Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2010, Page 9
Áætlaður kostnaður Júlíusar Víf-
ils Ingvarssonar við að ná öðru sæti í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vík um helgina gæti numið hátt í 10
milljónum króna. Mikill meirihluti
kostnaðarins liggur í kaupum á út-
hringingum til allra kosningabærra
sjálfstæðismanna í borginni, hátt í 20
þúsund manns.
Samkvæmt heimildum DV barst
nokkrum frambjóðendum Sjálf-
stæðisflokksins tilboð frá vönu fólki
í úthringiveri um að hringja í all-
ar kosningabæra sjálfstæðismenn í
prófkjörinu. Tilboðið nam 8 milljón-
um króna. Úthringiverið var þó tilbú-
ið til að veita 10 prósenta afslátt, jafn-
vel meira, þannig að kostnaðurinn gat
farið niður í um 7 milljónir króna.
Lausleg athugun DV í gær bendir til
þess að enginn þeirra sem sóttist eftir
efstu sætunum í prófkjörinu hafi lagt í
þennan mikla hringikostnað utan Júlí-
us Vífill.
„Þetta á eftir að taka saman og ég
veit eftir nokkra daga hver kostnað-
urinn varð. Ég fór þá leið að leggja
áherslu á úthringingar en lagði minni
áherslu á dreifibréf eða auglýsing-
ar í hverfablöðum,“ sagði Júlíus Vífill í
samtali við DV í gær.
Ólíkar leiðir frambjóðenda
Stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag-
anna í í Reykjavík hafði mælst til þess
að frambjóðendur stilltu prófkjör-
skostnaði í hóf að þessu sinni og héldu
honum undir 1,5 milljónum króna.
Margir frambjóðendanna litu svo
á að um þetta ríkti heiðursmanna-
samkomulag. Ljóst er þó að kostnað-
ur fór fram úr þessu hjá að minnsta
kosti þeim sem kepptu um annað
sæti listans. Auk Júlíusar Vífils eru það
Kjartan Magnússon, Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir, Geir Sveinsson og Gísli
Marteinn Baldursson.
„Mín barátta miðaðist við að fara
eftir tilmælunum frá fulltrúaráðinu.
En síðustu dagana auglýsti ég meira
en ætlunin var. Það var eins konar svar
við auglýsingum annarra frambjóð-
enda,“ segir Kjartan Magnússon, sem
er ánægður með þriðja sætið á list-
anum. Hann segir að stuðningsmenn
sínir hafi borið út bæklinga í hús en
þannig hafi sparast mikill dreifingar-
kostnaður.
Litlu munaði að röðin yrði önnur
Hanna Birna Kristjánsdóttir hlaut yfir-
burða kosningu í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík um helgina. Hún
fékk um 84 prósent gildra atkvæða í
efsta sæti listans. Júlíus Vífill Ingvars-
son hreppti annað sætið eins og áður
segir. Samanlagt haut hann 1.816 at-
kvæði í fyrsta til annað sæti af 6.847
gildum atkvæðum í prófkjörinu. Í raun
ógnaði enginn Júlíusi Vífli; Kjartan
Magnússon, sem næstur honum kom,
skorti um 500 atkvæði til þess að eiga
möguleika gegn honum í annað sætið.
Skráðir sjálfstæðismenn í borginni
með atkvæðisrétt eru 19.715. Þannig
hreppti Júlíus Vífill annað sætið með
stuðningi liðlega 9 prósenta sjálfstæð-
ismanna í borginni. Hanna Birna naut
stuðnings nærri 30 prósenta af heild-
inni en 84 prósenta af gildum atkvæð-
um eins og áður segir.
Allir þeir sem sóttust eftir öðru sæt-
inu röðuðu sér í efstu fjögur sæti list-
ans á eftir Hönnu Birnu og Júlíusi Vífli.
Það eru Kjartan Magnússon, Þorbjörg
Helga Vigfúsdóttir, Gísli Marteinn
Baldursson og Geir Sveinsson.
