Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2010, Side 6
Með þrjár millj-
ónir á mánuði
Þór Sigfússon, fyrrverandi for-
stjóri Sjóvár, var með tæpar 36
milljónir króna í árslaun árið
2006 eða sem
samsvar-
ar þremur
milljónum
á mánuði.
Þetta kemur
fram í árs-
reikningi fé-
lagsins fyr-
ir árið 2008.
Árið áður var Þór með tæpar 33
milljónir í árslaun.
Líkt og kemur fram í helgar-
blaði DV, þar sem fjallað er um
yfirheyrslurnar yfir Þór hjá sér-
stökum saksóknara, vissi Þór
oft á tíðum ekkert undir hvaða
samninga hann var að skrifa hjá
tryggingafélaginu. Hann átti að-
spurður í erfiðleikum með að
lýsa viðskiptum félagsins og
kom fram að hann hefði yfirleitt
ekki lesið samningana sem hann
skrifaði undir. Þór kvaðst hafa
treyst starfsmönnum Milestone
og þeim sem báðu hann um að
skrifa undir samningana og að
hann hefði gert það í góðri trú.
Ármann hefur
ekki efni á húsinu
Ármann Þorvaldsson, fyrrver-
andi forstjóri Kaupþingsbankans
Singer og Friedlander í London,
sagði í sam-
tali við Ei-
rík Jónsson
á útvarps-
stöðinni
Kananum á
mánudag að
hann þurfi
að flytja út úr
húsinu sínu í
London í vor. Hann sagðist þurfa
að minnka við sig því hann hefði
ekki efni á að búa í húsinu sem
hann leigir.
Hann sagðist ekki ætla að flytja
heim og myndi leita sér að minna
húsnæði í London. Ármann hefur
búið í lúxusíbúð á Kew Riverside-
svæðinu í London, sem er afgirt
og vaktað af öryggisvörðum allan
sólarhringinn.
6 MÁNUDAGUR 25. janúar 2010 FRÉTTIR
Borga skuldir
og njóta lífsins
Hjón á miðjum aldri frá Akra-
nesi sem duttu í lukkupottinn
á miðvikudaginn og unnu 44,6
milljónir króna í Víkingalottó-
inu gáfu sig fram við Íslenska
getspá á föstudag. Þau segjast
ætla að nota peningana til að
greiða skuldir og njóta lífsins.
Það var eiginkonan sem
keypti miðann á laugardag-
inn síðasta í Skeljungi á Akra-
nesi en eiginmaðurinn sem
uppgötvaði vinninginn. Hann
hafði verið að vafra um frétta-
síður og séð að vinningsmið-
inn hafði verið seldur á Akra-
nesi.
Innbrot og
árekstrar
Lögreglan á höfuðborgar-
svæðinu hafði í nógu að snú-
ast aðfaranótt sunnudags. Frá
því um kvöldmatarleyti á laug-
ardag og fram á sunnudags-
morgun bárust lögreglunni
sex tilkynningar um umferð-
arárekstra og þrjár minnihátt-
ar líkamsárásir. Þá var tilkynnt
um átta þjófnaði sem skiptust
í þrjú innbrot og þjófnaði úr
bílum, tvo þjófnaði úr verslun-
um, tvo þjófnaði úr heimahús-
um og eitt innbrot í skóla þar
sem skjávarpa var stolið.
Ólína Þorvarðardóttir, þingmað-
ur Samfylkingarinnar, hefur gert
athugasemd við handrit af sögu
Menntaskólans á Ísafirði sem tilbúið
er til prentunar. Hún er að sögn ekki
alls kostar sátt við hvernig fjallað er
um hennar stjórnartíð í skólanum.
Ólína gegndi stöðu skólameistara
Menntaskólans á Ísafirði á árunum
2001-2006.
Fyrirrennari Ólínu, Björn Teits-
son, hafði stýrt skólanum í tuttugu
og tvö ár áður en hann lét af störfum
vorið 2001. Björn tók að sér það verk-
efni að rita sögu skólans árið 2007 og
hefur lokið því verki.
