Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2010, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 18. janúar 2010 FRÉTTIR Vill ekki sjá strandveiðar Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir nýja skýrslu Háskólaseturs Vestfjarða um framgang og áhrif strand- veiðanna staðsfesta að strand- veiðar séu sóun á verðmætum. Hann segir sóun hafa einkennt þessar veiðar hvar sem á sé litið. Í skýrslunni sem um ræðir kemur fram að aðeins 56 prósent forsvarsmanna fiskmarkaða og fiskkaupenda telja að gæði þess fisks sem barst á land í strand- veiðunum síðasta sumar standist samanburð við annan afla. Friðrik segir strandveiðarn- ar hafa leitt til að verra hráefni komi að landi. Tveimur bjargað úr Öxará Tveimur var bjargað úr Öxará við Svartagil á Þingvöllum upp úr hádeginu í dag þegar bíll fólksins drap á sér í miðri ánni. Að sögn lögreglunnar ætlaði fólkið að fara yfir ána en fór of djúpt með þeim afleiðingum að vél bílsins drap á sér. Fólkið komst út úr bílnum og upp á þak bílsins þar sem því tókst að láta vita af sér. Komu Björgunarsveitin Ingunn og hjálparsveitin Tintron fólkinu til bjargar og komst fólkið í land um klukkustund eftir óhappið, eða um tvöleytið. Þau voru ómeidd en orðin nokkuð köld eftir biðina. Bíllinn náðist svo á þurrt skömmu síðar. Vinstri-græn styðja stjórnina Á flokksráðsfundi vinstri grænna, sem haldinn var á Akureyri, var samþykkt ályktun þess efnis að lýsa yfir fullum stuðningi við störf rík- isstjórnar vinstri grænna og Samfylkingar. Þá telur fund- urinn að áframhaldandi sam- starf flokkanna vera kjölfestu fyrir samfélagið í gegnum erfiða tíma, eins og það er orðað. Vinstri-græn segira að tryggja verði að á næstu árum verði í stjórnarráði landsins stjórn sem kennir sig við vel- ferð og að óheftri frjálshyggju síðustu 18 ára verði úthýst til frambúðar. „Þetta er mikill sigur,“ segir Geir Gestsson, lögmaður eignarhaldsfé- lagsins Imon, sem er í eigu útrásar- víkingsins Magnúsar Ármann. Fyrir helgi var milljarðamáli Landsbank- ans á hendur fyrirtækinu vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur. Imon-málið snýst um kaup eignarhaldsfélagsins á hlutabréf- um í Landsbankanum fyrir rúma fimm milljarða króna rétt fyrir hrun, 3. október 2008. Kaupin áttu sér stað þremur dögum áður en Fjár- málaeftirlitið tók Landsbankann yfir, þann 6. október. Þá átti Imon rúmlega 4 prósenta hlut í bank- anum. Imon Magnúsar Ármann fjármagnaði hlutabréfakaupin að fullu með láni frá Landsbankanum. Imon lagði stofnfjárbréf sín í spari- sjóðnum Byr að veði fyrir láninu og Nýi Landsbankinn leysti bréfin til sín. Fyrir dómi vildi Landsbankinn fimm milljarða. Gleymdu að mínusa? Það var í raun Landsbankinn sem fór fram á að málið yrði fellt niður og Geir telur að það hafi verið sam- þykkt út frá frávísunarkröfu hans. Bankinn fór fram á fimm milljarða og lögmaðurinn telur að ekki hafi verið tekið tillit til veðanna sem bankinn tók til sín. „Ég lít svo á að með því að málið var fellt niður hafi það verið viðurkenning á frávísun- arkröfunni. Bankinn gekk að veð- um vegna lánanna, sem voru stofn- fjárbréf í Byr, og í málinu var mjög óskýrt hvort tekið væri tillit til þeirra veða í kröfu málsins. Það var hrein- lega ekki dregið frá og þess vegna kröfðumst við frávísunar. Ég þori svo sem ekki að tjá mig um hvort stefnt verði á nýjan leik en komi til þess verðum við tilbúnir,“ segir Geir. „Þetta eru hlutabréfakaup sem Imon-menn hafa verið ósáttir við og þeir vilja meina að þeim hafi ver- ið seld ónýt bréf rétt fyrir hrun. Mis- tökin liggja hjá Landsbankanum, hreint og klárt, og þú getur sjálfur ímyndað þér hversu sáttur þú værir með að vera seld svona bréf. Þetta snýr að bankanum en ekki mínum skjólstæðing- um.