Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2010, Síða 18
Svarthöfði dáist að þrotlausri vinnu bankanna við að lagfæra ímynd sína án þess að laga neitt raunverulegt. Hæfileiki þeirra
til að fegra efnahagsreikninginn nýtist
þeim ekkert síður í ímyndarvandan-
um í dag en lausafjárskortinum fyrir
hrun. Einstaka sinnum kemur hins
vegar fyrir að það sést á bak við tjöldin
hvernig í pottinn er búið.
Yfirmaður ákveðinnar deildar í Arion banka, sem er sami banki og Kaupþing nema með annað nafn og jóla-
skraut í stað lógós, fékk falleinkunn
í könnun meðal starfsmanna bank-
ans. Yfirmenn yfirmannsins ákváðu
að leysa málið. Niðurstaðan var að
allir starfsmennirnir á gólfinu væru
veikir fyrst þeir voru svona ósáttir
við yfirmann sinn. Því voru óánægðu
starfsmennirnir sendir til sálfræðings,
eins og segir frá í frétt DV í dag.
Ef Svarthöfði réði einhverju hefði hann sent yfirmann-inn til sálfræðings. Eða gert hann að undirmanni. Miðað
við aðgerðirnar myndi hann reyndar
líka breyta yfirmönnum yfirmannsins
í undirmenn, vegna auðsýndrar van-
hæfni þeirra í málinu.
Yfirmenn eru þrisvar sinn-um líklegri en venjulegt fólk til þess að vera haldnir sið-blindu, samkvæmt rannsókn-
um. Aðrar rannsóknir hafa leitt í ljós
að slæmur yfirmaður getur hrein-
lega drepið þig. Og það löglega.
Þetta hefur hins vegar ekki far-
ið hátt. Þeir sem vilja kynna sér
hvernig yfirmenn drepa geta
lesið um rannsóknir Roberts
Sapolsky, taugalíffræðings hjá
einum besta háskóla
heims, Stanford í
Kaliforníu. Þær
lýsa því hvernig
yfirgangssamir
bavíanar auka
stress meðal
annarra, með
umfangs-
miklum af-
leiðingum
fyrir venju-
lega bav-
íana. Þeir
sem starfa
undir
stjórn
slæmra
og yfir-
gangs-
samra yfir-
manna eru líklegir til að þróa með sér
krónískt stress. Þeir þurfa til dæmis að
lifa við skert minni, raskaða heilastarf-
semi, aukna magafitu, svefnleysi,
tíðari veikindi og á endanum
deyja þeir fyrr en aðrir.
Það mætti kalla þetta
höfðingja-
siðferði,
eftir
hugmyndum Friedrichs Nietzsche. En
Nietzsche gerði ráð fyrir því að menn
með höfðingjasiðferði væru sterkari og
æðri en aðrir. Yfirmenn eru hins vegar
engin „übermensch“. Þeir bara halda
það.
Á
smundur
Stefáns-
son, fyrr-
verandi
ríkissátta-
semjari, var
skipaður for-
maður bankaráðs
Landsbankans eftir
hrun. Þegar kom að
því að ráða bankastjóra
datt honum enginn betri
maður í hug en hann sjálf-
ur. Svo hann réð sjálfan sig
sem bankastjóra. Næst frestaði
hann því að auglýsa eftir banka-
stjóra. Oft er talað um að frænd-
hygli og kunningjaveldi séu helstu
vandamál Íslendinga. Ekki hjá Ás-
mundi. Hann er sjálfsveldi.
Árni Tómasson var skipaður formaður skilanefndar Glitn-is af Fjármálaeftirlitinu. Hann er bráðnauðsynlegur maður,
að eigin mati. Ef bankinn væri maður
væri Árni súrefni. Þegar skilanefndin
ákvað að skipa mann í bankaráð hins
endurreista Íslandsbanka gat Árni
ekki annað en tilnefnt sjálfan sig.