Heimildir DV herma að Ólína
hefði ekki verið sátt við kafla bókar-
innar sem snýr að hennar stjórnar-
tíð og að henni finnist fremur hallað
á sig í bókinni. „Ég hef gert ákveðn-
ar athugasemdir við ritun þessarar
sögu sem ég hef komið á framfæri við
ritnefndina og ég ræði það ekkert við
aðra að svo stöddu,“ segir Ólína þeg-
ar hún er spurð út í meinta óánægju
hennar með söguna.
Björn Teitsson vill heldur ekki
ræða það hvort Ólína væri óánægð
með þann kafla bókarinnar sem fjalli
um hennar stjórnartíð. Hann segist
aðspurður hafa lokið ritun sögunnar
og að verið sé að leggja lokahönd á
útgáfuna.
Jón Reynir Sigurvinsson, núver-
andi skólameistari Menntaskólans
á Ísafirði, segir ritnefndina hafa tek-
ið athugasemdir Ólínu fyrir á fundi.
Niðurstöðurnar af þeim fundi séu
trúnaðarmál. Jón Reynir segir að ver-
ið sé að ganga frá lokatexta og öflun
mynda fyrir bókina sem fari vænt-
anlega í prentun í apríl, gangi allar
áætlanir eftir.
Ólína lét af störfum líkt og fyrr
segir árið 2006, eftir mikla ólgutíð í
starfi Menntaskólans á Ísafirði. Ólína
lýsti því sjálf, í tilkynningu til fjöl-
miðla er hún lét af störfum, að ár-
angurinn sem hefði náðst í rekstri
skólans á hennar starfstíð hefði ver-
ið yfirskyggður af innanhúsdeilum
og niðurrifsumræðu. Þá sagði hún
andstæðinga sína innan skólans
hafa haldið honum í herkví undir
lok stjórnartíðar hennar sem skóla-
meistari Menntaskólans á Ísafirði.
birgir@dv.is
Þingmaður gerir athugasemdir við sögu Menntaskólans á Ísafirði:
Ósátt við söguritun forvera síns
Ósátt Ólína Ólína Þorvarðardóttir
var skólameistari um skeið. Þá voru
miklar deilur innan skólans.
Nærri 560 milljóna króna hagnaður
Nesvers ehf. árið 2007 snerist í meira
en 570 milljóna króna tap árið 2008.
Mismunurinn nemur meira en 1,1
milljarði króna.
Nesver er í eigu Ásbjörns Óttars-
sonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks-
ins frá Snæfellsbæ, og fjölskyldu
hans. Ásbjörn var fyrst kjörinn á
þing í þingkosningunum í lok apr-
íl á síðasta ári. Ásbjörn hafði áður
velt Einari K. Guðfinnssyni úr efsta
sæti framboðslista flokksins í Norð-
vesturkjördæmi, en Einar átti eins
og margir aðrir fyrrverandi ráðherr-
ar flokksins á brattan að sækja vegna
bankahrunsins.
Gengi íslensku krónunnar féll
gríðarlega árið 2008, bæði fyrir, en þó
einkum eftir bankahrunið í október
það ár og tvöfölduðust margir gjald-
miðlar í verði gagnvart krónunni.
Niðurstaðan varð sú að gengistap
Nesvers ehf. varð hartnær 700 millj-
ónir króna.
Eins og DV greindi frá í síðustu
viku var eigið fé Nesvers neikvætt um
156 milljónir króna í árslok 2008. Það
sama ár greiddi Ásbjörn og fjölskylda
hans sér 65 milljónir króna í arð. Ás-
björn sagði að arðurinn væri reglum
samkvæmt ákvarðaður af tekjum og
stöðu fyrirtækisins árinu áður, en þá
var eigið fé þess jákvætt um liðlega
480 milljónir króna.
Samkvæmt þessu var 20 milljóna
króna arðgreiðsla miðuð við afkomu
Nesvers árið 2006. Það ár var félag-
ið rekið með tapi og var eigið fé nei-
kvætt um rúmar 213 milljónir króna
að því er fram kom í Fréttablaðinu og
á visi.is um helgina. „Um þetta seg-
ist Ásbjörn ekki geta rætt af því að
hann sé ekki með ársreikningana hjá
sér,“ sagði í fréttum Fréttablaðsins og
visis.is.