“ Magnús mætti ekki Sérstakur saksóknari hefur rannsakað Imon- málið þar sem grun- semdir eru uppi um að þetta hafi í raun ver- ið sýndarviðskipti. Slík markaðsmis- notkun gæti varðað sex ára fangelsi. Bæði Magnús og Sigurjón Árnason, fyrr- verandi bankastjóri Landsbankans, hafa verið með stöðu sak- borninga í rannsókn- inni og voru yfirheyrðir sem slíkir. Þá var Björ- gólfur Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarfor- maður Landsbankans, einnig yfirheyrður í málinu. Sam- kvæmt heim- ild- um DV tók Sigurjón ákvörðunina um að lána Magnúsi fyrir bréfunum og því ætti óánægja þess síðarnefnda, um að honum hafi verið seld ónýt bréf, að beinast að bankastjóranum fyrr- verandi. Magnús Ármann, stjórnarfor- maður Imon, mætti ekki í réttarsal- inn fyrir helgi. DV óskaði eftir því við lögmanninn að fá að ræða við Magnús en þeirri beiðni var synjað. Aðspurður hvar hann væri niður- kominn og hvernig hann hefði það sagði Geir: „Hann býr úti í London. Það er engin leið að ég geti hjálpað við að komast í samband við hann. Í sjálfu sér veit ég ekki hvort hann hafi það gott en við erum í reglulegu sambandi. Eftir atvikum er hljóðið í honum ágætt.“ TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is ÁFANGASIGUR FYRIR MAGNÚS ÁRMANN Sýndarviðskipti? Samkvæmt heimildum DV á Sigurjón að hafa lánað Imon en saksóknari rannsakar hvort um sýndarviðskipti hafi verið að ræða. Landsbankinn hefur dregið milljarðamál gegn félagi í eigu Magnúsar Ármann til baka. Lögmaður Magnúsar fagnar sigrinum, en fullyrðir að félaginu hafi verið seld ónýt bréf í Landsbankanum rétt fyrir hrun, en Landsbankinn lánaði Imon til kaupa í bankanum. Sérstakur saksóknari rannsakar hvort kaupin á ónýtu bréfunum hafi í raun verið sýndarviðskipti. Úti í London Magnús mætti ekki í réttarsalinn en samkvæmt lögmanni hans er hljóðið í honum ágætt. Fagnar sigri Geir er ánægður með frávísun málsins og segist verða reiðbúinn til að takast á við Landsbankann verði stefnt aftur. Yfir hundrað mál á einni nóttu Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu fékk alls 102 mál inn á borð til sín frá miðnætti á aðfara- nótt sunnudags til klukkan sjö á sunnudagsmorgunn. Lögregl- an hafði þar af leiðandi í nógu að snúast og voru 10 ökumenn teknir ölvaðir við undir stýri. Þá voru þrír til viðbótar teknir fyrir að keyra undir áhrifum eitur- lyfja. Þeir geta allir búist við því að missa ökuleyfið og að þurfa að borga háa sekt. Lögreglan þurfti að sinna fimm umferðaróhöppum, í einu þeirra varð slys á fólki en í sum- um tilvikum leikur grunur á að ökumennirnir hafi verið ölvaðir. Í ályktun flokkráðsfundar VG, sem fram fór um helgina, er rætt um að samdráttur á fjölmiðlamarkaði hafi leitt til þess að blaðamönnum sé sniðinn óheyrilega þröngur stakkur. „Álag á fjölmiðlum er mikið og þeir blaðamenn sem enn ekki hafa orðið niðurskurðarhnífnum að bráð búa við mikið atvinnuóöryggi, sem aft- ur leiðir til þess að þeir geta átt erf- itt með að standa vörð um sjálfstæði sitt gagnvart yfirmönnum sínum og eigendum fjölmiðlanna, bæði varð- andi efnistök og óraunhæfar kröfur um vinnutíma og afköst. Fjölmiðlum er nú grímulaust beitt sem áróðurs- tækjum eigenda sinna.“ Hvorki formaður Blaðamannafé- lags Íslands né varaformaður vildu ræða við DV vegna ályktunarinnar í gærkvöldi. Rætt er sérstaklega um stöðu Morgunblaðsins og 365 miðla. „Ráðning ritstjóra Morgunblaðsins og sviptingar í mannahaldi þar og á fleiri miðlum eru skólabókardæmi um slíkt. Rekstur og tilgangur 365 miðla er illskiljanlegur í ljósi hruns- ins og framtíð allra miðla óviss.“ Fundarmenn á Akureyri töldu enn fremur að jafnréttismál í blaða- mannastéttinni hefðu orðið fyrir miklu bakslagi. „[N]úverandi og fyrr- verandi formanni Blaðamannafélags Íslands og varaformanni félagsins, sem allar eru konur, verið sagt upp störfum með stuttu millibili. Á sama tíma voru aðrir blaðamenn, allt karl- ar, ráðnir til starfa á viðkomandi fjöl- miðlum.“ Í ályktun flokkráðsfundar VG er Páll Magnússon útvarpsstjóri harðlega gagnrýndur. „Stjórnend- ur RÚV hafa heldur ekki borið gæfu til að skilja hlutverk stofnunarinnar. Áherslan er áfram á ungar, vel laun- aðar sjónvarpsstjörnur, forstjóralaun og jeppa, og niðurskurðartillögur ganga helst út á tilraunir til að losna við láglaunaða, reynda útvarps- menn, sem ætti að öðrum ólöstuð- um helst að halda í. “ helgihrafn@dv.is Rætt var um stöðu fjölmiðla í ályktun flokksráðsfundar VG á Akureyri: Óttast um stöðu fjölmiða Forstjóralaun og jeppi VG gagnrýnir Pál Magnússon útvarps- stjóra fyrir áherslu á ungar stjörnur, forstjóralaun og jeppa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.