Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2010, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2010, Page 20
Hvað ætli yrði það fyrsta sem manni dytti í hug að gera, hefði maður ná- granna sína grunaða um að stela úr geymslunni hjá manni? Að kalla saman húsfund til að sjá hvernig þeir bregðist við þegar málið er tekið á dagskrá? Ekki get ég nú neitað því að mér finnst það svolítið langsótt hugmynd. En gott og vel, við þurf- um stundum að „kaupa“ ýmislegt af skáldunum til að fylgja þeim á flug- inu – og „kaupum“ við þetta, á ekkert að vera því til fyrirstöðu að við eigum góða kvöldstund í Þjóðleikhúskass- anum með Sigurhansi djassgeggjara – þeim sem rændur hefur verið og boðar til húsfundarins – frú hans og nágrönnum þeirra. Bragi Ólafsson ætlar sér hvorki að boða ný sannindi í þessum leik né stinga á stórum og ljótum kýlum. Nei, kreppan er víðs fjarri með öllum sínum óþrifnaði, það er rétt aðeins minnst á hana, en að öðru leyti fáum við frið fyrir henni. Hér stendur ekki annað til en kynna okkur fyrir nokkr- um íslenskum hversdagsmanneskj- um, fólki sem er bara eins og fólk er flest, svolítið skrýtið og misheppn- að, en reynir samt að flota sér áfram í gegnum daginn og gegnum líf- ið – ætli við könnumst ekki flest við það? Hver er fullkomlega sáttur við líf sitt þegar dýpst er skyggnst? Og er í rauninni nokkuð sögulegt við það? Með nokkrum hætti er leikur Braga saga um söguleysið sjálft; það er að- eins þörf sumra manna til að búa til drama úr því sem er ekki neitt neitt, í þeim tilgangi einum að flýja leið- ann og viðburðaleysið í eigin lífi, sem verður kveikja að atburðum sem eru, þegar grannt er skoðað, ekki heldur neitt neitt. Eða fela þeir kannski í sér allt sem máli skiptir? Bragi kann vel til verka, hann býr til þann granna söguþráð sem rétt þarf til að þetta tolli saman (á kafla í seinni hlutan- um verður þráðurinn ef til vill í það grennsta), og gætir þess að athygl- in beinist að persónunum sem lýst er af húmor og hlýju. Vefurinn, sem hann bregður upp, virðist einfaldur við fyrstu sýn, en hann leynir á sér. Ég verð að segja það alveg hreint út: mikið óskaplega er þetta nú góð til- breyting frá allri þeirri kaldhæðni og óhrjálegu mannfyrirlitningu sem alltaf er verið að velta manni upp úr í leikhúsi, bíói, skáldsögum ... Nei, það ætti enginn að verða svikinn af leiknum um Hænuungana sem fer á hann með réttu hugarfari. Og að þessu sinni eru það engar ýkjur sem segir í fréttatilkynningum leik- hússins: valinn maður í hverju rúmi. Stefán Jónsson þekkir sitt lið; hann hefur skipað í hlutverkin af glögg- skyggni og smekkvísi og stýrir fley- inu heilu í höfn. Þetta er besta leik- stjórnarvinna sem ég hef séð frá hans hendi. Og Börkur Jónsson sýnir enn og aftur snilli sína sem leikmynda- skáld; við lestur handritsins spurði ég sjálfan mig hvernig í ósköpunum honum myndi takast að koma fjór- um íbúðum á tveimur hæðum fyrir á þessu litla sviði – en honum tekst það, með glæsibrag. Ég ætla ekki að taka tíma ágætra lesenda minna með því að lýsa því hvernig hann fer að því; þið getið bara farið og skoðað það sjálf. Því að þetta er húsfundur sem þið ættuð ekki að missa af. Leikendurnir, já þeir eru sannar- lega hver öðrum betri; maður neyð- ist víst til að taka fram helstu klisjurn- ar: „óborganlegur“, „fer á kostum“, „alltaf í framför“ og svo framvegis. Í raun og veru á það við um þau öll: Eggert Þorleifsson, Ragnheiði Stein- dórsdóttur, Kristbjörgu Kjeld, Friðrik Friðriksson, Pálma Gestsson, Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur ... öll skynja þau þann dapurleika sem býr innra með þessu fólki, einsemd þess og dulda sorg, og þau draga hana fram með hárfínum meðulum. Þetta geta leik- ararnir okkar þegar þeir vilja það við hafa og fá að einbeita sér að því sem skiptir máli á leiksviðinu, en eru ekki kýldir niður með vondri og oft van- hugsaðri leikstjórn. Ég hef alltaf sagt það: leyfum skáldi og leikurum að ná saman, þá gerast góðir hlutir – og ég verð æ vissari í þeirri sök eftir því sem árin líða og ég sé meira af leikhúsi. Þegar svona stendur á vildi maður helst geta sleppt því að hrósa einum á kostnað annarra – og þó væri ég ekki fyllilega hreinskilinn ef ég gerði það ekki. Því það verður að segjast eins og er: Kristbjörg Kjeld stelur senunni allan tímann sem hún er inni á svið- inu. Auðvitað er Kristbjörg enginn senuþjófur af gömlu sortinni, hún