Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2010, Síða 29
FÓKUS 20. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 29
PurpleRabbit.is
Sýndu þig og sjáðu aðra á heitum og
spennandi samskiptavef þar sem allt
snýst um þig og þína djörfu, góðu vini.
Njóttu lífins á kanínunni, jafnvel með
100% leynd. Góðar stundir.
Stefnumót.is
Stefnumót.is er vandaður og siðprúður
vefur fyrir fólk sem vill kynnast með
félagsskap, vinskap eða varanleg kynni
í huga. Vefurinn er gjaldfrjáls. Vertu
ævinlega velkomin/n.
TILKYNNINGAR
Takið eftir
Ég óska eftir frásögnum, upplifun og
persónulegri reynslu karla og kvenna
á öllum aldri. Leitað er eftir fant-
asíum, kynhvöt, kynlífi eða reynslu.
Sendið frásagnirnar bréflega í póst-
hólf nr.360. 121. Reykjavík með fyrir
fram þökkum til allra sem taka þátt.
ath: frásagnir á facebook.
»Heila
HEILSUVÖRUR
Aloe Vera Heilsunnar vegna.
Betri lífstíll - meiri orka.
Hlíf og Magnús sjálfstæðir
dreifingaraðilar S. 822 8244
www.flp1.is
NUDD
Nudd fyrir heilsuna
Ertu aum/ur í hálsi eða höfði ?
Áttu erfitt með að komast fram úr á
morgnana? þá er þetta rétta stofan
fyrir þig. Ég verð í Mjóddinni fimmtud.
21. jan. og föstudaginn 22. jan. Er með
40 ára reynslu í nuddi. Með diploma
frá 4 löndum. Gerður Benediktsdóttir
nuddari G. Ben Jurtavörur. Tímapant-
anir og uppl. í S. 588 2260 / 863 2261
»Kennsla
ÖKUKENNSLA
www.aksturinn.is S. 694 9515
Öku- og bifhjólakennsla. Tek einnig að
mér akstursmat. Uppl í síma 694 9515
Haukur Vigfússon.
»Tómstundir
GISTING
Gista.is
Bjóðum upp á gistingu á besta stað
í bænum og 2 og 3 herbergja íbúðir,
fullbúnar húsgögnum og uppbúnum
rúmum. Internet-tenging er til staðar.
S. 694 4314. www.gista.is
»Húsnæði
HÚSNÆÐI Í BOÐI
ÞJÓNUSTUAUGLÝSING
Á MIÐVIKUDEGI
Lífið er frekar dapurlegt hjá ellilífeyr-
isþeganum Harry Brown sem á sínum
yngri árum var vaskur sérsveitarmaður
í breska hernum. Eiginkona hans liggur
fyrir dauðanum
og eini vinur hans er ofsóttur af rudda-
legu unglingagengi sem heldur áður frið-
sælu hverfi Harrys í heljargreipum.
Skömmu eftir að eiginkonan skilur við
tekur glæpagengið sig til og slátrar vini
Harrys sem þá er nóg boðið. Hann verð-
ur sér úti um byssu og sýnir að hann hef-
ur engu gleymt og rifjar upp gamla takta
frá því að hann barðist á Norður-Írlandi
og víðar og gengur milli bols og höfuðs á
skítalöbbunum sem hafa varpað skugga á
tilveru hans.
Michael Caine var eitursvalur í glæpa-
myndinni Get Carter fyrir 39 árum síðan
þar sem hann lék harðsnúinn gangster
sem lúskraði á óþjóðalýð í leit að morð-
ingja bróður síns. Og kallinn er engu
minni töffari núna, 76 ára gamall, og þeg-
ar Harry sýnir hvað í honum býr er engu
líkara en að Carter sjálfur sé upprisinn.
Caine ber þetta bráðskemmtilega og
ofbeldisfulla hefndardrama á herðum
sínum og það er unun að horfa á kallinn
sveifla byssum og pynta illa uppdregin
ungmenni af þeirri einurð og hörku sem
Carter sýndi árið 1971.
