Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2010, Blaðsíða 24
„Þetta var stórkostleg frammistaða. Hann varði örugglega sex sinn- um á heimsmælikvarða. Allir leik- menn mínir voru frábærir í þessum leik en engin lék þó betur en Boaz,“ sagði Phil Brown, stjóri Hull, eft- ir markalausa jafnteflið við Totten- ham. Frammistaða Boaz Myhill vakti mikla athygli en hann bjargaði Hull um eitt stig og kom því úr fallsæti. Heitir Glyn Oliver Boaz Myhill er fæddur níunda nóv- ember 1982 í Modesto í Kaliforníu. Pabbi hans er Kani en mamma hans frá Llangollen í Wales. Eins árs gam- all flutti fjölskyldan til Qswestry á Englandi þar sem hann gekk í Mar- ches skólann. Trevor Rees-Jones, lífvörðurinn sem lifði af bílslysið þar sem Díana prinsessa lést er frá Qswestry. Foreldrar hans vildu taka upp nafnið Boaz eftir ferðalag til Ís- rael en ættingjar þeirra töldu þau af því. Hann heitir Glyn Oliver Myhill en þrátt fyrir allt hefur hann alltaf verið kallaður Boaz! 12 ára gamall gekk Myhill í rað- ir Aston Villa. Mark Bosnich, Dav- id James, Peter Schmeichel og Peter Enckelman kenndu honum eitt og annað í markinu þótt hann hafi von- andi verið utan við sig þegar Bosnich og Enckelman voru að sýna honum hvernig ætti að haga sér á milli stang- anna. Klaufi í fyrsta leik Í janúar 2002 fór Myhill, sem þá var 19 ára, í lán til Stoke til að vera varamarkvörður Neils Cutler. Hann stoppaði ekki lengi þar og var lán- aður til Bristol City þar sem hann sat á tréverkinu í 18 af 19 leikjum. Hann komst þó í enska 20 ára lið- ið og sleppti mikilvægum leik með Bristol City sem sendi hann aftur til Aston Villa. Fyrsti byrjunarliðsleikur Myhill kom í nóvember 2002 þegar hann var í láni hjá Bradford City gegn Sheffi- eld United. Kvöldið var ógleymanlegt og tapaði Bradford 5-0 þar sem My- hill gerði sig sekan um mörg skelfi- leg mistök. Stórfjölskylda Myhill var í stúkunni á leiknum. Hann var send- ur heim til Villa og þaðan fór hann í lán til Macclesfield þar sem hjólin fóru að snúast honum í hag. David Moss, stjóri Maccelsfield, var hrifinn af Myhill og hann byrjaði 16 leiki þar sem hann sló í gegn. Moss vildi fram- lengja við hann lánssamninginn en merkilegt nokk vildi Aston Villa það ekki og sendi hann í lán til Stockport. Peter Tayolor, þáverandi stjóri Hull, komst að því að Stockport ætl- aði að kaupa pilt og var fljótur að leggja fram boð sem bæði Villa og Myhill samþyktu. Kostaði 50 þúsund pund Myhill gerði tveggja ára samning við Hull árið 2003 og kostaði félag- ið 50 þúsund pund. Hann var fljót- ur að koma sér í byrjunarliðið og sló í gegn hjá aðdáendum Hull fyrir oft magnaðar markvörslur. Hann lék lykilhlutverk fyrir liðið þegar það fór úr D-deildinni og upp í Champion- ship-deildina og missti aðeins úr einn leik 2004-5 