Um leið tilnefndi hann Jón Sig-
urðsson sem formann banka-
ráðsins. Jón var stjórnarformaður
Fjármálaeftirlitsins þegar „það“
skipaði Árna í skilanefnd-
ina á sínum tíma.
Árni og Jón eru ein
lítil, sjálfbær at-
vinnumiðlun.
E
ngum
finnst yf-
irmenn
jafnmik-
ilvægir og
yfirmönn-
um. Og
yfirmenn
stjórna
heiminum,
í sjálfbæru
kunningja-
veldi, með sið-
blindu í þriðja veldi.
SLÆMIR YFIRMENN
SPURNINGIN
„Það er þyngra en
tárum taki,“ segir
Guðjón
Guðmundsson,
faðir Snorra Steins
landsliðsmanns,
en íslenska
landsliðið gerði
grátlegt
jafntefli við
Serba 29-29 á
Evrópumótinu
í handbolta.
GRÆTUR ÞÚ
JAFNTEFLIÐ?
„Þetta er enginn
ágreiningur,
þetta er bara
mín ákvörðun.“
n Þórhallur Gunnarsson um að hann hafi
ákveðið að hætta af persónulegum ástæðum en
ekki vegna ágreinings. - Vísir
„Blekið er varla
þornað.“
n Gísli Örn Garðarsson um
samning þess efnis að uppfærsla
Borgarleikhússins og Vesturports hafi
verið seld til sýninga í Þýskalandi. - DV
„Þetta er einhvers konar
ameríkanisering.“
n Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir um
fjölgun fyrirtækja sem sérhæfa sig í innheimtu
slysa- og skaðabóta fyrir fólk. Hann telur þess
þróun neikvæða. - DV
„Kveð ykkur öll með
söknuði.“
n Þórhallur Gunnarsson, fráfarandi
dagskrárstjóri RÚV, sem sagði óvænt upp starfi
sínu. - DV.is
„Gírug í ferðir,
gráðug í fé.“
n Svona hefst níðvísa Ólafs F.
Magnússonar borgarfulltrúa
um Hönnu Birnu Kristjánsdóttur
borgarstjóra sem hann flutti á fundi
borgarstjórnar. - DV.is
Ísland og Haítí
LEIÐARI
Íslenska þjóðin hefur undanfarið hálft annað ár verið á barmi þunglyndis vegna örlaga sinna. Hæst ber í umræðunni vænt-anlegar skuldir vegna Icesave. Dag eftir
dag er þrefað um það mál á alla vegu. Minna fer
fyrir umræðu um risavaxið kúlulán sem tekið
var eftir að Davíð Oddsson sigldi Seðlabankan-
um í þrot. Fæstir tala um það hversu heppin ís-
lenska þjóðin er þrátt fyrir allt. Íslendingar eru
nefnilega ein heppnasta þjóð á jarðríki ef litið
er til innviða samfélagsins og þess mannauðs
sem er að finna á meðal eyjarskeggja.
Í bland við umfjöllun á heimsvísu um hrun
íslenska fjármálageirans hefur undanfar-
ið heyrst af rústabjörgunarsveit örríkis sem
á mettíma var komin til Haítí til að bjarga
mannslífum og leggja heimamönnum lið. Ut-
anríkisráðuneytið íslenska brá skjótt við þeg-
ar jarðskjálftinn stóri reið yfir. Á innan við 12
klukkustundum var lagt upp í ferð um hálfan
hnöttinn til að koma til hjálpar í einu fátæk-
asta ríki veraldar. Þar er mannfallið gríðarlegt
og stór hluti húsnæðis höfuðborgarinnar er
hruninn. Snögg viðbrögð Íslands fengu góða
athygli í heimspressunni. Jafnframt eru þau
grimmu örlög sem steðja að landsmönnum
Haítí áminning til Íslendinga um það hversu
gott þjóðin hefur það í samanburði við þá ógn.
