Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2010, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2010, Side 30
EFTIRSJÁ OG ÓVISSA „John er fyrrverandi „Vice President of programming“ hjá Warner Broth- ers Kids Division og Brenda er vel þekkt fyrir þróun og dreifingu barna- efnis á alþjóðavettvangi,“ segir Hrefna Hallgrímsdóttir annar af höfundum Skoppu og Skrítlu. Hrefna ásamt meðhöfundi sínum Lindu Ásgeirsdóttur hefur ráðið John Hardman sem listrænan stjórnanda að verkefni sínu í Bandaríkjunum og Brendu Wooding sem alþjóðlegan sölustjóra Skoppu og Skrítlu. Sigurganga Skoppu og Skrítlu held- ur því áfram, nú í hinni stóru Ameríku. Þær Hrefna og Linda fóru með Skoppu og Skrítlu-verkefni sitt í frumskoðun á markaðssetningu vestan hafs og í kjöl- farið komu mjög jákvæð viðbrögð. Nú þegar hafa fjárfestar þar í landi lýst yfir miklum áhuga á að semja við þær um verkefnið og vinna að þróun nýrra tækifæra. „Við höfum sett sam- an hóp af sérfræðingum úti í Los Ang- eles til að sjá um þróun á alþjóðaút- gáfu byggðri á íslenskri útgáfu Skoppu og Skrítlu,“ segir Hrefna afar stolt af hópnum sem þær stöllur hafa sett saman. „Fyrir hópnum, ásamt okkur, fara Steve Lyons sem er fyrrverandi „Senior Executive“ hjá Sony Pictures og Freyr Thor, forstjóri Vanguard Ci- nema. Svo kom John og Brenda líka. Hópurinn kemur til Íslands að sjá nýj- ustu leiksýningu okkar sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu 6. febrúar,“ segir Hrefna spennt yfir sýningunni Skoppa og Skrítla á tímaflakki þar sem þær stallsystur fá óvænta gjöf frá Lúsí, sem aðdáendur Skoppu og Skrítlu kannast við. benni@dv.is STARFSFÓLK RÚV: Nokkrir landsliðsmenn í hand- bolta skelltu sér á Hard Rock Café í París eftir glæstan sigur gegn Spánverjum fyrr um kvöld- ið. Meðal gesta voru gleðipinn- arnir Auðunn Blöndal og Logi Geirsson. Þar fór Auðunn á kostum og laug því að starfs- mönnum staðarins að Logi ætti afmæli. Allt ætlaði gjörsamlega um koll að keyra og segir Logi á fésbókarsíðu sinni að honum hafi liðið eins og sjálfum Zidane þarna inni. 30 MIÐVIKUDAGUR 20. janúar 2010 FÓLKIÐ Landsliðsmarkvörðurinn Gunn- leifur Gunnleifsson var á meðal áhorfenda þegar Manchester liðin, United og City, mættust í enska deildarbikarnum í gær. Gunnleifur er grjótharður stuðn- ingsmaður Manchester City - sá heitasti hér á landi. Sagan segir meira að segja að þegar Gunn- leifur var ungur og efnilegur hafi honum staðið til boða að fara á reynslu hjá Manchester United en neitað sökum ástar sinnar á hinum heiðbláu City-mönnum. Gunnleifur hefur dvalið hjá Emil Hallfreðssyni og unnustu hans og lýst mikilli ánægju með íbúa Leeds-borgar á fésbókarsíðu sinni. GULLI SÁ SÍNA MENN AUDDI HREKKTI LOGA SKOPPA OG SKRÍTLA RÁÐA FYRRVERANDI FORSTJÓRA HJÁ WARNER BROTHERS: SKOPPA OG SKRÍTLA Í ÚTRÁS Á toppi heims- ins Skoppa og Skrítla eru svo sannarlega að gera góða hluti. