Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2010, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 3. mars 2010 FRÉTTIR Mál Sophiu Hansen heldur áfram fyrir dómstólum: Áfrýjar fangelsisdómnum Sophia Hansen hefur ákveðið að áfrýja skilorðsbundnum sex mánaða fangelsisdómi sem hún hlaut í síð- asta mánuði í Héraðsdómi Reykja- víkur, fyrir að hafa Sigurð Pétur Harðarson, fyrrverandi bandamann hennar í baráttunni fyrir forræði yfir dætrum hennar, fyrir rangri sök. „Dómnum er áfrýjað í því skyni að fá honum hnekkt. Við teljum að hér sé ekki um sök að ræða og það er gerð krafa um að hún verði sýknuð. Þau sjónarmið liggja til grundvallar áfrýjuninni,“ segir Kristján Stefáns- son, lögmaður Sophiu, í samtali við DV. Sophia og Sigurður Pétur hafa deilt fyrir dómstólum síðustu miss- eri. Sophia kærði Sigurð Pétur fyr- ir að hafa falsað undirskrift hennar, en rithandarrannsókn leiddi í ljós að hún hafði sjálf gert undirskriftirnar. Niðurstaðan varð tilefni til þess að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæð- inu ákærði Sophiu fyrir að hafa Sig- urð fyrir rangri sök og var hún dæmd í síðasta mánuði. Sigurður höfðaði einnig skuldamál á hendur Sophiu til þess að innheimta milljóna skuld. Áfrýjun Sophiu er ekki eina málið fyrir dómstólum sem tengist Sigurði Pétri og Sophiu, því að á næstunni verður skuldamálið einnig tekið fyrir í Hæstarétti. Það mál snýst um rúm- lega 19 milljóna króna skuld sem Sig- urður Pétur telur sig eiga inni hjá So- phiu. valgeir@dv.is Sophia Hansen Lögmaður Sophiu vill fá skilorðsbundnum fangelsisdómi yfir henni hnekkt fyrir Hæstarétti Íslands. MYND HEIÐA HELGADÓTTIR „Þetta er bara misferli með fé. Þetta eru ekki stórar upphæðir í sjálfu sér, ef maður hugsar um það sem er að gerast í kringum okkur... Ég gerði mistök í starfi og verð bara að bíta í það súra epli eins og hver annar maður. Þetta gengur auðvit- að mjög hart að mér og mínum,“ segir Jóhann Pálsson, fyrrverandi umdæmisstjóri Þróunarsamvinnu- stofnunar Íslands í Mósambík. Efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra og Ríkisendurskoð- un rannsaka nú fjárdrátt Jóhanns meðan hann gegndi starfi hjá stofnuninni, líkt og DV.is greindi frá á mánudaginn. Ríkisendur- skoðun fer þessa dagana yfir bók- hald Þróunarsamvinnustofnunar- innar í Mósambík frá árinu 2006, þegar Jóhann hóf störf þar, og þar til í janúar 2009 þegar hann lét af störfum hjá stofnuninni. „Ég er sekur hvað sem verður,“ segir Jó- hann. Grunur vaknaði um fjárdrátt Jó- hanns skömmu áður en hann lét af störfum í janúar þegar starfssamn- ingi hans lauk. Talið er að Jóhann hafi dregið sér um 10 milljón- ir króna. Fjárframlög til Þróunar- samvinnustofnunar í Mósambík nema um 300 milljónum á ári. Vill ekki segja frá Jóhann viðurkennir því brot sitt en vill ekki greina frá því hvernig fjár- drátturinn átti sér stað og til hvers peningarnir voru notaðir. „Helst vildi ég láta þetta kyrrt liggja. Ég vil ekkert fara út í slík smáatriði. Ég hef ekkert upp úr því... Ég vil ekki segja það... Annars er mjög lítið um þetta að segja. Það er þarna vesen sem er verið að skoða og ég er ekkert að fela það,“ segir Jóhann. Aðspurður hvort um einhver mistök sé að ræða í umræðunni um fjárdráttinn segir Jóhann: „Nei, nei. Þetta var nokkurn veginn svona... En þetta voru bara mistök í hugsun hjá mér, við getum sagt það.“ Þeg- ar Jóhann er spurður hvort hann hafi tekið peningana frá Þróunar- samvinnustofnun og stungið þeim í eigin vasa segir Jóhann: „Það eru margar leiðir í vasann.