tímabilið. Tíma- bilið eftir var frábært fyrir Myhill en hápunktur þess tímabils var þeg- ar hann varði tvær vítaspyrnur gegn Stoke. Hann lék alla leiki Hull nema einn sökum leikbanns en hann var rekinn af velli gegn QPR eftir að hafa tekið boltann með hendi fyrir utan teig. Í lok tímabilsins var hann út- nefndur leikmaður tímabilsins hjá Hull og tímaritið vinsæla 4-4-2 valdi hann besta markvörðinn fyrir utan úrvalsdeildina það árið. Úr kjallaranum og upp meðal þeirra bestu Boaz Myhill fékk nýjan samning við Hull og skrifaði undir þriggja ára samning árið 2007. Hann stóð í markinu þegar Hull komst nokkuð óvænt upp í Úrvalsdeildina árið 2008 og hefur ásamt Ian Ashbee, Andy Dawson og Ryan France farið upp um fjórar deildir með Hull. Undir lok síðasta tímabils var Myhill sett- ur á tréverkið eftir nokkrar skrýtnar ákvarðanatökur í markinu en hann var fljótur að komast aftur í byrjun- arliðið og stóð í marki Hull síðustu sex leikina. Þriðja september skrifaði hann undir nýjan samning sem end- ar 2012. Myhill á nokkra landsleiki með yngri landsliðum Englands en hon- um bauðst að spila bæði með Banda- ríkjunum og Wales. Hann var kallað- ur í velska landsliðið snemma árs 2006 en neitaði fyrst. Tveimur árum síðar var hann aftur kallaður í liðið sem hann þáði með þökkum og berst nú við Wayne Hennessey um stöðu landsliðsmarkvarðar Wales. 24 MÁNUDAGUR 18. janúar 2010 VERULEIKAFIRRTUR COLE Joe Cole, leikmaður Chelsea, er eitthvað vitlaust að lesa í heiminn. Eftir níu mánaða fjarveru vegna meiðsla vill hann fá 50% kauphækkun og vera jafnlaunahár og Nicolas Anelka og Michael Essien. Samningur Cole rennur út eftir tímabilið og gæti hann þess vegna samið við annað lið í dag kjósi hann svo. Cole er með 80 þúsund pund í vikulaun, rúmar 16 millj- ónir króna. Chelsea liggur ekkert á að semja við pilt enda hafa þeir sagt að hann skuli sanna sig á nýjan leik eftir að hafa verið frá svona lengi. Cole hefur byrjað 12 leiki af 18 síðan hann kom aftur. Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, hefur sagt að til að menn komi til greina í lokahóp HM verði þeir að vera að spila hjá sínum liðum. UMSJÓN: BENEDIKT BÓAS HINRIKSSON, benni@dv.is ENSKA ÚRVALSDEILDIN STOKE - LIVERPOOL 1-1 0-1 Sotirios Kyrgiakos (‘57), 1-1 Robert Huth (‘90) CHELSEA - SUNDERLAND 7-2 1-0 N. Anelka (‘8), 2-0 F. Malouda (‘18), 3-0 A. Cole (‘22), 4-0 F. Lampard (‘34), 5-0 M. Ballack (‘52), 5-1 B. Zenden (‘56), 6-1 N. Anelka (‘65), 7-1 F. Lampard (‘90), 7-2 D. Bent (‘90) MAN. UTD - BURNLEY 3-0 1-0 D. Berbatov (‘64), 2-0 W. Rooney (‘69), 3-0 M. Diouf (‘90) PORTSMOUTH - BIRMINGHAM FRESTAÐ TOTTENHAM HOTSPUR - HULL 0-0 WOLVES - WIGAN 0-2 0-1 J. McCarthy (‘60), 0-2 C. N Zogbia (‘73 EVERTON - MAN. CITY 2-0 1-0 Steven Pienaar (‘36),2-0 Louis Saha (‘45, v ti) ASTON