Löglegt
Í lögum um einkahlutafélög segir
meðal annars í 74. grein: „Einungis
er heimilt að úthluta sem arði hagn-
aði samkvæmt samþykktum árs-
reikningi síðasta reikningsárs, yfir-
færðum hagnaði frá fyrri árum og
frjálsum sjóðum eftir að dregið hef-
ur verið frá tap sem ekki hefur verið
jafnað og það fé sem samkvæmt lög-
um eða félagssamþykktum skal lagt í
varasjóð eða til annarra þarfa.“
Endurskoðandi, sem DV bar mál-
ið undir, bendir á að hagnaður næst-
liðins reikningsárs og yfirfærður
hagnaður frá fyrri árum myndi það
sem kallist í ársreikningi óráðstafað
eigið fé Nesvers ehf. Þetta óráðstaf-
aða eigið fé hafi verið nær 480 millj-
ónir króna 1. janúar árið 2008 og
heimilt sé að greiða af því arð sam-
kvæmt ofansögðu.
Þótt umskiptin hafi orðið á ár-
inu 2008, einkum vegna falls krón-
unnar og skuldir umfram eignir hafi
numið 156 millj-
ónum króna, hafi
það því ekkert með
65 milljóna króna
arðgreiðsluna að
gera. Það skýr-
ir hins vegar ekki
hvers vegna árinu
áður var greiddur
20 millljóna króna
arður af nei-
kvæðri stöðu sem
nam 213 milljón-
um króna.
Bara þingmaður
Ásbjörn þiggur ekki lengur nein laun
fyrir stjórnarsetu í einkareknum eða
opinberum félögum í hagsmuna-
skráningu á vef Alþingis. Ekki held-
ur vinnur hann önnur störf samhliða
starfi þingmanns sem gefur honum
tekjur fremur en að hann hafi tekj-
ur af félagi sem hann á sjálfur í. Tek-
ið er fram að hann hafi enga eftirgjöf
fengið eða ívilnandi breytingar á skil-
málum samninga við lánardrottna. Í
skránni kemur fram að hann eigi nú
50 prósenta hlut í Nesveri ehf. á Rifi
og jafnstóran hlut í Hlíðarfossi ehf. á
sama stað. Jafnframt er hann sagður
eigandi Fiskmarkaðar Íslands hf.
Ásbjörn Óttarsson var í ársbyrjun
valinn til að sitja í nefnd sem fjallar
um viðbrögð við skýrslu rannsóknar-
nefndar Alþingis um aðdragandann
að falli bankanna haustið 2008. Ætlun-
in er að birta skýrsluna eftir eina viku.
Í nefndinni sitja auk hans Eygló Harð-
ardóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson
fyrir hönd Framsóknarflokks, Magnús
Orri Schram og Oddný G. Harðardótt-
ir fyrir hönd Samfylkingar, Unnur Brá
Konráðsdóttir fyrir hönd Sjálfstæð-
isflokks, Atli Gíslason og Lilja Rafney
Magnúsdóttir fyrir hönd VG og Birgitta
Jónsdóttir fyrir hönd Hreyfingarinnar.
2 miðvikudagur 20. janúar 2010
fréttir
fréttir
20. janúar 2010 miðvikudagur 3
Ásbjörn Óttarsson, þigmaður Sjálf-
stæðisflokksins úr Snæfellsbæ, greiddi árið 2008 sér og Margréti Scheving, eiginkonu sinni, 65 millj-
óna króna arð úr útgerðar- og fisk-
vinnslufélaginu Nesveri ehf. á Rifi. Þetta var gert þrátt fyrir að félag-
ið hefði tapað 574 milljónum króna þetta sama ár og bókfært eigið fé hafi í árslok verið neikvætt um 157 milljón-
ir króna.
Núverandi stjórnarmenn í Nes-
veri eru Friðbjörn Ásbjörnsson, son-
ur Ásbjörns, og móðir hans. Margrét. Þar sem Ásbjörn og Margrét voru einu eigendur Nesvers ehf. árið 2008 voru þau ein bær til þess að taka ákvarð-
anir um arðgreiðsluna, en hún nem-
ur 3.200 prósentum af hlutafé sam-
kvæmt ársreikningi félagsins 2008.
Sama ár og ákvörðun um að greiða 65 milljóna króna arð var tekin nam bókfært tap Nesvers 574 milljónum króna. Ári áður greiddu Ásbjörn og Margét sér aðeins 20 milljónir króna í arð eða sem nemur 1.000 prósentum af tveggja milljóna króna hlutafé. Það árið hagnaðist félagið hins vegar um 558 milljónir króna.
