Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2010, Page 3
FRÉTTIR 20. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 3
TÓK SÉR 65 MILLJÓNIR Í
ARÐ Í MIÐRI KREPPU
n Ásbjörn er framtaksmaður í Snæfellsbæ og var
forseti bæjarstjórnar fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn þar til hann settist á þing. Snæfellsbær
gerði langtímasamning við Iceland
Glacier Products vegna fyrirhugaðrar
vatnsverksmiðju á Rifi meðan
Ásbjörn var forseti bæjarstjórnar
og var hann einn þeirra sem
samþykktu samninginn. Hann
færði Iceland Glacier Products
einkarétt á vatni, sem kemur
úr lindum undir Snæfellsjökli,
nætu 95 árin. DV sagði frá því
snemma árs í fyrra að umrætt
fyrirtæki væri miðpunkturinn í
fjármálamisferli sem yfirvöld í Kanada höfðu til rannsóknar.
DV gekk illa að fá upplýsingar um innihald samningsins.
Síðustu orð Ásbjörns á þingi fyrir nýliðin áramót flutti
hann þingheimi er hann gerði grein fyrir atkvæði sínu gegn
Icesave-frumvarpinu 30. desember. „Þessir samningar vega að
efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Þeir stefna tækifærum
ungra Íslendinga í voða. Alþingi Íslendinga hefur ekki leyfi
til að binda hendur ófæddra Íslendinga á jafnveikum grunni
og hér er gert.“ Hann sagði það eina rétta í stöðunni að
þingmenn sameinuðust um að verja hagsmuni og sjálfstæði
íslensku þjóðarinnar og höfnuðu Icesave-samningunum.
„Ég segi nei og vísa allri ábyrgð á þessa ömurlegu Icesave-
kommúnistastjórn,“ sagði Ásbjörn og uppskar hlátrasköll úr
þingsal.
Samdi um einkarétt á vatni
dv.is
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
þriðjUdagUr 24. mars 2009 dagblaðið vísir 50. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347
Ísland eyðilagði
ekki hjónabandið n albönsk kona ber til bakafrásögn eiginmannsins
brUce Willis
genginn út
sviðsljós
fótboltamönnUm
boðið Í fiskvinnslU
framsækið sprotafyrirtæki í uppnámi:
allt vonlaUst
sjö mánUðUm
fyrir hrUnið
n flúðu kreppuna til færeyja – fóru úr öskunni í eldinnfréttir
íslenska
vatnið í
svika-
myllu
n otto spork vildi selja vatn úr snæfellsjöklin kanadÍsk yfirvöld frysta vatnssjóð
n átta milljarðar króna gUfUðU Upp
fólkhelgi sem
ofbeldis-
maðUr
fréttir
sammi
æfir
afró-
dans
fólk
fréttir
sport
stríð bjarna
og kristjáns
hitti fors
etann
24. mars 2009
Fjársvik vegna fasteignasölu til Kínverja:
Einn var handtekinn
„Það er enginn í haldi og það var
ekki farið fram á gæsluvarðhald. Það
er ekki tilefni til þess. Það á eftir að
yfirheyra fleiri vitni og leggja hald á
fleiri gögn. Síðan verður aftur tekin
skýrsla af þeim sem búið er að yfir-
heyra,“ segir Helgi Magnús Gunnars-
son, saksóknari efnahagsbrotadeild-
ar ríkislögreglustjóra.
Ríkislögreglustjóri handtók og yf-
irheyrði á þriðjudag Aron Karlsson
vegna gruns um meint fjársvik þeg-
ar fasteignin að Skúlagötu 51 var seld
til kínverska sendiráðsins. Karl Stein-
grímsson, oftast kenndur við Pelsinn,
veitti sjálfviljugur skýrslu ásamt lög-
manninum Gísla Gíslasyni og fast-
eignasala frá Fasteignamarkaðinum
ehf. Húsleit var gerð á þremur stöð-
um og lagt hald á 93 milljónir króna.
Segir Helgi Magnús að þeir peningar
hafi verið inni á bankareikningi eign-
arhaldsfélagsins 2007 sem seldi kín-
verska sendiráðinu Skúlagötu 51 fyrir
870 milljónir króna. Fór salan fram á
sama tíma og bönkum, sem eiga veð
í húseigninni, var kynnt 575 milljóna
króna tilboð frá indverska félaginu
Auro Investment Partners. Húseign-
in er yfirveðsett Íslandsbanka, Arion
banka og þrotabúi Glitnis. DV sagði
fyrst fjölmiðla frá málinu síðastliðinn
föstudag en RÚV sagði frá handtök-
unni í gær.
Helgi Magnús segir að efnahags-
brotadeild hafi fengið kæru vegna
málsins á fimmtudaginn í síðustu
viku. Daginn eftir hafi verið lagt hald
á 93 milljónir króna sem var á reikn-
ingi eignarhaldsfélagsins 2007. Karl
og Aron færðu fasteignina að Skúla-
götu 51 frá félaginu Vindasúlum
ehf. til 2007 ehf. sama dag og kaup-
tilboðið til indverska félagsins upp
á 575 milljónir króna var samþykkt
með vitund veðhafanna. Samkvæmt
heimildum DV hefur lögmaðurinn
Gísli Gíslason aðstoðað feðgana Karl
og Aron við söluna á fasteigninni að
Skúlagötu 51. Gísli hefur sjálfur orð-
ið gjaldþrota en hann hefur verið
þekktur fyrir það í seinni tíð að vilja
rafbílavæða Ísland.