VILLA - WEST HAM 0-0 BLACKBURN - FULHAM 2-0 1-0 Christopher Samba (‘25), 2-0 Ryan Nelsen (‘54) BOLTON - ARSENAL 0-2 1-0 Cesc Fabregas ( 44), 2-0 Fran Merida ( 78) STAÐAN LIÐ L U J T MÖRK STIG 1. Chelsea 21 15 3 3 52:18 48 2. Man. Utd 22 15 2 5 49:20 47 3. Arsenal 21 14 3 4 55:23 45 4. Tottenham 21 11 5 5 42:22 38 5. Man. City 21 10 8 3 42:30 38 6. Aston Villa 21 10 6 5 29:18 36 7. Liverpool 21 10 4 7 38:26 34 8. Birmingham 21 9 6 6 21:19 33 9. Fulham 21 7 6 8 26:24 27 10. Everton 21 6 8 7 30:34 26 11. Stoke City 21 6 7 8 19:26 25 12. Blackburn 22 6 6 10 23:39 24 13. Sunderland 21 6 5 10 30:38 23 14. Wigan 20 6 4 10 23:44 22 15. Burnley 21 5 5 11 22:43 20 16. West Ham 21 4 7 10 28:37 19 17. Wolves 21 5 4 12 18:38 19 18. Hull 21 4 7 10 20:42 19 19. Bolton 19 4 6 9 26:38 18 20. Portsmouth 20 4 2 14 18:32 14 CHAMPIONSHIP BARNSLEY - SHEFFIELD WEDNESDAY 1-2 Emil Hallfreðsson skoraði mark Barnsley BLACKPOOL - QPR 2-2 BRISTOL CITY - PRESTON NORTH END 4-2 DONCASTER ROVERS - WATFORD 2-1 Heiðar Helguson skoraði mark Watford. IPSWICH - COVENTRY 3-2 NOTTINGHAM FOREST - READING 2-1 PETERBOROUGH - DERBY 0-3 PLYMOUTH - CRYSTAL PALACE 0-1 SCUNTHORPE - CARDIFF 1-1 SHEFFIELD UTD. - MIDDLESBROUGH 1-0 SWANSEA - LEICESTER 1-0 STAÐAN LIÐ L U J T MÖRK STIG 1. Newcastle 24 15 6 3 39:14 51 2. Nott. Forest 26 13 10 3 39:20 49 3. WBA 24 13 6 5 49:25 45 4. Swansea 25 10 10 5 22:19 40 5. Cardiff 25 11 6 8 44:29 39 6. Sheff. Utd 25 10 8 7 36:33 38 7. Leicester 24 10 8 6 29:26 38 8. C. Palace 25 9 10 6 29:27 37 9. Blackpool 24 9 9 6 38:28 36 10. Bristol City 25 8 11 6 33:31 35 11. QPR 25 8 10 7 40:38 34 12. Doncaster 24 8 9 7 31:28 33 13. Middlesbro 25 9 5 11 34:30 32 14. Watford 25 8 8 9 34:39 32 15. Coventry 26 8 7 11 31:39 31 16. Barnsley 24 8 6 10 31:39 30 17. Preston 24 7 8 9 28:33 29 18. Derby 26 8 5 13 28:39 29 19. Ipswich 25 5 13 7 30:36 28 20. Scunthorpe 25 7 6 12 30:46 27 21. Reading 25 5 8 12 27:41 23 22. Sheff. Wed. 24 5 7 12 27:40 22 23. Plymouth 24 6 3 15 21:35 21 24. Peterborough 25 3 9 13 31:46 18 LEIKMAÐURINN ENSKI BOLTINN AMERÍSKUR ENGLENDINGUR SEM SPILAR MEÐ WALES Það er ekki oft sem menn fá 10 fyrir leik sinn í ensku úrvalsdeildinni. En Boaz Myhill sýndi oft á tíðum ótrúleg tilþrif gegn Tottenham og bjargaði Hull um eitt stig. Hann spilaði hinn fullkomna leik – svona nánast. SPILAR MEÐ WALES Myhill gat valið hvort hann spilaði með Wales, Banda- ríkjunum eða Englandi. Hann valdi Wales. BENEDIKT BÓAS HINRIKSSON blaðamaður skrifar: benni@dv.is LOK, LOK OG LÆS Jermaine Defoe gat ekki komið tuðrunni framhjá Myhill. Smáauglýsingasíminn er 515 55 50 smaar@dv.is Hafðu samband í síma 515-5555 eða sendu tölvupóst á askrift@dv.is - inn í hlýjuna Fáðu DV heim í áskrift

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.