Löglegt?
Lögfræðingar, sem DV hefur leitað
til, telja vafa leika á því að heimilt sé að úthluta arði úr einkahlutafélögum
þegar skuldir eru langt umfram eign-
ir, enda geti það gengið á hlut lánar-
drottna. Strangt til tekið er fyrirtæki
gjaldþrota sem á ekki lengur eignir fyrir skludum.
Í lögum um einkahlutafélög seg-
ir meðal annars í 74 grein: „Einungis
er heimilt að úthluta sem arði hagn-
aði samkvæmt samþykktum ársreikn-
ingi síðasta reikningsárs, yfirfærðum hagnaði frá fyrri árum og frjálsum sjóðum eftir að dregið hefur verið frá tap sem ekki hefur verið jafnað og það fé sem samkvæmt lögum eða félags-
samþykktum skal lagt í varasjóð eða til annarra þarfa.“
Ársskýrslan var undirrituð af endurskoðanda fyrir réttu ári, eða
skömmu áður en Ásbjörn fór í fram-
boð.
„Þetta er arðgreiðsla af hagnaði ársins á undan. Það er nauðsynlegt að það komi fram. Ákvörðunin var tek-
in í febrúar árið 2008,“ segir Ásbjörn í samtali við DV.
Skortur á gögnum
Ásbjörn Óttarsson var kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðvest-
urkjördæmi í þingkosningum í apríl á síðasta ári. Ljóst er á þessum tíma-
punkti að Nesver ehf., sem hann átti 75 prósenta hlut árið 2008, er stór-
skuldugt og rís varla undir skuldum. Í áritun óháðs endurskoðanda Deloitte segir meðal annars að mjög óvenju-
legar og sérstakar aðstæður hafi skap-
ast á fjármálamarkaði með setningu neyðarlaganna árið 2008. „Þar af leið-
andi gátum við ekki aflað allra þeirra gagna sem við töldum nauðsynlegt til að staðfesta virði eigna og skulda félagsins auk þess sem óvissa er um hæfi félagsins til að geta staðið við
skuldbindingar sínar í náinni framtíð við þessar sérstöku aðstæður á fjár-
málamarkaði.“
Í lok árs 2008 skuldaði Nesver ehf. nærri 1,3 milljarða króna, þar af voru langtímaskuldir við bankana á ann-
an milljarð króna. „Þetta eru miklar
skuldir, en við eigum fyrir afborgun-
um af lánum næstu 18 mánuði,“ seg-
ir Ásbjörn.
Þess má geta að samkvæmt árs-
reikningi þurfti Nesver að óbreyttu
að greiða 74 milljónir króna af lang-
stímaskuldum í fyrra og upp undir annað eins af skammtímaskuldum. Afborganir Nesvers af langtímaskuld-
um árið 2008 námu hins vegar um 250 milljónum króna og voru upp undir tífalt meiri en árið áður.
Engar tekjur annars staðar
Í skrá Alþingis um hagsmunatengsl þingmanna segir að Ásbjörn þiggi engin laun fyrir stjórnarsetu í einka-
reknum eða opinberum félögum. Ekki er að sjá að hann vinni önnur
störf samhliða starfi þingmanns sem gefur honum tekjur eða félagi sem hann á sjálfur í. Tekið er fram að hann
hafi enga eftirgjöf fengið eða ívilnandi breytingar á skilmálum samninga við lánardrottna. Í skránni kemur fram að hann eigi nú 50 prósenta hlut í Nes-
veri ehf. á Rifi og jafnstóran hlut í Hlíðarfossi ehf. á sama stað. Jafnframt er hann sagður eigandi Fiskmarkaðar Íslands hf.
Hlíðarfoss gerði út Herdísi SH 174,
sex tonna plastbát, sem brann og sökk úti fyrir Bjargtöngum seint í maí í fyrra. Tveir menn voru á bátnum og fóru þeir í gúmmíbjörgunarbát og var
bjargað.
Eftir því sem næst verður komist er Hlíðarfoss óvirkt félag og hafa eignir, þar á meðal aflaheimildir verið flutt-
ar til Nesvers, en það gerir út Tryggva
Edvalds, tólf tonna fiskiskip.