Athyglisvert er að Gísla Martein
skorti aðeins 19 atkvæði til þess að
ná þriðja sætinu af Kjartani. Það varð
hins vegar hlutskipti hans og Geirs
Sveinssonar að keppa um sætin þar
fyrir neðan eins og DV leiddi líkum að
fyrir helgina. Gísli Marteinn hafnaði í
fimmta sæti og Geir í því sjötta.
Áslaug María Friðriksdóttir skaust
upp fyrir Jórunni Frímannsdóttur, nú-
verandi borgarfulltrúa, og hafnaði í
sjöunda sæti listans. Aðeins 42 atkvæði
skildu þær að þegar upp var staðið.
Sjöunda sæti lista Sjálfstæðis-
flokksins gæti hæglega orðið barátt-
usæti flokksins í borgarstjórnarkosn-
ingunum í vor. Því má halda fram að
kosningabaráttan í vor snúist um að
koma að öðrum eða báðum nýju full-
trúunum á listanum, Geir og Áslaugu.
Sterk staða Hönnu Birnu
Hanna Birna þykir enn hafa styrkt
stöðu sína innan Sjálfstæðisflokks-
ins. Hún hefur siglt lygnan sjó eftir að
hún tók við borgarstjóraembættinu
í ágúst 2008, aðeins fáeinum vikum
fyrir bankahrunið. Þá sleit Sjálfstæð-
isflokkurinn samstarfinu við Ólaf F.
Magnússon sem verið hafði borgar-
stjóri með stuðningi flokksins.
Á þessum tíma taldi Hanna
Birna að mörg borgarmál
væru sett í of mikinn áta-
kafarveg af hans hálfu og
myndaði nýjan meirihluta
með Óskari Bergssyni,
borgarfulltrúa Fram-
sóknarflokks-
ins.
Eft-
ir banka-
hrun-
ið hefur
þjóðin og
borgarbúar haft um annað að hugsa
og kastljós fjölmiðlanna hefur tiltölu-
lega lítið beinst að málefnum borgar-
innar.
Ólafur F. gerði hins vegar harða
atlögu að Hönnu Birnu dagana fyr-
ir prófkjörið og hélt því á lofti að bak-
hjarlar hennar hefðu verið Kjartan
Gunnarsson og Björgólfsfeðgar,
fyrrverandi eigendur Landsbank-
ans.
FRÉTTIR 25. janúar 2010 MÁNUDAGUR 9
1. Hanna Birna Kristjánsdóttir 5.746 atkvæði í 1. sæti
2. Júlíus Vífill Ingvarsson 1.816 atkvæði í 1.-2. sæti
3. Kjartan Magnússon 2.092 atkvæði í 1.-3. sæti
4. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir 2.519 atkvæði í 1.-4. sæti
5. Gísli Marteinn Baldursson 2.725 atkvæði í 1.-5. sæti
6. Geir Sveinsson 3.049 atkvæði í 1.-6. sæti
7. Áslaug María Friðriksdóttir 3.353 atkvæði í 1.-7. sæti
8. Jórunn Frímannsdóttir 3.749 atkvæði í 1.-8. sæti
9. Hildur Sverrisdóttir 3.892 atkvæði í 1.-9. sæti
10. Marta Guðjónsdóttir 3.503 atkvæði í 1.-9. sæti
Listi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
JÓHANN HAUKSSON
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
ANNAÐ SÆTIÐ KOSTAR
TÍU MILLJÓNIR KRÓNA
Stuðningsmenn nokkurra frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík telja að Júlíus Vífill
Ingvarsson hafi brotið samkomulag um að halda prófkjörskostnaði í skefjum. Stjórn fulltrúaráðs flokksfé-
laganna hafði mælst til þess að hver frambjóðandi héldi kostnaði undir 1,5 milljónum króna.
