Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2009, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2009, Qupperneq 22
Forseti Ísland greindi frá því á þriðjudagsmorgun að út-rásarvíkingar hefðu misnot-að traust hans. Svarthöfði vill þakka forsetanum fyrir hugdirfskuna, því það er ekki auðvelt að stíga svona fram. Um leið má forsetinn vita að hann er ekki einn. Svarthöfði var líka misnotaður af útrásarvíkingum. Þeir létu mig fljúga með einka-flugvélum um allan heim. Svo létu þeir mig bjóða sér á einkafundi og þröngvuðu upp á mig styrkjum í þágu góðra málefna. Þeir létu mig djamma í há- sölum menningarinnar með frægasta fólki í heimi. Þeir létu mig drekka kampavín og tróðu ofan í mig kavíar í tíu þúsund fetum. Og ég drekk ekki einu sinni kampavín! Ég var píndur tvisvar til Pétursborgar til að styðja Björgólfs-feðgana. Svo var ég dreginn til Danmerkur með einkaþotu 2007 og notaður sem leikmun- ur í leikriti FL Group. Ég var brottnuminn til Búlgaríu með Novator- þotunni og látinn básúna um ágæti ís- lenskra fyrir- tækja, meðan Björgólfur Thor tók sér stöðu í spilltu viðskiptalíf- inu. Ég var dreginn á asnaeyrunum til Leeds til að leggja blessun yfir starfsemi Eim- skipafélagsins. Mér var komið til Katar á sama tíma og Sigurður Einarsson plottaði einhvern leik með sjeik. Svo var ég sjanghæjaður til Sjanghæ 2007 og ég hlutgerður sem tákn þjóðarinn- ar í útrás Glitnis í Kína. Fluttur var ég nauðugur til New York og mér haldið í hálfgerðri gíslingu í glæsiveislu Glitnis 2007. Þar létu þeir mig mæra sig! Þá létu þeir mig halda ræður um eðlislæga snilld þeirra, sem væri öðrum þjóð- um meiri. Þeir gerðu mig að rasista. Ég var látinn segja: „Útrásin er byggð á hæfni og getu, þjálfun og þroska sem einstaklingar hafa hlotið og samtakamætti sem löngum hefur verið styrkur okkar Ís- lendinga.“ Og: „Lykillinn að árangrinum sem útrásin hefur skilað er fólginn í menning- unni, arfleifðinni sem nýjar kynslóðir hlutu í vöggugjöf!“ Og svo: „Raunar má leika sér með þá hugsun að land- námsöldin sé á vissan hátt upphafið að þessu öllu saman!!“ Eftir að hafa verið ferjaður um allan heim og misnotaður sem strengjabrúða útrásar-víkinga var ég loks dreginn til ábyrgðar. En þetta var ekki mér að kenna. Þeir létu mig gera þetta! Ég, sem var kommúnisti, er kallaður útrásargrúppía. Eins og nunna sem gerist gleði-kona. En enginn þekkir bet- ur en ég kvalir hins kampavínsfyllta maga sem tekur á loft í einkaþotu og lendir á víxl. Enginn veit eins og ég hversu útsmognir útrásarvíkingar geta verið þegar þeir draga mann á tálar og nema mann á brott í hildarleik hórdómsins. Á daginn mærði ég út- rásarvíkingana út um allan heim, en á kvöldin lá ég í fósturstellingu á sturtu- botni úr marmara á mestu lúxushótel- um veraldar. Ólafur, þú ert ekki einn! Útrásarvíkingar misnotuðu mig Spurningin „Það segir mamma og hún lýgur ekki,“ segir Andri Snær Magnason sem hlaut tilnefningar bæði í flokki fagur- og fræðibókmennta í netkosningu sem var haldin í tilefni tuttugu ára afmælis Íslensku bókmenntaverðlaunanna. telur þÚ þig bæði fagran og fróðan? „Í dag eru nú einfaldlega of margir á Alþingi sem eiga ekkert erindi þangað inn og gera meiri skaða en gagn.