„Þetta er í höndum sonar míns og
útgerðin gengur ágætlega,“ segir Ás-
björn.
Árið sem bankakerfið hrundi var bókfært verð aflaheimilda Nesvers tæpar 950 milljónir króna og því ljóst að kvótinn er helsta en um leið óefnis-
leg eign félagins. Athyglisvert er að 26 prósent aflaheimildanna eru skráðar sem ósundurliðaðar aflaheimildir, en hlutdeild útgerða í heildarkvóta verð-
ur ávallt að tilgreina í tegundum við
úthlutun.
Útgerðarfélagið Nesver ehf. í eigu Ás-björns Óttarssonar alþingismanns var illa statt í árslok 2008. Það skuldaði bönk-unum á annan milljarð króna og tapaði það árið hátt í 600 milljónum króna með þeim afleiðingum að skuldir urðu rúmlega 150 milljónum krónum meiri en eignir. Engu að síður greiddi Ásbjörn sér 65 milljóna króna arð út úr félaginu.
Tók sér 65 milljónir í arð í miðri kreppu
Þar sem Ásbjörn og Margrét voru
einu eigendur Nesvers
ehf árið 2008 voru þau
ein bær til þess að taka
ákvarðanir um arð-
greiðsluna, en hún nem-
ur 3.200 prósentum af
hlutafé félagsins.
n Ásbjörn er framtaksmaður í Snæfellsbæ og var forseti bæjarstjórnar fyrir Sjálfstæðisflokk-inn þar til hann settist á þing. Snæfellsbær gerði langtímasamning við Iceland
Glacier Products vegna fyrirhugaðrar
vatnsverksmiðju á Rifi meðan
Ásbjörn var forseti bæjarstjórnar
og var hann einn þeirra sem
samþykktu samninginn. Hann
færði Iceland Glacier Products
einkarétt á vatni, sem kemur
úr lindum undir Snæfellsjökli,
nætu 95 árin. DV sagði frá því
snemma árs í fyrra að umrætt
fyrirtæki væri miðpunkturinn í
fjármálamisferli sem yfirvöld í Kanada höfðu til rannsóknar. DV gekk illa að fá upplýsingar um innihald samningsins.Síðustu orð Ásbjörns á þingi fyrir nýliðin áramót flutti hann þingheimi er hann gerði grein fyrir atkvæði sínu gegn Icesave-frumvarpinu 30. desember. „Þessir samningar vega að efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Þeir stefna tækifærum ungra Íslendinga í voða. Alþingi Íslendinga hefur ekki leyfi til að binda hendur ófæddra Íslendinga á jafnveikum grunni og hér er gert.“ Hann sagði það eina rétta í stöðunni að þingmenn sameinuðust um að verja hagsmuni og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar og höfnuðu Icesave-samningunum. „Ég segi nei og vísa allri ábyrgð á þessa ömurlegu Icesave-kommúnistastjórn,“ sagði Ásbjörn og uppskar hlátrasköll úr þingsal.
Samdi um einkarétt á vatni
dv.is
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
þriðjUdagUr 24. mars 2009 dagblaðið vísir 50. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347
Ísland eyðilagðiekki hjónabandið n albönsk kona ber til bakafrásögn eiginmannsins
brUce Willisgenginn út
sviðsljós
fótboltamönnUmboðið Í fiskvinnslU
framsækið sprotafyrirtæki í uppnámi:
allt vonlaUstsjö mánUðUmfyrir hrUnið
n flúðu kreppuna til færeyja – fóru úr öskunni í eldinn
fréttir
íslenska
vatnið í
svika-
myllu
n otto spork vildi selja vatn úr snæfellsjöklin kanadÍsk yfirvöld frysta vatnssjóðn átta milljarðar króna gUfUðU Upp
fólkhelgi semofbeldis-maðUr
fréttir
sammi
æfir
afró-
dans
fólk
fréttir
sport
stríð bjarna
og kristjáns
hitti forsetan
n
JÓhann haukSSon
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
24. mars 2009
Ólafsvík Ásbjörn sigraði í prófkjöri sjálf-stæðismanna í Norðvesturkjördæmi í fyrra og skipaði efsta sæti listans í kjördæminu fyrir þingkosningarnar í lok apríl í fyrra.
arður úr taprekstri Ásbjörn Óttarsson ákvað að greiða sér og eiginkonu sinni 65 milljóna króna arð úr Nesveri þótt skuldir félagsins væru langt umfram eignir.