Samanburður við Gran Tourino með
Clint Eastwood er óhjákvæmilegur, enda
eiga myndirnar ýmislegt sameiginlegt fyr-
ir utan það að í þeim báðum fara gamlir
jaxlar
á kostum. Harry Brown skortir samt
nokkuð á þá mannlegu dýpt sem gerði
Gran Tourino svo eftirminnilega en á
móti kemur að Harry gerir allt það sem
við vildum að
Eastwood gerði í Gran Tourino. Hér er
nefnilega ekkert verið að fara fínt í hlutina
og Harry slær hvergi af í ofbeldi og fanta-
skap þannig að Harry Brown er alveg sér-
deilis prýðilegt og fullnægjandi hefndar-
drama þótt hún sitji ekki jafnlengi í manni
og Gran Tourino.
Þórarinn Þórarinsson
Carter á eftirlaunum
The Road er mynd sem fellur klárlega
ekki í hóp með svokölluðum „Holly-
wood-myndum“ þó svo að stórstjörnurn-
ar Viggo Morthensen og Charliez Theron
fari með aðalhlutverkin. Það er lítið um
öfgafullar hasarsenur en í staðinn er við-
fangsefnið mannlegar tilfinningar og við-
brögð í gjörsamlega ömurlegum aðstæð-
um.
The Road er byggð á samnefndri bók
og gerist eftir að heimurinn eins og við
þekkjum hann hefur verið lagður í rúst.
Heimurinn er að deyja og enginn virðist
vita út af hverju. Trén eru að deyja, dýr-
in eru löngu dáin og hægt og bítandi er
mannfólkið einnig að deyja út. Við þess-
ar ömurlegu aðstæður er helsta hættan
ekki að svelta til dauða heldur að verða
fyrir barðinu á siðblindu mannfólki sem
hefur snúið sér að mannáti og veiðir sér
til matar.
Í myndinni fylgjumst við með ferða-
lagi feðga sem eru leiknir af Viggo og Kodi
Smit-McPhee. Þeir stefna suður á bóg-
inn í von um betra líf en óvissan er þrátt
fyrir það algjör. Faðirinn á sér aðeins eitt
markmið eftir í lífinu og það er að vernda
son sinn sama hvað það kostar. Ekki síst
vegna þess að hann er einn af fáum börn-
um sem eftir eru í heiminum. Hann getur
þó ekki verndað hann frá þeim viðbjóði
sem er í gangi allt í kringum þá og það
er erfið senan þar sem hann er að kenna
syni sínum hvernig hann eigi að skjóta
sjálfan sig í höfuðið ef mannæturnar ná
í skottið í þeim.
The Road er ekki mynd með stórkost-
legum fléttum og miklum látum, eins og
áður sagði, heldur eru flétturnar tilfinn-
ingalegs eðlis því maður á í erfiðleikum
með sjálfan sig næstum því alla myndina.
Eymdin, vonleysið, illskan og óvissan er
svo mikil að hún er nánast óbærileg. En
um leið verða litlir hlutir sem við álítum
svo sjálfsagða að heimsins mestu gleði-
gjöfum.
Hún fjallar á mjög raunsæjan hátt um
hvernig örvænting og hungur myndi fara
með mennina ef allt sem við þekkjum
yrði tekið frá okkur og óreglan væri algjör.
Allt sem við viljum ekki hugsa eða segja
hefur orðið að veruleika.
En þótt The Road takist vel á við þessa
hluti þá er hún alltof einsleit og langdreg-
in á köflum. Sagan er vel sögð og þegar
spennustigið rís í myndinni fær mað-
ur gæsahúð. En þær senur hefði mátt
taka lengra og flétturnar hefðu mátt rísa
hærra. Nánast engum spurningum er
svarað þótt ýmsar vísbendingar séu gefn-
ar í lok myndarinnar. Það er áhorfandans
að geta í eyðurnar.
Ásgeir Jónsson
Viggo Morthensen
Er frábær í myndinni.
THE ROAD
Leikstjóri: John Hillcoat
Aðalhlutverk: Viggo Mortensen, Kodi
Smit-McPhee, Charlize Theron, Robert
Duvall, Guy Pearce.
KVIKMYNDIR
ÞVÍLÍK EYMD
HARRY BROWN
Leikstjóri: Daniel Barber
Aðalhlutverk: Michael Caine, Emily
Mortimer, Iain Glen, Jack O’Connell,
Liam Cunningham, Amy Steel.
KVIKMYNDIR
Harry Brown Er grjótharður og gamall.
GEIMFARAR
ERRÓS
Nú stendur yfir sýningin
Erró- Geimfarar í Hafnar-
húsinu, þar eru sýnd-
ar myndir frá árun-
um 1974 til 1981.