“ n Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, er ekki sáttur við alla þingmenn. - DV „Svo er umslagið hálfpart- inn eins og merkimiði í laginu og það má alveg nota plötuna sem merki- miða.“ n Sigurður Guðmundsson og Memfismafían að gefa út nýja plötu. - Fréttablaðið „Það yrði ekkert leiðinlegt að hefja ferilinn með Reading í þeim leik.“ n Gunnar Heiðar Þorvaldsson gæti samið við Reading og spilað fyrsta leik í bikarnum gegn Liverpool. - Fréttablaðið „Við slátruðum þeim bara.“ n Magnús Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur í körfubolta, var ánægður með sigurinn á erkifjendunum í Keflavík. - Fréttablaðið „Svo virðist sem margir útrásarvík- ingar hafi misnotað það traust sem ég, stjórnvöld og meirihluti þjóðarinnar sýndi þeim.“ n Ólafur Ragnar sendi útrásarvíkingum sneið í Morgunútvarpinu. - Rás 2 Fjöldagröf hugtakanna Leiðari Undanfarna mánuði hafa stjórn-málamenn náð að eyðileggja hvert hugtakið á fætur öðru í tilraun-um sínum til að tala upp ímynd- aðar lausnir á kreppunni. Strax í upphafi kreppunnar varð ljóst að tengsl raunveru- leikans og yfirlýsinga stjórnmálamanna væru takmörkuð. Hugtakinu „skjaldborg“ var hleypt af stokkunum í þeim tilgangi að sefa réttmætar áhyggjur fjölskyldnanna í land- inu. Hugmyndin var að slík skjaldborg myndi tryggja að heimilin nytu verndar gegn ásókn bankanna og niðursveiflu í efnahagslífinu. Í stað verndarinnar kom árásin. Réttur banka til að hækka lán var tryggður og ríkis- stjórnin bættist í árásarhópinn með stórfelld- um skattahækkunum á neysluvörur og tekj- ur, sem síðan leiddu til enn frekari hækkunar á lánunum. Margir hafa leitað skjaldborgar- innar, en hvergi fundið hana. Enda liggur hún grafin í fjöldagröf merkingarlausra hugtaka stjórnmálamanna. Orðið „gegnsæi“ var eitt af slagorðum nýju ríkisstjórnarinnar. Það öðlaðist nýja vídd þeg- ar Steingrímur J. lýsti því yfir á dögunum að „… sumar ástæður þess að Icesave-málið verð- ur að klára sem fyrst í þinginu eru ekki þess eðlis að hægt sé að greina frá þeim í ræðustól Alþingis.“ Það er vont fyrir gegnsæi að breytast í þagnarmúr. Það er hins vegar farið að sjást í gegnum orð Steingríms í þessum efnum. Þegar Ögmundur Jónasson vildi segja skil- ið við ríkisstjórnina voru stjórnarliðar sam- mála um eitt; að Icesave-málið væri ekki eins mikilvægt og að viðhalda velferðarstjórn að norrænni fyrirmynd á Íslandi. Nú stendur fyrirmyndin ein eftir, líkt og hilling. Þrátt fyr- ir ákvæði í stjórnarsáttmálanum og ítrekaðar yfirlýsingar stjórnarformanna um norræna velferðarstjórn kom sá dagur í síðustu viku að Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra kynnti niðurskurð á stysta fæðingarorlofi Norður- landa í annað skipti á einu ári. Niðurskurðurinn vinnur gegn jöfnuði, fé- lagslegu réttlæti, samhjálp og kvenfrelsi. Þessi fjögur hugtök voru einmitt nefnd í samstarfs- yfirlýsingu stjórnarflokkanna í maí, ekki sem víti til að varast, heldur sem ný gildi sem ríkis- stjórnin myndi „leiða til öndvegis“ í alþingis- kosningunum. Meira að segja „öndvegi“ er að verða óskiljanlegt. Norræn velferðarsamfélög