“ Ætlar að vinna með lögregl- unni Sighvatur Björgvinsson, fram- kvæmdastjóri Þróunarsamvinnu- stofnunar, segir að stofnunin sé með upplýsingar um útgjöld í Mósambík vegna verkefna sem stofnunin kannist ekki við að hafa unnið að. „Við sjáum bara útgjöld í bókhaldinu vegna verkefna sem við könnumst ekki við... Það er því ekki þannig að það vanti fylgi- skjöl,“ segir Sighvatur og bætir því við aðspurður að það sé hugsan- legt að bókhaldsfærslurnar hafi verið búnar til. Fjárdrátturinn hefur því líklega átt sér stað þannig að greiðslur fyr- ir kaup á ýmiss konar þjónustu og vörum hafi verið skráðar í bókhald Þróunarsamvinnustofnunar án þess að stofnunin hafi notið góðs af þjónustunni eða vörunum. Hugs- anlegt er því að bókhaldsfærslurnar hafi verið tilbúningur og að pening- arnir sem sagt var að notaðir hefðu verið til að kaupa vörur og þjónustu fyrir Þróunarsamvinnustofnun hafi verið notaðir í annað. Jóhann segir að hann muni að- stoða ákæruvaldið við rannsókn málsins og að hann treysti dóms- kerfinu til að fjalla um málið og út- skýra það. „Ég hef fullan áhuga á að vinna með þeim að því að leysa þetta mál. Ég skýt mér ekki undan ábyrgð á þessu ...“ segir Jóhann en hann játaði brot sitt fúslega þegar Þróunarsamvinnustofnun komst að því að hann hefði misfarið með fé stofnunarinnar. „ÉG GERÐI MISTÖK“ Það eru margar leiðir í vasann. Jóhann Pálsson viðurkennir brot í starfi og fjárdrátt hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands í Mósambík en vill ekki segja hvernig og til hvers hann dró sér fé. Heimildir DV herma að í bókhaldi stofnunarinnar séu færslur vegna þjónustu og vara sem ekki voru fyrir hana. INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is Jóhann Pálsson Hefur játað að hafa misfarið með fjármuni Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Hann sést hér á mynd sem tekin var í Inhambane-sýslu - fátækasta héraði Mósambík - í apríl í fyrra þar sem stofnunin kynnti nýtt fullorðinsfræðsluverkefni. Stórauknar sumarlokanir Fleiri deildum á Landspítala verður lokað í sumar en gert hefur verið hin síðari ár. Starfsmönnum hefur fækk- að um 350 síðustu árin og stjórn- endur sjúkrahússins hafa helmingi minna fé til að nota í launagreiðslur sumarafleysingafólks nú en í fyrra. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 á þriðjudagskvöld. Þar var fullyrt að þetta hefði orðið til þess að mikill kvíði ríkti meðal starfsmanna vegna komandi sumars. Meirihluti keyrir of hratt Rúmlega helmingur ökumanna sem átti leið suður Suðurgötu, að Kirkjugarðsstíg, í Reykjavík seinnihluta dags á þriðjudag keyrði hraðar en sem nemur leyfilegum hámarkshraða. Há- markshraði á þessum slóðum er 30 kílómetrar á klukkustund en meðalhraði hinna brotlegu var 45 kílómetrar á klukkustund. Sá sem hraðast ók mældist á sextíu kíló- metra hraða á klukkustund eða tvöföldum hámarkshraða. Lögreglan ákvað að fylgjast með akstri um götuna eftir að íbúar við hana kvörtuðu undan hraðakstri. Danskir dátar í loftvörnum Fjórar danskar herþotur eru komnar til landsins í annað skipti á einu ári til að annast loftrýmiseftirlit. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarps- ins á þriðjudagskvöld. Þar sagði að herþoturnar væru af gerðinni F-16, sömu gerðar og þær sem Danir not- uðu við loftrýmiseftirlit hérlendis í þrjár vikur fyrir ári. Loftrýmiseftirlit flugherja frá að- ildarríkjum Atlantshafsbandalagsins á að koma í stað þess eftirlits sem bandarísku orrustuþotur sem voru á Keflavíkurflugvelli fram á seinni- hluta árs 2006 höfðu séð um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.