Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2010, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2010, Side 4
4 MÁNUDAGUR 18. janúar 2010 FRÉTTIR Róbert Árni Hreiðarsson, dæmdur barnaníðingur og fyrrverandi lögmaður: Ákærður fyrir að tæla aðra stúlku Lögmaðurinn og dæmdi barnaníð- ingurinn Róbert Árni Hreiðarsson hefur verið ákærður fyrir fleiri kyn- ferðisbrot að nýju. Að þessu sinni gegn sautján ára stúlku á árunum 2002 til 2004. Honum er meðal ann- ars gefið að sök að hafa tælt hana til samræðis og annarra kynferðismaka í tjaldi með því að beita hana blekk- ingum og bjóða peningagreiðslur. Kynferðisbrotamálið nýja gegn Róberti Árna hefur verið þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra en hið meinta fórnarlamb krefst miska- bóta upp á 1,2 milljónir króna. Fyr- ir rúmum tveimur árum var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi og til sviptingar lögmannsréttinda fyrir gróf kynferðisbrot gegn fjórum ungl- ingsstúlkum, sem voru á aldrinum 14 til 15 ára þegar brotin voru fram- in. Þá beitti hann svipuðum aðferð- um, blekkingum og peningagreiðsl- um, til að tæla þær til kynferðismaka. Á heimili hans fundust myndir og myndbönd með barnaklámi og þar fannst minnisbók lögmannsins sem innihélt nöfn og upplýsingar um 335 stúlkur á ungum aldri. Hann var sýknaður fyrir vörslu barnakláms en samkvæmt dómnum á hann ýmist að hafa haft við stúlkurnar samræði, sett fingur sína inn í leggöng þeirra, fróað sér yfir þær, látið þær fróa sér eða fengið þær til munnmaka. Fyrir kynferðismökin greiddi hann stúlk- unum ýmist í reiðufé eða með áfengi. Brotin áttu sér stað á árunum 2005 til 2006. DV hefur áður greint frá því að Róbert Árni afplánar dóm sinn í Fangelsinu á Akureyri. Þaðan mun hann þurfa að mæta í réttarsal vegna nýrrar ákæru vegna kynferðisbrota gegn ungri stúlku. trausti@dv.is Í Kompásþætti Fjallað var um málefni Róberts Árna í Kompás- þætti þegar fjallað var um kynferð- islega misnotkun á börnum. Innheimtufyrirtækjum slysa- og skaðabóta fer fjölgandi og eru nokkur farin að auglýsa þjónustu sína grimmt. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir biður um að fyrir- tækin gæti hófs og starfsemin þróist ekki út í bótainnheimtur að amerískri fyrirmynd. VARAÐ VIÐ HRÆGÖMMUM „Þetta er einhvers konar ameríkanisering og hef ég tekið eftir því sjálfur að þeim hefur fjölgað.“ Fyrirtækjum sem sérhæfa sig í slysa- og skaðabótum hefur fjölgað hér- lendis á undanförnum misserum. Jafnframt eru þau orðin nokkuð áberandi í þjóðfélaginu því þau eru farin að auglýsa þjónustu sína reglu- lega í fjölmiðlum. Við einfalda leit á alnetinu má finna nærri tug fyrirtækja sem sér- staklega tengja sig við innheimtu slysa- og skaðabóta fyrir fólk. Þrjú þeirra, Fortis, Tort og Fulltingi, hafa verið mest áberandi undanfarnar vikur vegna auglýsinga í sjónvarpi. Hin fyrirtækin gera slysabótum hátt undir höfði í kynningum sínum og því má reikna með að innheimta bóta sér stór þáttur í starfsemi fyr- irtækjanna. Þar að auki má gera ráð fyrir því að fjöldi annarra lögmanns- stofa sinni þessari iðju með fram öðrum málaflokkum. Spurning um bótahlutfall Steingrím- ur Ari Ara- son, for- stjóri Sjúkra- trygginga Íslands, segir það almennt af hinu góða að fyr- irtæki taki að sér að innheimta bætur fyrir ein- staklinga en bendir á að oft sé þetta á gráu svæði. Aðspurð- ur segir hann að fram til þessa hafi ekki borist kvart- anir til stofnunarinnar vegna þessara innheimtufyrirtækja. „Í raun er ekkert hægt að am- ast við þessu en það er hins vegar alveg ljóst að oft eru menn á gráu svæði. Við höfum einna helst orðið vör við það að þessi fyrirtæki eru að reyna að sækja mjög gömul mál og það getur verið bagalegt fyrir málsað- ila,“ segir Steingrímur Ari. „Í þeim tilvikum þarf að rifja málin vel upp og sú vinna get- ur verið erfið. Ég kannast við um- ræðu um hræ- gammaaðferðir innheimtumann- anna en til okk- ar hefur þó ekki verið kvartað. Við vitum aldrei hver bótaskiptingin er milli aðila en það er einna helst við bótahlutfall innheimtuaðila sem ég gæti sett spurningarmerki. Í flestum tilfellum eru þetta einföld mál, sem við aðstoðum fólk við, og því óeðli- legt að einkaaðili taki stóran hluta af bótunum til sín.