Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2009, Side 5
fréttir 2. desember 2009 miðvikudagur 5
Guðmundur Birgisson, frændi auðkonunnar Sonju Zorrilla, veitti Landakotsskóla
myndarlegan styrk úr minningarsjóði frænku sinnar. Á sama tíma gegndi sambýlis-
kona hans stöðu gjaldkera foreldrafélags skólans og þar ganga börn þeirra í skóla.
STYRKTI SKÓLA
BARNA SINNA
Minningarsjóður auðkonunnar
Sonju Zorilla, Sonja Foundation,
veitti nokkurra milljóna króna styrk
til Landakotsskóla. Styrkurinn gildir
fyrir ákveðið tímabil og enn á loka-
greiðsla eftir að berast frá sjóðnum.
Þegar styrkurinn var veittur var sam-
býliskona annars sjóðsstjórans starf-
andi gjaldkeri foreldrafélags skólans
og börn hans sóttu þar nám.
Erfiðlega gengur að fá upplýsing-
ar um styrkveitingar úr minningar-
sjóði Sonju sem lét eftir sig mikil auð-
ævi og áttu þau að mestu að renna í
sjóðinn til að styrkja börn til náms og
heilsu. Hvorugur sjóðsstjórinn, Guð-
mundur Birgisson frændi Sonju eða
bandaríski lögfræðingurinn John
Ferguson lögmaður Sonju til margra
ára, gefur svör og bera báðir því við
að sjóðurinn sé einkasjóður. Nokkr-
ar úthlutanir hafa farið fram hér á
landi og sú síðasta sem DV gróf upp
er styrkur til Landakotsskóla upp á
nokkrar milljónir króna.
Vel þeginn styrkur
DV hefur heimildir fyrir því að Sonja
Foundation hafi einnig veitt mynd-
arlegan styrk í símasöfnun til styrkt-
ar endurhæfingardeild Grensáss.
Sigríður Hjálmarsdóttir, skólastjóri
Landakotsskóla, staðfestir að skól-
inn hafi hlotið myndarlegan styrk úr
minningarsjóði Sonju. Aðspurð segir
hún styrkinn upp á nokkrar milljón-
ir sem hafi komið sér vel fyrir starf-
semi skólans. „Já, við fengum styrk
frá þeim, ég get staðfest það og hann
var vel þeginn og hefur komið sér vel.
Styrkurinn var ágætlega stór og gildir
fyrir ákveðið tímabil. Síðasta greiðsla
hefur ekki enn farið fram en við höf-
um fengið stærstan hluta hans,“ segir
Sigríður.
„Við sóttum um og fengum styrk
sem var ágætlega hár. Ég held að
sjóðsstjórarnir vilji almennt ekki
ræða sjóðinn en það hafa ýmsir feng-
ið styrki. Fólkið sjálft vill ekki auglýsa
sig og umræðan um að verið sé að
veita út sjóðnum er ekki rétt.“
Skóli barnanna
Sjóðsstjórarnir segja hins vegar
enga aura að fá úr sjóðnum. Í svör-
um sjóðsstjóranna kemur fram að
sjóðurinn, Sonja Foundation, sé yf-
irskuldbundinn í ár og allt næsta ár.
Umsækjendum er óskað velfarnaðar
í öðrum styrkjaumleitunum sínum.
Þetta kemur fram í svarbréfi banda-
ríska lögfræðingsins Johns Ferguson,
annars af tveimur sjóðsstjórum, til
umsækjanda um miðjan nóvember-
mánuð.
Það vekur athygli að Unnur Jó-
hannsdóttir, sambýliskona Guð-
mundar, gegndi embætti gjaldkera
foreldrafélags Landakotsskóla þegar
styrkurinn úr minningarsjóðnum var
veittur. Á sama tíma sóttu börn þeirra
nám við skólann og því veitti Sonja
Foundation myndarlegan styrk til
skólans sem börn annars sjóðsstjór-
ans ganga í.
Við vinnslu fréttarinnar voru
gerðar ítrekaðar tilraunir til að ræða
málefni minningarsjóðsins við Guð-
mund en án árangurs.
TrauSTi hafSTeinSSon
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
„Ég held að sjóðsstjór-
arnir vilji almennt
ekki ræða sjóðinn en
það hafa ýmsir fengið
styrki. Fólkið sjálft vill
ekki auglýsa sig og um-
ræðan um að verið sé
að veita úr sjóðnum er
ekki rétt.“
Málaferli vegna
húsaleigu
Fasteignafélagið Rauðsvík ætlaði
að stefna leikkonunni Ágústu
Evu Erlendsdóttur. Sættir náðust
hins vegar í málinu og af því kom
ekki til málaferla. Björgólfsfeðg-
ar komu þó ekki nærri málinu,
líkt og sagt var frá, því Rauðsvík
tilheyrir eignarhaldsfélaginu
Samson sem tekið hefur verið til
gjaldþrotaskipta og er stjórnað af
skiptastjóra.
