Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2010, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 18. janúar 2010 FRÉTTIR Íslenskir Liverpool-aðdáendur hér á landi verða ekki fyrir eins miklu fjár- hagstjóni og í fyrstu var óttast eftir að hópur á vegum Liverpool-klúbbsins á Íslandi fór fýluferð á leik með enska liðinu. Nú er orðið ljóst að áhangend- urnir fá aðgöngumiðann á völlinn endurgreiddan ásamt því að ferða- skrifstofan VITA, sem hélt utan um ferðina, bauð öllum að fara heim fyrr sem dró verulega úr kostnaði þeirra sem það þáðu. Leikurinn átti að fara fram á heimavelli Liverpool-liðsins, Anfi- eld-leikvanginum, á sunndaginn síð- astliðinn en þegar íslensku áhang- endurnir, sem allir eru meðlimir í stuðningsmannaklúbbi liðsins hér á landi, voru í vélinni yfir Atlantshafinu á föstudaginn var sótt um að leiknum yrði frestað. Þegar hópurinn lenti á enskri grundu var búið að samþykkja frestun. Í fyrstu var óttast að tap hvers og eins gæti numið nærri hundrað þúsund krónum í það minnsta og þá var óljóst hvort miðar á sjálfan leikinn fengjust endurgreiddir. Lúðvík Arnarson, forstöðumað- ur VITA Sport, telur að allt hafi ver- ið gert til þess að koma til móts við áhangendur enska liðsins. Hann seg- ir Icelandair og hótelið hafa sýnt mál- inu mikinn skilning sem lágmarkaði skaðann verulega. „Þegar kom í ljós að leiknum var frestað fórum við strax í að leita leiða til að bjarga því sem bjargað varð, ég hef verið í sambandi við alla farþegana eftir heimkomu og ekki annað að heyra en menn séu sáttir miðað við allt og allt. Því mið- ur eru engar tryggingar sem ná yfir frestanir af völdum veðurfars og þess vegna óttuðust menn í upphafi að skaðinn yrði að öllu leyti farþeganna. Það má því segja að snörp viðbrögð hafi bjargað því sem bjargað varð,“ segir Lúðvík. trausti@dv.is Ferðaskrifstofan VITA kemur til móts við óheppna knattspyrnuáhugamenn: Ferðalöngum bætt tap að hluta Misstu af stjörnunum Íslenskir fótboltaáhangend- ur Liverpool-liðsins náðu ekki að sjá stjörnur liðsins spila um síðustu helgi. Ólafur Ragnar í bílaverksmiðju Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussiaeff forsetafrú heimsóttu rafbíla- verksmiðju í Bangalore auk fleiri fyrirtækja á sunnudag. Það var hluti af opinberri heimsókn hans til Indlands. Ólafur Ragnar ræddi við fjölmiðla á flugvellinum við komuna til Bangalore. Haft var eftir Ólafi Ragnari í indversk- um fjölmiðlum að hann ætlaðii sér að ræða við fulltrúa margra fyrirtækja á sviði hreinnar orku og upplýsingatækni. Forsetinn sagðist einnig ætla að efna til samstarfs á milli Íslands og Ind- lands á þessu sviði. Hann sagðist ánægður með heimsóknina til Indlands. Svangur þjófur með mat og vín Lögreglumenn á Selfossi hlupu uppi mann sem brotist hafði inn á kaffihúsið Kaffi Krús aðfaranótt laugardags. Þjófavarnarkerfi í húsinu hafði farið í gang þegar hann braust inn og var lögregla fljót á vettvang. Maðurinn var með þýfi á sér þegar lögreglan hafði hendur í hári hans; aðallega mat og vín. Maðurinn er á þrítugsaldri og hefur áður komið við sögu lögreglu. Stjórnlaust land „Ég held að það láti mjög nærri að landið sé stjórnlaust þegar forseti Íslands grípur með þess- um hætti fram fyrir hendurnar á meirihluta Alþingis, talar gegn sinni eigin ríkisstjórn á erlendum vettvangi. Þá er að minnsta kosti mjög sér- kennileg staða uppi í stjórnskip- un landins,“ segir Þorsteinn Páls- son, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í netvarpsviðtali Pressunnar. Þorsteinn fer í viðtalinu yfir stöðu málsins í Icesave-málinu og segir skýrt að breyta