Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2010, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 18. janúar 2010 FRÉTTIR
Ali Hassan al-Majid, frændi ein-
ræðisherra Íraks, Saddams Huss-
ein, hefur verið dæmdur til dauða
fyrir að hafa fyrirskipað gasárásir á
kúrdíska bæinn Halabja árið 1988.
Um er að ræða fjórða dauðadóm-
inn sem kveðinn er upp yfir Ali
Hassan al-Mahjid sem hefur feng-
ið viðurnefnið „Eiturefna-Ali“.
Ali hefur einnig verið sakfelld-
ur vegna drápa á sjíamúslimum
1991 og 1999 og fyrir þátt sinn í
þjóðarmorði á Kúrdum á níunda
áratugnum.
Ofsóttir af Saddam
Það er talið að um 5.000 manns
hafa dáið í árásinni á Halabja, að
stærstum hluta konur og börn. Í
fimm klukkustundir flugu íraksk-
ar herþotur yfir bæinn og dreifðu
banvænni blöndu sinnepsgass,
taugagassins Sarin og VX-gass og
fékk Ali viðurnefni sitt eftir árás-
ina.
Hæstiréttur Íraks felldi einnig
dóm yfir Sultan Hashem, fyrrver-
andi varnarmálaráðherra Íraks,
vegna árásarinnar á Halabja. Sam-
kvæmt fréttaveitu Reuters fékk
Hashem fimmtán ára dóm fyrir
sinn þátt í árásinni.
Kúrdar sættu miklum ofsókn-
um af hálfu Saddams Hussein á
níunda áratugnum og er gasárásin
á Halabja talin eitt mesta voðaverk
sem þeir urðu fyrir.
Getur áfrýjað dómnum
Líklegt er að „Eiturefna Ali“ endi
ævi sína í snörunni og talið er lík-
legt að íröksk stjórnvöld vilji að
dómnum verði fullnægt sem fyrst,
en hann mun hafa rétt til áfrýjun-
ar.
Ali Hassan al-Majid var klófest-
ur í ágúst 2003 og hlaut sinn fyrsta
dauðadóm árið 2007 fyrir sinn
þátt í herferðinni gegn Kúrd um
frá febrúar til ágúst 1988. Í desem-
ber 2008 fékk hann dauðadóm
fyrir aðild sína við að berja niður
uppreisn sjíamúslima eftir Flóa-
bardagann 1991. Í mars 2009 var
hann ásamt fleirum dæmdur til
dauða fyrir dráp á sjíamúslimum í
Sadr-hverfinu í Bagdad.
Ali Hassan al-Majid er talinn
hafa verið hægri hönd Saddams
Hussein og var reglulega leitað til
hans til að brjóta á bak aftur mót-
þróa gegn ráðandi stjórn lands-
ins. Árið 1987 setti Baath-flokk-
ur Husseins Ali yfir ríkisstofnanir
í héruðum Kúrda, þeirra á með-
al her og lögreglu. „Eiturefna Ali“
varð alræmdur fyrir aðgerðir sínar
í norðurhluta Íraks.
Árásin á Halabja er talin vera
viðamesta gasárás sem gerð hefur
verið gagnvart óbreyttum borgur-
um, en aldrei var réttað yfir Sadd-
am Hussein vegna árásarinnar.
Saddam Hussein var sakfelldur
fyrir fjöldamorð á sjíamúslimum
í suðurhluta Íraks og tekinn af lífi
fyrir þremur árum.
„Eiturefna Ali“, Ali Hassan al-Majid, frændi Saddams Hussein, hefur verið dæmdur
til dauða. Ali ætti ekki að vera því alls ókunnugur enda er um fjórða dóminn að ræða
sem hann fær síðan 2003. Viðurnefni sitt fékk hann í kjölfar eiturefnaárásar á þorp
Kúrda sem sættu miklum ofsóknum af hálfu Saddams Hussein, einræðisherra Íraks.
FJÓRÐI
DAUÐA-
DÓMURINN
KOLBEINN ÞORSTEINSSON
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
„Eiturefna
Ali“ Ali Hassan
al-Majid hefur
hlotið sinn fjórða
dauðadóm.
MYND AFP
Fórnarlömb eiturefnaárásarinnar á Halabja Talið að um 5.000 manns hafið
dáið, aðallega konur og börn. MYND AFP
Kristnir Malasar þurftu að sækja
guðsþjónustu undir vernd óein-
kennisklæddra lögreglumanna um
helgina og enn hefur lögreglunni ekki
tekist að upplýsa árásir á trúarlegar
stofnanir í landinu undanfarið. Mikill
styr hefur staðið um notkun orðsins
Allah og sýnist þar sitt hverjum.
