Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2010, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 3. mars 2010 FRÉTTIR Bílaskoðunarfyrirtæki Finns Ing- ólfssonar, Frumherji, er í ábyrgð- um fyrir skuldum sem nema sam- tals um 5,9 milljörðum króna. Finnur á rúman helming í Frum- herja í gegnum eignarhaldsfélag sitt Fikt en aðrir eigendur eru Jó- hann Ásgeir Baldurs og Helgi S. Guðmundsson. Þremenningarn- ir eiga saman eignarhaldsfélagið Spector sem heldur utan um eign- ina í Frumherja. Skuldirnar sem eignir Frum- herja eru veðsettar fyrir eru eigin skuldir sem og skuldir dótturfélags Spector, Varða ehf. Skuldir Frum- herja nema samtals 2,6 milljörð- um króna og skuldir Varða nema nærri 3,3 milljörðum. Þetta kemur fram í ársreikningum Frumherja og Varða. Bágborgin staða þessara fé- laga Finns Ingólfssonar bætist við slæma stöðu eignarhaldsfélagsins F37 en samkvæmt fréttum Stöðv- ar 2 á sunnudaginn þurfa lánar- drottnar félagsins líklega að af- skrifa um 4 milljarða króna skuld þess. Samanlagðar skuldir þessara þriggja félaga Finns nema því um 10 milljörðum króna. Viðskiptavildin tveir milljarðar króna Eignir Frumherja eru því að minnsta kosti tvíveðsettar vegna félaga sem eru í eigu Finns að stærstum hluta. Þessar eignir eru metnar á 2,4 milljarða króna og þar af er viðskiptavild félagsins metin á tæpa tvo milljarða króna. Viðskiptavild Frumherja útskýr- ist meðal annars af sterkri stöðu félagsins á markaði en markaðs- hlutdeild þess er um 66 prósent á landsvísu. Skuldir Frumherja eru við Ís- landsbanka samkvæmt ársreikn- ingi félagsins og hafa greiðslur sem félagið fær fyrir að leigja Orkuveitu Reykjavíkur hitaveitu-, vatns- og raforkusölumæla á heimilum á starfssvæði Orkuveitunnar verið veðsettar vegna skulda fyrirtækis- ins við bankann. Frumherji keypti mælana árið 2001 og fær um 200 milljónir í leigutekjur á ári fyrir þá. Finnur Ingólfsson keypti Frum- herja svo árið 2007 og voru samn- ingarnir við Orkuveituna þá end- urnýjaðir til sjö ára. Þessir góðu samningar við Orkuveituna skýra einnig af hverju viðskiptavild Frumherja er bókfærð svo há. Verðir ehf. eru svo aftur í ábyrgð- um vegna skulda Frumherja. Eign- ir Varða eru fasteignir og lóðir upp á 1,9 milljarða króna, meðal annars höfuðstöðvar Frumherja á Hest- hálsi í Reykjavík. Óvissa um rekstrarhæfi Vegna þessarar stöðu félaganna er ekki óeðlilegt að í ársreikning- um þeirra komi fram að óvissa ríki um áframhaldandi rekstrarhæfi fé- laganna: „Í gangi eru samninga- viðræður milli félagsins og lána- stofnana um endurfjármögnun félagsins. Ef samningar um end- urfjármögnun takast og lausnir stjórnvalda á Íslandi í peningamál- um, sem verið er að vinna að, leiða til eðlilegrar stöðu í rekstri fyrir- tækja á Íslandi er að mati stjórn- enda félagsins flest sem bendir til þess að hægt verði að reka félagið til framtíðar,“ segir í reikningum Frumherja og Varða. Staða Frum- herja í fyrra var reyndar það erfið að samið var við Íslandsbanka um að afborgunum af lánum félagsins yrði frestað fram á mitt þetta ár. Í tilfelli Frumherja og Varða er þó heppilegt fyrir félögin að þau þurfa ekki að greiða verulega háar afborganir af skuldum sínum á næstu þremur árum. Frumherji seldi til Varða Athygli vekur að árið 2009 seldi Frumherji höfuðstöðvar sínar á Hesthálsi út úr félaginu og til Varða. Þetta var í október í fyrra, tæpum mánuði eftir að gengið var frá árs- reikningum félaganna sem hér um ræðir. Fyrir árið 2008 var hins veg- ar lítil starfsemi í félaginu og eignir þess voru litlar. Félagið Verðir ehf. virðist því hafa orðið eins konar Þrjú eignarhaldsfélög í eigu Finns Ingólfssonar skulda um 10 milljarða króna. Óvissa ríkir um rekstrarhæfi þeirra. Frumherji slapp við að greiða af skuldum sínum 2009. Höf- uðstöðvar Frumherja voru seldar í fyrra. Framkvæmdastjóri félagsins er bjartsýnn þrátt fyrir skuldastöðuna. ÞRJÚ FÉLÖG FINNS SKULDA 10 MILLJARÐA INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is Í gangi eru samningavið- ræður milli félagsins og lánastofnana um endur- fjármögnun félagsins. Færðu Frumherjahúsið Höfuðstöðvar Frumherja á Hesthálsi 6-8 voru færðar inn í eignarhaldsfélagið Verði ehf. í fyrra. Fram- kvæmdastjóri félagsins segir að skuldastaða þess sé erfið. MYND SIGTRYGGUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.