“ Óheppileg þróun Matthías Halldórsson aðstoðarland- læknir hefur orðið var við fjölgun slíkra fyrirtækja og bendir á að það sé nýtt að þau séu að auglýsa sig upp með áberandi hætti. „Þetta er ein- hvers konar ameríkanisering og hef ég tekið eftir því sjálfur að þeim hef- ur fjölgað. Út af fyrir sig hef ég ekk- ert út á fjölgun fyrirtækjanna að setja en hef vissar áhyggjur af því að þessu fylgi ákveðin hætta á svindli. Vissu- lega er sjálfsagt að hjálpa fólki að sækja bætur ef um vankunnáttu er að ræða en mér finnst að Trygginga- stofnun ætti að nægja til þess,“ segir Matthías. „Auðvitað get ég ekki haft neitt á móti starfseminni á meðan hún er lögleg en bið um að hún verði í sæmilegu hófi. Reynslan af svona starfsemi, til að mynda í Banda- ríkjunum, er sú að þessu fylgi hræ- gammastarfsemi en þar hefur þró- unin orðið sú að fyrirtækin eru farin að leita uppi læknamistök. Sú þróun gæti alveg eins orðið hér á landi og það væri mjög óheppilegt.“ n Fortis n Tort n Fulltingi n Slysabætur.is n Landslög n Bótaréttur n LEGE lögmannsstofa n Acta lögmannsstofa Nokkur slysa- og skaðabótafyrirtæki: TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Fjölgar ört Miðað við auglýsing- ar í fjölmiðlum virðast bótafyrir- tækjum hafa fjölgað og þau meira farin að auglýsa þjónustu sína. Farið varlega Matthías hefur ekkert á móti bótafyrirtækj- unum en vonast til þess að þau þróist ekki frekar í átt að amerískum bótafyrirtækjum. Á ofsahraða á Hellisheiði Tveir ökumenn fengu að kynnast laganna vörðum eftir að þeir voru teknir á ofsahraða á bílum sínum á Hellisheiði á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags. Fyrri ökumaðurinn var stöðv- aður eftir að bíll hans hafði mælst á 144 kílómetra hraða á klukkustund. Hinn ökumaðurinn var tekinn um miðnættið á enn meiri hraða. Sá mældist á 160 kílómetra hraða á klukku- stund eða 70 kílómetrum á klukkustund yfir löglegum hámarkshraða, en að auki reyndist hann undir áhrifum áfengis. Hann þarf væntan- lega ekki að hafa áhyggjur af því að endurtaka slíkt athæfi í bráð þar sem hann var svipt- ur ökuréttindum á staðnum. Tvær slösuðust í bílveltu Tvær ungar stúlkur voru fluttar með þyrlu Landhelg- isgæslunnar, TF LÍF, á Land- spítalann í Fossvogi undir kvöld á sunnudag eftir bíl- veltu skammt frá Grundar- firði seinni partinn í dag. Að sögn varðstjóra hjá Landhelgisgæslunni fór þyrl- an til móts við sjúkrabílinn og sótti þær slösuðu á Kaldár- melaflugvelli upp úr kl. 17.30. Þyrlan lenti svo í Reykjavík klukkan 18.26. Að sögn lögreglunnar í Grundarfirði var mikil hálka og ísing á veginum þegar slysið varð. Barist um efsta sætið Níu sækjast eftir sæti á lista vinstri-grænna fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar á Ak- ureyri og hafa því gefið kost á sér í forvali flokksins. Andrea Hjálmsdóttir og Baldvin H. Sig- urðsson sækjast bæði eftir að leiða listann. Edward Huijbens sækist eftir öðru sæti listans. Aðrir sem gefa kost á sér eru Auður Jónasdóttir, Daði Arnar Sigmarsson, Dýrleif Skjóldal, Guðmundur H. Helgason, Krist- ín Sigfúsdóttir og Sóley Björk Stefánsdóttir. Vinstri-græn eiga nú tvo bæj- arfulltrúa, Baldvin og Kristínu. LEIÐRÉTTINGAR n Móðir Sigrúnar Eyþórs- dóttur var rangnefnd í grein á ættfræði- og afmælissíð- um DV um helgina. Rétt nafn hennar er Anna Eyvör Ragn- arsdóttir. n Gunnar Sigurðsson býr ekki lengur á Kew Riverside- svæðinu í London, eins og lesa mátti í grein um útrás- arvíkinga í helgarblaði DV. Húsið sem hann bjó í er í eigu Bjarna Ármannssonar og konu hans. Baugur leigði húsið af þeim til tveggja ára en ekki tíu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.