Fjársvik vegna fasteignasölu til Kínverja:
Einn var handtekinn„Það er enginn í haldi og það var ekki farið fram á gæsluvarðhald. Það er ekki tilefni til þess. Það á eftir að yfirheyra fleiri vitni og leggja hald á fleiri gögn. Síðan verður aftur tekin skýrsla af þeim sem búið er að yfir-
heyra,“ segir Helgi Magnús Gunnars-
son, saksóknari efnahagsbrotadeild-
ar ríkislögreglustjóra.
Ríkislögreglustjóri handtók og yf-
irheyrði á þriðjudag Aron Karlsson vegna gruns um meint fjársvik þeg-
ar fasteignin að Skúlagötu 51 var seld til kínverska sendiráðsins. Karl Stein-
grímsson, oftast kenndur við Pelsinn, veitti sjálfviljugur skýrslu ásamt lög-
manninum Gísla Gíslasyni og fast-
eignasala frá Fasteignamarkaðinum ehf. Húsleit var gerð á þremur stöð-
um og lagt hald á 93 milljónir króna. Segir Helgi Magnús að þeir peningar hafi verið inni á bankareikningi eign-
arhaldsfélagsins 2007 sem seldi kín-
verska sendiráðinu Skúlagötu 51 fyrir
870 milljónir króna. Fór salan fram á sama tíma og bönkum, sem eiga veð í húseigninni, var kynnt 575 milljóna króna tilboð frá indverska félaginu Auro Investment Partners. Húseign-
in er yfirveðsett Íslandsbanka, Arion banka og þrotabúi Glitnis. DV sagði fyrst fjölmiðla frá málinu síðastliðinn föstudag en RÚV sagði frá handtök-
unni í gær.
Helgi Magnús segir að efnahags-
brotadeild hafi fengið kæru vegna málsins á fimmtudaginn í síðustu viku. Daginn eftir hafi verið lagt hald á 93 milljónir króna sem var á reikn-
ingi eignarhaldsfélagsins 2007. Karl og Aron færðu fasteignina að Skúla-
götu 51 frá félaginu Vindasúlum ehf. til 2007 ehf. sama dag og kaup-
tilboðið til indverska félagsins upp á 575 milljónir króna var samþykkt með vitund veðhafanna. Samkvæmt heimildum DV hefur lögmaðurinn Gísli Gíslason aðstoðað feðgana Karl
og Aron við söluna á fasteigninni að Skúlagötu 51. Gísli hefur sjálfur orð-
ið gjaldþrota en hann hefur verið þekktur fyrir það í seinni tíð að vilja rafbílavæða Ísland.
Í samtali við DV segir Brynjar Ní-
elsson, lögmaður þriggja banka sem áttu veð í húseigninni að Skúlagötu 51, að bankarnir hafi kært þá sem komu að sölunni á fasteigninni þar sem þeir töldu að um refsiverðan verknað hefði verið að ræða. Nú sé
Yfirheyrður Karl Steingrímsson var
yfirheyrður af efnahagsbrotadeild
ríkislögreglustjóra í gær vegna gruns um fjársvik. mYnd kriStinn magnúSSon
Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins
bönnuðu Kananum í gær, þriðju-
dag, að spila lögin sem taka þátt í
undankeppni Söngvakeppni evr-
ópskra sjónvarpsstöðva, Eurov-
ision. Forsvarsmenn Kanans eru
afskaplega ósáttir við þetta en ætla
þó ekki að hætta umfjöllun um
keppnina.
Sláandi lík lög
Ásgeir Páll Ágústsson, þáttar-
stjórnandi síðdegisútvarps Kan-
ans, spilaði lag Örlygs Smára,
sem Hera Björk söng í undan-
keppninni á laugardag, í þætti
sínum á þriðjudag. Ásgeir bar
lagið saman við lagið „Who do
you love“ sem Kate Ryan syng-
ur og þótti hlustendum Kanans
þau vera sláandi lík. En Eurov-
ision-gleði þeirra á Kananum
stóð ekki lengi því Einar Bárð-
arson, útvarpsstjóri Kanans,
færði Ásgeiri Páli þær fréttir inn
í hljóðver að starfsmenn Ríkis-
útvarpsins hefðu haft samband
við hann og bannað Kananum
að spila lögin sem taka þátt í for-
keppninni í ár. Ásgeiri Páli mun
hafa verið nokkuð brugðið við
það enda búið að birta lögin op-
inberlega á vefnum og spila þau
hjá Ríkisútvarpinu.