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir segir sig og samstarfsfólk sitt búast við miklum breytingum á starfsháttum og skipulagi RÚV á næstunni. Hún telur ekki ólíklegt að þær breytingar hafi haft áhrif á ákvörðun Þórhalls Gunnarssonar um að segja starfi sínu lausu. Starfsmönnum RÚV þykir mikil eftirsjá að Þórhalli og Sigmar Guðmunds- son er ekki sáttur þótt hann virði ákvörðunina. „Það er rosalega mikill missir að honum og allt starfsfólkið hér er í raun harmi slegið,“ segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir dagskrárgerðar- kona um starfslok Þórhalls Gunnars- sonar, fráfarandi innlends dagskrár- stjóra RÚV og ritstjóra Kastljóss. „Það er kannski ekki skrítið því að þegar maður hugsar til hans starfs hérna þá kemur fyrst upp í hugnn að hann stóð alltaf 100 prósent með sínu fólki. Sama hvað gekk á.“ Ragnhildur segist að vissu leyti skilja ákvörð- un Þór- halls. „Miðað við allt það álag sem hef- ur verið á honum undanfarin ár og hversu mikið hann hefur unnið. Hann er líka þannig maður að hann gerir ekki neitt af hálfum krafti. Og ég held að ef hann geti ekki gert inn- lenda dagskrá eins og hann vildi og af fullum krafti þá vilji hann frekar sleppa því.“ Sögusagnir um miklar breyting- ar á skipulagi og starfsmannahaldi á RÚV hafa verið háværar og sjálf segir Ragnhild- ur framtíðina nokkuð óljósa. „Við búumst við miklum breyt- ingum og þær koma eflaust í ljós á næstu vik- um. Kannski er það líka ástæð- an fyrir því að Þórhallur ákvað að hætta núna. Því hann gat ekki hugsað sér að þurfa að segja upp fólki sem hann hafði starfað lengi og náið með.“ Uppsögn Þórhalls kom einnig mjög flatt upp á Sigmar Guðmunds- son aðstoðarritstjóra. Hann segist afar ósáttur við brotthvarf Þórhalls enda hafi hann reynt mikið að fá hann ofan af því að hætta. „Ég reyndi mjög mikið að fá hann ofan af þessu því að þótt ég virði hans ákvörðun er ég í fyllstu einlægni ósáttur við hana. Ég vil ekki missa hann úr þættinum og ekki missa hann úr húsinu,“ seg- ir Sigmar en hann tekur nú við rit- stjórahlutverkinu og segir hann þátt- inn halda áfram með óbreyttu sniði. Páll Magnússon útvarpsstjóri er sama sinnis og Ragnhildur og Sig- mar og segist ekki hafa búist við uppsögninni. „Ég gat ekki annað en tekið skýringar hans góðar og gildar. Við skiljum í fullri vinsemd og vináttu. Þarna liggur ekki að baki neinn ágreiningur, hvorki persónu- legur né faglegur. Ég held að þetta hafi komið öllum sam- starfsmönnum hans á óvart og á öllum hæðum er séð eft- ir góðum samstarfsmanni,“ segir Páll. Sjálfur segir Þórhallur all- ar sögusagnir um að hann sé á leið til starfa á öðrum miðli alrangar. „Ég sagði ekki upp út af öðrum tækifærum. Ég er ekki að fara í eitthvað annað, það er ekkert svoleiðis. Þetta er af persónu- legum ástæðum, það er ekki flóknara en það og ég vil ekki greina frá því nán- ar. Þessi ákvörðun var tekin í samráði inni á heimilinu,“ segir Þórhallur. „Ég er ekki búinn að fá nóg af fjölmiðlum en ég er ekki heldur á leiðinni á annan fjölmiðil. Maður fær aldrei nóg af RÚV því mér þykir óskaplega vænt um vinnustaðinn og fólkið sem vinnur þar.“ asgeir@dv.is, trausti@dv.is Þórhallur Sagði upp og eftirsjáin er mikil. Ragnhildur Býst við miklum breytingum á næstunni. Sigmar ósáttur En virðir ákvörðun Þórhalls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.