Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2009, Qupperneq 6
Eignarhaldsfélagið L&H, sem var í
eigu fjárfestanna Karls og Steingríms
Wernerssona og hélt utan um eign-
arhluta þeirra í lyfjaverslunum Lyfja
og heilsu, veitti eignarhaldsfélaginu
Aurláka tæplega 900 milljóna króna
lán þegar síðarnefnda félagið keypti
Lyf og heilsu í lok mars í fyrra. Aurláki
er einnig í eigu þeirra bræðra. Lyfja-
verslanirnar voru seldar út úr Mile-
stone-samstæðu bræðranna fyrir
rúmlega 3,4 milljarða króna með yf-
irtöku skulda, seljendaláni og skulda-
jöfnun. Tæplega 2,55 milljarðar af
kaupverðinu voru greiddir með yfir-
töku skulda en eftirstöðvarnar, tæp-
ar 900 milljónir króna, voru greiddar
með seljendaláni frá L&H Eignar-
haldsfélagi, sem var í eigu Milestone.
Athygli vekur að forstjóri Milestone,
Guðmundur Ólason, skrifaði undir
kaupsamninginn fyrir hönd beggja
aðila.
Bræðurnir eiga Lyf og heilsu enn
þrátt fyrir að eignarhaldsfélag þeirra,
Milestone, hafi verið tekið til gjald-
þrotaskipta og helstu eignir þess
teknar yfir af stærstu kröfuhöfum fé-
lagsins.
Salan á Lyfjum og heilsu er þó
einn af þeim gerningum sem skipta-
stjóri þrotabús Milestone, Grímur
Sigurðsson, hefur til skoðunar um
þessar mundir. Verið er að skoða
hvort viðskiptin geti verið riftanlegur
gjafagerningur í skilningi gjaldþrota-
laga. Hægt er að rifta slíkum viðskipt-
um ef útséð þykir að eigendur Mile-
stone hafi verið að koma Lyfjum og
heilsu undan búi Milestone og því
hafi félagið beðið skaða af viðskipt-
unum.
Skuldajafnaði við L&H
Í endurskoðendaskýrslu Ernst &
Young um starfsemi Milestone, sem
kynnt var kröfuhöfum í september,
er rætt um söluna á Lyfjum og heilsu.
Þar kemur fram að í samningnum
um kaupin á Lyfjum og heilsu segi að
hin tæplega 900 milljóna króna skuld
Aurláka vegna seljendalánsins skuli
færð sem viðskiptaskuld milli kaup-
anda og seljenda og greiðast „við
fyrsta hentugleika“.
Þessi skuld Aurláka var gerð upp í
júlí 2008, samkvæmt heimildum DV.
Hún var gerð þannig upp að Aurlák-
ur og Moderna Finance, sem var í
eigu Milestone,
skuldajöfn-
uðu við-
skiptakröf-
ur upp á
tæplega
1000 millj-
ónir króna
sem
félögin áttu á hendur hvort öðru.
Í kjölfarið skuldaði Aurláki, félag
þeirra Karls og Steingríms, Moderna
ekki neitt og lyfjaverslanirnar Lyf og
heilsa voru komnar út úr Milestone
og til félags í þeirra eigu: „Þessi skuld
var borguð með skuldajöfnunum,“
segir heimildarmaður DV.
Keypti kröfur af félagi í
skattaskjóli
Aurláki var stofnað-
ur í ársbyrjun 2008
og hafði ekki
verið í neinum
fjárfestingum
áður en félag-
ið keypti Lyf og
heilsu og því
kann að hljóma
einkennilega
að félagið hafi
átt viðskipta-
kröfur á hendur
Moderna. Ástæð-
an fyrir því er hins
vegar sú Aurláki
keypti viðskipta-
kröfur upp
á 970
milljónir á hendur Moderna af félagi
þeirra Wernersbræðra, Leiftra-limit-
ed, sem skráð var á skattaskjólinu
Seychelles-eyjum. Aurláki greiddi
hins vegar ekki fyrir þessar viðskipta-
kröfur heldur skuldsetti félagið sig
fyrir þeim við Leiftra, samkvæmt
heimildum DV. Viðskiptakröfurnar
voru komnar til Leiftra frá Milestone
sem skuldaði félaginu nærri milljarð
króna. Ekki er vitað hvernig Mile-
stone stofnaði til þessarar skuldar
við Leiftra.
