Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2010, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 3. mars 2010 FRÉTTIR
Skriðdrekar
á víðavangi
Vefsíðan e1.ru birti á laugardag-
inn myndskeið sem sýndi um eitt
hundrað nýja T-80 skriðdreka sem
höfðu verið skildir eftir í vegarkanti
í Úral-fjöllum. Á myndskeiðinu má
sjá hvar fólk úr nágrenninu klifraði
upp á skriðdrekana sem hafði verið
lagt í löngum röðum í Kamishlovsk,
um 100 kílómetra frá Yekaterinburg.
Yfirstjórn rússneska hersins
rannsakar nú hvernig stendur á því
að skriðdrekarnir, sem eru aðalbar-
dagavagnar hersins, voru yfirgefnir,
en nýlega var haft eftir einhverjum
yfirmönnum hersins að hann þurfi
aðeins helming þeirra 20.000 skrið-
dreka sem til eru í landinu.
Ekkja handtekin
í París
Agathe Habyarimana, ekkja Juvenals
Habyarimana, forseta Rúanda, var
handtekin í París í Frakklandi, en
hún hefur verið sökuð um aðstoð
við skipulagningu á þjóðarmorðinu
sem framið var í Rúanda árið 1994.
Stjórnvöld í Rúanda höfðu gefið
út alþjóðlega handtökuheimild á
hendur ekkjunni.
Juvenal Habyarimana, forseti
Rúanda, fórst í apríl 1994 eftir að
flugskeyti var skotið á flugvél hans.
Í kjölfarið upphófst skálmöld í
landinu og gengu harðlínu Hútúar,
stuðningsmenn forsetans, á milli
bols og höfuðs á Tútsum og hóf-
sömum Hútúum. Um 800.000 lágu í
valnum.
Nálgast þriðja
tuginn
Enn fjölgar í hópi þeirra sem grun-
aðir eru um morðið á Hamas-liðan-
um Mahmoud al-Mabhouh í Dúbaí
í janúar. Samkvæmt heimildum
fréttastofu CNN er fjöldi meintra
tilræðismanna nú kominn í tuttugu
og sjö.
Tuttugu og sex hinna grunuðu
notuðu evrópsk og áströlsk vegabréf,
en heimildarmenn CNN, sem tengj-
ast rannsókn málsins annars vegar
og lögreglunni hins vegar, vildu ekki
gefa upp hvaðan vegabréfið var sem
sá tuttugasti og sjöundi notaði.
Mahmoud al-Mabhouh fannst
látinn á hótelherbergi 20. janúar í
Dúbaí, en lögreglan telur að hann
hafi verið myrtur degi fyrr og að
leyniþjónusta Ísraels, Mossad, hafi
haft hönd í bagga.
Vísindamenn hjá NASA, geimvís-
indastofnun Bandaríkjanna, segja
að hinn öflugi jarðskjálfti sem reið
yfir Chile í fyrri viku kunni að valdið
hreyfingu á möndli jarðar með þeim
afleiðingum að dagar verða styttri
héðan í frá.
Breytingin er óveruleg, en varan-
leg og ef kenning vísindamanna er
rétt ætti hver dagur að verða styttri
sem nemur 1,26 míkrósekúndum,
samkvæmt fyrstu útreikningum.
Míkrósekúnda er einn milljónasti
hluti sekúndu.
Við öflugan skjálfta færist til mik-
ið magn grjóts og við það breytist
dreifing massa jarðar. Við það breyt-
ist snúningshraði jarðar og snúning-
ur jarðar ákvarðar lengd sólarhrings.
Máli sínu til stuðnings vísa vís-
indamennirnir til tækni skautadans-
ara; þegar hann dregur að sér hand-
leggina, snýst hann hraðar. Við það
að draga að sér handleggina breytist
dreifing massa skautadansarans og
að sama skapi snúningshraði hans.
Jarðeðlisfræðingurinn Richard
Gross hjá NASA notaði tölvulíkan til
að reikna út hvaða áhrif jarðskjálft-
inn 27. febrúar í Chile gæti hafa haft
á jörðina.
Gross komst að þeirri niðurstöðu
að skjálftinn gæti hafa fært snún-
ingsás jarðar um átta sentímetra, og
stytt dagana til frambúðar.
Slíkt mun víst ekki nýtt af nálinni
því jarðskjálftinn sem olli mann-
skæðri flóðbylgju á Indlandshafi árið
2004 hafði víst svipuð áhrif. Jarð-
skjálftinn var 9,1 stig á Richterskala
og stytti daginn um 6,8 míkrósek-
úndur.