notar engar af þessum gamalkunnu brellum sem gömlu prímadonnurn- ar höfðu á valdi sínu – hún leikur bara einfaldlega svo vel, mannlýs- ingin er svo glögg, svo trúverðug og fyndin, nærvera leikkonunnar svo sterk og hlý, blæbrigðin í textameð- ferðinni svo hnitmiðuð, falleg og fín- leg, að maður getur vart haft augun af henni. Hvernig hægt er að gera slíkt í jafnpottþéttum og samstilltum hópi og hér er saman kominn, það er nokkuð sem ég mun ekki reyna að skýra. Og hver segir svo sem að gagnrýnendur eigi að geta skýrt allt? Er það ekki einmitt aðal góðrar leik- listar, að leiða okkur þangað sem út- skýringarnar hætta að skipta máli ... ? Það er einungis tvennt sem ég ætla að gera athugasemd við: í fyrsta lagi finnst mér finnst bláendirinn, sú líkamlega athöfn sem sýningin end- ar á og ég ætla að sleppa að lýsa hér, ekki vel valin eða smekkleg. Hún er ekki fyrirskrifuð í handritinu og mér finnst að leikstjórinn ætti að taka hana út. Vera má að honum hafi fundist endirinn ekki nógu sterk- ur frá hendi höfundar, það kann að vera að nokkuð sé til í því, en ég hugsa samt að hann myndi „halda“ án þessara tilþrifa. Í öðru lagi er leikskráin í allt of stóru broti, 31 x 31. Hvernig dett- ur þeim í Þjóðleikhúsinu í hug að áhorfendur geti setið með svona pappírsörk í kjöltu sér allt kvöldið? Gömlu leikskrárnar, þær sem fólk á miðjum aldri man vel eftir og hægt var að stinga fyrirhafnarlaust í vas- ann eða veskið, voru aðeins 13 x 20. Þjóðleikhúsið gæti gert margt vitlausara á sextugasta afmælisár- inu en að hverfa aftur til hins gamla og góða brots. Eru litprentaðar glæsiauglýsingar ekki hvort eð er að verða svolítið „2007“? Í leikskrá Hænuunganna er ekki ein einasta auglýsing – það má þó segja henni til hróss. Vonandi getur hin öfluga kynn- inga- og markaðsdeild Þjóðleikhúss- ins tínt eitthvað út úr þessari umsögn til nota í auglýsingunum – fyrir nú utan þær fjórar stjörnur sem ég gef sýningunni. Leikhúsinu ber nefni- lega skylda til að hampa verkum af þessu tagi, engu síður en þeim sýn- ingum sem mikið er borið í og eiga auðveldar með að fá fjölmiðlaat- hygli. Og þurfa, þegar upp er staðið, hreint ekki að vera jafnmikils virði. Næst þegar einhver spyr mig hvað sé nú mest spennandi í leikhúsunum, ætla ég að nefna leik Braga Ólafsson- ar. Ég vona hann verði langlífari en kjúklingarnir sem hann dregur nafn sitt af. Jón Viðar Jónsson ÚTGÁFUTÓNLEIKAR BLOODGROUP Útgáfutónleikar Bloodgroup verða haldnir í Iðnó fimmtu- daginn 4. mars. Plata þeirra, Dry Land, kom út í desember síðastliðnum og er að mati margra ein besta plata ársins 2009. Ólafur Arnalds mun koma fram með hljómsveitinni auk nokkurra gestahljóðfæraleikara. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðar á midi.is. Á MI ÐVIKUDEGI 20 MIÐVIKUDAGUR 3. mars 2010 FÓKUS TATSU AOKI HJÁ KÍNÓKLÚBBNUM Kínóklúbburinn helgar fimmtudags- dagskrá sína í Listasafni Reykjavíkur hinum japanska Tatsu Aoki. Tatsu er kvikmyndagerðarmaður, kontra- bassaleikari og plötuútgefandi. Fjórar kvikmyndir verða sýndar eft- ir hann á fimmtudagskvöld og eru það myndirnar Puzzle III, Decad- es Passed, Harmony og Solution A. Fyrsta sýning hefst klukkan 20 og er aðgangur ókeypis. HARPA DÖGG Í GALLERÍ CRYMO Harpa Dögg Kjartansdóttir opn- ar einkasýninguna Úr mynd í Galleríi Crymo á föstudaginn. Harpa útskrifaðist úr myndlist- ardeild Listaháskóla Íslands árið 2007 og lauk kennsluréttindum frá sama skóla vorið 2009. Hún hefur verið virk í listsköpun sinni, haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga víða um land og erlendis. Sýningaropn- unin hefst klukkan 17 og eru allir velkomnir. BÓKBANDSVERK RAGNARS G. EIN- ARSSONAR Nú stendur yfir sýningin Sauðfé, hlýri, hross og geit hjá Handverki og hönnun en það er Ragnar G. Einarsson sem sýnir bókbandsverk. Ragnar nam bókband í Iðnskólan- um í Reykjavík og í Hólabókbandi og lauk meistaraprófi árið 1972. Á sýningunni gefur að líta fjölbreyttar bækur sem Ragnar hefur bundið inn á undanförnum árum. Opið er alla virka daga frá 9 til 19 og frá 12 til 17 um helgar. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: HÆNUUNGARNIR EÐA MINNINGAR FRÁ KARHULA eftir Braga Ólafsson Leikstjóri: Stefán Jónsson Leikmynd: Börkur Jónsson Búningar: Ríkey Kristjánsdóttir Lýsing: Halldór Örn Óskarsson LEIKLIST ALLIR Á HÚSFUND! Hænuungarnir Verkið er sýnt í Þjóðleikhúsinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.