Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2010, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2010, Blaðsíða 3
FRÉTTIR 18. janúar 2010 MÁNUDAGUR 3 Ferðakostnaður Orkuveitu Reykja- víkur, OR, vegna ferðalaga starfs- manna fyrirtækisins til útlanda var rúmar sextíu milljónir króna á síð- ustu tveimur árum. Sé ferðakostnað- ur stjórnarmanna fyrirtækisins tekinn með í reikninginn er samanlagður ferðakostnaður fyrirtækisins rétt tæp- ar sjötíu milljónir. Kostnaðurinn skiptist niður í far- gjöld, dvalarkostnað, dagpeninga og námskeiðs- og ráðstefnugjöld. DV óskaði eftir nánari sundurliðun á ferðakostnaðinum þannig að honum væri skipt niður í hverjir fóru í ferð- irnar, til hvaða landa hafi verið far- ið og í hvaða tilgangi ferðirnar voru. OR neitaði að gefa þær upplýsingar á þeim forsendum að þar á bæ vilji menn ekki eyða tíma í að taka þetta saman. Til tólf landa Fimm stjórnarmenn Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélags hennar, Reykjavík Energy Investment, REI, ferðuðust fyrir tæpar sjö milljónir króna á síðastliðnum tveimur árum. Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfull- trúi Samfylkingarinnar og stjórn- armaður beggja félaganna, trónir á toppnum en hún ein á nærri þriðj- ung alls kostnaðarins eða rúmar tvær milljónir. Misjafnt er hvort stjórnarmenn hafi farið einir út, tveir saman eða jafnvel þrír. Ferðakostnaður stjórn- armannanna fimm er að sjálfsögðu greiddur af Orkuveitunni og REI en á þessum tveimur árum ferðuðust full- trúarnir til tólf landa, Bandaríkjanna, Djíbútí, Englands, Eþíópíu, Filipps- eyja, Indónesíu, Japans, Jemen, Nor- egs, Slóvakíu, Svíþjóðar og Ungverja- lands. Ekki fæst uppgefið hjá OR til hvaða landa starfsmenn fyrirtækisins ferðuðust og því er óljóst hvort þeir hafi farið til fleiri eða færri landa en stjórnarmennirnir fimm. Hefði mátt spara Þegar ferðakostnaður OR vegna stjórnarmannanna var borinn undir Hjörleif Kvaran forstjóra taldi hann að allar ferðirnar sem farnar hafa verið undanfarin tvö ár séu innan eðlilegra marka og lærdómsríkar. Hann seg- ir vissulega að í einhverjum tilvikum hefði verið hægt að spara ferðalög. „Ferðirnar hafa án efa komið stjórn- armönnunum að miklu gagni því þarna hafi fyrirtæki og aðstaða verið skoðuð sem peningar hafa verið sett- ir í. Það er nauðsynlegt að skoða þau dæmi sem eru í gangi,“ segir Hjörleif- ur. „Það má alltaf ræða fram og til baka hvar hefði mátt spara og hvort í einhverjum tilvikum hefði verið hægt að senda færri fulltrúa. Fyrir það verða stjórnarmennirnir sjálfir að svara en í flestum tilfellum hefur þetta eflt víðsýni þeirra. Hjá okkur er núna allt á bremsunni og við eyðum ekki neinu í ferðir nema þær séu bráð- nauðsynlegar. Hvað þessi tvö ár varð- ar hefði hugsanlega í einhverjum til- vikum verið hægt að spara peninga.“ Orkuveita Reykjavíkur veitir ekki upplýsingar um hvaða starfsmenn hafa ferðast, til hvaða landa hefur verið farið og í hvaða tilgangi var farið á vegum fyrirtækisins síðustu tvö ár. Stjórnarmenn fyrirtækisins ferðuðust til tólf landa fyrir tæpar sjö milljónir króna. FERÐUÐUST FYRIR SJÖTÍU MILLJÓNIR „Hjá okkur er núna allt á bremsunni og við eyðum ekki neinu í ferðir nema þær séu bráðnauðsynlegar.