Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2010, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 18. janúar 2010 MÁNUDAGUR 11
Páll Benediktsson, upplýsinga-
fulltrúi skilanefndar gamla Lands-
bankans, neitar að upplýsa um
laun Baldvins Valtýssonar, úti-
bússtjóra gamla Landsbankans í
London.
Upplýsingafulltrúinn skrif-
ar grein í DV í dag þar sem hann
gagnrýnir fréttaflutning DV um
Baldvin sem birt var í blaðinu
síðasta miðvikudag. Í greininni
kemur það fram að skilanefndin
sjái ekki tilefni til að upplýsa um
laun Baldvins. „Skilanefndin tjáir
sig ekki um laun einstakra starfs-
manna og því er mér ekki unnt
að greina frá núverandi launum
Baldvins ,“ segir Páll í greininni.
Páll segir þó að laun Baldvins
séu há. „Þau eru há miðað við það
sem gerist og gengur á Íslandi, en
í fullu samræmi og í lægsta kanti
miðað við almenn laun fyrir slík
störf í London,“ segir Páll.
Heimildir DV herma að Bald-
vin sé með um 75 milljónir króna í
árslaun, eða um 6 milljónir króna
á mánuði. Baldvin er því með um
sexföld laun forsætisráðherra en
fyrir hrun var hann með um 24
milljónir á mánuði.
Rangfærsla Páls
Í greinin sinni segir Páll að DV hafi
fullyrt að Páll væri með 150 millj-
ónir króna í árslaun. Þetta er rangt
hjá Páli: DV fullyrti ekki að Bald-
vin væri með 150 milljónir króna
á ári.
Orðrétt sagði í blaðinu á mið-
vikudaginn: „Núverandi yfirmað-
ur gamla Landsbankans í London,
Baldvin Valtýsson, er með fleiri
tugi milljóna króna í árslaun, sam-
kvæmt heimildum DV,“ og minnst
var á að ein heimild DV segði að
hann Baldvin væri með 150 millj-
ónir á ári og síðan var birt neitun
Baldvins á þessu atriði. Þess vegna
er rangt hjá Páli að DV hafi fullyrt
að Baldvin væri með 150 milljón-
ir ári.
Icesave-tengingin
Páll gagnrýnir jafnframt að DV
hafi sagt að Baldvin hafi stýrt Ic-
esave. „Í fyrsta lagi er fullyrt að
Baldvin hafi „stýrt“ Icesave og
þannig komið inn hjá lesendum
að hann hafi leikið stórt hlutverk í
Icesave-verkefninu. Ekkert er fjær
sanni.“
Stuttu síðar segir Páll þó:
„Vissulega var haldið utan um inn-
lánareikninga Icesave eins og um
margvíslega aðra starfsemi innan
útibúsins í London, en stjórnun
og stýring verkefnisins var ann-
ars staðar“en innistæðurnar á Ice-
save-reikningunum voru á efna-
hagsreikningi útibúsins í London.
Páll virðist ekki átta sig á því
að þegar DV segir að Baldvin
hafi stýrt Icesave er ekki átt við
að Icesave-reikningarnir hafi
verið hans sköpunarverk og að
hann hafi verið æðsti stjórn-
andinn á bak við reikningana.
Margoft hefur komið fram að
Ice save-reikningarnir voru sköp-
unarverk Sigurjóns Árnasonar:
Hann var Icesave-arkitektinn,
ekki Baldvin Valtýsson.
Þetta þýðir þó ekki Baldvin
hafi ekki komið að stjórnun Ice-
save-reikninganna enda voru
innistæðurnar á reikningi útibús
hans í London.
Páll sér einnig ástæðu til að
nefna að búið hafi verið að koma
Icesave á koppinn áður en Bald-
vin tók við útibúinu í apríl 2007
líkt og DV hafi ekki verið kunnugt
um þetta atriði. En sagt er í grein
DV að Baldvin hafi tekið við starf-
inu 2007 og því á þessi gagnrýni
Páls ekki rétt á sér: Enginn hélt því
fram að Baldvin hefði verið úti-
bússtjóri í London þegar byrjað
var að bjóða upp á Icesave.