Í samtali við DV segir Brynjar Ní-
elsson, lögmaður þriggja banka sem
áttu veð í húseigninni að Skúlagötu
51, að bankarnir hafi kært þá sem
komu að sölunni á fasteigninni þar
sem þeir töldu að um refsiverðan
verknað hefði verið að ræða. Nú sé
Yfirheyrður Karl Steingrímsson var
yfirheyrður af efnahagsbrotadeild
ríkislögreglustjóra í gær vegna gruns um
fjársvik. MYND KRISTINN MAGNÚSSON
Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins
bönnuðu Kananum í gær, þriðju-
dag, að spila lögin sem taka þátt í
undankeppni Söngvakeppni evr-
ópskra sjónvarpsstöðva, Eurov-
ision. Forsvarsmenn Kanans eru
afskaplega ósáttir við þetta en ætla
þó ekki að hætta umfjöllun um
keppnina.
Sláandi lík lög
Ásgeir Páll Ágústsson, þáttar-
stjórnandi síðdegisútvarps Kan-
ans, spilaði lag Örlygs Smára,
sem Hera Björk söng í undan-
keppninni á laugardag, í þætti
sínum á þriðjudag. Ásgeir bar
lagið saman við lagið „Who do
you love“ sem Kate Ryan syng-
ur og þótti hlustendum Kanans
þau vera sláandi lík. En Eurov-
ision-gleði þeirra á Kananum
stóð ekki lengi því Einar Bárð-
arson, útvarpsstjóri Kanans,
færði Ásgeiri Páli þær fréttir inn
í hljóðver að starfsmenn Ríkis-
útvarpsins hefðu haft samband
við hann og bannað Kananum
að spila lögin sem taka þátt í for-
keppninni í ár. Ásgeiri Páli mun
hafa verið nokkuð brugðið við
það enda búið að birta lögin op-
inberlega á vefnum og spila þau
hjá Ríkisútvarpinu.
Ósáttur útvarpsstjóri
Einari Bárðarsyni var sömuleiðis
ekki skemmt yfir þessari ákvörð-
un. Hann sagði Lindu Þórðar-
dóttur, fulltrúa dagskrárstjóra
innlendrar dagskrárgerðar Ríkis-
útvarpsins, hafa bannað Kanan-
um að spila lögin. Einar sagðist
ekki skilja þessa ákvörðun því lög-
in eru til kynningar á vef Ríkisút-
varpsins og Kaninn væri svo sann-
arlega að kynna þau. „Við erum
með litlu minni hlustun er Rás 2
í dag þannig að ég hélt að menn
myndu fagna þessu. Fyrir utan
það að ég taldi mig vera með góð-
fúslegt leyfi Þórhalls Gunnarsson-
ar fyrir þessu en ég átti óformlegt
samtal við hann í síðustu viku um
málið en það kann auðvitað að
hafa breyst í kjölfar frétta dagsins
(gærdagsins þegar Þórhallur hætti
hjá RÚV, innsk. blaðamanns),“
segir Einar. Hann er þó hvergi
nærri af baki dottinn og segir Kan-
ann ætla að halda umfjölluninni
um forkeppni Eurovision áfram á
Kananum. „Nú munum við hins
vegar taka til hljóðfærin okkar og
reyna að flytja bara lögin sjálfir,
hlustendum okkar til glöggvunar.
Þjóðin á rétt á því að fylgjast með
þessu án þess að vera skikkuð til
að hlusta á Rás 1 eða Rás 2,“ sagði
Einar.
Jöfn umfjöllun
Linda Þórðardóttir segir Kanann
ekki hafa heimild til að spila lög-
in, sem eru á vef Ríkisútvarpsins, á
Kananum því þau séu ekki mark-
aðshljóðrit. Ríkisútvarpið hyggur
á útgáfu laganna um næstu mán-
aðamót, eftir að fyrstu umferð for-
keppninnar er lokið, til að tryggja
að lögunum sé öllum gert jafn-
hátt undir höfði. „Við viljum halda
spilun laganna á okkar miðlum til
að hafa umfjöllunina jafna,“ sagði
Linda í samtali við DV. Hún seg-
ir þá ákvörðun Ríkisútvarpsins
að banna Kananum að leika lög-
in ekki vera tengda því að Kaninn
hafi borið saman líkindi lags Ör-
lygs Smára og annars lags í gær.
Málið snúist einfaldlega um að
Ríkisútvarpið vilji tryggja að lögin
fái jafna umfjöllun.
Nú munum við hins vegar taka
til hljóðfærin okkar og
reyna að flytja bara
lögin sjálfir, hlustend-
um okkar til glöggvun-
ar.
BIRGIR OLGEIRSSON
blaðamaður skrifar: birgir@dv.is
Ríkisútvarpið bannar
útvarpsstöðinni Kananum
að leika lögin sem taka
þátt í undankeppni Eur-
ovision. Einari Bárðar,
útvarpsstjóra Kanans, er
alls ekki skemmt.
KANINN FÆR EKKI
AÐ SPILA LÖGIN