Ósáttur útvarpsstjóri
Einari Bárðarsyni var sömuleiðis
ekki skemmt yfir þessari ákvörð-
un. Hann sagði Lindu Þórðar-
dóttur, fulltrúa dagskrárstjóra
innlendrar dagskrárgerðar Ríkis-
útvarpsins, hafa bannað Kanan-
um að spila lögin. Einar sagðist
ekki skilja þessa ákvörðun því lög-
in eru til kynningar á vef Ríkisút-
varpsins og Kaninn væri svo sann-
arlega að kynna þau. „Við erum
með litlu minni hlustun er Rás 2
í dag þannig að ég hélt að menn
myndu fagna þessu. Fyrir utan
það að ég taldi mig vera með góð-
fúslegt leyfi Þórhalls Gunnarsson-
ar fyrir þessu en ég átti óformlegt
samtal við hann í síðustu viku um
málið en það kann auðvitað að
hafa breyst í kjölfar frétta dagsins
(gærdagsins þegar Þórhallur hætti
hjá RÚV, innsk. blaðamanns),“
segir Einar. Hann er þó hvergi
nærri af baki dottinn og segir Kan-
ann ætla að halda umfjölluninni
um forkeppni Eurovision áfram á
Kananum. „Nú munum við hins
vegar taka til hljóðfærin okkar og
reyna að flytja bara lögin sjálfir,
hlustendum okkar til glöggvunar.
Þjóðin á rétt á því að fylgjast með
þessu án þess að vera skikkuð til
að hlusta á Rás 1 eða Rás 2,“ sagði
Einar.
Jöfn umfjöllun
Linda Þórðardóttir segir Kanann
ekki hafa heimild til að spila lög-
in, sem eru á vef Ríkisútvarpsins, á
Kananum því þau séu ekki mark-
aðshljóðrit. Ríkisútvarpið hyggur
á útgáfu laganna um næstu mán-
aðamót, eftir að fyrstu umferð for-
keppninnar er lokið, til að tryggja
að lögunum sé öllum gert jafn-
hátt undir höfði. „Við viljum halda
spilun laganna á okkar miðlum til
að hafa umfjöllunina jafna,“ sagði
Linda í samtali við DV. Hún seg-
ir þá ákvörðun Ríkisútvarpsins
að banna Kananum að leika lög-
in ekki vera tengda því að Kaninn
hafi borið saman líkindi lags Ör-
lygs Smára og annars lags í gær.
Málið snúist einfaldlega um að
Ríkisútvarpið vilji tryggja að lögin
fái jafna umfjöllun.
Nú munum við hins vegar taka
til hljóðfærin okkar og
reyna að flytja bara
lögin sjálfir, hlustend-
um okkar til glöggvun-
ar.
birgir oLgEirSSon
blaðamaður skrifar: birgir@dv.is
Ríkisútvarpið bannar
útvarpsstöðinni Kananum
að leika lögin sem taka
þátt í undankeppni Eur-
ovision. Einari bárðar,
útvarpsstjóra Kanans, er
alls ekki skemmt.
kaninn fær ekki
að spila lögin
Heilmilt er að taka arð sem miðast við hagnað ársins á undan og uppsafnaðan hagnað frá
fyrri árum. Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók út 65 milljóna króna
hagnað árið 2008, sama árið og allt hrundi og skuldir urðu meiri en eignir.
1.100 MILLJÓNA
VIÐSNÚNINGUR
Á þingi Ásbjörn Óttarsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, á sæti í nýrri
þingnefnd sem ætlað er að fjalla um
skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
DV 20. janú
Fjallað var um
arðgreiðslu
þingmannsins.
JÓHANN HAUKSSON
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Niðurstaðan varð sú að gengistap
Nesvers ehf. varð hart-
nær 700 milljónir króna.