Hreppti annað sætið Júlíus
Vífill keypti úthringingar hjá
vönu fólki. Kostnaður við að
hringja í 19 þúsund manns
hleypur á milljónum króna.
Borgarstjórinn Staða Hönnu
Birnu Kristjánsdóttur var sterk og
hefur enn styrkst eftir prófkjörið.
Prófkjör Aðeins um 36 prósent
sjálfstæðismanna í Reykjavík svöruðu
kalli og kusu í prófkjörinu á laugar-
dag. Það er langt um minna en fyrir
fjórum árum.
Þetta á eftir að taka saman
og ég veit eftir nokkra
daga hver kostnaðurinn
varð.
„Ég er afskaplega ánægður en fyrst
og fremst er ég þakklátur fyrir þenn-
an mikla stuðning,“ segir Guðmund-
ur Baldvin Guðmundsson sem sigraði
með yfirburðum í prófkjöri framsókn-
armanna á Akureyri á laugardaginn og
er því nýr leiðtogi flokksins fyrir norð-
an.
Guðmundur hefur verið virkur í
flokksstarfi í um tvö ár en bauð sig fram
í fyrsta sinn. Þegar Jóhannes Bjarna-
son bæjarfulltrúi tilkynnti að hann
myndi ekki gefa kost á sér áfram ákvað
Guðmundur að láta slag standa. „Það
kom mér ánægjulega á óvart hvað ég
náði miklu fylgi en ég var búinn að
finna fyrir góðum stuðningi og fann
að ég átti hljómgrunn hjá fólki. Ég var
farinn að gæla við hugmyndina að ég
myndi ná þessu en bjóst ekki við jafn-
afgerandi niðurstöðu og kom í ljós,“
segir Guðmundur sem hlaut 66 pró-
sent gildra atkvæða í fyrsta sætið. Petr-
ea Ósk Sigurðardóttir varð í öðru sæti
og Sigfús Arnar Karlsson í því þriðja
en alls greiddu 1.106 einstaklingar at-
kvæði í prófkjörinu sem var opið.
Guðmundur Baldvin er 47 ára, í
sambúð með Soffíu Gísladóttur, for-
stöðumanni Vinnumálastofnunar á
Akureyri. Þau eiga samtals sjö börn
á aldrinum níu til 25 ára. Aðspurð-
ur hver helstu stefnumál framsókn-
armanna á Akureyri séu nefnir Guð-
mundur atvinnumálin. „Hér eru 750
manns atvinnulausir sem er mikið
áhyggjuefni. Annars eigum við eftir að
setjast niður og gefa okkur góðan tíma
til að koma með stefnuskrá fyrir kosn-
ingarnar. Ég er stoltur að fá að leiða
þennan lista með þessu góða og hæfi-
leikaríka fólki.“ indiana@dv.is
Mikið fylgi í prófkjöri Framsóknar kom Guðmundi B. Guðmundssyni á óvart:
Sigraði með yfirburðum
Nýr leiðtogi Guðmundur
fékk 66% gildra atkvæða í
fyrsta sætið
Þór er með
kvíðahnút
Þór Sigfússon, fyrrverandi for-
stjóri Sjóvár, viðurkenndi í kvöld-
fréttum Stöðvar 2 á sunnudag að
hann væri með kvíðahnút í mag-
anum vegna rannsóknar sérstaks
saksóknara á honum. Þór sagðist
sjá mikið eftir ýmsu í tíð sinni
sem forstjóri Sjóvár.
Eins og DV greindi frá um
helgina virðist Þór hafa vitað lítið
um fjárfestingar tryggingafélags-
ins og vissi oft á tíðum ekkert
undir hvaða samninga hann var
að skrifa hjá tryggingafélaginu.
Þór vildi ekki gangast við því
aðspurður að það hefði verið
hans starf sem forstjóra að vita
nákvæmlega undir hvað hann
var að skrifa. Hans starf hafi verið
að umkringja sig fólki sem hann
gæti treyst til að ráðleggja honum
í þeim efnum.