Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2010, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2010, Blaðsíða 29
FÓKUS 18. janúar 2010 MÁNUDAGUR 29 »»Tómstundir GISTING Gista.is Bjóðum upp á gistingu á besta stað í bænum og 2ja og 3ja herbergja íbúðir, fullbúnar húsgögnum og uppbúnum rúmum. Internet-tenging er til staðar. S. 694 4314. www.gista.is »»Húsnæði HÚSNÆÐI»Í»BOÐI KOMIÐ ÚT RENAULT»MEGANE»RS»TURBO 09/2007, ekinn 32 þ.km, 225 hö, 6 gírar. Verð 3.950.000. Skoðar ýmis skipti - Bíllinn er á staðnum, kíktu í kaffi! DODGE»RAM»1500»35“ Árgerð 2006, ekinn 72 þ.km, 5,7L Hemi, sjálfskiptur, mjög fallegur bíll! Verð 2.980.000. - Bíllinn er á staðnum, kíktu við! FORD»F350»HARLEY»DAVIDSON» 4X4»-47“»BREYTTUR Árgerð 2006, ekinn 15 þ.km, diesel, sjálfskiptur, fullbreyttur bíll með öllum búnaði! - Bíllinn er á staðnum, kíktu í kaffi! Hlökkum til að sjá þig! BÍLALIND.is Funahöfða1 - 110 Reykjavík S: 580-8900 Ég get verið alveg sammála Gísla Erni Garðarsyni um það: Fást Goethes er handónýtt leikrit. Og það sem meira er: það á í rauninni miklu meira skylt við hin tilfinningasömu leikrit átjándu aldar, samtíðar skáldsins, en alvöru harmleiki Sófóklesar og Shakespeares. (Hér erum við auðvitað fyrst og fremst að tala um fyrri hluta verksins, söguna um Fást, Mefistófeles og Grétu, en ekki hinn hrikalega ljóða- bálk sem er síðari hluti leiks- ins og Goethe var að föndra við fram undir ævilokin.) Eitt af vinsælustu minnum þess- ara löngu gleymdu vasaklúta- leikja var einmitt sagan um saklausu alþýðustúlkuna sem vondi yfirstéttarmaðurinn flekar með hörmulegum af- leiðingum. Í Fást númer eitt toppar Goethe þá alla með útgáfu sinni sem er jafnframt tilbrigði við hið klassíska stef um manninn sem veðdregur djöflinum sál sína í skiptum fyrir ótakmarkað vald, þekk- ingu og nautnir. Ástæðan fyrir þrotlausum vinsældum Fástsleiks Goeth- es er einföld og skýr: persóna Mefistófelesar, holdgervings og fulltrúa hins illa. Mefist- ófeles eða Mefistó verður í höndum Goethes svo fynd- inn, gáfaður og sjarmerandi, að Fást og Gréta hverfa ger- samlega í skuggann af hon- um. Ég sá Fást í fyrsta skipti í Þjóðleikhúsinu fyrir um fjöru- tíu árum. Það var, að ég ætla, býsna góð sýning, en það sem mér er langminnisstæðast úr henni er mögnuð túlkun Ró- berts Arnfinnssonar á Mef- istófelesi. Mefistó Goethes hefur stundum verið kallað- ur fyrsti tómhyggjumaður- inn í vestrænum bókmennt- um, erki-afneitari þess að til sé nokkuð gott og satt utan við ímyndanir mannshugans. Sé svo, þá hefur hann ekki skort sporgöngumenn á síðari tím- um. Einn þeirra er aðalpersón- an í leikriti því, sem Gísli Örn hefur skrifað í samvinnu við nokkra félaga sína og frum- sýnt var á stóra sviði Borgar- leikhússins á föstudagskvöld- ið. Eða ekki fæ ég betur séð en að leikarinn gamli, sem þar segir frá og eyðir heldur tilbreytingarlausu ævikvöldi á elliheimili innan um önn- ur lúin gamalmenni, sé meira en lítið haldinn þeirri upp- reisnargjörnu efahyggju sem Mefistófeles hefur þótt tals- maður fyrir. Þó að hann hafi notið frægðar og hylli um sína daga og ekki þurft að kvarta undan skorti á bitastæðum hlutverkum, finnst honum að lokum allt harla tilgangslaust og til lítils hafa verið unnið. Enda fer svo að hann bregð- ur snöru um háls sér og hyggst binda enda á allt saman. Þá er kippt í taumana og hinn eig- inlegi leikur getur hafist; leik- ur sem færir gamla leikaran- um tækifæri til að ganga inn í það hlutverk sem hann hef- ur að eigin sögn alltaf forðast, Fást Goethes. Að sjálfsögðu er Mefistó þá mættur á svæð- ið, hér reyndar í fylgd tveggja djöfla, sem eftirleiðis annast sviðsetninguna ásamt meist- ara sínum. Sýning sú, sem þeir bjóða upp á, er í þeim anda Vest- urports sem er okkur orðinn næsta kunnuglegur: loftfim- leikar og skemmtilegar tækni- brellur í bland við ljóðrænni kafla. Stórt öryggisnet er strengt yfir allan áhorfenda- salinn og eins gott að nota það nú vel úr því það er kom- ið þarna upp: láta leikarana hendast um í því og detta ofan í það með viðeigandi hljóðeff- ektum. Það er ekki laust við að tæknin taki völdin og leysi jafnvel stundum raunveru- legt hugarflug af hólmi; ég nefni aðeins