þurfi stjórnarskránni, sérstaklega að þeim ákvæðum sem lúta að þjóðaratkvæðagreiðslum og hlutverki forsetans. „Það hefur engan tilgang að reyna að fara í nýja samninga nema að breið samstaða sé um það með- al stjórnmálaflokkanna,“ segir Öss- ur Skarphéðinsson utanríkisráð- herra um þær þreyfingar sem hafa átt sér stað milli stjórnar og stjórn- arandstöðu varðandi nýjan samn- ing við Breta og Hollendinga um ríkisábyrgð á Icesave. Í viðræðunum hafa stjórnmálaforingjarnir reynt að finna á því flöt að komast hjá þjóð- aratkvæðagreiðslu með því að ná hagstæðari samningum. „Í svona snúinni stöðu þar sem miklir hagsmunir Íslands eru undir verða menn að hafa þrek til þess að standa saman,“ segir Össur. Tíðir fundir Foringjar stjórnar og stjórnarand- stöðu hafa fundað þrisvar um þessi mál og þótti jákvæður andi ríkja á þeim fundum. Um miðja síðustu viku talaði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um að stutt væri í að samkomulag næðist um að stjórn- málaflokkarnir kæmu fram sem ein heild gagnvart Bretum og Hollend- ingum varðandi nýjan samning. Viðbúið er að fundað verði aftur í dag, mánudag. Ekkert var fundað um helgina, eftir því sem DV kemst næst, og Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra gat ekki setið fund flokksfor- mannanna á föstudag þar sem hann var á flokksráðsfundi vinstri-grænna á Akureyri. Leita leiða strax „Það er neyðarbrauð að fara með þetta mál í þjóðaratkvæði. Almenn- ingur gerir þá kröfu til stjórnmála- manna að þeir komist að sameigin- legri niðurstöðu. Verður að mínu mati fellt í þjóðaratkvæði. Þá þurfa menn hvort eð er að leita einhverra nýrra leiða. Það er skárra að leita þeirra leiða strax,“ segir Kristján Þór Júlíus- son, alþingismaður Sjálfstæðisflokks- ins, um stöðu IceSave-málsins. Kristján hefur miklar efasemdir við það hvernig forsetinn beitir synj- unarvaldi sínu. „Hvaða lögum mun forsetinn synja staðfestingar næst? Hvað ætlar forsetinn að gera ef fram koma lög um töskuburð ráðamanna?“ spyr Kristján og hlær. Þjóðin kjósi Birgitta Jónsdóttir, fulltrúi Hreyfingar- innar í viðræðunum, segir ekkert nýtt hafa gerst í viðræðum um helgina og staðan því lítið breyst. Helst furðar hún sig á orðum Steingríms J. Sigfús- sonar fjármálaráðherra á flokksráðs- fundi vinstri-grænna um helgina þar sem hann lagði mikla áherslu á að lögin sem forsetinn synjaði staðfest- ingar yrðu staðfest í þjóðaratkvæða- greiðslu. Þetta væri ekki í takt við við- ræður flokkanna. Hún leggur áherslu á að fólk fái að kjósa. Viðræður flokkanna núna eigi hins vegar að snúast að því að undirbúa hvað gerist þegar sú nið- urstaða liggur fyrir, en skoðana- kannanir gefa til kynna að lögunum verði hafnað. Hún segir margt óljóst í viðræðum flokkanna, þar á með- al aðkoma vilji og aðkoma Breta og Hollendinga að nýjum samningum. Hún segir þó ljóst að ekki eigi að fara í nýjar samningaviðræður við þá nema ljóst sé að þeir séu reiðubúinir að ræða betri samning en þann sem nú liggur fyrir. NAUÐSYN AÐ NÁ SAMSTÖÐU Fulltrúar flokkanna halda áfram viðræðum sínum um hvað skuli gera í Icesave. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Kristján Þór Júlíusson leggja áherslu á sameigin- lega niðurstöðu. Birgitta Jónsdóttir vill láta kjósa en vera viðbúin því hvað gerist næst. BRYNJÓLFUR ÞÓR GUÐMUNDSSON fréttastjóri skrifar: brynjolfur@dv.is Mikil andstaða Skoðanakannanir gefa til kynna að Icesave-lög verði felld. Því vilja stjórnmálamenn vera viðbúnir og hafa aðra leið tilbúna, eða sleppa þjóðaratkvæði og semja upp á nýtt áður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.