Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2009, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2009, Page 19
Miðvikudagur 2. desember 2009 19Bækur D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Þóra Guðmundsdóttir lögmaður reynir að fá endurupptekið mál fatlaðs manns sem situr inni á Sogni fyrir að kveikja í sambýli með skelfilegum afleiðingum. Ungum útvarpsmanni berast torkennileg skilaboð og ógnvekjandi símtöl. Og látin stúlka sækir í að standa við fyrirheit um að passa lítinn dreng. Saman fléttast þessir þræðir í glæpasögu sem fær hárin til að rísa. Yrsa Sigurðardóttir bregst ekki dyggum lesendum sínum í magnaðri glæpasögu! „Þóra er stórskemmt ileg persóna ; kaldhæðin, f yndin og ber st hetjulega við að finna jafnvægi mi lli einkalífs og vinnu.“ – Guardian Bræðraborgarstíg 9 „Tvímælalaust í hópi fremstu glæpasagnahöfunda Norðurlanda“ The Times Sveitamaður sem búsettur hefur verið í borginni í áraraðir rifjar upp bakgrunninn og það umhverfi sem hann er sprottinn upp úr. Sveitin, náttúran og dýrin, ekki síst fiðruð, fá sitt rými. En ljón og antilópur, borgir, fjarlægar slóðir, dvergar og skuggalegir menn með skjalatöskur dreifa sér líka um blaðsíðurnar. Jafn- vel Clint Eastwood, fársjúkur páfi og Ómar Sharif með Loftleiðatösku, falinn í runna, spretta enn fremur fram á síðunum. Og höfundur tón- listarinnar í spaggettívestrum East- woods, Ennio Morricone, fær líka sviðið hjá sjónvarps- og sviðsmann- inum Eyþóri þar sem hann tekur í „tímahornið“ á ljóðmælanda „þar sem hann stjórnaði hljómsveit og kór / í sjónvarpinu“ í einu sterkasta ljóði bókarinnar, „Að taka í ...“. Ey- þór veit vel hversu mikilvæg vinna þeirra sem vinna á bak við tjöldin er, hvort sem er í sjónvarpi eða kvik- myndum. Og Gyrðir og Tómas Guð- mundsson fá líka sitt tribjút. Margt er hér vel gert hjá Eyþóri sem fékk fyrir handrit bókarinn- ar verðlaun Tómasar Guðmunds- sonar. Hann teiknar bæði beinar myndir og yrkir draumkennd ljóð með óljósa merkingu. Skáldið sýnir hæfni á báðum vígstöðvum en ljóð bókarinnar bera þess glögg merki að vera ort á nokkuð löngu tímabili. Útkoman verður því samsuða þar sem hoppað er fullhastarlega á milli ólíkra sviða og hugsana og heildar- mynd bókarinnar af þeim sökum hnökrótt. Kristján Hrafn Guðmundsson Vel ort en heildin hnökrótt ljóðaBók HundGá úr annarri sveit Eyþór Árnason Margt er hér mjög vel gert en heildar- mynd bókar- innar er hnökr- ótt. Útgefandi: Uppheimar DV0912011023.jpg Bjarni Bjarnason Hefur sent frá sér þrettán skáldverk á tuttugu ára rithöfundarferli. MYND Jóhann M. Hauksson DV0911061964_2.jpg átti hasshaus fyrir kærasta en var hvers manns draumur. Hvergi seg- ir af hvaða þjóðerni Sól var en hún hafði „bókstaflega alist upp á höf- unum sjö“ af því að foreldrar henn- ar bjuggu í seglskútu (68). Strákur- inn með nafnið sem minnir á selinn litla í samnefndri barnabók er því eiginlega getinn af Gullbrandi og eins konar gyðju hafsins, þar sem sólin speglar sig dagana langa. Og Gullbrandur sér Audrey Hepburn, leikkonuna íðilfögru sem hann er með á heilanum, speglast í Sól. En þeim var ekki ætlað að eyða saman ævinni þrátt fyrir þau líkindi og að barn hafi komi undir í skyndikynn- um þeirra í Róm. Lýsingin á samskiptum feðg- anna er á köflum ofboðslega fal- leg. Bjarni kemur listilega vel til skila væntumþykjunni sem rík- ir þeirra á milli og kvíðanum fyr- ir aðskilnaðinum óhjákvæmilega í lok sumars þegar Snorri litli þarf að fara aftur til mömmu sinnar sem býr í Noregi. Faðir og sonur ræða allt sem orð er á hafandi, allt frá flóm á músum til Megasartexta og sambandsins á milli tilfinninga- lífs Loga geimgengils og tónlist- arinnar í Star Wars. Ef maður vill vera mjög rúðustrikaður er hægt að setja spurningarmerki við sum- ar vangaveltur Snorra, hvort marg- ir drengir sem ekki eru orðnir átta ára myndu nokkurn tímann hugsa eða segja hluti á borð við að Stykk- ishólmur sé ekki staður heldur hugmynd (98) og að smáratínsla sé svo góð fyrir vitundina (118). En þetta er nú einu sinni skáldsaga þótt hún sé með rætur í raunveru- leikanum. Í síðustu tveimur köflum bók- arinnar segir frá mestmegnis ein- manalegu og innihaldsrýru lífi Gullbrands og leit hans að lífsfyll- ingu. Án þess að vilja segja of mikið um niðurlag bókarinnar er niður- staðan kannski sú að Gullbrand- ur þarf ekki nauðsynlega að finna „Audrey Hepburn“ eða konu sem líkist henni í einu og öllu heldur lífsfyllingu í hvaða formi sem hún væri. Það gæti til dæmis verið meiri og reglulegri samvistir við soninn, eða uppgjör við eitthvað í fortíð Gullbrands/Bjarna sem ég vissi kannski hvað væri ef ég væri ekki „andlitslaus“ lesandi þessa ann- ars hluta skáldævisögunnar. Og kannski er hans Audrey einfaldlega skrifin og þörf á meiri viðurkenn- ingu og athygli á því sviði. Miðað við þessa bók á Bjarni miklu meiri athygli skilda. Kristján Hrafn Guðmundsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.