Ástæðan fyrir málaferlunum
var að Ágústa skuldaði húsaleigu.
Rauðsvík á fasteignir í miðbæ
Reykjavíkur, meðal annars húsið
sem Ágústa býr í. Intrum mun
hafa sent Ágústu innheimtu-
bréf vegna húsaleiguskuldarinn-
ar og þegar ekki var gengið frá
skuldinni átti að höfða mál gegn
henni. Svo tókust sættir í málinu
á endanum og því kom ekki til
dómsmáls.
Stal flatskjám
og heimabíói
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
dæmt karlmann á fimmtugsaldri
í tíu mánaða fangelsi fyrir fjársvik
og skjalafals. Hann sveik út vörur
í nokkrum verslunum og framvís-
aði beiðnum um úttektir á vöru,
sem hann hafði falsað frá rót-
um á almenn úttektareyðublöð.
Stimplaði maðurinn eyðublöðin
með nöfnum og kennitölum ým-
issa fyrirtækja.
Hann sveik meðal annars út
þrjú sjónvarpstæki að verðmæti
1,2 milljónir úr verslun Heimilis-
tækja. Símsendi maðurinn versl-
uninni falsaða úttektarbeiðni,
stimplaða með nafni Samherja,
um afhendingu á LCD-skjám. Þá
sveik hann út úr verslun Nýherja
þrjú sjónvarpstæki og heimabíó-
kerfi í júlí 2006.
engin svör Guðmundur veitir engin
svör um úthlutanir úr minningarsjóði
frænku sinnar.
Myndarlegur styrkur Landakotsskóla
var úthlutaður myndarlegur styrkur úr
minningarsjóðnum Sonja Foundation.
Catalina Mikue Ncogo var dæmd
í tveggja og hálfs árs fangelsi fyr-
ir vændisstarfsemi og fíkniefnabrot
í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Hún
var aftur á móti sýknuð af ákæru um
mansal en þetta var í fyrsta sinn sem
ákæra um mansal var gefin út hér á
landi.
Catalina var ákærð í haust fyrir að
hafa blekkt konu til Íslands, haldið
henni í kynlífsánauð og selja körlum
aðgang að henni. Þá var hún ákærð
fyrir að lifa á vændi fjölda kvenna.
Catalina var einnig sakfelld fyrir
aðild að fíkniefnainnflutningi hingað
til lands. Það mál varðaði tvær belg-
ískar konur og einn belgískan karl-
mann sem tekin voru með kókaín
innvortis við komu sína í Leifsstöð í
vor. Dómurinn yfir Catalinu er óskil-
orðsbundinn.
Catalina var ekki viðstödd dóms-
uppkvaðninguna en er sögð ætla að
áfrýja dómnum.
Þá var 43 ára gamall karlmað-
ur, Finnur Bergmannsson, dæmd-
ur í fjögurra mánaða skilorðsbundið
fangelsi fyrir að aðstoða Catalinu við
vændisstarfsemina.
Catalina hefur verið mjög áberandi
í fjölmiðlum á þessu ári og var í opin-
skáu forsíðuviðtali við Vikuna meðal
annars. Það sagði hún ekkert laun-
ungarmál að hún væri vændiskona og
að hún væri mjög eftirsótt sem slík.
„Stelpurnar rukka 25 þúsund en
ég sjálf rukka 50 þúsund fyrir samfar-
ir. [...] Ég er svarta perlan og þeir vilja
svona Barbie-stelpu. Ég tek aðeins
sérstaka kúnna og geri þetta því ekki
oft,“ sagði Catalina í viðtalinu. Þá stað-
hæfði hún að háttsettir stjórnmála-
menn, meðal annars ráðherrar, væru
meðal kúnna hennar.
Catalina Mikue ncogo dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi:
Sýknuð af mansalsákæru
Svarta perlan Í viðtali við Vikuna fyrr á
árinu sagðist Catalina vera svarta perlan
og því rukka meira fyrir samfarir en hinar
vændiskonurnar. Mynd heiða helGadóTTir
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Airfree lofthreinsitækið
Byggir á nýrri tækni sem eyðir
• Svifryki, myglusveppi og ólykt
• Gæludýraflösu og bakteríum
• Vírusum og öðrum örverum
• Er hljóðlaust og viðhaldsfrítt
• Tilvalið á heimilið og skrifstofuna
Hæð aðeins 27 cm
Betra loft
betri líðan
Opið laugardaga til jóla kl. 11-16