“ Ferð: Starfsmaður: Áfangastaður Erindi: ... Fæst ekki uppgefið Fæst ekki uppgefið Fæst ekki uppgefið ... Fæst ekki uppgefið Fæst ekki uppgefið Fæst ekki uppgefið ... Fæst ekki uppgefið Fæst ekki uppgefið Fæst ekki uppgefið ... Fæst ekki uppgefið Fæst ekki uppgefið Fæst ekki uppgefið ... Fæst ekki uppgefið Fæst ekki uppgefið Fæst ekki uppgefið ... Fæst ekki uppgefið Fæst ekki uppgefið Fæst ekki uppgefið Sundurliðun ferðakostnaðar OR 2008 og 2009: n Árið 2008: 44,2 milljónir króna. n Árið 2009: 18,1 milljónir króna. Ferðakostnaður OR 2008 og 2009: TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Á ferð og flugi Starfsmenn og stjórnarmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa ferðast út fyrir tæpar sjötíu milljónir króna síðustu tvö ár. MILLJÓNIR Í LAUN HJÁ REI Þórðarson var stjórnarformaður og samningur gerður við Geysi Green um verkefni á Filippseyjum. Enginn minnihlutamaður átti sæti í stjórn.“ Stigum mjög rólega til jarðar Sigrún Elsa segir að í tíð hundrað daga meirihlutans hafi verið unn- ið áfram í samræmi við samninga. Reynt hafi verið að halda uppi vörn- um fyrir fyrirtækið. „Engir pólitískir fulltrúar sátu þá í stjórn REI. Utan- aðkomandi aðilar komu inn og stigu mjög rólega til jarðar á meðan skýrsl- an okkar um REI-málið var unnin. Ekkert tilboð var gert í filippseyska fyrirtækið á þeim tíma. Samstarfsað- ilar okkar á Filippseyjum vildu bjóða miklu meira en við vildum og því varð ekkert úr þessu.“ Sigrún segir að útrás REI hafi alls ekki hafist hjá hundrað daga meiri- hlutanum. „Við höfum alltaf lagt áherslu á að selja þekkingu en ekki vera í fjármögnun. Það er mikilvægt að þessi þekking nýtist og við sköp- um gjaldeyristekjur erlendis,“ segir Sigrún Elsa og vísar til gjörða fyrsta meirihlutans í REI-málinu. „Þetta varð allt saman til í stjórnartíð Sjálf- stæðisflokksins og þeir bara eiga það. Þá hefði FL Group fengið að leika sér með þetta sem skömmu áður hafði styrkt Sjálfstæðisflokkinn um 30 milljónir.“ Kjartan Magnússon Núverandi nefndastörf á vegum Reykjavíkurborgar: Borgarráð Íþrótta- og tómstundaráð, formaður Menntaráð, formaður Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur Stjórnkerfisnefnd Laun borgarfulltrúa 404.000 Laun fyrir nefndastörf 160.000 Laun fyrir setu í borgarráði 100.000 Starfskostnaður 60.000 Stjórnarseta í OR 112.500 Stjórnarformannsseta í REI 180.000 Smt. 1.083.564 Athugið að ekki er greitt viðbótarálag þó að menn séu formenn í fleiri en einni nefnd. Árslaun fyrir REI: 2.160.000 Sigrún Elsa Smáradóttir Laun borgarfulltrúa 404.664 Starfskostnaður 60.400 Stjórnarseta í OR 112.500 Stjórnarformannsseta í REI 90.000 Smt. 683.564 Árslaun fyrir REI: 960.000 Laun alþingismanns Landsbyggðarkjördæmi Þingfararkaup 520.000 Starfskostnaðargreiðslur 66.400 Ferðakostnaðargreiðslur 61.400 Húsn.- og dvalarkostnaður 126.980 Samtals 774.780

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.