Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2009, Síða 25
Heil umferð Hjá körlunum Það er boðið upp á heila umferð í N1-
deild karla á fimmtudagskvöldið en þá hefst önnur umferðin í deildinni. Mikill
fallslagur verður á Seltjarnarnesi þar sem Grótta tekur á móti Fram en Framara
sárvantar stig þar sem þeir sitja á botni deildarinnar. Topplið Vals heldur til Akur-
eyrar og þarf ekkert minna en sigur til að halda sætinu þar sem Haukarnir fá
Stjörnuna í heimsókn en þar má búast við afar auðveldum sigri Íslandsmeist-
aranna. Síðasti leikurinn er viðureign FH og HK í Kaplakrika en liðin skildu jöfn
þegar þau mættust í fyrstu umferð. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.30.
UMSjóN: TóMAS Þór ÞórðArSoN, tomas@dv.is
sport 2. desember 2009 miðvikudagur 25
Njótum aðventunnar saman
tvö lið ósigruð
n Eftir ellefu leikvikur í NFL-deild-
inni eru tvö lið enn þá ósigruð. Það
eru Indianapolis Colts og New Or-
leans Saints. Það síðarnefnda gekk
í gegnum
mikla próf-
raun á mánu-
dagskvöldið
þegar það atti
kappi gegn
New England
Patriots í
mánudags-
leiknum sem
jafnan fær gífurlegt áhorf. Saints
fóru létt með Tom Brady og félaga,
38-17. Colts fóru létt í gegnum
þessa leikvikuna, eins og flestar
aðrar, enda Peyton Manning verið
í gífurlegu formi. Flestir búast við
að sjá þessi tvö lið mætast í Super-
bowl og hlakka mikið til.
vill endurgreiðslu
n Mark Robins, knattspyrnustjóri
enska Championship-liðsins
Barnsley, sem Emil Hallfreðsson
leikur með, vill að dómari leiksins
gegn Plymouth um helgina endur-
greiði stuðningsmönnum pening-
ana sem þeir borguðu inn. Dómari
flautaði leikinn af eftir 58 mínútur
þegar Barnsley leiddi leikinn, 4-1.
„Hann ætti að endurgreiða öllum
okkar stuðningsmönnum. Þeir
eyddu miklum peningum í að
ferðast í átta klukkutíma og gista á
hóteli til að horfa á okkur spila og
nú þurfa þeir að gera það aftur,“
segir Robins sem var ekki sáttur
við ákvörðunina að flauta leikinn
af.
alfreð skrifar undir
n Alfreð Gíslason hefur skrifað
undir nýjan samning við þýska
meistaralið-
ið Kiel. Hann
þjálfar því
liðið fram
á mitt ár
2014 en fyrri
samningur-
inn gilti fram
á árið 2011.
Alfreð tók
við Kiel síðastliðið sumar eftir að
hann hætti sem þjálfari íslenska
landsliðsins og stýrði liðinu til
sigurs í deild og bikar ásamt því
að leika til úrslita í meistaradeild
Evrópu. Þá setti Kiel stigamet í
þýsku 1. deildinni í vor þegar það
fékk 65 stig af 68 mögulegum í 34
leikjum.
MOLAR
Lionel Messi hlaut á þriðjudags-
morguninn Gullbolta Evrópu eða
Ballon d’Or. Þau verðlaun hlýtur sá
er þykir besti knattspyrnumaður
Evrópu á hverju ári en það er tíma-
ritið France Football sem stend-
ur að verðlaununum í samstarfi
við fótboltafjölmiðla um álfuna.
Messi hlaut 473 stig í kosningunni
og vann með yfirburðum. Svo mikl-
um yfirburðum að annað eins hefur
ekki sést. Næsti maður í kjörinu var
Portúgalinn Cristiano Ronaldo sem
hlaut verðlaunin í fyrra. Á eftir Ron-
aldo komu tveir liðsfélagar Messi
hjá Barcelona, þeir Xavi og Iniesta,
en katalónsku risarnir unnu allt það
sem í boði var í fyrra, deild, bikar og
meistaradeildina.
Messi óstöðvandi
Enginn hefur dregið í efa val fjöl-
miðlamanna þetta árið enda átti
Messi ótrúlegu gengi að fagna á síð-
asta tímabili. Með hann í rafmögn-
uðu formi vann Barcelona þrjá
stærstu titla síðasta árs. Það varð
spænskur meistari með nokkrum yf-
irburðum, vann spænska bikarinn í
fyrsta skipti í langan tíma og hamp-
aði sigri í meistaradeildinni með 2-0
sigri á Manchester United í úrslita-
leik. Messi skoraði alls 38 mörk í öll-
um keppnum á síðasta ári. Hann rað-
aði inn í deildinni, skoraði sex mörk
í átta leikjum í bikarnum og heil níu í
meistaradeildinni.