Samkvæmt þessu, og eftir því sem
næst verður komist, skuldar Aur-
láki því enn allt kaupverðið fyr-
ir Lyfjum og heilsu því félagið
keypti félagið í raun einung-
is með yfirtöku á skuldum
og hefur því væntanlega
ekki greitt neitt fyrir það þá.
Óvíst er hins vegar hvern-
ig Aurláki stendur í dag.
Sitt sýnist örugglega
hverjum um þessi við-
skipti. En einn af heimild-
armönnum DV sem blaðið
ræddi við um málið segir
þó að þessi viðskipti hljómi
að minnsta kosti eins og
þau séu frekar óeðlileg.
„Þetta er
frekar óeðlilegur greiðslumáti,“ segir
einn þeirra, sem er innanbúðarmað-
ur í íslensku fjármálalífi.
Eykur líkurnar á riftun
Sú staðreynd að skuldin við Moderna
var greidd með slíkri skuldajöfnun
á milli félaga í eigu Karls og Stein-
gríms eykur líkurnar á því að við-
skiptunum með Lyf og heilsu verði
rift af kröfuhöfum félagsins. „Ef það
er verið að skuldajafna á milli aðila á
þennan hátt og færa peninga á milli
félaga eins og gert var þarna þá ætti
að vera hægt að rifta því,“ segir lög-
fræðingur úr bankakerfinu sem DV
ræddi við.
Umsjónarmaður nauðasamninga
Milestone, Jóhannes Albert Sævars-
son, skrifaði skýrslu um starfsemi
Milestone með nauðasamningum
Milestone sem hafnað var af kröfu-
höfum félagsins í september. Þar
komst hann svo að orði þegar hann
ræddi um viðskipti Milestone: „Það
er því mat umsjónarmanns að eign-
ir Milestone hafi verið færðar und-
an félaginu án raunverulegs end-
urgjalds og að um gjafagerning í
skilningi 131 gr. hafi verið að ræða
milli nákominna aðila. Slík ráðstöf-
un er riftanleg nema leitt sé í ljós að
skuldari hafi verið gjaldfærð og það
þrátt fyrir afhendingu gjafarinnar.“
Þessi dómur gæti átt við um söluna á
Lyfjum og heilsu.
Fyrsti skiptafundur kröfuhafa
Milestone verður líkast til haldinn
þann 21. desember og má búast við
að slíkar mögulegar riftanir muni
koma til tals þar, meðal annars hvað
gera eigi varðandi söluna á Lyfj-
um og heilsu út úr Milestone. Ætla
má að umræða um söluna á Lyfjum
og heilsu út úr Milestone verði þar
mörgum ofarlega í huga.
6 miðvikudagur 2. desember 2009 fréttir
Félag Karls og Steingríms Wernerssona, Aurláki, eignaðist Lyf og heilsu í fyrra með yf-
irtöku skulda, seljendaláni frá Moderna og skuldajöfnun. Heimildarmaður DV segir að
skuldajöfnunin sem notuð var til að greiða skuld Aurláka kunni að auka líkurnar á að
þrotabú Milestone rifti sölunni á Lyfjum og heilsu. Aurláki keypti viðskiptakröfuna sem
var skuldajöfnuð af félagi í eigu Wernersbræðra sem er í skattaskjóli á Seychelles-eyjum.
KEYPTU KRÖFURNAR
Í SKATTASKJÓLI
„Ef það er verið að
skuldajafna á milli að-
ila á þennan hátt og
færa peninga á milli
félaga eins og gert var
þarna þá ætti að vera
hægt að rifta því.”
IngI F. VILHjáLmSSon
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
Skuldajöfnuðu upp í Lyf og
heilsu Félag í eigu Karls og
Steingríms Wernerssona gekk frá
útistandandi skuld við Milestone
upp á nærri 900 milljónir króna með
skuldajöfnun. Skuldin var tilkomin
vegna kaupa félags þeirra á Lyfjum
og heilsu í lok mars í fyrra.