Að sama skapi og tilfærsla massa
getur stytt dagana getur hún haft
öfug áhrif. Að sögn vísindamanna
myndu dagar lengjast um 0,06
míkrósekúndur ef Þriggja gljúfra-
stíflan í Kína yrði fyllt með vatni. Full
myndi stíflan innihalda tíu billjón
gallon af vatni.
Dagurinn styttist hugsanlega vegna jarðskjálftans í Chile:
Munar 1,26 míkrósekúndum
Dagarnir styttast hugsanlega Skjálftinn í Chile olli hugsanlega hreyfingu á
möndli jarðar. MYND: NASA
Í gær framlengdu stjórnvöld í Chile
útgöngubann, sem gilt hafði verið um
nóttina, fram á miðjan dag, en þús-
undir hermanna höfði barist við að
halda í skefjum gripdeildum og glæp-
um í kjölfar jarðskjálftans í fyrri viku.
Þrátt fyrir mikinn fjölda hermanna
í borginni Concepción, sem varð illa
úti í jarðskjálftanum, ríkir þar ófremd-
arástand með miklum gripdeildum.
Íbúar borgarinnar kvarta yfir öryggis-
leysi og hve hægt gengur hjá yfirvöld-
um að koma til þeirra matvælum og
öðrum nauðsynjum.
Á vefsíðu The Times segir að íbúar
borgarinnar hygðust koma á laggirnar
hópum til að verja eignir þeirra gegn
ræningjum.
Búðir og bankar
55 manns voru handteknir í Conc-
epción á sunnudagskvöld eftir að
hafa rofið útgöngubannið og var
þá nánast búið að tæma alla stór-
markaði borgarinnar. Sumir borg-
arbúar leituðu nauðsynja í yfirgefn-
um stórmörkuðum en aðrir nýttu
sér ástandið til að ræna banka eða
tæma búðir sem versluðu með lúx-
usvarning.
Á mánudaginn voru 105 hand-
teknir fyrir gripdeildir og aðra glæpi,
og einn var skotinn til bana, sagði
aðstoðarinnanríkisráðherra Chile,
Patricio Rosende. Rosende sagði að
lögreglan hefði náð undirtökunum
í því tilfelli, en „þak á stórmarkaði í
Concepción hrundi þegar ræningjar
báru eld að því þegar lögreglan
reyndi að dreifa þeim“.
Í fyrsta skipti í 20 ár
Hermenn hafa ekki verið á götum
borga Chile í yfir tvo áratugi, en um-
fangsmiklar gripdeildir knúðu Mich-
elle Bachelet forseta til að kalla til tíu
þúsund hermenn til að gæta stór-
markaða, lyfjaverslana, banka og sér-
verslana.
Í ríkisútvarpi Chile voru fluttar
fréttir af „nágrönnum gegn nágrönn-
um“ á strandsvæðunum við Coron-
el og Lota þegar örvænting vegna
matvælaskorts og rafmagnsleysis tók
völdin.
Í kvöldfréttum í fyrradag voru
sýnd myndskeið af hópum vopnaðra
manna sem reikuðu um götur Conc-
epción, réðust gegn slökkviliðsmönn-
um, báru eld að stórmörkuðum og
bættu ógn við ástandið sem var sorg-
legt fyrir.
Fleiri hermenn
Á sama tíma og líf færðist smám
saman í eðlilegt horf hjá flestum
íbúum höfuðborgarinnar Santíagó
bað Jacqueline van Rysselberg-
he, borgarstjóri Concepción, um
fleiri hermenn og aðstoð frá rík-
inu. Að sögn hennar var ekki leng-
ur að finna mannskap til að dreifa
vatni til borgarbúa því þeir urðu fyr-
ir árásum þeirra sem aðstoðina áttu
að fá.
Óttinn er alls staðar, menn
vopnaðir byssum ráðast
á heimili borgarbúa [...]
sendið eins marga her-
menn og mögulegt er.
KOLBEINN ÞORSTEINSSON
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
ÖRVÆNTING OG ALLSLEYSI
Ljóst er að tjón í Chile vegna jarðskjálftans í síðustu viku er gríðarlegt. Víða er skortur á matvælum og öðrum
nauðsynjum orðinn alger og í örvæntingu sinni hafa almennir borgarar gripið til örþrifaráða. Í fyrsta sinn í yfir
tuttugu ár eru hermenn á götum borga landsins.
Herinn á götum Concepción Var kallaður út til að verja verslanir og banka. MYND: AFP
Gripdeildir í Concepción Fólk beitir
öllum ráðum í örvæntingu sinni. MYND: AFP