Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2010, Blaðsíða 30
Faust
Séð og Heyrt-drottningin Orn-
ella Thelmudóttir er komin með
kærasta. Sá heppni er rappar-
inn Diddi Fel sem er meðlimur í
hljómsveitinni Forgotten Lores.
Ekki er langt síðan Ornella og
Diddi tóku saman en þau greindu
nýverið frá ást sinni á samskipta-
vefnum Facebook. Diddi vinnur
nú hörðum höndum að því að
leggja lokahönd á sólóplötuna
Hesthúsið sem er væntanleg
síðar í mánuðinum. Diddi sendi
nýlega frá sér myndband við lag-
ið Sjúkur sem verður á plötunni
en það er að finna á myndbanda-
vefnum youtube.com.
„Ég er langt kominn með lag fyr-
ir Palla og svo er aldrei að vita með
nema plata líti dagsins ljós hjá Haffa
Haff í ár,“ segir Örlygur Smári laga-
höfundur sem hefur í nógu að snúast
þessa dagana. Auk þess að vera með
lag í Eurovision er hann byrjaður
að vinna efni með einum skemmti-
legustu tónlistarmönnum landsins,
þeim Haffa Haff og Páli Óskari.
Vinnan hjá þeim Örlygi og Haffa
Haff gengur alveg ótrúlega vel að
hans sögn. „Efnið sem kemur frá
honum er svipað og hann hefur
verið að gera áður. Lögin hans hafa
gengið vel og Give me sexy var vin-
sælasta íslenska lagið á FM 957 á síð-
asta ári.“
Örlygur segir fá því að Haffi sé nú
að koma sterkur inn sem lagahöf-
undur og njóti aðstoðar hans. „Hann
kemur með hugmyndir til mín sem
ég fer svo með lengra.“
Páll Óskar ætlar líka að gleðja
aðdáendur sína með nýjum lögum.
„Hvort það verði plata þori ég ekki
að lofa,“ segir hann. „En það verða
allavega einhver lög sem koma út á
árinu.“
Framlag Örlygs og Heru í Söngva-
keppni Sjónvarpsins í ár er lagið Je
Ne Sais Quoi og syngur Hera Björk
lagið. „Það má segja að lagið sé í
svona mínum stíl með skvettu af því
sem Hera Björk var að gera í fyrra í
dönsku söngvakeppninni,“ segir
hann. Lagið verður fyrst flutt 23. jan-
úar og fer svo í spilun í útvarpi strax á
mánudaginn.
NÝTT FRÁ ÖRLYGI
KOMIN MEÐ
KÆRASTA
PLATA FRÁ HAFFA HAFF OG SMÁSKÍFA FRÁ PÁLI ÓSKARI:
GÍSLI ÖRN GARÐARSSON:
Björn Þorláksson, rithöfund-
ur og fyrrverandi fréttamaður
á Stöð 2, er kominn aftur í fjöl-
miðlageirann. Björn gaf einmitt
út bók núna fyrir jólin sem heitir
Heimkoman en þar lýsti hann
brotthvarfi sínu úr geiranum
þegar hann var rekinn af Stöð
2 og þurfti að takast á við lífið
inni á heimilinu í fyrsta skipti.
Hann er þó öllu minni í sniðum
fjölmiðillinn sem Björn starfar á
en það er Landspósturinn sem
er vefrit nema í fjölmiðlafræði
við Háskólann á Akureyri. Eftir
að Björn missti vinnuna ákvað
hann að setjast á skólabekk og er
því kominn á fullt í náminu.
AFTUR Í
FJÖLMIÐLA
30 MÁNUDAGUR 18. janúar 2010 FÓLKIÐ
„Það var bara verið að skrifa undir. Blekið er
varla þornað,“ segir Gísli Örn Garðarsson, leik-
stjóri Faust sem er að slá í gegn þrátt fyrir að
vera frumsýnt næstkomandi föstudag. Sýning-
in var seld til Þýskalands eftir að nokkrir Þjóð-
verjar sáu sýninguna með hefðarfólki landsins
nú fyrir helgi.
Samstarf Borgarleikhússins, Gísla Arnar og
félaga hans í Vesturporti hefur borið ríkulegan
ávöxt enda hafa fyrri samstarfssýningar leik-
húsanna ferðast víða um heim á undanförn-
um árum. Nægir þar að nefna Rómeó og Júlíu,
Woyzeck og Kommúnuna. Gísli mætir aftur
með félaga sinn, sjálfan Nick Cave, sér við hlið
sem semur tónlist og söngtexta fyrir sýninguna
ásamt Warren Ellis.
„Þeir þurftu náttúrlega að sjá hana áður en
þeir keyptu hana þannig að þeir mættu og leist
vel á þannig að samningar voru undirritaðir í
kjölfarið. Við förum með Faust til Þýskalands í
desember á stað sem heitir Ludwigshafen sem
er skammt frá Frankfurt,“ segir Gísli brosandi út
að eyrum.
Fjöldi erlendra aðila hefur lýst áhuga á sýn-
ingunni en sagan er aldagömul og ættuð frá
Þýskalandi. Fjöldinn allur af útgáfum af Faust
hefur verið sviðsettur, kvikmyndaður og sung-
inn en fjörutíu ár eru síðan Faust var síðast sett
á svið á Íslandi. „Það er fjöldinn allur af liði að
koma hingað til að kikja á sýninguna. Þetta er
eins og í hestamennskunni, maður kaupir ekki
hross fyrr en búið er að ríða því. Menn vita af
sýningunni og það er mikill áhugi fyrir henni en
menn kaupa ekkert fyrr en þeir eru búnir að sjá.
Nú fer þetta erlenda lið að streyma inn og við
sjáum svo til hvernig þetta rennur ofan í mann-
skapinn.“
benni@dv.is
SELT TIL ÞÝSKALANDS
Vesturportsleikhópurinn frumsýnir verkið Faust á
föstudaginn. Þrátt fyrir að ekki sé enn búið að frum-
sýna verkið er búið að selja það til Þýskalands og fleiri
erlendir aðilar hafa lýst yfir áhuga. Gísli Örn Garðars-
son leikstjóri er afar ánægður með verkið og viðtök-
urnar en uppselt er á Faust langt fram í tímann.
EKKERT VERIÐ AÐ HIKA Gísli Örn,
leikstjóri Faust, hefur selt verkið til
Þýskalands - áður en það er frumsýnt.
ÞRJÁR OG HÁLF STJARNA
Jón Viðar leikhúsgagnrýndandi DV
gefur Faust góða einkunn.