eru gnægtar- þjóðfélög. Helsta einkenni Íslands er hins vegar efnahagslegt hrun. Menn gætu rétt eins ætlað sér að viðhalda regnskógi á Melrakka- sléttu, miðað við stöðuna nú. Fæst bendir til að norrænt velferðarsam- félag og tilheyrandi hljómfögur hugtök verði að veruleika næstu 15 árin í það minnsta. En hvers vegna var okkur talin trú um það? Það þarf ekki að leita langt í hugardjúp stjórn- málamannanna til að rekast þar á sjálfan til- gang starfa þeirra. Þeir vildu halda völdum. Þeir stjórnmálamenn sem ekki vilja halda völdum vilja ná völdum. Til þess beita þeir oft sambærilegum hugtakalygum, ekki til að fegra, heldur til að sverta. Þannig hafa þing- menn ítrekað sakað ráðherrana um landráð vegna Icesave-málsins. Líkt og það séu hrein landráð að borga skuldir. Þingmennirnir vita kannski eitthvað sem útrásarvíkingar kunna, en almenningur ekki. Jón trausti reynisson ritstJóri skrifar. Margir hafa leitað skjaldborgarinnar, en hvergi fundið hana. bókStafLega 22 MiðvikudAgur 2. desember 2009 uMræðA Sandkorn n Jóhann Páll Valdimarsson, forstjóri Forlagsins, er fjölhæfur maður. Hann er á meðal gleggstu manna þegar kemur að bókum sem eru góð söluvara en hann er einnig magnaður ljósmynd- ari og hefur sú árátta hans færst í aukana. Fréttablaðið vakti athygli á því að Jó- hann Páll tók kápumyndina af Vigdísi Finnbogadóttur á ævi- sögu hennar og hefur myndað fleiri höfunda. Lengi vel var það helsta áhugamál Jóhanns Páls að mynda íslenskar kýr af öllum stærðum og gerðum. n Það hefur heldur lifnað yfir Bylgjunni á morgnana eftir að Gissur Sigurðsson, fréttamað- ur og gleðigjafi, mætti aftur eftir langt frí. Gissur fór á kostum í Bítinu í gærmorgun og þóttist hafa notað tímann til að skipta um nafn. Nú héti hann Ari Jón. Hann leið- rétti það síðan en lýsti því að hann hefði í fyrstu ekki fundið skrifborð- ið sitt þegar hann sneri aftur. Síðar hefði komið á daginn að búið væri að færa hann inn í íþrótta- deild í fyrsta sinn á starfsævinni. n Halla Tómasdóttir, stjórn- arformaður og eigandi Auð- ar Capital, kemst af við flestar aðstæður. Halla var einkar vin- sæl hjá útrásarfyrirtækjum og var meðal annars næststærsta stjarnan á Baugsdeg- inum fræga í Mónakó. Aðeins Tina Turner skyggði á hana. Nú blómstrar Halla á Nýja- Íslandi og var meðal annars í stóru hlutverki á þjóðfundinum fræga. Nú síðast var hún fund- arstjóri á upplestri þar sem höf- undar hrunbóka lásu úr verkum sínum sem ganga út á ruglið í útrásinni. n Margir undrast hversu hljótt er um Ögmund Jónasson. Hann fórnaði sér fyrir Icesave og sagði sig úr ríkisstjórninni. Raunveru- leikinn er allt í einu sá að póli- tísk framtíð hans kann að vera ótrygg. Þeir eru til sem telja að Ögmundur sé einfaldlega skelf- ingu lostinn yfir stöð- unni eftir að hafa farið með himin- skautum. Við þær aðstæður getur verið skynsam- legt að halda sér til hlés, sleikja sárin og sættast við ráðandi öfl í VG. LyngháLs 5, 110 ReykjavÍk Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: sverrir arngrímsson ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: elísabet austmann, elisabet@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.