Báðum megin við
borðið Guðmundur
Ólason, forstjóri
Milestone, skrifaði
undir lánasamninginn
fyrir hönd L&H
Eignarhaldsfélags og
Aurláka.
StærStu kröfuhafar mileStone Samkvæmt SkýrSlunni um
nauðaSamninga mileStone:
glitnir Rúmir 43,9 milljarðar
Straumur Tæpir 5,8 milljarðar
moderna Finance AB Tæpir 5,3 milljarðar
Sjóvá Tæpir 4,3 milljarðar
Sj2 ehf. Rúmur 4,1 milljarður
Keyptu af sjálfum sér
Bræðurnir Karl og Steingrímur
Wernerssynir keyptu Lyf og
heilsu af sjálfum sér í fyrra.
Fjármögnun kaupanna var
sérstök: yfirtaka skulda,
seljendalán og skuldajöfnun.
Nefbraut mann
á Tunglinu
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
dæmt karlmann í 30 daga skil-
orðsbundið fangelsi fyrir að nef-
brjóta mann á skemmtistaðnum
Tunglinu á síðasta ári. Þá var
honum gert að greiða fórnar-
lambi árásarinnar 200 þúsund
krónur í skaðabætur.
Maðurinn játaði brot sitt fyrir
dómi en fullnusta refsingarinnar
fellur niður að liðnum tveimur
árum haldi ákærði skilorð.
Tólf greindust
með HIV sýkingu
Það sem af er þessu ári hafa
tólf manns greinst með HIV
sýkingu á Íslandi. Af þeim eru
fjórir karlmenn og átta konur.
Fjórar íslenskar konur eru í
þessum hópi en hin átta sem
greinst hafa eru af erlendu
bergi brotin.
Þetta kemur fram á vef
Landlæknisembættisins.
Íslensku konurnar sem
greinst hafa eru á aldrinum
17 til 48 ára og hafa þær allar
sögu um fíkniefnaneyslu með
sprautunotkun í æð. Hinir
átta teljast hafa smitast með
kynmökum. Enginn samkyn-
hneigður hefur greinst með
smit á árinu og enginn hefur
greinst með alnæmi, lokastig
sjúkdómsins.
Engin uppbót
fyrir atvinnulausa
Desemberuppbót er ekki
greidd úr atvinnuleysistrygg-
ingasjóði og verða greiðslur
því með hefðbundnu sniði
þessi mánaðamótin. Þetta
kemur fram á vef Vinnumála-
stofnunar og kemur þar fram
að vegna fjölda fyrirspurna
vilji stofnunin koma þessu á
framfæri.
Vinnumálastofnun greiddi
á þriðjudag rúmlega 1,84
milljarða króna í atvinnuleys-
isbætur fyrir nóvember til um
14.100 einstaklinga.
Neyðarkall frá Fjöl-
skylduhjálpinni
Matarkistur og skápar Fjöl-
skylduhjálpar Íslands eru tóm
og því biðlar Fjölskylduhjálpin
til þjóðarinnar um aðstoð fyrir
jólin.
Í tilkynningu frá Fjölskyldu-
hjálpinni kemur fram að hátt í
16.000 einstaklingar séu nú án
atvinnu auk þeirra þúsunda,
sem minna mega sín í þjóðfélag-
inu. Stór hópur þessa fólks reiðir
sig á aðstoð Fjölskylduhjálpar-
innar nú um hátíðirnar.
Tekið er á móti fatnaði og
matföngum að Eskihlíð 2-4 í
Reykjavík þriðjudaga kl. 9-13,
miðvikudaga kl. 9-18 og fimmtu-
daga kl. 9-13. Símar Fjölskyldu-
hjálparinnar eru 551 3360 og
892 9603. Einnig er tekið á móti
framlögum á reikning Fjöl-
skylduhjálpar Íslands bnr. 101-
26-66090, kt. 660903-2590.