Stendur við umfjöllunina
Að öðru leyti er ekkert í umfjöllun
Páls sem DV þarf að útskýra betur
og halda ber því til haga að upp-
lýsingafulltrúinn bendir ekki á
eina einustu rangfærslu í grein DV
þó svo að hann agnúist út í einstök
atriði í fréttinni án þess að hafa
neitt í höndunum: Eina rangfærsl-
an er komin frá honum sjálfum.
DV stendur því við umfjöll-
un sína um Baldvin Valtýsson og
Landsbankann í London enda
hefur Páll ekki bent á rangfærslur
í fréttaflutningnum þrátt fyrir að
hann láti stór orð falla.
INGI F. VILHJÁLMSSON
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
Skilanefnd Landsbankans ætlar ekki að gefa upp laun Baldvins Valtýssonar, útibússtjóra í London.
Laun hans nema um sexföldum launum forsætisráðherra. Upplýsingafulltrúi skilanefndarinnar, Páll
Benediktsson, lýgur upp á DV í grein sinni. Blaðið stendur við umfjöllunina um Baldvin.
NEITA AÐ GEFA UPP
LAUN BALDVINS
„Vissulega var hald-
ið utan um innlána-
reikninga Icesave
eins og um margvís-
lega aðra starfsemi
innan útibúsins í
London...“
Gefa ekki upp laun Baldvins Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skila-
nefndar Landsbankans, segir að laun Baldvins Valtýssonar verði ekki gefin upp.
Laun hans nema um sexföldum mánaðarlaunum forsætisráðherra.
Fjölmiðlar leika gríðarlega mikil-
vægt hlutverk í því mikla verki sem
gengur á fjölum landsins um þess-
ar mundir með það sameiginlega
hlutverk að endurreisa Ísland eftir
hrunið mikla. Afar miklu skiptir að
leikurunum takist vel upp ekki síð-
ur en öllum öðrum sem að stykkinu
standa. Slök tilþrif gera verkið mátt-
laust og tilþrifalítið, en ofleikur og
fals draga úr trúverðugleika og leiðir
til lakari niðurstöðu.
Því miður mátti sjá slæm merki
um slíka oftúlkun í miðvikudags-
útgáfu DV þar sem fjallað var á afar
uppsprengdan og afleitan hátt um
forstöðumann útibús skilanefndar
Landsbanka Íslands hf. í Lundún-
um. Slegið var upp í risafyrirsögn á
forsíðu: Súperlaun Icesave-stjóra,
og öll önnur og þriðja síða blaðs-
ins var undirlögð af margvíslegum
rangindum um forstöðumann úti-
búsins, Baldvin Valtýsson. Ekki eru
tök á í stuttri grein að fara yfir þau
öll, en eftirfarandi er óhjákvæmilegt
að nefna.
Í fyrsta lagi er fullyrt að Baldvin
hafi „stýrt“ Icesave og þannig kom-
ið inn hjá lesendum að hann hafi
leikið stórt hlutverk í Icesave-verk-
efninu. Ekkert er fjær sanni. Icesa-
ve innlánaverkefninu var stjórnað
og í ábyrgð yfirstjórnar Landsbank-
ans á Íslandi. Því var stýrt frá Herita-
ble, dótturfyrirtæki bankans í Lond-
on, ekki af útibúinu. Þar að auki var
haldið utan um keyrslu og bókhald
þess í sérstöku félagi í Newcastle,
sem tengdist útibúinu ekki á neinn
hátt. Vissulega var haldið utan um
innlánareikninga Icesave eins og um
margvíslega aðra starfsemi innan
útibúsins í London, en stjórnun og
stýring verkefnisins var annars stað-
ar. Ennfremur liggur fyrir að Baldvin
hóf ekki störf sem forstöðumaður
útibúsins í London fyrr en löngu eft-
ir að Icesave-verkefnið var komið á
fullan skrið. Meginverkefni Baldvins
og útbúsins var lánastarfsemi, ekki
innlánsreikningar, og er Baldvin sér-
fræðingur á því sviði. Að stía Bald-
vin saman við Ice save og uppnefna
hann „Icesave-stjóra“ er þannig kol-
rangt og í hæsta máta ósanngjarnt.