Fyrir um viku voru unnar
skemmdir á kirkjum í Malasíu og
um helgina var eldsprengjum kast-
að að sex kirkjum í viðbót víða í land-
inu eða þær skemmdar með öðrum
hætti. Á meðal kristinna hefur vakn-
að sá grunur að lögreglan haldi vís-
vitandi að sér höndum hvað varð-
ar handtökur til að koma í veg fyrir
aukna reiði múslima.
Enn sem komið er hafa árásirnar
á kirkjurnar ekki kostað mannslíf og
virðast þær, með einni undantekn-
ingu, einkum hugsaðar sem ögrun
við kristna Malasa. Einungis ein árás-
anna, á mótmælendakirkju í Kuala
Lumpur, orsakaði alvarlegan elds-
voða.
Nú er ástandið orðið það eldfimt
að yfirvöld óttast að það muni fæla frá
mikilvæga erlenda fjárfesta og ferða-
menn. Einnig hafa stjórnvöld af því
áhyggjur að átökin muni auka á til-
finningu aðskilnaðar á meðal þeirra
minnihlutahópa landsins sem ekki
eru múslimar.
Styrinn hófst í kjölfar dómsúr-
skurðar um að bann við notkun orðs-
ins Allah, af öðrum en múslimum,
gengi í bága við stjórnarskrá landsins,
en orðið er víða notað af stórum hluta
kristinna landsmanna um þeirra eig-
in guð. Reyndar hefur dómsúrskurð-
urinn ekki tekið gildi, en engu að síð-
ur orsakað reiði á meðal múslima
landsins.
„Eiturefna Ali“
varð alræmdur
fyrir aðgerðir sínar í
norðurhluta Íraks.
Lögregluvernd við guðsþjónustur kristinna Malasa:
Enn ráðist á kirkjur í Malasíu
Innflytjendum
fækkar á Spáni
Að sögn Alfredos Perez Rubalcaba,
innanríkisráðherra Spánar, fækk-
aði innflytjendum sem komu til
landsins af hafi um nærri helming
árið 2009 miðað við 2008.
Árið 2009 komu að sögn Rubalc-
aba 7.285 til landsins miðað við
13.425 árið 2008, og sagði hann að
horft til síðasta áratugar hefði fjöldi
þeirra sem komu til Spánar frá
Kanaríeyjum aldrei verið minni.
Rubalcabo sagði kreppuna í Evrópu
ekki vera ástæðu fækkunarinnar,
heldur bættar öryggisráðstafanir
og samvinna við Afríkuríki.
Fylgst með neti og
smáskilaboðum
Írönsk stjórnvöld hafa varað and-
stæðinga ríkisstjórnarinnar við því
að nýta sér netið og farsímaskila-
boð til að skipulggja mótmælaað-
gerðir. Yfirlögreglustjóri lands-
ins, Ismail Ahmadi Moghaddam
herforingi, sagði að fylgst væri með
netinu og farsímakerfinu og að þeir
sem misnotuðu það yrðu sóttir til
saka.
Andstæðingar íranskra yfir-
valda hafa í auknum mæli nýtt sér
netið og farsíma til samskipta sín
á milli, og út fyrir landsteinana,
enda hafa þeir ekkert dagblað til að
koma á framfæri skoðunum sínum
og fréttum af aðgerðum yfirvalda
gegn þeim.
Skaðleg leikföng
Samkvæmt skýrslu samtakanna
Centre for Science and Environ-
ment er stór hluti leikfanga sem
seld eru á Indlandi skaðlegur börn-
um. Samtökin rannsökuðu stikk-
prufur af indverskum leikföng-
um og komust að því að því að þau
innihéldu öll mikið magn þalata,
efnis sem notað er til að gera plast
mýkra og meðfærilegra.
Engar reglur eru í gildi um notk-
un þalata á Indlandi, en notkun
efnisins í Evrópu og Bandaríkjun-
um er háð ströngu eftirliti.
Skyndibitinn
skattlagður
Heilbrigðisráðherra Rúmeníu,
Attila Cseke, hefur gert drög að
áformum sem eiga hvort tveggja
í senn að bæta mataræði lands-
manna og færa ríkinu kær-
komnar og auknar tekjur. Um er
að ræða „fituskatt“ sem leggja á
feitan, saltaðan og sætan mat og
tilkynnti Cseka að ætlunin væri
að afla ríkinu sem samsvarar
175 milljörðum íslenskra króna
með skattinum.
Það er engin nýlunda að
skatttekjur séu auknar með sér-
stökum skatti á skaðlega vöru á
borð við tóbak og áfengi og nú er
horft til skatts á matvörur undir
formerkjum baráttu gegn offitu.
Þess má geta að stærsta skyndi-
bitasamsteypa landsins er talin
vera McDonaslds með um 60
veitingastaði.