Öll vandræði Íslands eru hjóm eitt þegar litið er
til þeirra ógnaratburða. Saga íslenskrar þjóðar
geymir fjölda mannskæðra atburða og nátt-
úruhamfara. Jafnharðan reis þjóðin upp aft-
ur og hélt sínu striki. Auðvitað er það alvarleg
staða þegar hamfarir af mannavöldum ganga
yfir þjóðina eins og nú gerist. En það er þó eng-
in ástæða til að bugast. Þvert á móti verður fólk
að berjast. Gerum upp hrunið, refsum hinum
seku og höldum síðan áfram að vera sú kjark-
mikla þjóð sem haldið hefur Íslandi í byggð.
Endurreisnin er fram undan. Það verkefni
verður að hafa forgang. Í því felst jafnframt að
þjóðin lágmarki þá spillingu sem hefur grafið
um sig í þjóðarlíkamanum frá því að lýðveldið
var stofnað.
REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR. En það er þó engin ástæða til að bugast.
BÓKSTAFLEGA
18 MIÐVIKUDAGUR 20. janúar 2010 UMRÆÐA
SANDKORN
n Óperusöngvarinn Jóhann Frið-
geir Valdimarsson er einstak-
lega vel akandi á silfurgráum
Range Rover. Það er þó ekki tekið
út með sældinni. Jóhann mun
hafa lýst því
að ekki sé
óalgengt að
reiðir þjóð-
félagsþegnar
í umferðinni
sýni honum
fingurinn.
Einhverju
sinni þegar
fokkmerki birtist var söngvar-
inn stopp á rauðu ljósi. Hann
skrúfaði niður rúðuna og kallaði
til þess sem sýndi fingurinn og
spurði hvort hann myndi vilja
borga af myntkörfuláninu.
n Katrín Jakobsdóttir mennta-
málaráðherra þarf á næstunni
að finna sér aðstoðarmann.
Skáldið Sigtryggur Magnason
hefur gegnt starfinu undanfarið
en hyggst nú
snúa sér að
listinni, heill
og óskipt-
ur. Þann 22.
janúar verð-
ur frum-
sýnt leikritið
Bráðum hata
ég þig eftir
Sigtrygg. Þá eru fram undan ótal
verkefni kappans á ritvellinum.
n Einar Bárðarson, eigandi Kan-
ans, á í stríði við Kastljós eftir að
Þóra Tómasdóttir lýsti því yfir
að hann væri einn af oddvitum
eineltis á hendur 16 ára stúlku
sem sprakk á limminu um þar-
síðustu helgi. Einar mun ætla að
kæra Kastljósfólkið til siðanefnd-
ar Blaða-
mannafélags
Íslands. En
það er eng-
inn bilbugur
á Einari þrátt
fyrir áburð
um einelti. Í
auglýsingu
Kanans er
fullyrt að haldið verði áfram um-
fjöllun um Eurovision og ekkert
dregið undan.
n Það hefur verið á brattann að
sækja hjá Gísla Marteini Bald-
urssyni borgarfulltrúa ef marka
má Capacent. En það er þó ljós
við enda ganganna því fyrirlestr-
ar hans um borgarskipulag hafa
vakið lukku. Í tvígang hefur verið
húsfyllir í Þjóðminjasafninu þar
sem Gísli hefur fjallað um fram-
tíð Reykjavíkur. Hann nam þessi
fræði í Edin-
borg eins og
frægt er þar
sem hann
var hluta
námstímans
á launum.
Sagt var í
Sandkorni að
hann hefði
þegið laun sem formaður borg-
arstjórnarflokksins, 100 þúsund á
mánuði, allt námstímabilið. Þar
var byggt á röngum upplýsingum
og leiðréttist það hér með. Gísli
var launalaus frá janúar og fram í
september á síðastliðnu ári.
LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK
ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Sverrir Arngrímsson
RITSTJÓRAR:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
FRÉTTASTJÓRAR:
Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
AUGLÝSINGASTJÓRI:
Elísabet Austmann, elisabet@birtingur.is
DV Á NETINU: DV.IS
AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010,
ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050.
SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.