Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2010, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 18. janúar 2010 FRÉTTIR MILLJÓNIR Í LAUN HJÁ REI Borgarfulltrúarnir Kjartan Magn- ússon og Sigrún Elsa Smáradóttir þiggja milljónir á ári í þóknun fyr- ir setu í stjórnum Orkuveitu Reykja- víkur og dótturfélagsins Reykjavík Energy Invest, REI. Kjartan Magnússon segir að nauðsynlegt hafi verið að borgarfull- trúar tækju yfir REI eftir klúðrin á sín- um tíma. Ekki hefur heyrst mikið af málefnum REI undanfarið en stjórn- arformaðurinn segir að það liggi síð- ur en svo í dvala. REI taki meðal ann- ars enn þátt í verkefni í Afríkuríkinu Djíbútí og hafi eignast meirihluta í jarðhitafyrirtæki í Bandaríkjunum. Hins vegar sé fyrirtækið ekki í sama útrásarham og áður og miði nú að sölu þekkingar og sé ekki fjármögn- unaraðili. Kjartan sakar hundrað daga meirihluta vinstri flokkanna um meiriháttar klúður í REI á valdatíma þeirra. Sigrún Elsa Smáradóttir vís- ar þeim ásökunum á bug og segir að sjálfstæðismenn reyni nú að endur- skrifa söguna í sinn hag. Laun fyrir hvort tveggja Stjórnarformaður REI er Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi úr Sjálf- stæðisflokki, en með honum sitja í stjórn Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, og Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitunni þigg- ur Kjartan 180 þúsund krónur á mánuði fyrir stjórnarformannsset- una í REI en óbreyttir stjórnarmenn 90 þúsund. Kjartan og Sigrún Elsa sitja jafnframt í aðalstjórn Orku- veitunnar og þiggja 112.500 krónur á mánuði fyrir það. Samanlagt fær Kjartan því tæpar 300 þúsund krónur á mánuði og Sigrún Elsa rúmar 200 þúsund krónur. Ofan á þetta bætist að bæði eru þau borgarfulltrúar og fá greitt samkvæmt því. Tók við REI á erfiðum tíma Aðspurður hvort það sé hlutverk borgarfulltrúa að stjórna fyrirtækj- um á borð við REI segir Kjartan að í REI-skýrslunni sé talað um að kjörn- ir fulltrúar hafi ekki verið með í ráð- um þegar hlutirnir þróuðust með óheppilegum hætti. „Sumir héldu því fram að lærdómurinn sem draga mætti af REI-málinu væri sá að kjörn- ir fulltrúar þyrftu að hafa aðkomu. Að það mætti ekki gerast að það væri verið að aðhafast eitthvað án þess að kjörnir fulltrúar væru upplýst- ir um málið,“ segir Kjartan. „Ég tók við REI, sem var á gífurlega erfiðum tíma og allt var í háalofti. Ég gerði allt sem ég gat til að ná sátt um fyrirtæk- ið. Við veltum hinu fyrir okkur, að fá aðila utan úr bæ, en niðurstaðan hjá okkur var að setja pólítíkusa inn vegna þess að það var svo mikil pól- itísk stefnumótun fram undan, algjör endurskipulagning fyrirtækisins, al- gjör endurskoðun á verkefnum þess og með hvaða hætti fyrirtækið ætti að fara út í heim og hvort það ætti að standa í þessari áhættusömu fjárfest- ingu sem virkjanir í þriðja heiminum eru.“ Ekki flóknustu viðskipti í heimi Kjartan Magnússon er ekki með menntun á sviði jarðvísinda. Hann telur að stjórnarformaðurinn þurfi ekki á því að halda. „Þetta eru ekk- ert flóknustu vísindi í heimi, þótt þau séu flókin. Þetta er ekkert flóknara en mörg önnur mál sem ég þarf að setja mig inn í hjá mínu starfi í borg- inni, í menntamálum og fleiru. Þetta snýst mikið um rekstur mannvirkja. Ég var fyrr í vikunni að setja mig inn í klórblöndunarhlutfall í sundlaug- um borgarinnar. Sumir borgarstjórar hafa orðið sérfræðingar í malbiki. Og við njótum aðstoðar jarðfræðideild- ar Orkuveitunnar.“ Orkuveitan skuldar 200 milljarða DV hefur undanfarið fjallað um málefni Orkuveitu Reykjavíkur en almenningsfyrirtækið skuld- ar rúma 200 milljarða króna í er- lendri mynt. Sérfræðingar sem DV leitaði til telja að Orkuveita Reykja- víkur hafi undanfarin ár verið rek- in sem áhættusækið einkafyrirtæki í stað fyrirtækis í almannaeigu. REI var upphaflega hugsað sem fjárfestingar- og útrásararm- ur Orkuveitunnar. Átti fyrirtækið að sameina krafta fjármálaumsvifa og jarðhitatækni í fjárfestingum á erlendri grundu. En eftir REI- málið svokallaða árið 2007, þegar komið var í veg fyrir sameiningu REI og einkafyrirtæksins Geys- ir Green Energy (GGE) sem var í meirihlutaeigu FL Group og Glitn- is, var horfið frá þeim hugmyndum smám saman. Flókin tengsl REI og Geysis Green Eiríkur Hjálmarsson, upplýsinga- fulltrúi OR, segir að starfsemi REI snúist þessa dagana aðallega um hitaveituverkefnið í Afríkuríkinu Djíbútí. „Menn eru í því að tryggja fjármögnum, og það gengur ágæt- lega. Það hefur orðið almenn stefnubreyting hjá REI. Menn eru bara að vinna í þessu.