Greint er frá súperlaunum Bald-
vins áður fyrr og fullyrt að hann sé
með 150 milljónir króna í árslaun
núna. Það er eins fjarri öllum sann-
leika og hægt er að vera. Rétt er að
Baldvin var með há laun fyrir fall
bankans, samkvæmt fyrrverandi
launastefnu fyrir fall, sem skilanefnd
Landsbankans ber enga ábyrgð á.
Skilanefndin tjáir sig ekki um laun
einstakra starfsmanna og því er mér
ekki unnt að greina frá núverandi
launum Baldvins. Þau eru há mið-
að við það sem gerist og gengur á Ís-
landi, en í fullu samræmi og í lægsta
kanti miðað við almenn laun fyrir
slík störf í London. Einnig er fjallað
um tekjur Baldvins vegna kauprétt-
ar í Landsbankanum fyrir hrun og
kröfu hans í búið sem nemur tæp-
lega 46 milljónum króna. Á sama
hátt og varðandi launin eru hér um
að ræða réttindi sem Baldvin naut
fyrir hrun og voru í samræmi við þá-
verandi stefnu. Baldvin hefur upp-
lýst fyrir allnokkru að hann áætli að
greiða alla kröfuna til baka til búsins,
fái forgangskröfuhafar ekki greitt að
fullu upp í sínar kröfur.
Mikið er gert úr að Baldvin hafi
starfað fyrir bankann bæði fyrir og
eftir hrun og sé enn við störf. Vissu-
lega er slíkt siðferðilegt álitaefni í
mörgum tilvikum. Á það er hins
vegar að líta að skilanefnd Lands-
bankans taldi hæfni og þekkingu
Baldvins svo mikilvæga fyrir starf-
semi útibúsins að mjög miklu skipti
að hún nyti starfskrafta hans áfram.
Kröfuhafar bankans gerðu ekki síð-
ur ákveðna kröfu um að hæft og
reynslumikið starfsfólk yrði áfram
við störf til þess að tryggja að end-
urheimtur verðamæta yrðu sem
mestar, öllum til hagsbóta. Eitt
dæmi af mörgum sem sýnir afger-
andi mikilvægi þess að halda Bald-
vin og hans fólki við störf gerðist
strax eftir hrunið. Gegn 100 millj-
óna punda láni kröfðust bresk
stjórnvöld að útibúið seldi traust
lánasafn að verðmæti 800 millj-
ónir punda. Besta verð sem boðið
var í safnið nam um 320 milljón-
um punda. Í stað þess að selja lána-
safnið tókst Baldvin og starfsfólki
hans með mikilli hörku og seiglu að
greiða upp lánið og afstýra bruna-
útsölu með gríðarlegu tapi. Afföll
af 800 milljóna punda lána safninu
verða að öllum líkindum um 2%.
Ljóst er því að með þessum ráðstöf-
unum tókst að koma í veg fyrir um
450 milljóna punda tap í búi Lands-
banka Íslands hf., sem kemur til
með samkvæmt öllum áætlunum
að skila sér upp í Ice save-reikning
Íslendinga.
Einkennileg er sú umfjöllun
að útibúið í London sé í ómerktri
byggingu. Staðreynd málsins er
sú að eftir að umsvifin minnkuðu
ákvað skilanefndin og forsvars-
menn útibúsins að leita allra leiða
til sparnaðar. Ákveðið var að segja
upp starfsfólki og að leigja mun
minna og ódýrara húsnæði undir
starfsemina og var ein hæð í skrif-
stofubyggingu tekin á leigu. Þar
sem núverandi starfsemi byggist
ekki á hefðbundinni bankastarf-
semi gagnvart viðskiptavinum er
engin ástæða til þess að bankinn sé
mjög sýnilegur almenningi.
Af ýmsu öðru er að taka í um-
fjöllun DV en hér læt ég staðar
numið. Áríðandi er að fjölmiðlar
sýni ábyrgð og óhlutlægni í um-
fjöllun um menn og málefni eft-
ir ógæfu bankahrunsins og fjalli
um það af réttsýni og heiðarleika.
Með því móti er endurreisnin best
tryggð.
Staðreyndir um útibú Landsbanka Íslands í London
xxx
KJALLARI
PÁLL BENEDIKTSSON
„...tókst að koma í
veg fyrir 450 milljóna
punda tap...“
upplýsingafulltrúi skilanefndar
Landsbankans skrifar: