Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2010, Blaðsíða 14
SOÐIÐ OG
FRYST
Þegar frysta skal grænmeti skal
snöggsjóða það áður. Það kemur
í veg fyrir virkni ákveðinna en-
s íma sem geta haft áhrif á bragð
og lit grænmetisins. Eftir suð-
una skal kæla grænmetið með
því að dýfa því í kalt vatn, láta
svo renna vel af því og ganga
strax frá því í umbúðir til fryst-
ingar. Þriggja mínútna suða er
er hæfileg fyrir flestar tegundir
grænmetis.
n Viðskiptavinur
Vodafone, sem flutti fyrir
nærri hálfum mánuði,
hefur enn ekki fengið
nettengingu þrátt fyrir
óteljandi símhringingar í
þjónustuver. „Þeir hafa engin svör,
sama við hvern maður talar.
Segjast ætla að skoða málið en svo
gerist aldrei neitt. Þeir lofa að
hringja til baka en gera það aldrei,“
sagði
viðskiptavin-
urinn.
n Lofið fær Max1 fyrir góða þjónustu.
Kona fór með Subaru í smurningu.
Þeir sem smurðu dittuðu að ýmsu
öðru í leiðinni; skiptu um perur
og festu tengi sem hafði losnað.
Smurningin kostaði reyndar
rétt um 15 þúsund krónur en
konan hélt sátt út í umferðina.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
DÍSILOLÍA
Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 196,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 194,9 kr.
Skeifunni VERÐ Á LÍTRA 194,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 193,3 kr.
Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 196,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 204,8 kr.
BENSÍN
Dalvegi VERÐ Á LÍTRA 191,5 kr. VERÐ Á LÍTRA 190,2 kr.
Fjarðarkaupum VERÐ Á LÍTRA 194,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 193,3 kr.
Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 196,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 194,9 kr.
UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON, baldur@dv.is / ney tendur@dv.is
el
d
sn
ey
ti
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
14 MÁNUDAGUR 25. janúar 2010 NEYTENDUR
VÖKVUN
GEGNUM STÚT
Þegar gróðursett er í svalakassa
eða potta með heilum botni
þarf að láta tveggja til þriggja
sentimetra malarlag á botninn
áður en moldin er sett á sinn
stað. Best er að vökva gegnum
plastpípu eða flöskustút sem
nær niður í malarlagið. Vatnið
dreifist vel og moldin súrnar
ekki.
MEINHOLLUR
ÞORRAMATUR
„Í þorramatnum okkar eru matvæli
sem eru virkilegt heilsufæði. Þar
má nefna hvalinn, rúgbrauðið, flat-
brauðið, rófurnar, hákarlinn og nátt-
úrlega slátrið, ef ekki er of mikill mör
í því,“ segir Laufey Steingrímsdótt-
ir, prófessor í næringarfræði við Há-
skóla Íslands, spurð um ágæti þorra-
matar Íslendinga út frá næringarlegu
sjónarmiði.
Næringarefnin geymast vel
Þorrinn gekk í garð á föstudaginn og
um helgina voru fyrstu þorrablót-
in haldin. Þorranum fylgir allajafna
nokkur neysla á súrsuðum, kæstum,
þurrkuðum og reyktum mat. Laufey
segir að þessar geymsluaðferðir séu
alls ekki óhollar og engin ástæða sé
til að forðast þorramatinn. „Næring-
arefnin geymast til dæmis ákaflega
vel í súrnum. Þetta er séríslensk upp-
finning og geymsluaðferð sem Íslend-
ingar fundu upp einfaldlega vegna
þess að þá vantaði salt. Fólk þurfti að
geyma matinn til vetrarins en hafði
ekki saltið,“ útskýrir hún og bætir við
að við framleiðslu á skyri fáist skyr-
mysa. Hún sé afar kalk- og próteinrík
og vel til þess fallin að geyma matinn
í. „Sýran sem slík hefur þá eiginleika
að varðveita flest víta mín. Mysan sjálf
er afar heilnæmur drykkur og það er
miklu hollara að geyma mat í mysu en
salti,“ segir Laufey.
Próteinríkir pungar
Sumum unnendum þorramatar þyk-
ir súrsaðir hrútspungar hreinasta
hnossgæti. Aðspurð segir Laufey að
þeir séu afar próteinríkir en innihaldi
þó töluvert kólesteról, rétt eins og lif-
ur. Það sé þó ekki það mikið að fólk
þurfi að hafa áhyggjur vegna neyslu
súrsaðra hrútspunga í eitt eða tvö
skipti á ári.
Spurð um heilnæmi hákarls og
hvals segir Laufey að kjötið í þess-
um dýrum innihaldi afar holla fitu
auk þess sem afurðirnar séu afar
ríkar af ómega-3 fitusýrum. Þær eru
líkamanum lífsnauðsynlegar sem
þýðir að líkaminn getur ekki fram-
leitt þær sjálfur. Rannsóknir benda
til að neysla ómega-3 geti haft fyr-
irbyggjandi áhrif á ýmsa kvilla eins
og hjarta-, geð- og gigtarsjúkdóma.
Taka ber fram að þungaðar kon-
ur ættu ekki að borða mikið af súrs-
uðum hákarli eða hval vegna þung-
málma í kjötinu sem geta haft slæm
áhrif á fóstur og ófædd börn.
Ekkert að óttast
fyrir heilsuhrausta
Laufey segir að þó að hluti þorra-
matarins sé meinhollur eigi fólk,
sérstaklega þeir sem eru með und-
irliggjandi sjúkdóma, að forðast að
borða feitan mat í óhófi. Það gildi
bæði um þorramat sem annan.
„Feitt kjöt er auðvitað ekki á lista yfir
heilsufæði, eins og allir vita. Eins á
aldrað fólk eða veikt að fara varlega
í salta matinn. Hann hefur stundum
leitt til þess að fólk lendir á sjúkra-
húsi,“ segir Laufey og bætir við að
vel sé hægt að velja þann mat úr, af
þorrabakkanum, sem sé magur og
hollur. Heilsuhraust fólk þurfi hins
vegar ekkert að óttast.
Hún leggur þrátt fyrir það mikla
áherslu á að fólk eigi ekki að hafa
áhyggjur af hollustu þegar það lyftir
sér upp á þorrablótum. „Það er fyrst
og fremst skemmtilegt að halda í og
þekkja okkar hefðir,“ segir hún og
bætir við að matarmenning Íslend-
inga nái mun lengra en ofan í þorra-
bakkann. Þorramaturinn sé samof-
inn menningu okkar. „Við eigum að
halda í þessar frábæru geymsluað-
ferðir okkar og kenna þær börnun-
um okkar. Það er engin ástæða til að
einblína á næringarinnihaldið,“ segir
hún að lokum.
n Hákarl Hákarlinn er fyrst kasaður eða kæstur. Þegar
matur er kæstur þá er hann látinn gerjast og byrja að
rotna. Með þessu fæst fram sterkt bragð sem sumt fólk
er sólgið í. Skatan sem margir borða á Þorláksmessu er
kæst og henni fylgir sterk lykt. Nú á tímum er hákarlinum
staflað í plastkör þar sem hann gerjast. Hákarlinn er
síðan hengdur upp í hjall og látið lofta um hann.
n Hrútspungar Eru í raun rangnefni því í dag snæða
menn einungis eistun. Í gamla daga voru þau hins vegar
geymd í pungunum sem höfðu verið rakaðir, sviðnir
eða skafnir. Oft var einhverju feitmeti troðið ofan í
punginn því eistun eru fitusnauð. Síðan var saumað fyrir
og pungarnir soðnir, sett á þá farg, súrsaðir og skornir í
sneiðar. Mynstrið er hringlaga og voru þeir oft kallaðir
gleraugnapylsur.
n Lundabaggar Í hefðbundnum lundaböggum er lund-
unum innan úr hryggjum kindanna vafið inn í hreinsaða
ristla og þindin saumuð utan um. Þetta var soðið, farg
sett á og sett í súr. Í dag eru síðurnar af kindinni notaðar í
baggana og þeir því feitari fyrir vikið.
n Svið Flestir hafa prófað að borða svið. Hausar
kindanna eru sviðnir þ.e. allt hár er brennt af þeim. Þeir
eru síðan þvegnir og soðnir.
Sviðasultan er gerð á þann hátt að soðið kjötið er skafið
af beinunum, sett í form og pressað. Hlaup er sett í
formið og síðan er þetta látið kólna.
n Lifrarpylsa og blóðmör Er að mestu búið til úr kinda-
lifur og rúgmjöli. Söxuðum mör skepnunnar er blandað
út í. Þessi grautur er svo settur í keppi, sem sniðnir hafa
verið úr vömb kindarinnar, og soðinn. Lifrarpylsa er
oftast nú á dögum snædd soðin en stundum er hún sett
í súr eins og hún var geymd í gamla daga. Blóðmörinn
er gerður úr kindablóði og mjöli og mör settur út í eins
og nafnið bendir til. Grauturinn er svo settur í keppi eins
og lifrarpylsan saumað fyrir og hann svo soðinn. Í gamla
daga var blóðmörinn settur í súr til geymslu en þannig
er hann enn í dag algengur í þorramat. Hann er líka
snæddur nýr eða steiktur á pönnu.
Upplýsingar af vef Námsgagnastofnunar
Svona er þorramatur gerður
Þorrabakki
Að leggja í súr
er aldagömul
geymsluaðferð
og mun hollari
en söltun.
MYND KRISTINN
Súr hvalur, rúgbrauð, hákarl og rófur eru á meðal þess telst til heilsufæðis að mati
prófessors í næringarfræði. Þorrinn er hafinn með tilheyrandi kræsingum. Þó að sitt
sýnist hverjum um bragðgæði súrmatarins er hann stútfullur af nauðsynlegum nær-
ingarefnum á borð við prótein og kalk.