Valborgarmessu- nóttina, sem þarna er haldið ásamt ýmsum öðrum vísun- um í leik Goethes; hugmynda- ríkum leikstjórum hefur sann- arlega oft orðið meira úr henni en hér varð raunin. Úr hinni döpru ástarsögu Fásts og Grétu verður ekki heldur mik- ið; það vantaði allan ástríðu- blossa í leik þeirra Björns Hlyns Haraldssonar og Unn- ar Aspar Stefánsdóttur, þegar þar var komið sögu, þó að þau gerðu annars margt vel, líkt og raunar allir aðrir sem fram koma. Þetta er orðinn sam- hæfður hópur sem kann einn- ig að taka inn nýja krafta; það var að sjálfsögðu ánægjulegt að sjá Þorstein Gunnarsson aftur á sviði eftir alltof langa – og óskiljanlega – fjarveru. Hann féll vel inní hópinn, stíl hans og leikmáta, þó að ekki hafi hann sýnt nýjar hliðar á list sinni að þessu sinni. Við eigum alltof fáa góða karlleik- ara á Þorsteins reki og höfum alls ekki ráð á því að láta slíkan kraft vannýttan. Fást Goethes veðjar við Mefistó um að hann geti aldrei boðið sér upp á svo ánægju- legt andartak, að hann muni biðja það um að standa kyrrt. Jóhann, leikarinn aldurhnigni í Fástleik Gísla Arnar og félaga, kveðst með þessu vilja sanna þá skoðun sína að lífið sé í innsta eðli sínu tómt og tilgangslaust. Ekki er það nú þannig hjá Go- ethe, ef ég man rétt, en það skiptir engu máli; hér er á ferð nýtt og sjálfstætt verk, miklu fremur frumlegur leikur að þekktum minnum en tilraun til að túlka texta Goethes á nýjan hátt. Það er því hvorki raunhæft né sanngjarnt að bera það sam- an við leikrit Goethes, heldur ber að skoða það, lesa og meta í ljósi þess sem það hefur sjálft fram að færa. Og ætli maður myndi þá ekki helst staðnæm- ast við fánýti og fáfengileika óska mannsins og drauma, það hversu hættulegir og beinlínis banvænir þeir geta orðið þeim sem þeir ná tökum á – og þeim sem draumóramennirnir sjálfir ná tökum á. Fásts-leikur Vesturports- manna og Leikfélags Reykja- víkur er vel unninn og ásjá- legur á allan hátt. Sem drama er hann hins vegar ekki ýkja áhrifamikill, kannski af því að í hann vantar eitthvert mót- vægi við ofurvald Mefistós og það sem hann stendur fyrir. Leikurinn gerist að mestu í sál og sinni aðalpersónunnar, svo ég vísi aftur í viðtal við leik- stjóra og höfund í leikskránni; þannig séð er þetta enn einn draumleikurinn með kost- um og takmörkunum slíkra leikverka. Öll ytri umgerð er vel heppnuð; leikmynd Axels Hallkels stílhrein og hæfilega óáþreifanleg, eins og í eðlilegu framhaldi og sambandi við öryggisnetið mikla sem dreg- ur óneitanlega til sín mikla at- hygli. Og búningar Filippíu eru afbragð, einkum kjólarnir sem voru bæði sláandi fallegir og klæddu konurnar einstak- lega vel. Tvennt að lokum: vita- skuld á að stafsetja heiti leiks- ins á íslensku og skrifa Fást, en ekki „Faust“. Það má vel vera að þetta sé gert með tilliti til fyrirhugaðs útflutnings sýn- ingarinnar; auðvitað er eng- in ástæða til að hætta þeirri góðu leikhús-útrás, sem hafin er, þó að bisniss-útrásin hafi farið eins og hún fór. Samt sem áður: í íslensku leikhúsi ber mönnum að virða regl- ur íslenskrar tungu. Og ann- að: hver er Carl Grose, sem er nefndur sem einn af höfund- um leiksins? Í leikskránni finn ég upplýsingar um leikendur og aðra þátttakendur í verk- efninu, eins og vera ber, en ekkert um þann ágæta mann. Jón Viðar Jónsson Á M Á N U D E G I HANDVERKSKAFFI Fyrsta handverkskaffi ársins verður haldið næsta miðviku- dag í Gerðubergi. Markmið- ið er að bjóða upp á notalega stund þar sem drukkið verður kaffi og spjallað. Á VALDI MEFISTÓS LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR / VESTURPORT: FAUST eftir Björn Hlyn Haraldsson, Gísla Örn Garðarson, Nínu Dögg Filippusdóttur, Víking Kristjánsson og Carl Grose Leikstjóri: Gísli Örn Garðarson Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannsson Búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Tónlist: Nick Cave og Warren Ellis Hljóðmynd: Thorbjörn Knudsen og Frank Hall Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir LEIKLIST Þrjár og hálf „Fásts-leikur Vesturports- manna og Leikfélags Reykjavíkur er vel unninn og ásjálegur á allan hátt,“ segir Jón Viðar meðal annars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.