„Ég bjóst ekki við að vinna með
svona miklum mun,“ sagði Messi
hrærður við afhendinguna. „Gull-
boltinn er mjög mikilvægur fyrir mig.
Allir þeir leikmenn sem hafa unn-
ið hann eru frábærir leikmenn og
sumir frábærir leikmenn unnu aldrei
þessi verðlaun,“ sagði þessi 22 ára
gamli Argentínumaður.
Í ár hefur Messi átt nokkuð erfitt
uppdráttar. Eins magnaður og hann
er nú venjulega fyrir framan mark-
ið með sína ótrúlegu skottækni vill
boltinn oft á tíðum ekki inn hjá þess-
um snillingi. Það hefur samt lítið sem
ekkert skaðað Barcelona á tímabil-
inu sem er efst í deildinni eftir sigur
á Real Madrid í El Clásico um síðast-
liðna helgi.
Enska deildin neðarlega
Sjö efstu leikmenn í vali þessa árs
spila annað hvort á Spáni eða Ítalíu
að undanskildum Ronaldo sem lék
með ensku liði síðastliðið ár en er
nú á mála hjá Real Madrid. Efsti leik-
maðurinn úr ensku úrvalsdeildinni
var Wayne Rooney sem hlaut 35 stig
í áttunda sætið en á hæla hans komu
Didier Drogba hjá Chelsea og Steven
Gerrard hjá Liverpool. Einnig kom-
ust á lista þeir Fernando Torres, Cesc
Fabregas, Ryan Giggs, Nemanja Vi-
dic, Frank Lampard og John Terry.
Ef eitthvað kom meira á óvart en
annað má taka út Bosníu-manninn
Edin Dzeko sem varð meistari með
Wolfsburg í maí en hann varð í þrett-
ánda sæti í valinu. Hann átti vissu-
lega góðu gengi að fagna í deildinni
en Grafite, samherji hans í framlínu
Wolfsburgar sem varð markahæstur
í þýsku deildinni, varð ekki á meðal
þrjátíu efstu.
TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
TÍU EFSTU Í VALINU
1. Lionel Messi (Barcelona), 473 stig
2. Cristiano Ronaldo (Real Madrid), 233
3. Xavi (Barcelona), 170
4. Andres Iniesta (Barcelona), 149
5. Samuel Eto’o (Inter Milan), 75
6. Kaka (Real Madrid), 58
7. Zlatan Ibrahimovic (Barcelona), 50
8. Wayne Rooney (Man United), 35
9. Didier Drogba (Chelsea), 33
10. Steven Gerrard (Liverpool), 32.
ENSKA ÚRVALSDEILDIN Í VALINU
8. Wayne Rooney (Man United), 35 stig
9. Didier Drogba (Chelsea), 33
10. Steven Gerrard (Liverpool), 32.
11. Fernando Torres (Liverpool), 22.
12. Cesc Fabregas (Arsenal), 13
14. Ryan Giggs (Man United), 11
16-18. Nemanja Vidic (Man United), 8
21-23. Frank Lampard (Chelsea), 5
26-27. John Terry (Chelsea), 2
FYRRi SIGURVEGARAR
2008: Cristiano Ronaldo, Man. United
2007: Kaká, AC Milan
2006: Fabio Cannavaro, Real Madrid
2005: Ronaldinho, Barcelona
2004: Andriy Shevchenko, AC Milan
2003: Pavel Nedved, Juventus
2002: Ronaldo, Real Madrid
2001: Michael Owen, Liverpool
2000: Luís Figo, Real Madrid
Argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi fékk á þriðjudaginn hin virtu verð-
laun Ballon d’Or, eða Gullbolta Evrópu, frá franska tímaritinu France Football. Þau
hlýtur sá er þykir besti knattspyrnumaður Evrópu á ári hverju. Aldrei áður hefur
nokkur unnið gullboltann með jafnmiklum mun.
Á fullu Messi var stórkostlegur á síðasta tímabili og vann allt með Barca. MyNd AFP
messi
manna
bestur
Lionel Messi Vann
Gullboltann með mesta
mun sem sést hefur.