“ Starfsemi REI hefur frá upphafi verið háð flóknu samsstarfi við Geysi Green Energy. Eiríkur seg- ir að aðgerðir GGE ráði miklu um hvernig REI vinnur. „Svo eru eign- ir í öðrum verkefnum og menn eru að bræða með sér hvað verður af þeim, verkefni sem menn höfðu farið inn í í félagi við Geysi Green Energy. Svo fengum við fréttir af því að Geysir Green ætluðu að breyta til og væru farnir að selja sín verkefni. Þá förum við yfir stöðuna hjá okkur í samhengi við það.“ Sakar vinstristjórn- ina um klúður Kjartan Magnússon segir að þvert á sem margir haldi liggi REI ekki í dvala. Fyrirtækið þurfi að stand- ast skuldbindingar sem voru gerð- ar þegar REI var í útrásarham. Hann sakar hundrað daga meirihluta VG, Samfylkingarinnar, Framsóknar og Frjálslynda flokksins um meirihátt- ar klúður í REI á sínum tíma. Kjart- an segist hafa reynt að draga úr um- svifum REI síðan. „Hundrað daga meirihlutinn var frekar útrásarmið- aður. REI gerði í valdatíð hans tilboð í hlutabréfakaup í orkufyrirtæki á Fil- ippseyjum sem þá var verið að einka- væða upp á 12-13 milljarða. Tilboð- inu var hafnað, sem betur fer, segi ég. Einnig voru á þeim tíma settir 11 milljarðar í fyrirtækið sem hefðu far- ið í fjárfestingar erlendis.“ Kjartan segir að tekist hafi að leggja þessi áform á hilluna. Ákveð- ið var að halda áfram með starfsemi fyrirtækisins en með breyttum hætti. „Fyrirtækið er ekki lengur fjármögn- unaraðili heldur selur það tækni og þekkingu.“ Fjármagnar ekki lengur Kjartan fór árið 2008 til Djíbútí og kynnti sér virkjanaframkvæmdirnar sem REI hefur tekið þátt í í Afríku- ríkinu. „Ég fór þangað að skoða að- stæður. Menn frá okkur eru stöðugt að fara þangað niður eftir. Verkefn- ið er núna í fjármögnunarferli. Al- þjóðabankinn er í samstarfi með okkur. Eftir hrunið óttuðumst við að enginn myndi vilja vinna með okk- ur lengur, en Alþjóðabankinn kom og bauðst til að fjármagna verkefnið og leiða saman marga ólíka aðila úti í heimi. Svona verkefni í Afríku er ekk- ert það einfaldasta sem maður hefur gert. Þetta hefur kostað miklu vinnu, starfsmenn okkar hafa mikið að gera,“ segir Kjartan sem segir að REI muni ekki fjármagna verkefnið í Djí- bútí, eins og til stóð í upphafi, heldur muni fyrirtækið selja þar þekkingu. „Það er mikill munur á að veita að- stoð með þekkingu og að fjármagna áhættusamt verkefni.“ Verðmætar gjaldeyristekjur „Orkuveitan er sennilega besta fyrir- tæki í heiminum í heildarlausninni, frá því að leita, bora og byggja virkj- anir,“ segir Kjartan og bendir á að REI aflar verðmætra gjaldeyristekna með sölu sinni á góðri þekkingu Ís- lendinga á jarðvarmavirkjunum og jarðhitavinnslu. „Það væri ábyrgðar- hluti að neita að veita aðstoðina og við erum beðin um að selja hana. Til okkar er leitað erlendis frá, óskað eft- ir okkur í þróunarverkefni.“ Djíbútí-verkefnið sé auk þess þró- unarsamvinnuverkefni sem muni hjálpa fátækri þjóð að koma upp sjálfbærri orkuauðlind. Það muni ekki vera litið á það björtum augum ef Íslendingar, sem áður hafi verið gagnrýndir fyrir ýmsa skandala varð- andi REI hlaupi nú frá verkefninu. Þar sem REI sé ekki fjármögnunar- aðili í verkefninu muni verðmætar gjaldeyristekjur safnast fyrir þekk- ingarsölu. Sjálfstæðisflokknum að kenna Sigrún Elsa Smáradóttir situr í stjórn Orkuveitunnar og REI fyrir hönd minnihlutans. Hún segir að sögu- skoðun Kjartans Magnússonar um að REI hafi verið mjög útrásarmið- að fyrirtæki á valdatíma hundr- að daga meirihlutans sé út í hött. „Einu hlutabréfin sem keypt voru á Filippseyjum, voru keypt í tíð fyrsta meirihlutans, í tíð Sjálfstæðisflokks- ins undir Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni. REI var stofnað þegar Guðlaugur Þór HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Borgarfulltrúar úr meirihluta og minnihluta borgarstjórnar sitja í stjórn REI og segja að fyrirtækið standi ekki lengur í fjármálaumsvifum og útrás. Framtíðarstefna fyr- irtækisins er óljós og enn er deilt um klúður fortíðarinnar. Stjórnmálamenn sitja í stjórn REI og segjast reyna nú að verja eignir fyrirtæksins. Kjartan Magnússon fær tvær milljónir króna í árslaun fyrir stjórnarformannssetu hjá fyrirtækinu. Stjórnarformaðurinn Kjartan Magnússon borgarfulltrúi er stjórnarformaður REI. Hann fær tvær milljónir króna í árslaun hjá fyrirtækinu. Óbreytti stjórnarmaðurinn Sigrún Elsa Smáradóttir er fulltrúi minnihlutans í REI og þiggur tæpa milljón í árslaun fyrir stjórnarsetu hjá fyrirtækinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.