, á vefsíðu sinni. Næring þingmanna hefur verið til umræðu síðustu daga og fékk DV því sendan matseðil úr mötuneyti Alþing- is. Hólmfríði Þorgeirsdóttir, næring- arfræðingi hjá Lýðheilsustöð, líst vel á matseðilinn heilt yfir. „Mér líst ágæt- lega á þennan matseðil út frá nöfnum réttanna. Nöfnin segja hins vegar ekki alltaf alla söguna.“ Hún segir matseð- ilinn þó gefa vísbendingu um hvern- ig málum sé háttað í mötuneytinu en matreiðsluaðferð og hráefnaval hafi oft úrslitaáhrif á hollustuna þegar upp sé staðið. „Pólitískt garnagaul“ Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, vakti athygli á nær- ingarþörf þingmanna í vikunni þar sem hún krafðist þess að hlé yrði gert á þingstörfum til að þingmenn gætu nærst. „Ég er svöng,“ sagði Margrét á þingfundi á laugardag og taldi sig illa geta sinnt starfi sínu án þess að fá líka að borða. Sigmundur Ernir skrifaði í kjölfarið pistil þar sem hann gerði lítið úr þess- ari kröfu Margrétar. „Fólkið, sem krefst þess að tala um Icesave, finnur sér allar leiðir til að tala ekki um það. Og nú síð- ast er það óskin um matarhlé. Pólitískt garnagaul!“ skrifaði hann. Þess ber að geta að sjónvarp er í matsal Alþingis og því geta þingmenn fylgst með þingræðum meðan þeir matast. Stendur undir hráefniskostnaði DV hafði samband við skrifstofu Al- þingis og fékk þær upplýsingar að þing- menn, sem og aðrir starfsmenn þings- ins, þyrftu að greiða 500 krónur fyrir matinn í mötuneytinu. Gjaldið hækk- aði í gær, 1. desember, úr 450 krónum eða um 11 prósent. Verðið hafði þá ver- ið óbreytt frá því í janúar. Miðað er við að verðlagning á matnum standi að fullu undir hráefniskostnaði. Hólmfríður segir matseðilinn eins og hann birtist á prenti lofa góðu. „Það er mjög jákvætt að það er fiskur á borð- um tvisvar í viku og alltaf salatbar. Það er einnig jákvætt að hafa grænmetis- rétti í boði sem valkost. Með ávaxta- grautnum ætti einnig að bjóða létt- mjólk fyrir þá sem það vilja og æskilegt væri að sýrði rjóminn með mexíkósku súpunni væri ekki nema 5 til 10 prósent feitur og nachos í hófi,“ segir hún. Erla HlynSDóTTir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Alþingismenn fá fisk tvisvar í viku og alltaf er salatbar í boði í mötuneyti Alþingis. Hólmfríður Þorgeirsdóttir næringarfræðingur segir matseðilinn þar lofa góðu heilt yfir. Starfsmenn Alþingis greiða nú 500 krónur fyrir matinn en hann hækkaði um mánaðamótin um 50 krónur. „Ég er svöng“ Margrét Tryggvadóttir sagðist vera svöng á þingfundi. Þyngist á þingi Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur þyngst um kíló á mánuði frá því hann hóf þingstörf. ÞINGMENN VEL NÆRÐIR Matseðill alþingis Vikuna 30.11. – 06.12.2009 Súpa fylgir aðalrétti og salatbar Mánudagur 30.11. Fiskibollur m/hrísgrjónum og karrísósu Tómatsúpa Þriðjudagur 01.12. Folaldagúllas m/kartöflustöppu Pakistanskur grænmetispottréttur Ávaxtagrautur m/rjóma Miðvikudagur 02.12. Hakk og spagettí Risotto m/grænmeti Spergilsúpa Fimmtudagur 03.12. Soðinn lax m/kartöflum og káli Löggusúpa Föstudagur 04.12. Salatbarinn – nýtt brauð. Stal kynlífseggi og nautalundum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu í þriggja mánaða fangelsi fyrir að stela tveim- ur pökkum af nautalundum úr verslun Hagkaups í Kringlunni nú í sumar. Einnig stal konan kynlífseggi úr versluninni Adam og Evu sem kostaði tæpar 5000 krónur. Konan játaði brot sín ský- laust. Hún hefur áður verið dæmd fyrir umferðarlagabrot, fíkniefnabrot og þjófnað og rauf með brotunum nú skilorð eldra dóms, sem var því tekinn upp. Ólafur skotinn í kaf Tillaga Ólafs F. Magnússon- ar, borgarfulltrúa F-lista, um að hafin verði vinna við nýtt skipulag Vatnsmýrarinnar, var felld á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gær með 14 at- kvæðum gegn 1. Ólafur vill að nýtt skipu- lag geri ráð fyrir að flugvöllur verði áfram í Vatnsmýri, að ný flugstöð verði reist á svæði fyrri flugstöðvar, að Umferðar- miðstöð Íslands verði áfram á sínum stað og að fallið verði frá byggingu samgöngumiðstöðv- ar austan flugvallarins. Allir viðstaddir borgarfulltrúar lögð- ust gegn þessari tillögu hans. Styrkir blind börn Úra- og skartgripaverslunin Leonard styrkir tómstundastarf blindra og sjónskertra barna fyrir þessi jólin með sölu á háls- meninu Blálilja sem hannað er af Eggerti Péturssyni listmál- ara og Sif Jakobs gullsmið. Um hundrað íslensk börn eru blind eða sjónskert. Ágóði af sölu Blá- liljunnar rennur til styrktarsjóðs- ins Blind börn á Íslandi sem stofnaður var árið 1992. Vigdís Finnbogadóttir afhendir blindri stúlku fyrsta gripinn á fimmtu- dag. Þetta eru önnur jólin sem Leonard lætur hanna skart- grip til styrktar góðu málefni en fyrir síðustu jól seldi verslunin hálsmenið Hjartaarfa til styrktar hjartveikum börnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.