Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2010, Blaðsíða 23
18. janúar 2010 MÁNUDAGUR 23
SVONA FORÐAST ÞÚ DAUÐANN
n Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök í
flestum löndum OECD og voru 36% dánarmeina árið 2006
(Ísland 38%). Í þessum flokki dánarmeina eru blóðþurrðar-
sjúkdómar og heilablóðfall.
n Krabbamein er önnur helsta dánarorsök í löndum OECD (27
prósent) og er tíðnin hærri meðal karla en kvenna. Karlar á
Íslandi voru með þriðju lægstu dánartíðni vegna krabba-
meins (174 á 100.000 íbúa) árið 2006, næst á eftir Svíþjóð
og Mexíkó en 13 lönd voru með lægri dánartíðni kvenna af
völdum krabbameins en Ísland.
n Dánartíðni vegna umferðarslysa var 8,2 á hverja 100.000
íbúa á Íslandi árið 2006, samanborið við 9,6 í löndum OECD.
Tíðnin hefur dregist saman um 28 prósent á Íslandi frá 1970
en um 58 prósent að meðaltali í OECD-ríkjunum.
Staðreyndir um dánarorsakir
Lífslíkur við fæðingu voru 79,1 ár að
meðaltali í ríkjum OECD árið 2007 og
höfðu aukist um rúm tíu ár frá árinu 1960.
Árið 2007 voru ævilíkur á Íslandi 81,2
ár, eða þær fimmtu hæstu meðal ríkja
OECD. Lífslíkur íslenskra karla voru 79,4
ár, aðeins lægri en í Sviss þar sem þær
voru hæstar. Lífslíkur kvenna á Íslandi
voru 82,9 ár eða í 10.-12. sæti OECD-landa
ásamt Austurríki og Noregi. Hæstar
voru þær í Japan, 86,0 ár. Kynjamunur
á ævilíkum við fæðingu var 5,6 ár að
meðaltali í ríkjum OECD en minnstur á
Íslandi, 3,5 ár.
VERÐUM 81 ÁRS
Hamingja í ellinni
Heilsusamlegt mataræði og
regluleg hreyfing getur haft
úrslitaáhrif á það hvort þú
fáir banvæna sjúkdóma.
n Sveppir - Asískir sveppir geta dregið úr vexti krabbameinsæxlisfrumna.
n Kryddjurtir - Til dæmis búa engifer, chili-pipar, mynta, timjan og óreganó yfir krabbameinshaml-
andi og bólgueyðandi sameindum.
n Kálmeti - Getur dregið úr hættu á lungna-, þvagblöðru- og brjóstakrabba og krabbameini í
meltingarvegi.
n Hvítlaukur - Lyktarsameindir í hvítlauk geta hraðað eyðingu eitraðra krabbameinsvaldandi
sameinda.
n Sítrusávextir - Geta minnkað líkur á krabbameini í vélinda, munni og maga um allt að helming.
n Ber - Afurðir eins og rauðvín geta haft jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfið og geta virkað gegn
æxlismyndun.
n Súkkulaði - Vísbendingar eru um að krabbameinshamlandi efni séu í kakómassa. Getur einnig
fyrirbyggt hjarta- og æðasjúkdóma.
Dæmi um mat sem vinnur gegn krabbameini